Þjóðviljinn - 09.11.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.11.1976, Blaðsíða 10
10 SIDA — PJODVILJINN Þriðjudagur 9. nóvember 1976 Jón Karlsson úr umferð og Vals-liðið hrundi niður og tapaöi stnum fyrsta leik í mótinu — Víkingar lögðu allt aö veði og sigruðu 23:22 í æsispennandi leik Leikur helgarinnar i 1. deildarkeppninni i hand- knattleik, var tvimæla- laust leikur Vals og Vikings á sunnudags- kvöldið. Valur hafði þá leikið fjóra leiki og unnið þá alla, en Vikingur var með tvo tapaða og einn unninn. Vikingar gerðu sér örugglega grein fyrir þvi að ef þeir töp- uðu þessum leik væru möguleikar þeirra til þátttöku i toppbarátt- unni búnir. Þeir lögðu þvi allt að veði, tóku á öllu sinu og á stundum rúmlega það. Leikur þeirra i byr jun var likari f jölbragðaglimu en handknattleik og það, ásamt þvi að taka Jón Karlsson, lykilmann Vals-liðsins úr umferð kom Valsmönnum greinilega i opna skjöldu og þeir náðu aldrei að sýna það besta sem i lið- inu býr. Vikingar komust i 2:0, en grófur varnarleikur þeirra kost- aði það að Viggó Sigurðsson var Þrjú lið efst og jöfn ímfl kvenna Valur setti heldur betur strik i reikninginn i meistara- flokki kvenna i handknattleik um helgina, þegar iiöið sigraði KR 7:4 (5:3). Þar með eru KR og Valur orðin jöfn að stigum með 6 stig, en Fram á eftir að leika við Viking og telja fróðustu menn að Fram komist ekki hjá að vinna þann leik, þannig að fullyrða má að 3 lið verði efst og jöfn I mótinu. Þau verða þvi að leika saman til úrslita og verður það eflaust vandamál aö koma þeim leikjum fyrir i öllu þvi húsnæðisleysi, sem hrjáir handknattieikinn um þessar mundir. rekinn útaf eftir 5 min. Þá tókst Vals-mönnum að jafna 3:3 en þá var Þorbergi Aðalsteinssyni vis- að af leikvelli og hægt og sigandi tóku Valsmenn leikinn í sinar hendur og náðu 4ra marka for- skoti 7:4 og siðan 10:5 skömmu siðar. En þá tóku Vikingar það til bragös að taka Jón Karlsson úr umferð og það dugði. Fyrst i stað gekk allt vel hjá Val og Þorbjörn blómstraði en siðan breyttu vals- menn um leikaðferö og þá hljóp allti baklás. I leikhléi var munur- inn ekki nema 3 mörk Val i vil, 11:8. Vikingar héldu áfram allan sið- ari hálfleik að taka Jón úr umferð og það varð til þess að ekki var heil brú i leik valsmanna. Hægt og rólega söxuðu vikingar á for- skotið uns þeir jöfnuðu 14:14 en þá kom smá glimta hjá Val og mun- urinn varð 16:14, 17:15, 18:16 en þá hljóp allt i baklás aftur, þrátt fyrir þá staðreynd, að þegar stað- an var 17:16 Val i vil var Viggó Sigurðsson rekinn útaf i 5 mfn. og á meðan hann var útaf skoruðu Vikingar 3 mörk gegn einu og komust yfir 19:18. Siöustu minúturnar voru mjög spennandi, á markatöflunni sáust tölurnar 21:20 Víkingi i vil, 22:21 og lokatöiurnar urðu 23:22. Framhald á bls. 14. Jóhannes Stefánsson „fiskar” meðgóðum tilburðum vftakast fyrir Val. Mynd: G. Jóh. Enginn neisti í Gróttu-liðinu og FH-ingar þurftu ekki mikla snilli aö sigra meö tíu marka mun Það þurfti ekki mikla snilli af hálfu FH til að sigra Gróttu með tiu marka mun, 29:19, í afspyrnu- lélegum handboltaleik um helg- Átakalaus stór- sigur Haukanna Þróttarar veittu enga mótspyrnu Haukar þurftu ekki aö hafa mikið fyrir því aö sigra Þrótt um helgina. Mótstaöan var engin og lokatölurnar 22:11, helmingsmunur, gefa hár- rétta mynd af leiknum. I hálfleik var staöan 13:5 fyrir Hauka, sem höföu Gunnar Einarsson mark- vörö sem besta mann. Hann varði m.a. þrjú víta- köst i leiknum, þar af tvö á sömu minútunni frá Kon- ráð Jónsyni. Haukar tóku forystuna strax i upphafi og eftir að hafa skorað fimm siðustu mörk fyrri hálfleiks var staðan 13:5 i leikhléi. Eftir það átti Þróttur engan möguleika og virtist áhuginn á þvi að minnka muninn raunar ekki fyrir hendi. Mörk Hauka: Höröur Sigmars- son 10 (8 v), Jón Hauksson 4, Ólafur Óiafsson 2, Ingimar Haraldsson 2, Sturla Haraldsson 1, Frosti Sæmundsson 1, Svavar Geirsson 1 og Þorgeir Haraldsson 1. Mörk Þróttar: Konráð Jónsson 3 (1 v), Halldór Bragason 2, Bjarni Jónsson 2, Sveinlaugur Kristjánsson 2, Gunnar Árnason 1 og Trausti Þorgrimsson 1. Dómarar voru þeir Björn Kristjánsson og Hannes Þ. Sigurðsson. Brottvisanir fengu þeir Frosti Sæmundsson Hauk- um, Konráð Jónsson . Þrótti, Sigurgeir Marteinsson Haukum, Stefán Jónsson^Haukum. —gsp- staðan FH —Grótta Haukar — Þróttur Fram — ÍR Valur — Vikingar 29:19 22:11 19:23 22:23 Valur ÍR Haukar FH Vlkingur Fram Þróttur Grótta Markhæstu leikmenn eru þessir: Hörður Sigmars. Haukum 38/13 Þorbjörn Guðmunds. Val 30/6 Jón Karlsson Val 30/9 ina. i leikhléi var staðan 17:8 fyrir FH, niu marka munur. Þá höfðu hafnfirðingarnir gert nokkuð þokkalega hluti á meðan ekki stóð steinn yfir steini i leik Gróttu. En siðari hálfleikurinn var jafn! Fh-ingar duttu niður á sama getustig, liðin skiptust á um að gera vitleysurnar og er upp var staðið að leikslokum höfðu hafnfirðingarnir sigrað I siðari hálfleik með eins marks mun. Sannarlega ekki glæsilegur handknattieikur a tarna og hið eina sem upp úr stóð voru ein- staka tilfæringar Geirs Hall- steinssonar, sem m.a. átti gull- fallega sendingu fram völlinn i hraðaupphlaupi, sem Janus nýtti á glæsilegan hátt. Einnig átti Birgir Finnbogason ágætan leik i marki FH. Hann byrjaði á þvi að verja tvö hraða- upphlaup Arna Indriðasonar og gerði sér siðan litið fyrir og varði frá honum tvö vitaköst i röð. Hjalti stóö svo i markinu i seinni - hálfleik og varði þá líka eitt vita- kast frá Arna, sem var sein- heppinn i þessum leik. Mörk FH skoruðu: Geir 11 (]v) Þórarinn 6 (4v), Sæmundur 4. Július 2, Janus 2, Guðm. Arni 1, Viðar 1, Helgi Ragnarsson 1 og Guðm. Magnússon 1. Mörk Gróttu: Þór Ottesen 7, Grétar Vilmundarson 3, Árni Indriðason 3 (3v), Hörður Kristj- ánsson 2, Magnús Sigurðsson 1, Halldór Kristjánsson 1 og Axel Friðriksson 1. Dómarar voru þeir Gunnar Kjartansson og ólafur Stein- grimsson. Tveggja minútna hvild fengu þeir Arni Indriðason Gróttu og Þórarinn Ragnarsson FH. —gsp Allt á nu þegar ÍR sigraði Fram 23:19 Hann var ekki rishár leikurinn milli 1R og Fram sl. sunnudags- kvöld. Fram-liöið er algerlega á núlli og við þvi virðist ekkert blasa nema fallbarátta eins og málin standa I dag. ÍR-Iiðiö var að visu mun skára og er raunar ágætisiið, en það lét framara draga sig niöur á leikleysis-planið og úr var darraðardans og leik- leysa, sem var ekki samboðin tveimur 1. deiidarliðum. Það lék aldrei neinn vafi á þvi hvort liðið myndi sigra, aðeins hve stór sigur IR yrði. I leikhléi var staðan 11:9 ÍR i vil, eftiraö 1R hafði haftyfir allan fyrri hálfleik- inn. Fram tókst aldrei að jafna alian leikinn, en minnstur var munurinn eitt mark 15:14 i s.h. En uppúr þvi sigu IR-ingar framúr og náðu 7 marka mun 22:15en lokatölurnar urðu eins og áður segir, 23:19. Þeir Brynjólfur og Agúst, ásamt Erni markverði voru menn dagsins hjá ÍR, en annars er liðið nokkuð jafnt og sannarlega lik- legt til stórræða i vetur ef það leikur eins og það getur best, en það gerði það ekki i þessum leik. Sigurbergur Sigsteinsson var eini leikmaður Fram sem eitt- hvað kvað að. Pálmi Pálmason lék nú aftur með en er enn langt frá sinu besta, enda ekki orðinn heill heilsu enn. Arnar átti einnig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.