Þjóðviljinn - 09.11.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.11.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA —ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. nóvember 1976 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siðumúla 6. Simi 81333 Prentun: Biaöaprent h.f. MATTHÍAS BÝÐUR BRETUM AÐ VEIÐA ÁFRAM Eftir tvo daga er væntanlegur til íslands sendimaður frá Efnahagsbandalagi Evrópu til að kanna möguleika á viðræðum við islensk stjórnvöld, um áframhald veiða erlendra skipa frá rikjum Efnahagsbandalagsins innan islenskrar fiskveiðilandhelgi. Enginn islendingur þarf að velkjast i vafa um það, að rikisstjórn landsins stefnir eindregið að þvi að heimila bretum áframhaldandi veiðar hér, þegar samningurinn við þá rennur út um næstu mánaðamót. 1 vitaðli við Dagblaðið á föstudaginn var kemst Matthias Bjarnason, sjávarútvegs- ráðherra t.d. svo að orði, að við „þurfum samninga um nýtingu fiskistofnanna”. Þessa fullyrðingu ráðherrans gerir Dag- blaðið að aðalfyrirsögn á forsiðu. Samkvæmt fullyrðingu ráðherrans eru það sem sagt ekki lengur bretar, sem ,,þurfa” á þvi að halda að fá hér áfram- halda réttindi til veiða, heldur erum það við islendingar, sem endilega „þurfum” að fá breta og aðrar Efnahags- bandalagsþjóðir til að semja við okkur um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Það erum sem sagt við, sem megum samkvæmt kenningu Matthiasar Bjarnasonar þakka fyrir, ef Efnahagsbandalagið vill láta svo litið að semja við okkur. 1 rauninni ætti ekki að þurfa að benda nokkrum einasta islendingi á, hversu gjörsamlega þetta viðhorf ráðherrans stangast á við veruleikann, þar sem mál standa einfaldlega þannig, að við höfum ekkert að bjóða Efnahagsbandalaginu hvað fiskveiðar varðar, og heldur ekkert til þess að sækja i sambandi við fisk- veiðar. — Samt byrjar ráðherrann á að til- kynna væntanlegum viðsemjanda, að það séum við sem nú þurfum endilega að ná samningum. Svona ráðherra ætti hvergi nærri viðræðum um þessi mál að koma. k. ORKUMÁL í BRENNIDEPLI í félagssamtökum af hvaða tagi, sem er, þá er oft yfir þvi kvartað, að nefndir, sem vinna eiga að þessu eða hinu verkefni séu ekki nægilega dugmiklar. Innan verkalýðssamtakanna og stjórn- málasamtaka islenskra sósialista heyrast slikar kvartanir eins og annars staðar, og þvi miður of oft réttmætar. Þeim mun meiri ástæða er til að fagna þvi, þegar vinnunefnd skilar af sér svo ágætu starfi sem fram kom á orku- ráðstefnu Alþýðubandalagsins nú um siðustu helgi. Fyrir tæpum tveimur árum var skipuð á vegum miðstjórnar Alþýðubandalagsins orkunefnd, sem nú hefur skilað af sér nefndaráliti. Þetta nefndarálit, sem út hefur verið gefið i bókarformi er með viðaukum og töflum hátt á annað hundrað blaðsiður. Þarna er að finna marg- vislegan fróðleik um orkubúskap okkar islendinga og ástand orkumála i veröld- inni. Helstu kaflaheiti bókarinnar eru: Stefnumótun Alþýðubandalagsins i orku- málum. Alþjóðleg viðhorf og þróun i orkumálum. Orkulindir íslands. Umhverfisvernd og orkumál. Eignar- réttur á islenskum orkulindum. Orku- frekur iðnaður. Á ráðstefnu Alþýðubandalagsins nú um helgina var fjallað ýtarlega um nefndar- álit orkunefndar flokksins. Ráðstefnuna sóttu nær eitt hundrað einstaklingar, bæði áhugamenn úr Alþýðubandalaginu og sér- fræðingar utan flokksins og innan. Niðurstöður nefndarinnar fara nú til ' frekari umfjöllunar á flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins um næstu helgi. í nútimaþjóðfélagi hljóta orkumálin að vera einn veigamesti þátturinn i þjóðar- búskapnum, og hér á íslandi getur það skipt sköpum, hvort okkur tekst að verja hinar dýrmætu orkulindir vatnsafls og jarðvarma fyrir siaukinni ásókn erlendra auðfélaga. Jafnframt verðum við að hafa i huga að leita allra leiða til að nýta smátt og smátt, sem mest af þessum miklu orkulindum lands okkar og þá i okkar eigin þágu, án þess að slikri iðnaðaruppbyggingu fylgi óhófleg röskun þess félagslega og náttúrlega umhverfis, sem við búum við i dag. Meginreglan á að vera sú, að betra sé að orkulindirnar biði ónýttar um nokkurt árabil, en að þær lendi með beinum eða óbeinum hætti i höndum erlendra auðfélaga. En þess ber einnig að minnast, að svo vel erum við islendingar settir, hvað orkulindirnar varðar, að vatnsaflið og jarðvarminn endurnýjast af náttúrunnar völdum, og eru þvi ekki forðabúr, sem tæmast þótt af sé tekið, eins og t.d. olia og kol. Við sem nú lifum erum þvi ekki að taka neitt frá framtiðinni, þótt við göngum að nýtingu orkulindanna, sé það gert á skynsamlegan hátt og það jafnan tryggt, að allt forræði sé i okkar eigin höndum. Þjóðviljinn hvetur alla lesendur sina til að kynna sér vandlega álit orkunefndar Alþýðubandalagsins, en bókina er hægt að fá keypta á skrifstofu flokksins og viðar. Á islensku máli er vart annars staðar að finna jafn greinargott yfirlit um þessi mál, sett fram með þeim hætti að aðgengi- legt sé fyrir allan almenning. k. ;*;*;*W*.;W;.;W;. ö, ég elska komma Mikiö er hjarta Matthiasar Moggaritstjóra stórt. Astar- játning hans til Þjóðviljans tek- ur yfir fjórar slður I sunnudags- blaði og er þetta meö skemmti- legri Reykjavikurbréfum, enda efnið að mestu leyti upp úr Þjóðviljanum. Niðurlagið flokk- ast undir það sem kalla má „hatursást” — „við munum deyja hið innra með okkur, þ.e. á sálinni, ef við elskum ekki hvert annaö. En sllk ást, er þvi miöur, ekki kommúnismi. Hún er boðskapur Krists. Að sjálf- sögðu.” Matthias elskar komma með kristilegu hugarfari, þótt svo hafi æxlast að hann hefur at- vinnu af þvi aö rægja þá. Þeir eru á sálinni á honum. Og merkileg er umhyggja hans fyrir Þjóðviljanum. Hann kvartar yfir þvi að blaðiö sé of kratiskt, ekki nógu hart, einart, verkalýössinnað og þaö sé meö of miklu menntamannasniöi. Þessu til stuðnings birtir hann ummæli ýmissa manna (að visu slitin úr samhengi), sem Þjóö- viljinn leitaði til I afmælisblöð- um sinum og bað um gagnrýni á blaðið. Nokkuð sem önnur blöð gera ekki að jafnaði. Matthias hefur stærstar áhyggjur af þvi aö Þjóðviljamenn séu ekki nógu miklir kommar, heldur á leið- inni að verða toppkratar, sem er voöa, voða hættulegt. Moggamyn din að brenglast Óttinn við það að sú mynd sem Morgunblaðið hefur hamr- að inn i huga landsmanna um vonda islenska komma undir hæl Moskvuvaldsins sé að missa áhrifamátt sinn, skin i gegnum greinina. Það hlýtur að skrifast að hluta á hans reikning, ef þorri landsmanna er farinn aö átta sig á að Alþýðubandalagið og málgagn þess, Þjóðviljinn, eru vettvangur breiðrar vinstrifylkingar og miSmunandi sósialískra viðhorfa, þrátt fyrir allt áróöursglamrið i Morgun- blaðinu. Maraþonþref Matthiasar er staðfesting á þvi aö Morgun- blaðsmenn lita á Þjóðviljann sem sinn höfuðandstæðing, og bera þrátt fyrir allt virðingu fyrir honum. Fyrir utan ýmsar þarfar ábendingar frá velunn- urum blaösins um þaö hvernig þeir vilja hafa Þjóöviljann, er Reykjavikurbréfið með ánægju- legustu afmæliskveðjunum á fertugsafmælinu. Það sýnir að þrátt fyrir mikinn útbreiðslu- mun óttast fhaldiö Þjóðviljann. Þjóðviljinn betra auglýsingablað Matthias segir að þó að Morg- unblaðsmenn hafi ýmislegt gert upp á eigin spýtur, hafi Þjóð- viljinn þó öllum öðrum fremur stuðlað að útbreiðslu ihaldsmál- gagnsins. Það má vel vera að hið hefðbundna Þjóðvilja — Moggakarp hafi áuglýsinga- gildi, þótt sú skoðun sé ekki haf- in yfir efasemdir. En það mætti vera umhugs- unarefni fyrir hina fjölmörgu auglýsendur i Morgunblaöinu, að þrátt fyrir allt auglýsinga- magnið um Þjóðviljann i fjörtiu ár hefur Moggamönnum ekki tekist að selja meira en 10 þús- und eintök af Þjóðviljanum á dag. Þjóðviljinn hlýtur þvi að vera fjórum sinnum betra aug- lýsingablað (ef trúa á út- breiðslutölum Moggamanna) þvi hann selur Moggann i 40 þúsund eintökum. Og samt birtir Þjóðviljinn að- eins smá auglýsingar um Mogg- ann i samanburði við 4 siðna Þjóðviljaauglýsingar i Morgun- blaðinu. „Þetta” eru menn „Það hefur enginn verið vondur við þetta fólk. Hitt er svo aftur annað mál, að ég hefði aldrei átt að ráða þá. Þetta á ekki heima hérna, það hefur annan hugsunarhátt og þvi er best að senda það heim til sin aftur,”. Þetta eru orð Sigurðar Markússonar, skipstjóra og út- gerðarmanns flutningaskipsins Sögu, sem komið hefur við sögu vegna ásakana um svivirðilega meðferð á tveimur nígeriu- mönnum úr áhöfninni. Tilvitn- unin I Morgunblaðið er staðfest- ing á þvi með hvaða hugarfari Siguröur Markússon hefur ráðið nigeriumennina á skip sitt. 1 hans augum eru þeir svo lágt skrifaöir að þeir verðskulda ekki annað en að vera nefndir i hvorugkyni. Það leggur ýldu- lykt fordómanna af þessum orð- um. Og „boðberar frjálslyndisins” á Dagblaðinu ættu að gæta sin lika. Þeir gera góðlátlegt grin að þvi að skipverjar á Sögu hafi i misgripum gefið „daufri svertingjastelpu” i Nigeriu gas I stað súrefnis þegar hún var að skemmta sér. Er þá enn þörf á þvi að minna á þá staðreynd að svertingjar eru menn eins og viö? —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.