Þjóðviljinn - 09.11.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.11.1976, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 9. nóvember 1976. — 41. árg. — 251. tbl. Láglaunaráðstefna á vegum vkf. Sóknar Á fjölmennum fundi í Starfsstúlknafélaginu Sókn 3. nóv. s.l. voru samþykkt mótmæli gegn frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur, sem nú liggur fyrir alþingi. Var skoraö á rikisstjórnina aö draga það til baka og semja nýtt frumvarp i samráði við verkalýðshreyfing- una. Þá var mikið rætt um lág laun verkafólks og samþykkt að skora á stjórn félagsins að boða til al- menns fundar láglaunafólks og bjóða verkamannasambandinu og öðrum láglaunafélögum þátt- töku. Ráðgert er aö fundurinn verði i Hreyfilshúsinu við Grensásveg, sunnudaginn 14. þ.m. kl. 2 e.h. Þá var rætt um könnun, sem nú fer fram á vegum félagsins á lifi og störfum Sóknar- kvenna. Námskeið fyrir Sóknarkonur eru nú byrjuð og er áhugi félags- kvenna mikill. Þá kom fram mik- ill áhugi á starfi Heilsuræktarinn- ar i Glæsibæ og er i athugun að félagskonur komist i gigtar- lækningar þar. Jafnréttisráð hefur nú til með- feröar mál nokkurra Sóknar- kvenna^ sem vinna á Klepps- spitala og Kópavogshæli fyrir lægri launum en karlar viö sam- bærileg störf. Verkfall barna- kennara nær algert Guðni Jónsson starfsmaður SIB sagði i samtali við Þjóðviljann siðdegis i gær að eftir þvi sem hann kæmist næst hefði verkfáTl barnakennara veriö nær algert og ef einhverjar undantekningar væru þá væri það helst i mjög smáum skólum úti á landi. Sums staðar t.d. á Suðurlandi hafi kennarar úr nokkrum skólum komið til sameiginlegs fundar- halds. Þá hafa framhaldsskóla- kennarar viða lagt niður vinnu einkum þar sem um blandaða skóla er að ræða, þe. bæði barna- skóla og unglingadeild. Guðni sagði að geysilega mikið starf hefði verið unnið i þessu verkfalli og kennarar kafað ofan i mál sin sem þeir hefðu ekki gefið sér tima til aður. Sjá nánar i opnu. —GFr SJÁ OPNU Hitaveita Suðurnesja í notkun Hann Óli Kristján stendur þarna við gosbrunninn I hús- garðinum við félagsheiniilið Festi i Grindavik, en vatnið sem ýrist upp úr brunninum er upphitað ferskvatn frá varma veitunni við Svarts- engi, sem var formlega tekin i notkun á laugardaginn var. SJÁ BAKSÍÐU Fjölsótt orkuráðs tefna Alþýðu- bandalagsins Lagður grund- völlur að stefnu- mótun Á sunnudaginn hélt Al- þýðubandalagið ráðstefnu um orkugjafa og nýtingu innlendra orkulinda. Sóttu hana um 60 manns, þaraf voru 8 sérstaklega boðnir gestir. Kynnt var álit orku- nefndar flokksins, en hún hefur starfað að gagna- öflun og stefnumótun nú á annað ár. Luku menn upp einum rómi um framúrskarandi störf nefndar- innar, enda er nefndarálitið vandaðasta og viðtækasta samantekt um orkumál, sem gerð hefur verið hér á landi. Einn gesta ráðstefnunnar, Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur minntist sérstaklega á það, að ,,það væri dæmigert fyrir skipu- lagsleysið i orkumálum okkar að það skyldi vera stjórnmálaflokk- ur sem fyrstur varð til þess að taka saman heildaryfirlit um orkumál islendinga en ekki orku- málayfirvöld”. A ráðstefnunni mælti Tryggvi Sigurbjarnarson fyrir áliti orkumálanefndar og Jakob Björnsson, orkumálastjóri flutti erindi um islenskar orku- lindir og orkubúskap. Um 20 manns tóku til máls á ráðstefn- unni. 1 lok hennar var kjörin 9 manna Ráöstefnuna sóttu sextlu manns. Myndina tók eik. um morguninn. nefnd til þess að íhuga tillögur orkunefndar flokksins um stefnu- mótun i orkumálum og búa þær i hendur fulltrúum á flokksráðs- fundi, sem haldinn verður um næstu helgi. 1 nefndina voru kjör- in: Adda Bára Sigfúsdóttir, As- mundur Asmundsson, Helgi F. Seljan, Hjalti Kristgeirsson, Páll Theódórsson, Sigurður Thorodd- sen, Stefán Jónsson, Svavar Gestsson og Þór Vigfússon. Iðnaðardeild SÍS gerir stóran sölusamning: Selur ullarvörur til Sovétríkjanna fyrir 1220 miljónir króna Þeir Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Iðnaöardeildar SIS, Andrés Þorvarðarson, viðskiptafulltrúi og Hrcinn Þorm- ar verksmiðjustjóri eru nýkomnir heim frá Sovétríkjunum eftir að hafa undirritaö stærsta ullar- vörusölusamning sem islending- ar hafa nokkru sinni gert. Þeir sömdu við sovétmenn um kaup á islenskum ullarvörum fyrir 840 milj.kr. á næsta ári og aö auki um sölu á mokkakápum og ullarvör- um fyrir 380 milj.kr. á næsta ári, þannig aö f heild nemur þessi samningur 1.220 milj. kr. I þessum samningi er gert ráö fyrir að sovétmenn kaupi 280.000 peysur og rúmlega 120.000 værðarvoðir. Peysurnar veröa framleiddar i Fataverksm. Heklu á Akureyri og i 10 öðrum prjóna- verksmiðjum annarsstaðar á landinu. Værðarvoðirnar verða framleiddar i Gefjunni á Akur- eyri. Að sögn Andrésar Þorvarðar- sonar mun þessi sölusamningur koma i veg fyrir að segja þurfi upp fólki hjá Gefjunni á Akureyri, en vélar verksmiðjunnar hefði ekki verið hægt að fullnýta hefði þessi stóri samningur ekki komið til. Ekki kvað Andrés hættu á þvi að islenska ull muni skorta til framleiðslunnar, ekki um sinn að minnsta kosti. S.dór Setuverkfall í fóstruskólanum Nemendur Fósturskóia ts- lands hafa ákveðiö að efna til sctuverkfalls i skólanum á morgun. Er þetta gert til þess að leggja áherslu á kröfur al- menns nemendafundar frá 4. þ.m. um að nýjar úthlutunar- reglur Lánasjóðs isl. náms- manna veröi dregnar til baka og úthlutað eftir gömlu reglunum. Jafnframt krcfjast nemendur þess að allir framhaldsskóla- ncmar öðlist sama rétt til náms- lána. Flokksráð Alþýðu- bandalagsins kemur saman á föstudag , Fundurinn haldinn »nýja Þjóðvilja- húsinu Akveðiið hefur verið aö flokks- ráðsfundur Alþýöubandalagsins, sem hefst kl. 15 á föstudaginn, verði haldinn i nýja Þjóöviljahús- inu, Siðumúla 6. Samkvæmt upplýsingum ólafs Jónssonar, framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins, eiga 115 til 120 fulltrúar rétt til setu á fundin- um. Auk þess eiga miðstjórnar- menn og þingmenn seturétt á fundinum, þótt þeir séu ekki kjörnir i flokksráð. Aðalmálin á flokksráðsfundin- um verða afleiðingar stjórnar- stefnunnar og baráttan framund- an, orkumálin og flokksstarfið. Dagskrá fundarins hefst með þvi að Ragnar Arnalds, formaður flokksins flytur yfirlitsræðu um stjórnmálaviðhorfið, siðan talar Lúðvik Jósepsson um hlutverk Alþýðubandalagsins við núver- andi aðstæður. Á fundinum hafa Guðmundur J. Guðmundsson og Haraldur Steinþórsson framsögu um kjara- mál launastéttanna, og Magnús Kjartansson og Hjörleifur Gutt- ormsson um orkumálin. Þá ræða Ólafur Jónsson og Finnur Torfi Hjörleifsson um flokksstarfið og Þjóðviljann. Fundurinn stendur fram á sunnudagskvöld, miðstjórn verður kjörin á laugar- dag, og nefndarálit afgreidd siðdegis á sunnudag. A laugar- dagskvöld efnir Alþýðubanda- lagsfélagið i Reykjavik til skemmtikvölds i nýja Þjóðvilja- húsinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.