Þjóðviljinn - 24.11.1976, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. nóvember 1976
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfnfélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör-
leifsson
Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóðsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Siöumúla 6. Simi 81333
Prentun: Blaöaprent h.f.
TENGJA VERÐUR SAMAN KJARABARÁTTU OG ÞJÓÐMÁLABARÁTTU
Á mánudaginn kemur hefst i Reykjavik
33. þing Alþýðusambands íslands. Það eru
mörg verkefni, sem liggja fyrir þessu
þingi Alþýðusambandsins, en mestu máli
skipta annars vegar mótun stefnu og bar-
áttuaðferða verkalýðsstéttarinnar i
kjarabaráttunni sem framundan er, og
hins vegar sú pólitiska stefnuskrá Alþýðu-
sambandsins, sem verið hefur i undirbún-
ingi og fjallað verður um á þinginu.
Að undanförnu hafa kjaramálin verið i
brennidepli stjórnmálabaráttunnar á ís-
landi og ekki að ástæðulausu. Verkalýðs-
hreyfingin fagleg og pólitisk hefur átt i
höggi við fjandsamlegt rikisvald borgara-
stéttarinnar, en þessu rikisvaldi hafa
stjórnendur þess beitt miskunnarlaust til
að þrýsta lifskjörum vinnandi alþýðu
niður úr öllu valdi, en hlaða að sama skapi
undir gróðamyndun borgarastéttarinnar,
ekki sist hvers kyns braskara og kaup-
mangara viðskiptalifsins.
Með beinum pólitiskum aðgerðum hafa
lifskjör verkafólksins innan Alþýðusam-
bands Islands verið skert um 25% til
jafnaðar á tveimur og hálfu ári, og hjá
sumum hópum launafólks um mun
meira.
Aðferðin hefur verið sú, að láta verð-
lagið hækka um svo sem helmingi meira
en kaupið og ná lifskjörunum þannig niður
i það lágmark sem alþýðuheimilin á ts-
landi búa við i dag.
25% kjaraskerðing samsvarar þvi, að
fyrir hverjar 1000,- krónur, sem menn
fengu greiddar i kaup fyrir tveimur og
hálfu ári, þá fengju menn nú aðeins kr.
750,- en verðlag hefði haldist óbreytt.
En nú er Alþýðusambandsþing á næsta
leyti, og fullvist er að fólkið i verkalýðs-
hreyfingunni hefur fullan hug á, að láta
undanhaldinu lokið og snúa vörn i öfluga
sókn, ekki aðeins i faglegu kjarabarátt-
unni, heldur einnig á stjórnmálasviðinu,
þar sem flest úrslit ráðast.
Miklu skiptir að vel takist til á þingi Al-
þýðusambands Islands um stefnumótun i
kjaramálum og ákvörðun baráttuaðferða
i þvi striði sem framundan er. Þó skulu
menn minnast þess, að þeir fulltrúar, sem
sendir eru á Alþýðusambandsþing, eða
kjörnir til forystui verkalýðshreyfingunni
búa ekki yfir neinum töfraráðum. Styrkur
þeirra i baráttu við fjandsamlegt rikis-
vald og óprúttin gróðaöfl verður aldrei
meiri en aflið, sem að baki þeim stendur.
Styrkur verkalýðssamtakanna felst fyrst
og siðast i einingu og baráttuvilja fólksins
sjálfs i verkalýðsfélögunum. An slikrar
einingar, án sliks baráttuvilja eru forystu-
mennirnir einskis megnugir þótt góðir
séu.
Eining og baráttuvilji ásamt pólitiskum
skilningi er það, sem verkalýðshreyfingin
og verkafólkið þarf umfram allt á að
halda eigi árangur að nást.
Vandinn er ekki fyrst og fremst góðir
eða slæmir forystumenn: i verkalýðssam-
tökunum, eins og alltof margir virðast
halda, þvi sé þetta þrennt: Eining, bar-
áttuvilji og pólitiskur skilningur fyrir
hendi hjá nægiiega mörgum innan verka-
lýðssamtakanna, þá mun reynast létt verk
að finna þá forystumenn sem duga, en
þoka þeim til hliðar, sem ekki eiga erindi.
Um siðustu helgi var haldið i Reykjavik
7. þing Málm- og skipasmiðasambands ís-
lands
Þjóðviljinn vill taka hér upp og gera að
sínum orðum kafla úr samþykkt þess um
kjaramál. Þar segir:
,,Það ástand sem hér er lýst kallar á
viðtæka samstöðu og tafarlausar aðgerðir
verkalýðshreyfingarinnar gegn ríkis-
valdi, sem á opinskáan hátt hefur sýnt
launafólki fullkominn fjandskap. Kaup-
máttur umsaminna kauptaxta verkafólks
hefur hrunið niður á timabilinu 1. mars
1974 til 1. nóvember 1976 að meðaltali um
25% og hjá málmiðnaðarmönnum og
skipasmiðum um 29%.
Eina ráð verkafólks við hruni kaup-
máttar kauptaxta hefur verið að lengja
vinnutima sinn enn frekar en áður til að
afla sér viðbótartekna, og reyna á þann
hátt að viðhalda kaupmætti tekna sinna að
nokkru.
Nú er svo komið að ísland er sérstakt
láglaunasvæði i Norður- og Vest-
ur-Evrópu. Umsamdir vinnulaunataxtar
málmiðnaðarmanna í Danmörku eru
158% hærri en hérlendis en verðlag lifs-
nauðsynja svipað eða lægra. Hrun kaup-
máttar vinnulaunataxta alls launafólks
hefur skapað algerlega óþolandi ástand.
Að endurheimta skertan kaupmátt
vinnulauna er brýnasta verkefni islensks
verkafólks og samherja þess nú.”
Siðan segir m.a.:
,,íslensk verkalýðshreyfing verður nú
þegar að snúa varnarbaráttu siðustu
tveggja ára i markvissa sókn og vinna upp
skerðingu kaupmáttar umsaminna kaup-
taxta frá 1. mars 1974. Þingið telur að
reynsla varnarbaráttunnar undanfarið
staðfesti, að kaupgjaldsbaráttan með
kjarasamningagerð verði ekki einhlít i
nýrri sókn.
Vilji verkafólk ná árangri i kjarabarátt-
unni og tryggja hann er nauðsynlegt að
verkafólk tengi saman afstöðu sina i
kjaramálum og almennum þjóðmálum.
Jafnframt telur þingið, að grundvöllur
fyrir endurreisn kaupmáttar umsaminna
vinnulauna sé gjörbreytt efnahags- og
þjóðmálastefna löggjafarvaldsins, ásamt
frjálsri gerð kjarasamninga verkalýðs-
félaga, sem stjórnvöld virða og tryggja að
haldi gildi sínu.” — k.
Vitnin í Geirfinnsmílinu um nýjasta gæzluvaríhaldsfangann:
VAREINN BANAMANNA
GEIRFINNS
Hnstiríttur stiMestir gaziuvariHialdsúrskuri
annars að Getrflnnur Etnars-
son haft horflfl að kvöldl hln*
19. növember 1974.
Seglr þá að nafngrelndtr
menn hafl bortö á varnaraðlla.
Guðjðn Skarphéðlnsaon. að
hann hafl það uma kvöld.
ásamt fleirum. veltt Gelrflnnl
áverka svo að leitt hafl tll bana
hans.
Romkvamt Í7r greln I. um
Blrgl Þormar ’
sakadómara. aðfaranótt lauga
dagslns 13. nóv. si., tem fr
seglr.
Gsezluvarðhaldsórskurðt
Inn var þegar kserður til F
ráttar. með ððrum orf
frýjað, elns og fyrr s>
hltösjón af áður Ivltr
laga tun meöferð
mála, var órsku
Bo Strömstedt.
Ósmekklegt
Oftar en einu sinni hefur veriö
fundiö aö ósmekklegum frá-
sögnum Dagblaösins af lög-
reglumálum. (Nægir þar aö
rninna á myndbirtingu í sam-
bandi viö moröiö á Miklubraut
og frásögn af sjálfsmoröi). Enn
er Dagblaöiö viö sama hey-
garöshorniö. Sölubörn hrópuöu
íi götum úti i fyrradag, sjálfsagt
s:amkvæmt fyrirmælum; „Einn
t>anamanna Geirfinns fundinn”.
Fyrirsögnin er líka á þann veg,
aö ef ekki er grannt skoöaö og
hún lesin i heild, mætti halda aö
iiróp sölubarnanna heföu átt viö
rök aö styðjast. 1 greininni er
rafn gæsluvarðhaldsfangans
iirt. Það kemur fram i úrskuröi
llæstaréttar og þvi hlýtur þaö
aö vera alfarið mat Dagblaösins
hvort á að birta það eða ekki.
Blaöið tekur fram i lok greinar-
innar aö sama fólkiö sem nú
hefur boriö sakir á þann mann,
s-.em handtekinn var, hefur boriö
íilikt hiö sama á marga menn,
og vegna sifelldra breytinga á
framburöi, hefur ekki þótt þaö
mikiö byggjandi á framburöi
jieirra, aö stætt væri á þvi aö
halda þeim i gæsluvarðhaldi.
Nafnbirting á þessu stigi er þvi
ekki verjandi og enn hefur Dag-
blaöiö brotiö i bága við almennt
velsæmi.
Umdeild
blaðamennska
Expressen er útbreiddasta
dagblaö i Sviþjóö. Þaö er kvold-
blaö og selur sig á útliti, æsi-
fregnum, klámi og glæpum.
Innan um og saman viö þetta er
svo oft hressileg fréttamennska,
t.ekið skarplega undir með
smælingjum þjóöfélagsins, ráð-
ist á kerfið, og svo eru oft i blaö-
inu skemmtilegar minningar og
i'þróttaskrif. Ritstjóraskipti
verða á blaðinu um áramótin og
tekur þá menningarritstjóri
blaösins Bo Strömstedt við
starfi aöalritstjóra. Hann fékk
ásamt öðrum blaðamanni Stóru
blaöamannaverðlaunin sænsku
i ár fyrir umfjöllun sina um
Pomperipossamálið (drepandi
gagnrýni Astrid Lindgren á
sænska skattakerfiö), Berg-
mansmálið (skattamál Ingmars
Bergman) og Sjöströmmáliö
(gagnrýni Expressen á þekktan
sænskan lögfræöing, sem notaöi
mál skjólstæöinga sinn i skáld-
sögur og blaöagreinar). Þessi
útnefning hefur verið gagnrýnd
mjög af „viröulegri” blaða-
mönnum i Sviþjóö þvi aö blaða-
mennskan á Expressen þykir
stundum jaöra viö persónulegar
afsóknir.
Skemmtileg
tilraun
Hvaö sem segja má um svona
blöö eins og Expressen er þar i
gangi skemmtileg tilraun.
Menningarritstjórinn veröur
aðalritstjóri eins og áöur sagöi.
Pólitiski ritstjórinn fær hins-
vegar þá lykilstööu aö vera
frétta- og ritstjórnarstjóri. Og
stjórnmálaritstjóri veröur um
áramótin tónlistargagnrýnandi
blaösins. Liggur þvi beint viö aö
ætla aö þaö veröi pólitfk i frétt-
unum, músík f leiöurunum og
menning i heildarlinu blaösins
— þótt enginn sé svo barnalegur
að halda að sölusjónarmiö
Bonniers-fjölskyldunnar verði
ekki undir og yfir og allt um
kring. En hugmyndin að baki
þessum breytingum er sú, aö
blaöamenn sem sitja lengi i
sama farinu — veröi eineygöir
og einfaldi fyrir sér raunveru-
leikann. Ætli þaö sé svo fjarri
sanni.
Svíar skapa
vanda
Islenskir ráöherrar og
embættismenn standa frammi
fyrir alvarlegu vandamáli, sem
þriggja flokka stjórnin i Sviþjóö
hefur skapaö. Ekki er meira
traustiö milli ráöherranna þar,
en aö á norræna fundi arka þeir
tveir og þrir i einu til þess aö
fygljast hver meö öörum. Þaö
eru tveir fjármálaráöherrar f
Sviþjóö nú, tveir menntamála-
ráöherrar o.s.frv. Og meö þeim
fylgja svo nánustu samstarfs-
menn úr ráðuneytunum. Þetta
hefur i för meö sér aö i staö þess
aö senda ráöherra og einn eöa
tvo embættismenn á norræna
ráðherrafundi kemur nú amk. 9
manna sveit frá Sviþjóö. Danir,
norðmenn og finnar hljóta aö
svara þessu meö þvf aö fjölga
upp f sjö I sfnum sveitum. Svar
Islands veröur aö senda amk.
þrjá á hvern fund. Hætta er þá á
aö þaö veröi aö loka ráöuneyt-
unum og að óformlegir og gagn-
legir norrænir ráöherrafundir
breytist i venjulegar og gagns-
lausar stórráðstefnur. —ekh.