Þjóðviljinn - 09.11.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.11.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. nóvember 1976 ------------------------------------- Nám í flug- umf erðarst j órn Flugmálastjórnin hyggst taka til reynslu 8 nema i flugumferðarstjórn i janúarmán- uði n.k.. Aðeins umsækjendur er lokið hafa stúdentsprófi og uppfylla tilskilin heilbrigðisskilyrði koma til greina. Væntanlegir umsækjendur útfylli þar til gerð umsóknareyðublöð sem afhent verða á skrifstofu flugmálastjóra á Reykjavik- urflugvelli, 2. hæð. Þeir sem áður hafa skilað umsóknum, endurnýi fyrri umsókn sina. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1976. Flugmálastjóri \____________I-----------------------J Sty r ktar s j ó ður ísleifs Jakobssonar Stjórn Styrktarsjóðs ísleifs Jakobssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja iðnaðar- menn að fullnuma sig erlendis i iðn sinni. Umsóknir ber að leggja inn á skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna, Hallveig- arstig 1, Reykjavik fyrir 18. nóvember nk. ásamt sveinsbréfi i löggiltri iðngrein og upplýsingar um fyrirhugað framhalds- nám. Sjóðstjórnin Reykjavik 04. 11. 1976. n___________________________________y r n Laust starf — Grindavík Laust er starf á skrifstofu bæjarfógetans i Grindavik. Vinnutimi er frá kl. 12.00 til 17.00 alla virka daga nema laugardaga. Laun samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til undir- ritaðs fyrir 15. nóvember n.k. Bæjarfógetinn i Grindavik, Keflavik og Njarðvik. Sýsiumaðurinn i Gullbringu- sýslu, Vatnsnesvegi 33, Keflavik. \_____________________________________J -------------------------------------N Bygginga- tæknífræðingur Óskum eftir að ráða byggingatæknifræð- ingnúþegar. Aðalstarf: Umsjón útiverka, áhaldahús, mælingar o.fl. Laun samkvæmt kjarasamningum starfs- mannafélags Seltjarnarnesbæjar. Uppl. um starfið veitir bæjarstjóri. Bæjarstjóri Seltjarnarness. V________________1____________________J Um mál nígeríumannanna á ms. Sögu Þegar negrastelpa fer á rall” •>n „Viö vorum eiginlega að hjálpa þeim aö komast úr landinu en i Nigeriu er hroðalegt ástand, at- vinnuleysi og fátækt. Þiö vitiö aö þarna er herforingjastjórn. Nú vilja þeir ekki fara frá tslandi. Þeireru hræddir viö að fara heim til sin.” Þessi orö mælti Sigurður Markússon útgeröarmaöur og skipstjóri á ms. Sögu, þegar hann kom meö undirskriftarskjal áhafnar skipsins þar sem mót- mælt er framkomnum ásökunum nigeriumannanna Ben George og John Ajayi um hroöalega meö- ferö um borö. Þá hefur Sigurður boriö þaö i einu dagblaöanna aö svert- ingjarnir væru þjófóttir og hefðu stoliö öllu steini léttara um borö og auk þess komist yfir tvö stereotæki eins og hann orðar þaö, og heföi annað veriö upp á verðmæti 170 þúsundir.Nú hefði hann kært þessar grófu ásakanir Sjómannasambandsins til sjó- réttar og yröi máliö tekiö fyrir i dag. Þjóöviljinn haföi samband viö Oskar Vigfússon, formann Sjó- mannasambands Islandsígær og sagði hann aö launakröfur væri aöalmál Sjómannasambandsins og færu svertingjarnir ekki til Nigerlu fyrr en þaö væri til lykta leitt. Þeir byggju núna á Hjálp- ræðishernum og væru undir vernd Sjómannasambandsins. Óskar kvaöst ekki hafa neina ástæöu til að rengja nigeriu- mennina um það að þeir heföu verið beittir illri meðferð um borð og hefði hann raunar fengiö staö- festingu á þvi. Hann taldi vafa- samt aö þjófnaðarákæra skip- Yfirlýsing frá fram- kvæmdastjóm Sjómanna- sambandsins A framkvæmdastjórnarfundi 1 Sjómannasambandi tslands, sem haldinn var i gær vegna þeirra skrifa sem oröiö hafa um afskipti sambandsins af máli áhafnar- manna á M.S. Sögu, var sam- þykkt eftirfarandi yfirlýsing: „Undirritaðir stjórnarmenn lýsa þvi hér meö yfir aö formaöur sambandsins hefur unniö aö nefndu máli I fullu samráöi og með samþykki okkar allra. Guöjón Jónsson, Jón Kr. Ólsen, Guömundur Hallvarösson og Guömundur M. Jónsson.” stjórans ætti við rök aö styðjast, bæði væri ótrúlegt að svert- ingjarnir hefðu gegnið i eigur skipsfélaga sinna og svo heföi hann séð farangurþeirra á Hjálp- ræðishernum og hann hefði verið afar fábrotinn og ekki likur neinu þýfi. Varðandi stereótækið sagöi Óskar að hann heföi sjálfur séö verðmiðann og hann hefði hljóöað upp á 699 hollensk gyllini eða tæpar 50 þúsund krónur. En þessi áburður skipstjórans væri eftir öðru sem frá honum hefði komiö. Þá sagði Óskar aö skipstjórinn hefði lofað aö láta nigeriumenn- ina hafa einhverja peninga strax á fimmtudag og ennfremur lofað að koma kl. 11 á föstudag og gera upp mál þeirra og koma með flugfarseðilinn. Ég hringdi um morguninn heim til Sigurðar og fór siðan rétt fyrir hádegi niður i Slipp en hann var þar ekki. Sig- urður vissi að málið var i hönd- um Sjómannasambandsins og honum bæri að hafa samband við það en ekki öfugt. Eins og fram kemur i þessu stendur hér staðhæfing gegn stað- hæfingu. Það skal tekið fram að svertingjarnir báru það á blaða- mannafundinum á föstudag að öli áhöfnin væri ekki undir sömu sökina seld. Td. hefðu vélar- rúmsmenn umgengist Ben George eins og mann. I Dagblaðinu fimmtudaginn 1. nóv. sl. er viðtal við skipverja á Sögu og segja þeir þar ýmsar frægðarsögur frá Nigeriu. Etv. lýsir eftirfarandi saga einhverju Óskar Vigfússon. um viðhorf þeirra til svertingj- anna þar: ,,Þá hafði ung og heillandi negrastúlka (ein af þessum sem fást fyrir 2-7 fiska) heimsótt þá um borð en þar sem þeim þótti hún frekar illa á sig komin ákváðu þeir að gefa þeim dálitinn súrefnisskammt til að hressa hana. En i misgripum tóku þeir gaskútinn og fréttu þeir ekkert af stúlkunni annað en það að hún lægi illa haldin á sjúkrahúsi. Já, það endar ekki alltaf vel þegar „negrastelpa fer á rall.” Og i viðtali við Sigurð skip- stjóra i Morgunblaðinu á laugar- dag talar hann um svertingjana tvo 1 hvorugkyni: „Þetta á ekki heima hér. Það hefur annan hugsunarhátt og þvi er best að senda það heim til sin aftur.” —GFr Við undirritaðir áhafnarmeð- limir m.s. Sögu viljum taka fram eftirfarandi vegna óvandaðra blaðaskrifa um dvöl tveggja nigeriumanna um borð i m.s. Sögu á leið skipsins frá Port Hartmourt til Reykjavikur: 1. Umræddir nigeriumenn höfðu hvor sinn sérklefa um borð og varaðbúnaður þeirra og fæði hið sama og islenskra áhafnarmeðlima. 2. Nigeriumennirnir voru aldrei beittir likamlegu ofbeldi, og er fullyrðingum þeirra um slikt mótmælt sem ósönnum söguburði. 3. Blaðaskrif um að um- ræddum nigeriumönnum hafi verið ógnað með skotvopnum eru algerlega ósönn enda engin byssa um borð iskipinu og hefur ekki verið. smg 4. Við lýsum undrun okkar og vanþóknun á þvi hvernig vissir fjölmiðlar og hinn nýi forseti Sjómannasambands Islands hafa haldiö á máli þessu. 5. Okkur er kunnugt um að út- gerðm.s. Sögu hefur ákveöið að óska eftir að haldin verði sjó- próf til þess að leiða sannleik- ann i ljós i máli þessu. Reykjavik 6. 11. 1976. Sigurður Markússon skipstjóri Ragnar Eyjólfsson vélstjóri Stefán Brynjóifsson Kjartan Már Ben H. Steinsson 1. stýrim. Ingi Bóasson 1. vélstjóri Guömundur Jóhannesson háseti Jón Haukdal Kristjánsson háseti Gisli Óskarsson 2. vélstjóri Hjálparsveitarslysið: Einn liggur enn meðvitundarlaus Sem kunnugt er af fréttum slös- uðust þrir félagar Hjálparsveitar skáta i Vestmannaeyjum, er þeir voru að æfingum I svonefndum Gigjökli, sem er skriöjökull fyrir ofan jökullónið á leiöinni i Þórs- mörk, um siðustu helgi. Tveir piltanna fehgu að fara heim eftir meðferð á sjúkrahúsi sl. sunnudag, en einn þeirra ligg- ur enn meðvitundalaus á gjörgæsludeild Borgarsjúkra- hússins. Slysið vildi til með þeim hætti að þeir voru að fara yfir isglæru, þegar tveimur skrikaði fótur og þar sem þeir voru þrir bundnir saman, runnu þeirallir þrlr niður brekku og komu engum vörnum við. Siðan fóru þeir fram af 8 m. háum isvegg. Félagar þeirra komu þeim fljótlega til hjálpar og var sent eftir björgunarþyrlu, sem sótti þá uppá jökulinn og flutti þá á sjúkrahús. Þegar Þjóðviljinn hafði sam- band við Borgarsjúkrahúsið i gær,varliðan piltsins, sem liggur meðvitundarlaus á gjörgæslu- deild óbreytt. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.