Þjóðviljinn - 24.11.1976, Side 6

Þjóðviljinn - 24.11.1976, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. nóvember 1976 Þingsjá Við umræðu í sameinuðu þingi um litasjónvarpstil- lögu Ellerts Schram flutti Jónas Árnason, alingis- maður, eftirfarandi ræðu: Margur er hégóminn, sem ríður húsum hjá þess- ari þjóð og mörg er for- dildin sem íslendingar apa eftiröðrum þjóðum. Skelf- ileg er sú árafta þeirra, að þurfa endilega að kalla yf- ir sig hverja þá plágu for- dildarinnar, sem þjakar aðrar þjóðir. Sjónvarp er víða mikil plága Sjónvarp er mikil plága með ýsmum þjóðum. Til eru lönd, þar sem visindamenn rekja marga verstu sálarkvilla fólks til þessar- Með heiðgul eyru og grænt ne£ ar plágu. í slikum löndum heliist sjónvarpsefni frá mörgum stööv- um dag og nótt yfir unga sem gamla. Til eru þeir, sem halda þvi fram, aö sjónvarp sé lika orðin plága hér á landi. Ég tek ekki undir þaö. Þvi enda þótt islenska sjónvarpið hafi ýmsa galla, þá hefur það marga kosti lika. Og það er a.,.k. mikil bót i máli, að hér er aðeins sjónvarpað á sið- kvöldum og ekki nema 6 kvöld i viku. Þjóðin er alveg fri við sjón- varp einn dag vikunnar og þar að auki einn mánuð á sumrin. Skynsamt fólk, sem kemur hing- að frá þeim löndum, þar sem sjónvarpiö er orðið hvað verst plága segir, aö þessi takmörkun á sjónvarpssendingum sé einn helsti kosturinn við þjóðfélag okkar. Meira sjónvarp En eitt er alveg vist, að kröfur um lengdan útsendingartima siónvarps munu magnast. Kröfur um fleiri stöðvar, „frjálst” sjón- varp Og sporgöngumenn slikra hugsjóna mun ekki skorta skraut- leg rök. Erum við islendingar ekki vestræn lýðræðisþjóð? Þvi skyld- um við ekki fá að njóta sjónvarps til jafns við aðrar vestrænar lýð- ræðisþjóðir? Eða er nokkur þjóð raunverulega frjáls, sem ekki á þess kost að glápa á sjónvarp frá morgni til kvölds? Og hégóminn mun magnast að sama skapi og' fordildin, sem er að verða eitt sterkasta aflið i þessu þjóðfélagi. Fordildartillaga Ég lýsi andstöðu minni við þessa þróun. Ég lýsi andstöðu minni við þá viðleitni að gera sjónvarp á islandi að samskonar plágu og sjónvarp er orðið svo viða um heim. Tilefnið sem ég nota til þess að gefa þessa yfirlýsingu, það er þessi þingsályktunartill., sem hér Frystihúseigendur NSlEFN' útgerðamenn- Hreinsunarefnin frá sápugerðinni FRIGG hafa öðlast viðurkenningu á íslenskum markaði SÁÞUOZRDNI FRiatl *NaÁ$l CADOAHREPP' SfM: SUÍ22 IP-5 er fituleysandi duft, sem afheröir vatn, leysir eggja- hvituefni. IP-5 inniheldur 5% virkt hypoklorit og tærir ekki ál. IP-5 sameinar kosti fitu- leysandi hreinsiefna og klórs. G-ll, handsápulögur, bakteríudrepandi iögur, sér- staklega framleiddur fyrir sápuskammtara til notkunar fyrir frystihús og matvæla- iönaö. Klór 10% til sótthreinsunar og gerileyöingar viö hvers- konar matvælaiönaö i lestum fiskiskipa, frystihúsum og fiskvinnslustöðvum. Til biöndunar þvottavatns I matvælaiönaöi. IP-4, þvottaduft fyrir kassa- þvottavélar. IP-4, er sótt- hreinsandi hreinsiefni og mjög fituleysandi. „ Viðurkenning fæst með árangurs- ríkri reynslu“ Lanolin Joöófór, sótthreins- andi handdýfa fyrir fólk I matvælavinnslu. Inniheldur 6% joö f upplausn og lanolin. Lanolin joöófór er alhliöa, virkt gerileyöingarefni. IP-225 tvlvirkur þvottalögur hreinsar og sótthreinsar inniheldur vætiefni og hypo klorit. Til alhliöa sótthreins unar og þvotta á tækjum vinnsl uborðum, gólfum veggjum o.þ.h. Sápugerðin FRIGG Lyngási 1 Garðabæ Sími51822 Jónas Arnason Rœða Jónasar Árnasonar við litasjónvarps- umrœðurnar á Alþingi liggur fyrir. Þessi till. gerir að visu ekki ráö fyrir lengingu á út- sendingartima sjónvarps hér á landi. En þetta er hégómatillaga, fordildartillaga. Ég hef átt þess kost að horfa á litasjónvarp erlendis. Venjulega hafa litirnir verið svo bjagaðir, svo afskræmdir og svo fjarri öll- um eðliiegum litum að þetta hef- ur verið til stórra leiðinda. Og reyndar átakanlegt stundum. Einu sinni sá ég sjálfan banda- rikjaforseta með heiðgul eyru og grænt nef. Stundum kemst ólag á litaútsendinguna, og þá kemur myndin allt i einu i svart-hvitu, upp á gamla móðinn, og mikið verður maður þá feginn. En þetta breytir engu um það, að almenningur i þessum löndum, þar sem ég hef séð slikt sjónvarp, hann sækist mjög eftir litasjón- varpi. Hinir riku eru aö sjálf- sögöu ekki i neinum vandræðum með að útvega sér litasjónvarps- tæki. Og hinir fátæku spara við sig helstu lifsnauðsynjar til að geta eignast sllk tæki. Þvi að for- dildin þjakar einnig þá fátæku i þessum iöndum, þar sem allir eru meira og minna truflaðir af aug- lýsingabrambolti gróðaafla. Kapphlaupið um hégómann, stöðutáknin, — litasjónvarpið er eitt stöðutáknanna, — þetta kapp- hlaup er þreytt i spreng i öllum stéttum. Og allir eiga það sam- merkt að sjá ekki eða vilja ekki sjá, að margt af sjónvarpsefninu og kannski flest af þvi kæmi miklu betur út i svart-hvitu upp á gamla móðinn. Nei, við höfum margt miklu þarfara að gera heldur en aö inn- leiða hjá okkur litasjónvarp. Endurbætum sjónvarps- kerfið Flutningsmaður lætur að þvi liggja að tolltekjur af lita- sjónvarpstækjum mundu tryggja endurbætur á þvi sjónvarpskerfi, sem fyrir er i landinu. Þar er vissulega mikil þörf á endurbót- um. Vissulega mikil þörf. Og að sjálfsögðu er það hið argasta hneyksli að á sama tima og blöð hér á höfuðborgarsvæðinu og nú lika ábyrgir stjórnmálamenn ganga fram i því, að æra upp kröfurum litasjónvarp, þá verður fólk viða úti á landsbyggðinni að búa við skilyrði, sem ónýta fyrir þvi meira og minna hverja ein- ustu sjónvarpsdagskrá. Ég get ekki séð, að sá mikli kostnaður, sá griðarlegi kostnaður, sem að sjálfsögðu hlyti að fylgja þvi, að fleyta efni litasjónvarps út yfir alla landsbyggðina mundi auka horfur á þvi, að bætt yrði þjón- ustan handa landsbyggöinni á þessu sviði. Ætli landsbyggðin verði þar ekki aftarlega á mer- inni eins og fyrri daginn. Skylda innflytjenda að sjá fyrir varahlutum Flutningsmaður talar um það, að nú sé orðið erfitt að útvega varastykki i svart-hvitu sjón- varpstækin. Flest tæki lands- manna séu orðin 7-8 ára og það verði að teljast eðlilegur endingartimi. Eðlilegt sé, að nauðsynleg endurnýjun verði samferða upphafi útsendinga i litum. Mitt sjónvarpstæki er 8 ára, — og er reyndar I ágætu lagi ennþá, — og ég veit ekki til þess að ég hafi undirgengist það við seljandann, þegar ég keypti þetta tæki, að næst þegar ég fengi mér sjónvarpstæki þá skyldi það endilega verða litasjónvarpstæki og hann bæri þess vegna ekki lengur neina ábyrgð á þvi, að til væru varastykki i gamla tækið. Ég skil ekki hvernig á þvi stend- ur að sjónvarpið er sjálft að smiða varastykki i sjónvarps- tæki, ef þau eru ekki til. Það getur vel verið að þetta sé skylda sjón- varpsins. En ég held aö það sé þó fyrst og fremst skylda innflytj- endanna, að sjá viðskiptavinum fyrir varastykkjum. Og það myndi gilda einu, þó að við islendingar værum orðnir einir allra þjóða eftir með svart-hvitt sjónvarp. innílytjendurnir yröu þá bara sjálfir að smiða vara- stykkin, eða sjá til þess að þau yrðu smiðuð. Hitt gæti aftur á móti hugsast að einhver innflytjandi sæi sér hag i þvi, að torvelda útvegun varastykkja I gömlu tækin til þess að þrýsta á fóik að kaupa ný tæki, þ.e.a.s. litasjónvarpstæki. Það væri reyndar ekkert nýtt i þessu þjóðfélagi frjálsrar samkeppni. Þjakaður af kjósendum sinum Ég hef leyft mér aö kalla þessa tillögu fordildartillögu, hégóma- tillögu. Það er þó ekki vegna þess, að ég telji flutningsmann hennar einhvern sérstakan hégómamann eða fordildar. Þvert á móti. Enda tók hann það skýrt fram, til þess að fyrirbyggja allan misskilning, að honum væri það siður en svo neitt persónulegt kappsmál að fá litasjónvarpstæki. Og ég veit það af persónulegri viðkynningu við manninn, að hann er tiltöiulega laus við það að vera þjakaöur af fordild eða hégóma. En hann er þjakaður af öðru. Hann er þjak- aður af kjósendum sinum, eða vissum hluta þeirra. Hann er þjakaður af vissum hluta reyk- visku borgarastéttarinnar. Vissum hluta, segi ég, því hér á ég svo sannarlega ekki við alla réykvisku borgarastéttina. Stór hluti hennar er áreiðanlega sam- mála mér i þessu efni. Þessi ágæti þingmaður er þjakaður af þeim hluta reykvisku borgara- stéttarinnar, sem hefur gert for- dildina og hégómann aö megin inntaki llfs sins. Og það er þess vegna fyrst og fremst, sem hann hefur flutt þessa tillögu. Peningaskápur óskast Vil kaupa traustan peningaskáp.ekki mjög stóran. Uppl. á afgreiðslu Þjóðviljans. Simi 81333

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.