Þjóðviljinn - 19.10.1976, Page 8

Þjóðviljinn - 19.10.1976, Page 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 19. október 1976 Þriðjudagur 19. október 1976 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Nokkrir af fundarmönnum, þar á meðal Sigurþór Hjörleifsson, ráðunautur Messuholti, Jóhann Guðjónsson skólastj. Iðnskólans á Sauðárkróki, Sigurjón Sæmundsson, Siglufirði, frú Anna Jónsdóttir, kennari, Stóru-ökrum, Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri, Siglufiröi, (snýr baki I ljósmyndarann). Ljósm. Stefán Pedersen .iál í Noröurlandi vestra Hugmyndir um skipan fram- haldsnáms A fundi þeim um skólamál i Noröurlandskjördæmi vestra, sem frá er skýrt hér i blaöinu i dag skýröi Höröur Lárusson, fulltrúi i menntamálaráöu- neytinu frá þvi, aö nefnd, sem ráöuneytiö skipaöi til þess aö gera tillögur um menntun á fram- haldsskólastiginu hefði nú skilaö áliti. Til hliðsjónar við tillögugerö sina hafði nefndin norskt skóla- málaskipulag, enda hefur nýlega veriö gengiö frá lagasetningu um þessi mál þar. Samkvæmt tillögum nefndar- innar, er öllum, sem lokiö hafa grunnskólaprófi boöið 1-4 ára framhaldsnám. Gert er ráð fyrir átta námssviðum, sem siöan skiptist i námsbrautir. Sett veröi heildarlöggjöf um samræmdan framhaldsskóla og siðan veröi gefnar út 'reglugeröir um ein- staka þætti, eftir þörfum. Námssviöin skiptast i bók- námssviö, búfræðisviö, heil- brigöissvið, hússtjórnarsviö, listir, uppeldissvið, viöskiptasvið og tæknisvið, sem jafnframt er gert ráð fyrir aö veröi stærsta sviöið og undir þaö heyrir iðn- nám og ýmiskonar verknám. Til álita getur komið, hvort á að halda sig viö hefðbundna bekkjarskipun eöa ekki. Ef til vill kæmi til greina einhver millileið. Afangakerfiö væri aö ýmsu leyti heppilegra m.a. vegna þess aö: a) Nemendur réöu námshraöa. b) Þaö skapaöi jákvæöari afstööu nemandans til námsins. c) Þótt nemandi falli i einu fagi getur hann haldið áfram i ööru. Hinsvegar krefst áfangakerfiö tölvutækni, vegna flókinnar stundaskrárgeröar og erfiöleika viö stjórnun. Gera má ráö fyrir, aö nem- endafjöldi i hverjum aldursár- gangi á Norðurlandi vestra væri 237 og er þá miöaö viö 21% af ibúatölu landshlutans eins og hún var 1. des. 1974. Reikna má með, aö 85% nemendanna stundi fram- haldsnám á 1. námsári, 70% á ööru, 55% á þriöja og 30% á fjóröa. Náminu yrði skipt I þrjú eftir- talin svið: 1. Almennt bóknám án starfs- þjálfunar. 2. Nám, sem miðaö er viö starfs- þjálfun, án mikils verk- eöa iön- náms. 3. Nám, sem miöar aö starfs- menntun I iön- og verknáms- greinum. Hugmyndir nefndarinnar eru aö sjálfsögöu miðaöar viö landið allt. En hvað Norðurland vestra varðar sérstaklega mætti hugsa sér aö námið færi fram á Reykjum i Hrútafiröi, Blönduósi, Sauöárkróki og Siglufiröi. Skiptingu námsins á milli þess- ara skólastaða mætti t.d. hugsa sér þannig: A Reykjum væru öll sviðin þrjú fyrstu árin. A Blönduósi þrjú sviö á 1. ári og tvö á ööru. A Sauöárkróki þrjú ár á öllum námssviöum en þó ekki fjóröa áriö fyrir stúdentspróf. Á Siglufiröi öll þrjú sviöin á fyrsta ári. Aö ööru leyti er vikiö aö ræöu Haröar Lárussonar I frásögn af umræöum á fundinum. -mgh. Frá v.: Sveinn Kjartansson, fræöslustjóri, Ragnar Arnaids, alþingismaður, óiafur Kristjánsson, skólastjóri, Höröur Lárusson, i ræöustól. Ljósm. Stefán Pedersen. A myndinni má m.a. sjá Skúla Jónasson, Siglufiröi, Guöjón Ingimundarson, Sauöárkróki, Jóhann Salberg Guömundsson, sýslumann, Valberg Hannesson, skólastjóra á Sólgöröum I Fljótum og íhægra megin viö boröið þá Benedikt Benediktsson, bónda á iStóra-Vatnsskaröi, Matthías Eggertsson, kennara á Hólum og Gunniaug Ólsen, kennara á Sauöárkróki. Ljósm. Stefán Pedersen FJÖLSÓTTUR FUNDUR OG A myndinni eru m.a. Sólveig Arnórsdóttir Útvík, Vignir Einarsson, kennari Blönduósi, Páll Dagbjarts- son, skólastjóri i Varmahliö og Björn Sigurbjörnsson, kennari á Blönduósi. Ljósm. Stefán Pedersen. Hér sjást fremstir á myndinni Eggert Levy, skólastjóri á Húnavöllum og fundarritarinn, Stefán Jónsson bóndi á Kagöarhóli i A-Hún. Ljósm. Stefán Pcdersen." FJÖRUGAR UMRÆÐUR Laugardaginn 2. þ.m. var hald- inn á Sauöárkróki fundur um skólamál I Noröurlandskjördæmi vestra. Var einkum rætt um fyrirkomulag framhaldsmennt- unar i kjördæminu. Fundurinn var boðaður af Ragnari Arnalds, alþingismanni og sóttu hann um 60 manns. Meðal fundargesta voru flestir skólastjórar I kjördæminu, marg- ir kennarar, fræöslustjóri og fræösluráðsmenn, skólanefndar- menn auk margra annara áhuga- manna um skólamál. Mættir voru skólamenn frá öllum skólastööum i kjördæminu nema einum. Þrir menn fluttu framsögu- erindi á fundinum: Sveinn Kjartansson, fræðsl ustjóri, Höröur Lárusson, fulltrúi i Menntamálaráöuneytinu og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, skólastjóri á Siglufiröi. Fundar- stjóri var Ólafur H. Kristjánsson, skólastjóri á Reykjum I Hrúta- firöi en Stefán A. Jónsson, bóndi á Kagaðarhóli ritaöi fundargjörö. Ragnar Arnalds, alþingis- maöur,settifundinn bauö fundar- menn velkomna og kynnti um- ræðuefniö. Benti hann á, aö búiö væri aö reisa margar skólabygg- ingar I kjördæminu fyrir kennslu á grunnskólastiginu og mætti segja, aö allvel færi fyrir þeim þætti séö. Hinsvegar hefði Norðurlandskjördæmi vestra dregist aftur úr öörum kjördæm- um hvaö snerti aöstööu til mennt- unar heimafyrir á framhalds- skólastigi. Nauösyn bæri til að ráöa bót á þvi. Ætla mætti aö ef ungt fólk gæti notðiö framhalds- menntunará heimaslóöum mundi þaö siöur flytjast burtu aö námi loknu heldur staönæmast á heimaslóöum. Ragnar Arnalds benti á, aö nauösynlegt væri aö menn leituöust m.a. viö aö svara þrem- ur spurningum varðandi fyrir- komulag þessara mála. í fyrsta lagi hvort flokka ætti nemendur i aðgreinda skóla eftir því hvort þeir stunduöu bóklegt nám eöa verklegt. Sjálfur gyldi hann nei viö þeirri spurningu. I ööru lagi hvort byggja ætti upp fáa skóla og stóra eöa hvort hafa ætti skólana I minni einingum og dreifa þeim um kjördæmið og hvaö mætti þá sú dreifing vera mikil. Og i þriöja lagi hverættiaö vera hlutur rlkis- ins i skólakostnaöinum og hver sveitarfélaganna. Þá vék Ragnar Arnalds aö til- lögum þeim um f jölbrautaskóla á Noröurlandi vestra, sem hann heföi flutt á tveimur slöustu lög- gjafarþingum. Heföi hann boöið samþingsmönnum slnum úr kjör- dæminu aö gerast meöflutnings- menn að þeim en þeir ekki þegiö. Bæjarstjórn Sauöárkróks heföi samþ. tillögu um aö skora á þing- menn kjördæmisins aö koma upp aðstöðu til framhaldsmenntunar á Sauðárkróki. Sin skoðun væri hinsvegar sú, aö ekki ætti allt fjölbrautanám i kjördæminu aö fara fram á einum staö. Með þvl að byggja upp aðstööu fyrir fjöl- brautanám á 3-4 stööum I kjör- dæminu minnkaði þörfin fyrir heimavistir og slik dreifing væri einnig I betra samræmi viö heil- brigða byggöastefnu. Ragnar Arnalds varaöi menn við aö taka einstrengingslegt miö af tillögum hans, sem engan veginn væru hugsaöar sem sjálf- sögö og óumbreytanleg lausn en nauðsynlegt væri fyrir þingmenn að heyra hvaöa skoðanir skóla- menn ogaörir lbúar kjördæmisins heföu á þessum málum og reyna siðan að laöa menn til samstarfs um þær hugmyndir, sem álitleg- astar þættu. Sveinn Kjartansson, fræbslu- stjóri Noröurlandskjördæmis vestra kvaö grunnskólann naumast vera hálfskapaöan enn og þvi erfitt aö byggja ofan á það kerfi, sem ekki væri meira mótaö. Athugandi væri, hvort ekki væri timi til þess kominn aö gera úttekt á öllu skólahúsnæöi I kjördæminu. í ræöu Sveins Kjartanssonar kom fram aö skólastaöir i kjör- dæminu væru 19. Nemendur á 1.- 10. námsári i fræösluumdæmi kjördæmisins væru 2047, ( og er þá miðaö viö áætlun skólanna fyrir skólaáriö 1976-1977). Þar af væru heimangöngunemendur 1186, akstursnemendur 509 og heimavistarnemendur 352. Þeir skólar, sem eru með 100 nem- endur og fleiri eru Siglufjöröur 410, Sauöárkrókur 355, Varmahlið 166, Blönduós 165, Húnavellir 151, Höréaskóli 140, Reykjaskóli I Hrútafiröi 119, Laugarbakki 108 og Hofsós 106. Höröur Lárusson deildarstjóri i Menntamálaröuneytinu taldi ekki rétt að taka út úr einn skóla og eina námsbraut heldur þyrfti máliö aö skoöast i heild. Fram- haldsskóla þyrfti að skipuleggja sem eina heild þótt honum væri skipt i deildir. Námsskrá þyrfti aö miöa við þaö að hvaöa marki væri stefnt meö náminu. Við þekktum best hina heföbundnu bekkjarskipan, þar sem öllum nemendum á sama aldri væri hrúgaö saman i bekk, án tillits til námsgetu. Afangakerfiö veitti meira svigrúm um námsval og námshraöa og skapaði þvl jákvæöari afstöðu nemendanna til námsins. Aö ööru leyti eru ýmis atriði, sem fram komu I ræðu Harðar Lárussonar rakin annarsstaöar hér á slöunni. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, skólastjóri i Siglufirði taldi nauösynlegt, að nemendur ættu sem mestan kost á námi heima- fyrir eöa þá i næsta nágrenni. Þab mundi fremur festa þá heima. Benti á, aö siðan farið var aö mennta vélstjóra iSiglufiröi, væri þar nóg af vélstjórum en á þeim heföi áöur veriö skortur. Gunnar Rafn sagöi þaö ekkert þægilegra fyrir nemendur úr Siglufirði ab sækja nám til Sauöárkróks en Reykjavikur, þegar til sam- gangnanna væri litiö. Nauðsyn bæri til, aö námsmöguleikar viö skóla úti á landsbyggöinni væru fjölbreyttir þvi ella yrðu skólar þar annars flokks kennslustofn- anir, boriösaman vib Reykjavik. Efla þyrfti þá skóla, sem þegar væru búnirað ná ákveöinni stærö. Ekki væri liklegt aö einn stór sköli fyrir allt kjördæmið leysti vandamál framhaldsmenntunar- innar þar. Gunnar Rafn visaöi til tillögu frá bæjarstjórn Siglufjarö- ar, þar sem hún mælti meö þvi aö tillaga Ragnars Arnalds um fjöl- brautaskóla i kjördæminu yröi samþykkt. Aö loknum framsöguræöum og rausnarlegum kaffiveitingum hófust frjálsar umræöur. Fyrstur kvaddi sér hljóðs Tryggvi Guðlaugsson, sýslu- nefndarmaöur i Lónkoti. Hann taldi að námstiminn i heild væri oröinn of langur. Arangur kennslunnar væri ekki i samræmi viö þann tima, sem I hana færi. Nóg væri, aö unglingar sætu á skólabekk 6 mánuöi á ári. Lang- skólagengið fólk forðaðist fram- leiöslustörfin. Dró I efa, aö grunn- skólalögin næöu tilgangi sfnum. Guöjón Ingim undarson á Sauöárkróki gerði ekki ráö fyrir, að tillaga Ragnars Arnalds næöi fram að ganga að svo stöddu. Helsti gallinn á henni væri sá, aö með henni væri ætlab aö vera of góður við of marga og aö þvi leyti væri hún ekki raunhæf. Ingólfur Guðnasoná Hvamms- tanga benti á, aö i upphafi hefðu vestur-húnvetningar og stranda- menn staöiö saman um Reykja- skóla i Hrútafirði og enn væri skólinn mikið sóttur af unglingum úr Strandasýslu. Tillit þyrfti aö taka til þess þegar rætt væri um skipulag skólamála á þessu svæði. Sigurjón Sæmundsson I Siglu- firöi þakkaöi Ragnari Arnalds fyrir aö hafa boðað til fundar um skólamálin. Mára en timabært væri oröiö, aö þau væru rædd. Gagnrýndi menntamála- ráðuneytið fyrir afstööu þess gagnvart Siglufirði. Vignir Einarsson, kennari á Blönduósi varaði vib aö dreifa kennslunni á of marga staöi. Skólarnir mættu ekki vera minni en svo, að þeir gætu veitt fjöl- breytt nám. Hörður Lárusson, deildarstjóri áleit aö menntamálaráöuneytinu væri ekki svo mjög fast i hendi með þær tillögur, sem hann heföi drepið á i framsöguræöu sinni. Þær bæri aðeins aö skoöa sem umræöugrundvöll. Frh a bls. 14. Tillaga til þingsályktunar Um fjölbrautaskóla Norðurlandi vestra — flutt á síðasta löggjafarþingi, af Ragnari Arnalds, alþingismanni Alþingi ályktar aö fela rikis- stjórninni aö undirbúa frum- varp um stofnun framhalds- skóla á Norðurlandi vestra, meö fjölbrautasniöi. Skólastarfiö fari fram á nokkrum stööum i fræösluumdæminu og veröi byggt upp sem ein heild meö náinni samvinnu og verkaskipt- ingu milli skólastaöa. Stefnt skal að þvi, aö sem flestar námsbrautir framhaldsskóla- stigsins, sem annarsstaöar er aö finna i menntaskólum, iön- skólum, vélskóla, tónlistarskól- um eöa öörum sérskólum, veröi stundaöar á a.m.k. einum þess- ara skólastaða. Samræmt fjölbrautanám á Noröurlandi vestra meö eöli- legri verkaskiptingu milli skólastaöa miðist viö eftirtalin meginsviö: 1. Á tveimur skólastööum sé starfrækt bóknámsbraut, á öðrum til tveggja ára og á hin- um til f jögurra ára, er samsvari menntun til stúdentsprófs og skiptist i nokkrar námsbrautir, eftir þvi, sem aöstæður leyfa, t.d. tungumáladeild, raun- greina- og náttúrufræöideild. 2. Iðn- og tæknibraut skiptist milli skólastaöa, eftir þvi, sem hagkvæmast þykir t.d. þannig, aö sjómennska, matvælatækni, vélstjóranám og annaö þaö iön- og tækninám, sem tengdast er siglfirsku atvinnulifi, hafi að- setur þar, en flestir aörir þættir iönfræöslunnar veröi á Sauöár- króki, eins og þegar hefur veriö ákveöiö. 3. A einum skólastaðnum veröi viöskipta- og verslunar- braut, sem samsvari fjögurra ára námi, en á öörum veröi um aö ræöa tveggja ára nám. 4. A öllum skólastööunum geti nemendur stundaö bóknáms- þætti námsbrauta i heimilis- fræöum, hússt jórn og búfræöi en aö ööru leyti fari námiö fram i búnaðarskólanum á Hólum i Hjaltadal, Löngumýri og á Blönduósi. Skal viö þaö miðað, aö þessar námsbrautir verði ekki lengur sem einangraöar blindgötur i skólakerfinu heldur veröi séð til þess, aö nemendur geti haldiö námi áfram á fram- haldsskólastiginu aö þessum áfanga loknum. 5. Námsbrautir á sviöi lista skiptist milli skólastaðanna, eftir þvi sem aöstæöur leyfa, og kemur þar einkum til greina tónmennt, myndlist og önnur handmennt. Vegna fámennis og marg- breytileika námsins veröi skólastarfiö skipulagt i áfanga- á kerfi, sem sameini námshópa úr ýmsum námsbrautum án tillits til hefðbundinnar bekkja- skiptingar og geri fram- kvæmanlegt aö fá sérmenntaöa kennara til að fara milli skól- anna og standa fyrir nám- skeiðum. Um kostnaö viö stofnun og rekstur f jölbrautaskóla á Norðurlandi vestra skal fylgt þeim ákvæöum, sem gilda um stofnun og rekstur mennta- skóla, og greiöist kostnaöurinn úr rikissjóöi, eftir þvi sem fé er veitt til á fjárlögum. Skólaráö skal fara meö stjórn fjölbrautaskólans á Noröurlandi vestra i samvinnu viö skóla- stjóra og undir yfirstjórn menntamálaráöuneytisins. Skólaráö skal skipaö eftir til- nefningu fræösluráös á Noröur- landi vestra. Jafnframt skulu nemendur árlega tilnefna full- trúa i skólaráö.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.