Þjóðviljinn - 09.11.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.11.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Starf Samtaka her- stöðvaandstæðinga Eitt þeirra mála sem alltaf verða á dagskrá á landi hér er herstöðvamálið, alltaf þangað til fullur sigur er unninn og her- stöðvarnar niðurlagðar en Island gengið úr þvi hernaðar- bandalagi sem hefur þröngvað okkur til að taka við þeim. Satt að segja hefur andstæðingum herstöðvanna gengið mis- jafnlega aðsjá til þess að málið séstöðugtá dagskrá — baráttan hefur dvinað öðru hverju — en vonir standa til að herstöðva- andstæðingar hafi nú bundist svo öflugum samtökum að þau geti orðið varanlegt afl i islenskri þjóðmálabaráttu meðan þeirra verður þörf. Keflavikurgangan á siðasta vori var ógleymanlegur atburður fyrir islenska herstöðvaandstæðinga og verður vonandi einnig minnis- stæð þeim sem mest kapp leggja á að gera Island að ævarandi herstöð, ósökkvandi flugvélamóðurskipi. Hún var ógleymanleg vegna þess að hún sýndi sannfæringu og baráttu- vilja sem er þess eðlis að hann er ódrepandi, getur lifað af hinar mestu þrengingar, en getur lika blossað upp og farið um heilar þjóðir sem eldur i sinu. Samtök herstöðva- andstæðinga eru stofnuð til að gæta að þessum eldi, blása i glæður ef á þarf að halda og breyta honum i bál þegar rétt stund kemur til þess. Ef einhver hefur haldið að Keflavikurgangan 1976 hafi verið stundarfyrirbæri vakið upp af sérstökum aðstæðum i islenskum þjóðmálum hefði sá hinn sami átt að vera staddur á landsráðstefnu Samt. herstöð- vaandstæðinga i siðasta nánuði þar sem þau voru gerð að formlegum samtökum. Þangað komu um 320 manns úr öllum landshlutum, fólk með mismunandi skoðanir á mörgum málum en sammála um nauðsyn þess að koma hernum burt og ganga úr Nató. Það kom lika skýrt i ljós á ráð- stefnunni að menn voru sammála um að horfa sem fastast -á meginmarkmiðið og ýta ágreiningi til hliðar. Samtökunum voru sett lög og stefnuskrá og kosin miðnefnd, eins og sagt hefur verið frá. Hér eftir geta allir einstaklingar sem samþykkir eru markmiðum Samtaka herstöðvaandstæðinga gengið i þau og þar með skráð sig til starfa og annars stuðnings án tillits til þess hvaða stjórnmálaskoðanir þeir aðhyllast að öðru leyti. Eitt þeirra gagna sem samþykkt var á lands- ráðstefnunni er áætlun um þau verkefni sem framundan eru. Þessi áætlun má virðast nokkuð stórhuga en ber þó naumast neinu óraunsæi vitni, þvi verkefnin eru þannig afmörkuð að þau hljóta að verða unnin smám saman eftir þvi sem starfskraftar fást til. Það lætur að iikum að eitt brýnasta verkefni Samtaka herstöðvaandstæðinga nú er að styrkja sig skipulagslega. A Reykjavikursvæðinu voru þegar á siðasta ári stofnsettir allmargir svæðahópar á vegum samtakanna og allviða út um land eru skipulagðir hópar á vegum þeirra. Fram undan er mikil vinna við að f jölga þessum hópum og fjölga i þeim. Það liggur i hlutarins eðli að ekki geta allir félagar i Samtökum herstöðvaandstæðinga verið jafnvirkir, verkefni sam- félagsins eru mörg og aðstæður misjafnar. En framtið samtakanna er undir þvi komin að annars vegar séu sem viðast starfandi kjarnaeiningar virkra félaga en hins vegar séu skráðir sem allra flestir félagar sem hægt er að leita til þegar mikið liggur við — vegna fundahalda og annarra fjöldaaðgerða, og siðast en ekki sist um fjárhags- legan stuðning. Oflugu starfi verður ekki haldið uppi nema með talsverðum kostnaði. Hann þarf þó aldrei að verða meiri en svo að hann verður léttbær ef hann dreifist nógu viða, og reynir þá á skipulagninguna. Þess vegna er það mjög mikils virði fyrir Samtök herstöðva- andstæðinga að sem allra flestir, sem hlynntir eru mál- stað þeirra, gefi sig til kynna og EFTIR VÉSTEIN ÓLASON, LEKTOR láti skrá sig sem félaga eða stuðningsmenn þeirra. Einmitt i þessum mánuði er verið að selja happdrættismiða um land allt á vegum Samtaka herstöðva - andstæðinga. Fjölmargir ágætir listamenn hafa sýnt hug sinn til sam- takanna og málstaðar þeirra með þvi að gefa vinninga i þessu happdrætti, svo að til nokkurs er að vinna. Happdrættið er meginstofninn i fjáröflun samtakanna fyrir allt næsta ár og ég leyfi mér að skora hér á herstöðvaandstæðinga að bregðast vel við þegar til þeirra verður leitað. Sterkt og virkt skipulag er ekki markmið i sjálfu sér heldur sá grundvöllur sem við stöndum á ibaráttunni, viðspyrna okkar i átökum við óvin sem getur brugðið sér i margra kvikinda liki. Herstöðvaandstæðingar lita á það sem eitt megin- verkefni sitt að efla með þjóðinni þekkingu og.skilning á herstöðvamáiinu og þáttum þjóðli'fs og heimsmála sem þvi tengjast. A þeim vettvangi er mikið verk að vinna. A sumum sviðum skortir rannsóknir, á öðrum sviðum þarf að gera að- gengilegar og kunnar stað- reyndir sem fyrir liggja. Við verðum að geta mætt and- stæðingum okkar með rökum og þekkingu á öllum stigum umræðu, hvort sem er á heimili eða vinnustað, i skóla eða fundarsal. En þekkingu verður ekki breytt i afl nema samstaða sé sköpuð, og til þess eru hvers konar f jöldaaðgerðir best fallnar eins og saga herstöðva- andstöðunnar hingað til sýnir glöggt. Endanlegt markmið herstöðvaandstæðinga er Island úr Nató og herinn burt en sérhver áfangi að þvi marki er mikils virði. Þess vegna verða herstöðvaandstæðingar að vaka yfir tækifærum til að skapa samstöðu með öflum sem vilja berjast fyrir einhverjum slikum áfanga, t.d. þvi að her- stöðvarnar verði lagðar niður án þess að brottför úr Nató tengist þvi beint. En baráttu herstöðvaandstæðinga lýkur ekki fyrr en fullum sigri er náð. Yelsmenn í móðurmáls- baráttu LUNDÚNUM 5/11 Reuter — Vels- menn nokkrir vörpuðu i dag dreifimiðum af áheyrendapöllum yfir neðri málstofu breska þings- ins, er þar stóð yfir umræða um mál Vels (Wales). Talsmaður fé- lags, sem berst fyrir viðhaldi velskrar tungu, sagði að þetta hefði verið gert til að mótmæla ráðstöfunum stjórnvalda i sjón- varpsmálum Vels, en félagið vill fá sérstaka sjónvarpsrás fyrir landið. Fjórir menn i félagi þessu, sem i siðustu viku voru handtekn- ir út af mótmælum af sama til- efni, neituðu fyrir rétti að svara spurningum á ensku og kröfðust túlks. Starfsaðstöðu þarf að bæta Skólastjórar á norðvesturlandi á fundi með fræðsluráði og fræðslustjóra i Varmahlið 9.10.1976 samþ. eftirfarandi. Þó að fræðslustjóri og fræðslu- ráð hafi starfað stuttan tima telja skólastjórar i umdæminu að jákvæð reynsla hafi fengist af starfi þeirra. Ljóst er að til þess að fræðsluráð og fræðslustjóri geti starfað samkv. lögum og reglugerð verður að stórbæta starfsaðstöðu þeirra. Til þess aö svo megi verða verður nú þegar að koma fjármálum fræðsluskrifstofunnar á öruggan grundvöll. Þvi skorar fundurinn á rikisstjórn, Alþingi svo og sveitastjórnir og samtök þeirra að leysa þessi mál nú þegar. Meðan sameiginleg lausn áð- urnefndra aðila liggur ekki fyrir telur fundurinn eðlilegt að sveita- stjórnir brúi bilið, enda eiga þau I raun mestra hagsmuna að gæta. Formaður fræðsluráðs er ólaf- ur H. Kristjánsson skólastjóri Héraðsskólans Reykjum V-H. Algert aðstöðuleysi — segir Páll B. Helgason sérfrœðingur á endurhœfingardeild Landspítalans „Það er ekki bara að okkur vanti sundlaug, eins og þiö sögðuð irá i fyrradag, segja má að að- stöðuleysi okkar á endurhæfing- ardcild Landspitalans sé algert”, sagði Páll B. Helgason, sérfræð- ingur endurhæfingardeildarinnar er við ræddum við hann i gær. Páll sagði að lang stærsta vandamálið væri hve húsnæði deildarinnar væri litið og ófull- komið. Okkur vantar húsnæði til að skoða fólk, æfingasalurinn er alltof litill og aðstaða til vatns- þjálfunar er einnig afar slæm, sagði hann. Aðstaða iðjuþjálfanna er svo bágborin að segja má að húsnæði þeirra sé fimm sinnum of litið og það verður til þess að þeir fást ekki til að vinna við þessar að- stæður, enda hafa allir islensku iðjuþjálfararnir, sem byrjað hafa á deildinni hætt störfum og farið ýmist á Borgarspitalann eða Reykjalund. Nú sem stendur vinna aðeins tveir iðjuþjálfar á endurhæfingardeild Landspital- ans og eru þeir báðir danskir og munu hverfa af landi brott eftir fáa mánuði. Nú vinna 9 sjúkraþjálfarar á endurhæfingardeild Landspital- ans, sem hefur 410 rúm, en á Landakoti og Borgarsjúkrahús- inu, sem saman eru með færri rúm en Landspitalinn eru sam- tals 14 sjúkraþjálfarar. Þá má geta þess, að sjúkra- þjálfarar Landspitalans verða að fara með þá sjúklinga, sem nauð- synlega verða að komast i sund- laug, i leigubil i sundlaugina á Hótel Loftleiðum og þætti það sennilega saga til næsta bæjar ef stærstu sjúkrahús á Norðurlönd- um, til að mynda, yrðu að nota sundlaugar lúxushótela, til að sinna nauðsynlegri endurhæfingu sjúklinga. —S.dór Landsbanltinn: Nýr úti- bússtjóri á Akureyri A fundi sinum 5. nóvember 1976 samþykkti bankaráð Landsbanka Islands að ráða Magnús Gisla- son útibússtjóra bankans á Akur- eyri. Magnús Gislason er 41 árs að aldri og hefur starfað i bankanum frá árinu 1953. Hann hefur verið bókari útibúsins um langt skeið oggegnt störfum útibússtjóra frá miðju ári 1975. Kjörtímabil Indlandsþings framlengt Nýju-DELHI 5/11 Reuter — Neðri málstofa indvcrska þingsins framiengdi i dag kjörtimabil sitt um eitt ár, eða þangað til i mars 1978. Kosið var siðast til þings 1971 og átti kjörtimabilið að renna út i mars siðastliðnum, en það hafði þegar verið framlengt um eitt ár og var það liður i ráðstöf- unum stjórnarinnar er hún lýsti yfir neyðarástandi. Allir stjórnarandstöðufiokk- arnir mótmæltu frestuninni harð- lega, þar á meðal Kommúnista- flokkur Indlands, sem þykir held- ur sovétsinnaður og hefur yfirleitt stutt stjórn Indiru Gandhi. Sagði leiðtogi flokksins, Inderjit Gupta, að frestunin gæti orðið til þess að grafa undan trausti þvi, er al- menningur bæri til þingsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.