Þjóðviljinn - 09.11.1976, Side 13

Þjóðviljinn - 09.11.1976, Side 13
Þriðjudagur 9. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Ekki get ég sagt að siðustu fréttir frá ólympiuskákmótinu I Haifa hafi orðiö til þess að auka bjartsýni mina um bærilegan ár- angur Islensku sveitarinnar. Tap fyrir Walesbúum og sveitin kom- in niöur I 18.-23. sæti. Annars er engin skömm að tapa fyrir Walesbúum. Þeir eiga mörgum góöum skákmönnum á að skipa og komust f A-úrslit á ólympfu- mótinu i Nizza 1974. UL YMPWSKÁKMÖ mh Slæmt tap í 2. umferð 41. leik. Þess skal að lokum getið, að Toth er alþjóðlegur meistari. Hann er ekki itali heldur ung- verji, sem fluttist til ttaliu fyrir skömmu). Umsjón: Jón Þ. Þór En þaö var 2. umferöin, sem hér er til umræöu. 1 henni tefldu landar við itali og fengu slæman og óvæntan skell: töpuðu 1-3. Guömundur og Margeir gerðu jafntefli á 1. og 4. borði, en Helgi og Magnús töpuöu á 2. og 3. Guð- mundur tefldi viö alþjóðlega meistarann Tatai og var samið jafntefli eftir aðeins tólf leiki. Margeir tefldi sama afbrigði gegn kóngsindverskri vörn sfns andstæðings og hann beitti gegn Friðrik ólafssyni I Reykjavíkur- mótinu á dögunum. Margeir hafði allan timann öllu rýmri stöðu, en eftir að hafa leikiö ónákvæmum biðleik átti hann ekkert betra en að semja jafntefli. Töp þeirra Helga og Magnúsar áttu rót aö rekja til slakrar byrjunartafl- mennsku. Við skulum lfta á byrj- unina I skákunum tveim: Hvitt: Helgi ólafsson Svart: B. Toth (italiu) Enskur leikur 1. c4 — e5, 2. Rc3 — Rf6, 3. g3 — d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. Rf3 — Rc6 6. d4? (Tapleikurinn! Ekki veitég hvaö hefur komið Helga til þess að leika þessum leik. Hann er of reyndur og lærður skákmaöur til þess aö svona mistök eigi aö geta hent hann). 6. — Bb4! (Einmitt! Nú verður hvitur að taka eitt vald af reitnum d4). . 7. Bd2 (Eða 7. Dd3 — exd4, 8. Rxd4 — Rxc3,9. bxc3 — Dxd4, 10. Dxd4 — Rxd4 og öll járn standa á hvit- um). 7. —exd4, 8. Rb5 — Bc5, 9. Da4 — 0-0, 10. Dc4 —Be7, 11. Rbxd4 — Rxd4, 12. Rxd4 (Hvftur hefur komist hjá peðs- tapi, en hann hefur tapað of mörgum leikjum). 12. — Bf6, 13. Bc3 — He8, 14. Hdl (Ekki 14. Bg2 vegna 14. —Rb6! og vinnur mann (15. Dd3 — c5!)). 14. — Rxc3, 15. bxc3 — De7, 16. Hd3 (Enn gathviturekki leikiðBg2, nú vegna 16. — c5 og siðan Bxc3+). 16. — Da3!, 17. Bg2 — Be6, 18. Dxc7 — IIac8, 19. Df4 — Bxd4, 20. Dxd4 — Bc4, 21. 0-0 (Helgi tekur þann kost að reyna að bliðka goðin með skiptamuns- fórn, en það bar engan árangur. Svartur nýtti yfirburði sina til hins itrasta og vann örugglega i Og þá er það skák Magnúsar Hvitt: A. Grinza Svart: Magnús Sólmundarson Móttekið drottningarbragð. 1. d4 — d5, 2. c4 — dxc4, 3. Rf3 — Rf6, 4. e3 — e6, 5. Bxc4 — a6, 6. a4 — c5, 7. 0-0 — Rc6, 8. De2 — Cxd4, 9. Hdl — Be7. (Nákvæmara var 9. — d3!). 10. exd4 — Dc7. 11. Rc3 — 0-0, 12. Bg5 — Hd8 (?). (Enn leikur svartur ónákvæmt. Betra var 12. — Rb4). 13. d5! (Opnar linurnar sér i hag). 13. — exd5, 14. Rxd5 — Rxd5, 15. Bxd5 2 q n Q B i 30 i i i s §§ 4 Q Q Q g ■ 3 Ai n Q Q A Q Q §§ Q Q Q H §j #■§ §§ s Q §g 15. — Bg4? (Slæmur afleikur. Eftir 15. — h6, 16. Bxe7 — Rxe7, 17. Ba2! væri svarta staðan erfið, en þó tefl- andi). 16. Bxe7 — Rxe7, 17. Bxf7+! (Þar lá hundurinn grafinn! Eft- ir 17. — Kxf7 kæmi nú 18. Re5+ og biskupinn á g_4 fellur. Magnús lék hér 17. — Kh8, en hvitur vann endataflið i 53. leik eftir harð- vituga mótspyrnu svarts). Vestur-þýski stórmeistarinn Wolfgang Unzicker hefur lengi verið í fremstu röð skákmanna i heiminum. Henn hefur ekki teflt mikið aö undanförnu en teflir nú á 1. borði fyrir land sitt i Haifa. Hér sjáum við hvernig hann sigraði kunningja okkar Heikki Westerinen i 2. umferö: Hvitt: W. Unzicker Svart: H. Westerinen Spænskur leikur 1. e4 —e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 —d6, 5. 0-0 — Bd7, 6. c3 — Rf6, 7. d4 — Be7, 8. Rbd2 — 0-0, 9. Hel —He8, 10. Rfl —h6, 11. Rg3 — Bf8, 12. h3 — g6, 13. Bc2 — Bg7, 14. Be3 — a5, 15. Dd2 — Kh7, 16. d5 — Re7, 17. c4 — Hf8, 18. Habl — Rfg8, 19. Rh2 — f5, 20. f4 — fxe4, 21. fxe5 — Bxe5, 22. Rxe4 — Rf5, 23. Bf2 — Rf6, 24. Rf3 — Rxe4, 25. Hxe4 — Bf6, 26. Hbel — Hf7, 27. Dd3 — Hg7, 28. Hf4 — Bg5, 29. Rxg5H----Dxg5, 30. Df3 — Hf8, 31. Hf 1 — Haf8, 32. h4 — Df6, 33. h5 — He5, 34. hxg6H--Dxg6, 35. Bd4 — Hf7Í 36. Bxe5 — dxe5, 37. Hxf5gef- ið. Og sem ég er að nudda stirurn- ar úr augunum á köldum mánu- dagsmorgni segir þulurinn i morgunútvarpinu, að israelsku konurnar hafi tryggt sér sigur i kvennaflokki, þótt enn sé ein um- ferö eftir. Þær hafa hlotið 14.5 v., ennæstu sveitir 11. í kvennaflokki er teflt á þremur borðum og fyrir Israel tefla þær Alla Kushnir, L. Kristol og Olga Podrajanskaja. Engin deili kann ég á tveim þeim siðasttöldu, en Kushnir hefur þrisvar teflt við Gaprindaschvili um heimsmeistaratitil kvenna, 1965, 1969 og 1972. Siðast tapaði hún aðeins 8,5-7,5. Kushnir er rússnesk,fædd i Lettlandi, og hin- ar tvær munu einnig vera rúss- neskir gyðingar. En meðal ann- arra orða, hvernig stóö á þvi að islensk kvennasveit fór ekki til Haifa? lT 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristin Sveinbjörns- dóttir les framhald sögunn- ar „Aróru og pabba” eftir Anne-Cath. Vestly (8). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntón- leikarkl. 11.00: Hljómsveit- in Harmonien i Björgvin leikur Tvær norskar rapsó- diur nr. 1. op. 17 og nr. 2 op. 19 eftir Johan Svendsen, Karsten Andersen stjórnar/ Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Moskvu leikur Sinfóniu nr. 1 i Es-dúr eftir Alexand- er Borodin, Gennadi Rozdestvenski stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.25 Spjall frá Noregi.Ingólf- ur Margeirsson kynnir norskan djass, þriðji þáttur. 15.00 Miðdegistónleikar.Janet Baker syngur „Kinder- totenlieder” eftir Gustav Mahler við ljóð eftir Fried- rich Ruckert. Hallé hljóm- sveitin leikur með, Sir John Barbirolli stjórnar. FII- harmoniusveitin I Los Angeles leikur „Dýrðar- nótt”, sinfóniskt ljóð op. 4 eftir Arnold Schönberg, Zu- bin Metha stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Litli barnatiminn.Finn- borg Scheving stjórnar , timanum. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumái, — þáttur um lög og rétt á vinnumarkaöi Arnmundur Backman og Gunnar Eydal sjá um þátt- inn. 20.00 Lög unga fólksins. Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 20.40 Frá ýmsum hliöum Hjálmar Arnason og Guð- mundur Árni Stefánsson sjá um þáttinn. 21.15 „Sú gata er einn þú geng- ur...” Dagskrárþáttur um Magnús Asgeirsson skáld. Hjörtur Pálsson talar um Magnús og ævistarf hans. Kristin Anna Þórarinsdóttir og Andrés Björnsson lesa úr ljóðum Magnúsar og ljóða- þýðingum og sungin verða lög við þær. Kynnir: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Minningabók Þorvalds Thoroddsens”Sveinn Skorri Höskuldsson les (7). 22.40 Harmonikulög.Henri Co- ene og félagar hans leika'. 23.00 A hljóöbergiDanska teik- konan Clara Pontoppidan rif jar upp gamlar minning- ar, leikur og les nokkur eftirlætiskvæði sin. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Munir og minjar. Minja- safnið i Skógum.Mynd um byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga i Skóg- um undir Eyjafjöllum. Þórður Tómasson safnvörð- ur gengur um safnið og sýn- ir ýmsa forvitnilega muni. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.35 Columbo. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Crslitakostir Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.45 Utan úr heimiÞáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 23.15 Dagskrárlok. Nýr sími Þjóöviljans frá og meö 1. nóvember er 81333 Minning Hrafn Guðlaug sson Fœddur 13.7.1945 - Dáiun 31.10.1976 Hrafn verður jarösunginn i dag kl. 3, frá Hallgrimskirkju. Hann lést af slysförum við vinnu sina i Þorlákshöfn, aðfaranótt sunnu- dagsins 31. okt. s.l„ aðeins 31 árs að aldri og lætur eftir sig konu og tvö börn, tveggja og þriggja ára. Hrafn fæddist i Reykjavik 13. júli 1945. Hér ólst hann einnig upp hjá foreldrum sinum, Astu Guðjónsdóttur og Guðlaugi E. Jónssyni, lengst af i Heiðargerði 116. Að loknu gagnfræðaprófi vann Hrafn almenna verka- mannavinnu. Um skeið var hann til sjós. Fyrst á togurum, siðan á flutningaskipum, lengst hjá Rikisskip. Eftir það fór hann að vinna á ýmiskonar vinnuvélum i landi. Árið 1969 lærði Hrafn sprengingar og vann við þær upp frá þvi. Hjá Steindóri Sighvats- syni til 1973 en siðan hjá Istaki h/f til dauðadags. Hjá Istaki vann Hrafn að mörgum stórum og oft erfiðum verkefnum svo sem við sprengingar á heitu hrauni við hreinsun Vestmannaeyjabæjar, við hafnargerð i Grindavik og Þorlákshöfn og við stækkun Mjólkárvirkjunar nú i sumar. Hrafn var mjög áhugasamur við störf sin og við aö afla sér fróö- leiks, sem að þeim laut. Ég held lika aö óhætt sé að fullurða, að hann hafi náð frábærum árangri á sinu sviði. Hrafn var nýlega kominn vest- an úr Mjólkárvirkjun, aftur til Þorlákshafnar, til að ljúka við verkefnið þar. Við uppgröft og mælingar i höfninni haföi komið i ljós einhver klapparhryggur, sem nauösyn þótti að sprengja þennan sunnudag, á meðan dýpkunar- skipiö var ekki aö störfum. Verk þetta átti að hefjast á sunnudags- morgun. Áður þurfti að flytja beltabor, sem notaður er til að bora sprengiholur, út i vélbátinn Stakk, sem lá þarna við bryggju. Það var gert á háflæðinu, uppúr miðnætti. Borinn var kominn út i bátinn en valt þá, einhverra hluta vegna, ofan af lestarlúgu, sem hann stóð á. Bor þessi mun vera yfir 4 tonn á þyngd og viö veltuna varð Hrafn á milli hans og vatns- geymis, sem stóð á þilfarinu og lét þar lifið. Eins og við vinnu sina var Hrafn áhugasamur um önnur mál, sem honum fannst sig varða. Hann var t.d. virkur félagi i stéttarfélagi sinu, Dagsbrún, alveg frá unga aldri. Hrafn giftist eftirlifandi konu sinni, Steinunni Sigurðardóttir, árið 1973. Hún er nú ekkja, aðeins 28 ára gömul. Dóttir þeirra Sigriöur Guðbjörg er fædd árið 1973 en sonurinn, Guðlaugur er fæddur árið 1974. Þau Steinunn bjuggu i eign ibúð að Möðrufelli 9 i Reykjavik. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt, sonur sæll. Fyrir konuna þina og blessuð börnin, sem reyndar hafa enn ekki skilið það sem skeð hefir og hvers vegna pabbi þeirra kemur ekki heim. Fyrir okkur foreldra þina og systkini, sem höfum þó lerigur notið samvista við þig. Einnig fyrir annað skyldulið og góða vini. Okkar huggun verður að vera minningin um góðan eigin- mann og fööur, um heilstevptan oggóðan dreng. En sú minning er mikils virði. Við þökkum hjartan- lega fyrir samverustundirnar, sem við þó fengum að njóta og sendum þér öll okkar hinstu og bestu kveðjur. Vinum og vandamönnum, for- ráðamönnum tstaks h.f. og séra Jakobi Jónssyni þökkum við sam- úð og hjálp. Guðlaugur E. Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.