Þjóðviljinn - 24.11.1976, Side 7

Þjóðviljinn - 24.11.1976, Side 7
Mi&vikudagur 24. nóvetnber 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Aögera mennaöaumingjum Þing A.S.Í., fjölmennustu samtaka islensks verkalýös, hefst innan skamms. Þingfull- trúar eiga litla samleið í stjórn- málum og skiptast, eins og aðrir landsmenn, i stuðningsmenn mismunandi stjórnmálaflokka. Pólitisk sundrung verkalýðs- hreyfingarinnar er mikil harm- saga. Þó voru deilurnar áður milli sósialista, kommúnista og krata, innbyrðis. Um skeið hef- ur verið sæmilegt samkomulag og samvinna milli Alþýðu- bandalagsmanna og Alþýðu- flokksmanna innan verkalýðs- félaganna. Nú bregður hins veg- ar svo við, að stór hópur fulltrúa á þingi A.S.Í. eru stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins. Munar þar ekki minnstu, að stærsta verkalýðsfélag lands- ins, Verslunarmannafélag Reykjavikur, hefur um langt árabil verið undir stjórn ihalds- ins. í heild er engin ástæða til að ætla, að Sjálfstæðisflokkurinn sé miklu veikari meðal félags- manná A.S.l. en hjá kjósendum yfirleitt. Styrkleiki Sjálfstæðisflokks- ins innan verkalýðshreyfingar- innar er islenskum sósialistum svo mikið áhyggjuefni, að und- antekning er, ef þeir þora að hugsa um það upphátt. Helsta úrræði sósialista er þetta: „Við skulum bara loka augunum og þegar viðopnum þau aftur, sem við gerum ekki i bráð, hefur ihaldið misst áhrif sin meðal verkalýðsins og við getum lcks- ins farið að framkvæma sósial- ismann.” Maóistar ganga enn lengra í vitleysunni og telja sósialista vera sina helstu fjandmenn. Slik „stjórnlist” dæmir sig sjálf. A undanförnum árum og ára- tugum hefur styrkur ihaldsins i verkalýðshreyfingunni ekki dvinaö heldur vaxið. Ef sosial- istareru svo barnalegir að trúa, að þátttaka ihaldsins i óvinsælli rikisstjórn nægi til að rýra það fylgi og völdum, má minna á Viðreisnarstjórnina. Þá sat ihaldið 12 ár i rikisstjórn. Siðan var ihaldið utan stjórnar i 3 ár en vann i siðustu kosningum sinn mesta kosningasigur siðan 1933. Mennirnir skapa sögu sina sjálfir og þvi miður eru ekki að verki nein lögmál, sem fyrr eða siðar munu óhjákvæmilega af- hjúpa auðvaldið og stjórnmála- öfl þess. Af hverju er íhaldið sterkt? Ástæðurnar fyrir verkalýðs- fylgi ihaldsins eru margar. Ihaldið er sterkast meðal starfsfólks i ýmsum þjónustu- greinum, sem mjög hafa vaxið. Sjálfstæðisbaráttan gegn Dön- um mótaðiþá hugsun, að þjóðin öll hefði sameiginlega hags- muni og ætti ekki að deila inn- byrðis. 1 Sjálfstæðisflokknum tókst einnig að sameina marga bændur og verkamenn, milli- stétt bæjanna, borgarastétt og embættismenn undir yfirskyni sjálfstæðisbaráttu og stétta- samvinnu. Andstæðingar ihaldsins hafa alltaf verið sundraðir. Fjöldahreyfingar Is- lenskrar alþýðu, verkalýðs- hreyfing og samvinnuhreyfing, báru ekki gæfu til varanlegs samstarfs. Þessir sögulegu þættir móta enn islenskt þjóð- félag. En hvernig er hægt að við- halda þeirri blekkingu, að hags- munir verkalýðsins, sem lifir á eigin vinnu, séu best tryggðir með stuðningi við þá sem græða á vinnu annarra? Ein höfuðað- ferð ihaldsins, sú hættulegasta og fyrirlitlegasta, er að byggja fylgi sitt og vald á vanmætti fólksins: innræta þá skoðun, að enginn geti haft stjórn á þjóð- félaginu. Lifskjörin séu háð „ytri skilyrðum”. Kaup- hækkanir og kjarabarátta séu þýðingarlausar. „Þjóðarbúið þolir þær ekki” og verðbólgan mun örugglega eyðileggja allar kjarabætur. Morgunblaðið malar dag eftir dag um að kjaraskerðing og verðhækkanir séu eins og náttúruhamfarir, eldgos og jarðskjálftar. Hvort tveggja sé óviðráöanlegt. Ekki sé hægt að kenna ríkisstjórninni og auðvaldinu um kjara- skerðingu frekar en veöurfarið. Samkvæmt forystu ihaldsins og Morgunblaðinu eru kjör verkalýðsins háð óumbreytan- legum lögmálum eingöngu, þegar ihaldið er við völd. Um vinstri stjórnir gegnir allt öðru máli. Þá var rætt i Morgun- blaðinu um „oliusamninga” BSRB og verkalýðshreyfingin skömmuð fyrir að sýna rikis- stjórninni linkind. A timum HH0 eftir Svan Kristjánsson, lektor vinstri stjórna mótmæla ihalds- kerlingar verðhækkunum, hvort sem er i Santiago i Chile eða Reykjavik. (Vel á minnst. Hvernig er með allar „hús- mæðurnar” i Sjálfstæðisflokkn- um? Skipta þær sér bara af stjórnmálum þegar vinstri stjórnir sitja að völdum? Þær hafa a.m.k. verið hljóðlátar i mótmælum gegn verðhækkun- um —- siðan 1974). Mál ogfreyjur „Allar konur geta, geta gefið, ekið, lært að meta. Hvort um framtið fara megi freyjur, eftir vörðuvegi.” Fyrir ári hóf félagsskapur, er nefnir sig „Málfreyjur” starf- semi sina i Keflavík. Segja má að félagsskapur þessi fylli öll þau skilyrði sem hið afstaðna kvenna- ár áskildi á sinum tima, þar sem félagsskapurinn er einungis opinn konum. Er ekkert tillt um það að segja, nema siður sé, hér I þessu landi er mergð allskyns karla- félaga, sem þó eru ekki nema ein- kyns, eða karlkyns. Hlutverk þessa félagsskapar er að æfa kvenmenn i þvi að tala málinu, æfa sig i þvi að koma fram og auka þar með sjálfs- traust sitt. Sú hvatningsvisa i upphafi þessarar greinar, er nokkurskonar leiðarljós þessa hóps, en þær munu vera 28, sem starfa i málfreyjudeildinni Varð- an i Keflavik. Flestir geta félags- menn i deildum orðið 30, siðan þegar fleiri deildir hafa verið stofnaðar, munu þessar deildir mynda með sérráð. 1 þvi skyni að kynna þennan félagsskap, komu nokkrar suðurnesjakonur i Nor- ræna húsið mánudagsvöldið 15.11. Þangað komu um 20-30 reyk- viskar konur og menn til þess að kynna sér málflutning þessara keflvisku brautriðjenda. Fyrrverandiforseti Keflavikur- deildarinnar, Erla Guðmunds- dóttir, sem kynnt var sem úti- vinnandi móðir, sem fulltrúi á lagadeild hernámsliðsins þar suðurfrá, kynnti félagsskapinn. Erla hóf mál sittmeðþvi að skýra frá þvi, að bandarisk kona nokkur hafi átt hugmyndina og frum- kvæöið að stofnun þessara sam- taka. Aðaluppistaðan i þessum „alþjóðlega” félagsskap urðu nokkrir klúbbar kvenna i Kali- forniu, sem um þessar mundir munu hafa verið nýstofnaðir eða i kringum 1929. Þessir klúbbar voru sniðnir að fyrirmynd „toastmasters”, sem einungis voru ætlaðir körlum. „Alþjóðasamtökin” héldu fyrsta þing sitt i Bandarikjunum 1938. Það kom fram I máli Erlu Guðmundsdóttur, að suðurnesja- konur höfðu komist i kynni við starfsemi þessa hjá hernámsliö- inu á Miðnesheiðinni, og að þeim hafi þótt nokkuð i þessa hugmynd varið og voru nú komnar með hana alla leið til höfuð- staðarins, til þess að boða kyn- systrum sinum þar frelsun frá feimniog kinnroða. Þess er vissu- lega þörf. Við islendingar erum langt á eftir, hvað varðar þátt- töku kvenna almennt i þjóömái- um, þegar tekið er tillit til frænd- þjóða okkar á Norðurlöndum. Má i þvi sambandi benda á finnska þingið þar sem 1/4 þingmanna eru konur, sænska utanrikisráð- herrann o.s.frv. Það er þvi full þörf á félags- starfsemi sem þessari, sem kenn- ir konum að koma fram og tala máli sinu og berjast fyrir hugðar- efnum sinum til jafns við karla. Hvort það verður best gert i ein- hæfum kvenlegum félagsskap skal látið ósagt hér, en það' er vafalaust ein leið af mörgum. En það allra mikilvægasta i þessu máli er það, að þegar starf- semi, sem þessi, er tekin erlendis að, eða ofan af Miðnesheiði, þá verður að aðlaga hana islensku umhverfi og islenskum staðhátt- um. Það er engin lausn að gleypa hrátt og taka við erlendum hug- myndum eins og þær koma fyrst fyrir. Þaö sem fyrst og fremst vakti athygli mina á þessum kynningarfundi var, hversu illa hafði til tekist við að nota islensk orð yfir hin ýmsu heiti innan þessarar félagsstarfsemi. Talað var um „aðila” þar sem við á is- lensku erum vön að nota orðin „félagar” eða „félagsmenn” (konur eru lika menn). Orðið „aðili” er nánast i merkingu samtaka sem eru aðili að stærri heild. Einnig var talað um „em- bættismenn”, en það orð nær nánast einungis til lítils hóps opinberra starfsmanna rikisins, svo sem sýslumanna og bæjarfó- geta, að ógleymdum lögreglu- stjóra. Hér var nánast átt við starfsmenn eða kjörna fulltrúa i nefndir og störf þessa félags- skapar. Orð eins og „menntunar- nefnd” og „samfélagsnefnd” koma einnig spánskt fyrir sjónir, við erum vanari við „fræðslu- nefndir” og „þjóðfélags- eöa félagsmálanefndir.” Aftur á móti er þýðingin á „toast- mistress” i „málfreyjur” eins góð og á verður kosið. Félagsskapur þessi leggur mikla áherslu á að félagsskapur- inn sé opinn fólki með allar stjórnmálaskoðanir, og að félags- skapurinn leiði hjá sér pólitisk mál. Fyrra atriðinu skal ég trúa, þvi siðara ekki, þvi slikt er úti- lokað. Flest mál, er snerta þjóð- félagið á einn eða annan hátt, eru pólitisk og ekkert viö þvi að gera og einungis gott um það að segja. Að þessu leiti verður félagsskapurinn að horfast i augu við staðreyndir og ekki stinga höfðinu i sandinn. Hvað fyrra atriðið varðar, að félagsskapurinn sé opinn öllum konum, þá er mikilvægt að þessi staðhæfing verði ekki einungis innantóm orð, og að þvi verði staðið á raunhæfan hátt, að konur með allar stjórnmálaskoðanir i þessu landi, geti tekið þátt i þess- um félagsskap. Og ef þessi staðhæfing á að vera raunhæf, þá verður þessi félagsskapur að horfast i augu við þá staðreynd að afmá verður alla möguleika á þvi að stimpill Miðnesheiðarinnar fylgi þessum félagsskap inn i landið. Að öðrum kosti læðist sú hug- mynd að fólki, jafnt konum sem körlum, að hér sé einungis um nýjar leiðir og enn eina tilraun hernámsliðsins að auka sam- tengingu sina við húsbændur og húsfreyjur þessa lands. Ég lit þvi svo á, að kynningin i Norræna húsinu hafi verið opin- ská og heiðarleg viðleitni til þess að losna við slika stimplun, og kynna islenskum konum þennan möguleika til þess að læra að koma framog hvetja þær til þess að taka aukinn þátt i islensku þjóðlifi. Borgþór S. Kjærnested „Á kross- götum" Stjórnandi: Karsten Andersen Einleikari: Cristina Ortis Efnisskrá: Karl O. Runólfsson: A Krossgötum Róbert Schumann: Píanókonsert i a-moll op. 54 Carl Nielsen: Sinfónía nr. 4 Það er stundum forvitilegt að fara aftur i timann og reyna að vega og meta ákveðin verk sem þá voru unnin. A einum tima eru verk ákveðins timabils ofmetin, en á öðrum tima sömu verk van- metin og allt þar á milli. Það er t.d. athyglisvert að verk þeirra manna sem höfðu svo afdrifarik áhrif á stefnu Islenskrar tónlistar á fyrri hluta aldarinnar eru nú likt og vakin af blundi eftir nokk- urt hlé. Eitt þessara verka er ,,A kross- götum” eftir Karl 0 Runólfsson. Svitan ,,A Krossgötum” er samin á árunum 1938-’39 aðallega um frumsamin stef. Andi verksins hefur á sér þjóðlegt yfirbragð, en stillinn samt fjarri þvi þunglyndi sem einkenndi svo þjóðleg tón- verk frá þessum tima. Meðferð efnissins er á stundum mjög gáskafull, en tónskáldið nær einnig vel dapurlegum leitandi tóni sem einkennir hægari þættina og undirstrikar nafn svit- unnar. Siðan leyfa Matthias Jóhannessen og leigupennar Morgunblaðsins sér að skrifa um manngildið reisn einstakl- ingsins og fleira i þeim dúr, en reyna jafnframt að gera menn að aumingjum. Ekkert er sjálfsvirðingu hvers einstak- lings hættulegra en tilfinning um eigin vanmátt, að hafa ekk- ert vald á umhverfi sinu og lúta lögmálum, sem menn skilja ekki né geta haft áhrif á. Það er hræsni að játa trú á lýðræði og einstaklingsfrelsi en vinna að þvi um leið að minnka trú mannsins á möguleikum sinum tilaðskilja og hafa stjórn á eigin samfélagi. Hlutverk sósialista Hlutverk sósialista er að af- hjúpa þá blekkingú að einhver hulin og óumbreytanleg náttúrulögmál ráði arðráni og braski auðstéttarinnar, sem lif- ir i vellystingum á meðan laun vinnandi fólks hafa verið stór- lega skert. Island er lágiauna- land, þar sem launafólk vinnur myrkranna á milli fyrir brýn- ustu nauðsynjum. Góð byrjun hjá sósialistum væri að skýra fyrir landsmönn- um hvernig islenskir heildsalar stela stórfé á vöruinnflutningi til landsins. Guðmundur H. Garðarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og „fulltrúi” alþýðunnar, gæti e.t.v. komið til liðs við okkur og útskýrt þessi „sniðugheit” fyrir fulltrúum á þingi A.S.I., þar sem hann á sæti. SIGURSVEINN MAGNÚSSON SKRIFAR UM TÓNLIST Hljómsveitin flutti verkið ágætlega og það féll i góðan jarð veg hjá áheyrendum, svo var einnig um næsta verk á efnis- skránni, Pianókonsert eftir Ró- bert Schumann. Einleikari i þessu verki var Cristina Ortis, leikur hennar og reyndar öll framganga einkenndist af áhyggjulausum gáska e.t.v. um of fyrir svo rómantiska tónsmið, en engu að siður var stórkostlegt öryggi hennar og sannfæringa- kraftur mjög hrifandi. Christina Ortis er svo sannar- lega stórkostlegur pianóleikari og hlaut verðskuldað lof áheyrenda. Sinfónia nr. 4 eftir Carl Nielsen var siðustu á efnisskránni, verkið er ekki ýkja langt en viöamikið og býður upp á mjög litrika fram- þróun. Tónskáldið teflir ýmis fram stórum einingum eða opnar skyndilega fyrir einstaka hljóð- færahópa, og skiptir þá gjarnan um áferð til að gera skiptin enn áhrifarikari. Pákuköllin færa verkið á annað svið og gera það að verkum að áheyrandinn finnst hann vera áhorfandi að æsispenn- andi hildarleik. Sinfónia þessi er skemmtileg og i flutningi hennar sameinuðust einhver þau öfl, sem úrslita- þýðingu hafa fyrir ánægju hlust- andans, þetta á reyndar við um tónleikana i heild og gefur það til- efni til nokkurrar bjartsýni, ekki veitir heldur af,þvi þegar styttist dagurinn og syrtir i sálinni getur ekkert skinið skærar en endur- minning um slika afbragðs tón- leika. Sigursveinn Magnússoi Áskriftasöfnun Þjóöviljans Sími stendur sem hæst 81333

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.