Þjóðviljinn - 09.11.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.11.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐAI3 Suðurríkja- maður í Hvíta húsið Sögulega séð hlýtur sigur georgiumannsins Jimmys Cart- er að vekja vissa athygli. Þetta er i fyrsta sinn frá þvi fyrir bandarisku borgarastyrjöldina að frambjóðandi frá hinum eig- inlegu suðurrikjum er kjörinn forseti Bandarikjanna. Þar að auki komst Carter að ekki sist á suðurrikjaatkvæðum, og að þvl er virðist jafnt svörtum sem hvitum. Þaö bendir óneitanlega til þess að viss timamót hafi á siðustu árum orðið f bandariskri innanlandssögu. Mannréttindabarátta blökku- manna og hvitra manna, sem með þeim hafa staðið, hefur haft þau áhrif að dregið hefur eitthvað úr andstæðunum milli hvitra manna og svartra i suð- urríkjunum. Spurning er hvort það stafar af vægari eða mann- úölegri afstöðu hvitra suður- rikjamanna til svartra landa sinna. Fullt svo liklegt er að ástæðan sé fyrst og fremst sú að réttindi blökkumanna hafa auk- ist og að þeir eru farnir að finna til máttar sins sem heildar. Þetta hefur gert að verkum að þeir gefa gaum þjóðfélagsmál- ummeira enáöurvarog taka til dæmist þátt i kosningum, sem þeir gerðu varla áður og fengu raunar ekki i suðurrikjunum fyrir ofbeldi hvitra valds- manna. Og þegar suðurrikja- blökkumenn fara að kjósa, þá kjósa þeir demókrata, sökum þess að sá flokkur hefur á þess- ari öld yfirleitt reynst ivið um- bótasinnaðri en andstöðuflokk- urinn repúblikanar og þvi að jafnaöi haft meiri hylli tekju- og áhrifaminni þegna þjóðfélags- ins. Mikið atriði i þessu sambandi er lika að þorri bandariskra blökkumanna býr ekki lengur i suðurrikjunum, eins og var fram að siðari heimsstyrjöld. Þátttaka Bandarikjanna i heimsstyrjöldinni hleypti miklu fjöri i atvinnulifið, dró Banda- rikin út úr kreppunni og kom af stað sannkölluðum þjóöflutn- ingum blökkumanna til iönað- arborganna norður frá, þar sem atvinnu var aö fá. Að vísu fer þvi fjarri að blökkumenn þar séu lausir við misrétti i allri mynd, en þeir eru aö minnsta kosti ekki vonlausir um úrbætur á högum sinum eins og svartir suðurrikjamenn voru til skamms tima. Það segir lika sina sögu að Carter skyldi i svo rikum mæli ná fylgi hvitra suðurrikja- manna, ekki sist sökum þess að hann aö minnsta kosti annaö veifið hefur kynnt sig sem „frjálslyndan” demókrata. Sökum þess aö mannréttinda- barátta blökkumanna fann meiri hljómgrunn meðal demó- krata, hafa verið viss brögð að þvi á siðari árum að hvita fylgið i suöurrikjunum, sem að jafnaði hefur verið öruggasta afhvarf demókrata, snérist frá þeim. Fylgi hvitra suðurrlkjamanna viö Carter nú bendir frekar til þess að þeir séu búnir að sætta sig við aukin réttindi blökku- manna sem oröinn hlut, auk þess sem metnaður i þá átt aö fá nú loksins „sinn mann” i for- setastól kann að hafa haft mikil áhrif i þessu landi, þar sem svo mjög er slegiö á strengi allskyns tilfinningasemi i kosningabar- áttu. Kannski finnst sumum „dixiekrötunum” aö nú fyrst hafi þeir fengið fulla uppreist eftir ósigurinn i borgarastrið- inu. Eitthvað umbótasinn- aðri en Ford Hvort svo sigur Carters og demókrata hefur einhverjar teljandibreytingari för meö sér á stefnu bandarikjastjórnar inn á viö eða út á viö er erfitt að segja um að svo stöddu. Mestar likur eru til þess að breyting- arnar verði ekki miklar. Reynslan hefur sýnt aö þeir frambjóðendur i bandariskum forsetakosningum hafa náð bestum árangri, sem ekki hafa hætt sér langt til „hægri” eða „vinstri” hvað viðhorf snertir. Goldwater, sem steig ótæpt i hægrivænginn, kollféll fyrir Johnson, sem höfðaði til miöju- manna i skoðunum, og McGovern, sem ákveðið tók af- stöðu meö frjálslyndari armi demókrataflokksins, fór engu betri för fyrir meðalmenninu Nixon. Trúlegt er að visu að Carter muni reynast eitthvað umbótasinnaðrien Ford og gera tildæmiseinhverjar ráöstafaúir til að bæta úr atvinnuleysinu, sem siðustu árin hefur verið meira en nokkru sinni siöan i kreppunni fyrir strið. En var- lega verður hann að fara i þaö, sé honum annt um sitt pólitiska lif: ráðendur auðmiagns óttast að' ráðstafanir gegn atvinnu- leysi kunni að draga úr gróða þeirra, eins og verðsig i kaup- höllum eftir að fréttist af sigri Carters benti strax til. Og i Bandarikjunum kemst enginn langt i stjórnmálum nema með þvi að hafa mikið fjármagn á bak við sig til greiðslu á kostn- Carter — hvað býr á bak við til- búning sérfræöinganna i „mak- ing of a President?” aði viö kosningaáróður og flokksapparöt. Stirðnandi sambúð við „andstæðinga”? Enn óljósara er hvaða stefnu Carter-stjórnin kann að taka i utanrikismálum, enda mun kunnugleikur Carters um heim- inn utan Bandarikjanna næsta takmarkaður. Hann hefur veist aðKissingerfyrirað byggja upp utanrikisstefnu, sem byggist á hagsmunasjónarmiöum ein- göngu, en bandarikjamenn höfðu lengi reynt aö telja sjálf- um sér og öðrum trú um að ut- anrikisstefna þeirra miðaðist að einhverju leyti við hugsjónir. Helst er að sjá að Carter — eða kannski fremur sérfræðingar hans i utanrikismálum — stefni aðþviaö treysta sem bestsam- böndin við Vestur-Evrópu, Rómönsku-Ameriku og Japan — sem sagt bandamenn Banda- rikjanna. Að minnsta kosti hafa þeir ámælt Kissinger fyrir að leggja fremur áherslu á árekstralausa sambúð við meinta höfuðandstæöinga Bandarikjanna — Varsjár- bandalagið og Kina — en banda- menn þeirra. En þessi stefnu- breyting, ef af henni verður, gæti leitt til aukinnar þykkju i samskiptunum við austurveld- in. Að öllu samanlögðu má gera ráð fyrir að Carter reynist held- ur athafnasamari og svipmeiri forseti en Ford, sem i það heila tekiö mun vera einhver svip- minnsti og slappasti forseti Bandarikjanna i þeirra 200 ára sögu. Það sem Lyndon Johnson sagði um hann, að hann gæti ekki gengið og tuggið samtimis, virðist ekki hafa verið alveg út i hött, táknrænt séð. Að visu er erfitt að segja um, að hve miklu leyti sigur Carters er afrek hans sjálfs. Frambjóðendur i banda- riskum forsetakosningum eru „búnir til” af sérfræöingum á þvi sviði og látnir birtast kjós- endum i þvi liki sem útreiknað hefur verið að falli sem flestum þeirra i geö. Almenn andúð á höfuðborgarvaldinu, sem kom í kjölfar Watergate-hneykslanna og annars.varðhnetubóndanum frá Plains, algerum utanbæjar- manni i Washington, lika drjúg- ur plógur. Engu að siður má reikna með, ef dæma skal af all- skjótum uppgangi Carters, að hann sem persóna búi yfir ein- hverju af ferskri orku og frum- leik. — dþ. A IJfýðu ban dalagið í Reykjavík Kosið í flokks- ráð í kvöld I.úövik. Alþýðubandalagið i Reykjavik heldur almennan félagsfund i kvöld kl. 20.30 i Tjarnarbúð (uppi). A dagskrá eru tvö mál: Kjör fulltrúa i flokksráð Alþýðubandalagsins og framsaga Lúðviks Jósepssonar um land- helgisviðræðurnar sem framundan eru. Til- lögur uppstillinganefndar um fulltrúa i flokksráð liggja frammi á skrifstofu félags- ins að Grettisgötu 3. Spœnskir leiðtogar handteknir MADRID 8/11 — Fjórir forustu- menn hinnar vinstrisinnuðu stjórnarandstöðu á Spáni voru handteknir i Sevilla i dag og gefa yfirvöld þeim að sök að hafa hald- ið um helgina fund meö stúdent- um i háskólanum þar i borg, i þeim tilgangi að upplýsa stúdenta um stefnu stjórnarandstöðunnar og undirbúninginn fyrir eins dags allsherjarverkfall, sem áformað er á föstudaginn. 1 Reuter-frétt eru hinir handteknu skilgreindir þannig að tveir þeirra séu kommúnistar, einn sósialisti og sá fjórði maóisti. Verkalýðssamtök, sem stjórn- völd hafa enn ekki veitt leyfi til að starfa og kommúnistar og sósialistar hafa forustu fyrir, munu vera að undirbúa fundi um land allt til undirbúnings verk- fallinu á föstudaginn. I baska- borginni Bilbao, þar sem verka- menn hafa tvivegis gert alls- herjarverkfall i ár, eru um 30.000 byggingaverkamenn i verkfalli fjórða daginn i röð. Þeir krefjast meðal annars hærri launa. Fiskveiðiviðrœð* ur USA og EBE BRUSSEL 8/11 Reuter — Banda- rikin og hin niu aðildarriki Efna- hagsbandalags Evrópu hófu i dag samningaviðræður um réttindi EBE-fiskimanna til að stunda veiðar á bandariskum fiski- miðum. Er hér um undirbúnings- viðræður aö ræöa, og eiga þær að greiða veginn fyrir ákveðnari samningaumleitunum siðar. EBE-rikin komust 30. okt. að samkomulagi um að færa fisk- Erlendar fréttir í stuttu máli veiðilögsögu sina út i 200 milur og koma fram sem einn aðili i samn- ingaumleitunum um gagnkvæm fiskveiöiréttindi gagnvart rikjum eins og Islandi, Noregi og Banda- rikjunum. Namibíu- ráðstefnan hefst á ný á morgun WINDHOEK, Namibiu 8/11 Reuter — Viðræður fulltrúa frá öllum þjóðflokkum Namibiu, sem Suður-Afrika drottnar yfir i trássi við Sameinuðu þjóðirnar, hefjast að nýju á morgun og er tilgangur- inn með þeim að ná samkomulagi um bráðabirgðastjórn, er fari með völd i landinu uns það fær sjálfstæði. Talið er liklegt að þessi þáttur ráðstefnunnar ráði úrslitum um, hvort samkomulag næst eður ei. Jarðskjálftar UPPSÖLUM 8/11 Reuter — Siðustu tvo sólarhringana hafa orðið jaröskjálftar i fylkinu Júnn- an i Kina, eynni Mindanao i Filippseyjum, i Japan, fylkinu Kórasan norðaustast i tran og norðurhluta Grikklands. Marcus Baath, sænskur jarðskjálftafræö- ingur, sagði i dag aö skjálftar þessir kynnu að vera merki um nýjar hræringar i jarðskorpunni, sem gætu haldið áfram i vikur eða mánuði. Allmikiö eignatjón varð i sumum þessara jarð- skjálfta en ekki manntjón svo vit- að sé ennþá nema i Iran, þar sem tilkynnt hefur verið að 15 manns að minnsta kosti hafi farist. Hald- ið er að hræringar þessar geti stafað af hitastraumum i iðrum jarðarog að þær séu framhald af jarðskjálftum sem i ágúst urðu i Kina, P'ilippseyjum og ttaliu. uiodúnafei64xle$.áltt39.6oo l»amvinnuferðlr Ferðaskrifstofa-Austurstræti 12 simi 270-77 Bændaför á landbúnaóarsýninguna i London 4.-11. des. Morgunveróur innifalinn. Fararstjóri: Agnar Guönason. Pantið nú. f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.