Þjóðviljinn - 24.11.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.11.1976, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 23. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 „Sálræn þreyta strákanna úr ii Dynamo Kiev ...olh því aö sovéska landsliöiö dalaöi mikið og hefur undanfariö ekki sýnt þá frammistööu sem vonastvareftir",segirsovéski landsliösþjáltarinn Nikita Simonjan, nýr þjálfari sovéska landsliðsins i knatt- spyrnu, er löngu frægur fótboltakappi. Arið 1950 var hann orðinn framvörður Moskvuliðsins „Spartakus" og á sóvétmeistaramótinu það ár setti hann met i markatölu, 34 mörk á einu móti — það met liefur ekki verið slegið enn. Hann er einnig efstur á lista yfir markahæstu menn frá upphafi sovétmeistaramóta, hefur komið boltanum 156 sinnum í marká þessum mótum. Fjórum sinnum varð hann sovét- meistari, og tvisvar sinnum tók hann við bikar sigurvegara I sovésku bikarkeppninni, fyrir hönd liðsins „Spartakus". Arið 1960 hóf hann störf sem þjálfari og undir hans Ieiðsögn hefur „Spartakus" tvisvar sinnum unnið sovétmeistaramót. Þá tókst honum ekki sfður með armenska liðið „Ararat" árið 1973, þegar það vann „tvöfallt gull", með þvi að sigra bæði á meistaramótinu og f bikar- keppninni. Undanfarin ár hefur Simonjan gégnt stöðu vara- formanns Knattspyrnu- stjórnarinnar, sem fer með öll mál er varða knattspyrnu I Sovétríkjunum. — Þegar við mynduðum landslið með mönnum úr einu ogsama Iiðinu, „Dinamo-Kiev" — segir Nikita Simonjan — vorum við ekki að æða blint i sjóinn, heldur byggðum við á eigin reynslu frá 1956, þegar sovéska landsliðið, sem samanstóð svotil eingöngu af Spartakus-mönnum, vann sigur á ólympiuleikunum, i fyrsta og eina skiptið sem sovésku liði tekst það. Kiev-strákarnir stóðu sig lika vel I fyrstu og unnu hvert sovéska mótið á fætur öðru, svo og undirbúningsleiki fyrir Evrópumeistaramótið. Eh smám saman fóru þeir að finna til sálrænnar þreytu og þeir gátu æ sjaldnar sýnt veruleg tilþrif. Af þessu stafar lélegt gengi þeirra, t.d. fengu þeir brons i stað gullsins sem við höfðum vonast eftir I Montreal. — Hafið þér fundið einhverjar „patentlausnir" til þess að breyta ástandinu? Hvað ætlist þér fyrir með liðið? — Ég myndi ekki segja að ætlunin væri að umbreyta öllu i liðinu. Frekar myndi ég segja að við ætluðum að halda áfram. Nú þegar hefur komið i Ijós að þeir knattspyrnumeistarar sem leika með Dinamo frá Kiev eru að komast i sitt fyrra form. Aður voru það ekki aðeins þcir-, heldur allir leikmenn Kiev- liðsins sem áttu öruggt sæti í landsiiðinu. En það er ekki sama hvort um er að ræða meistara á borð við Oleg Blokhin, Vladimir Onisjenko, Viktor Kolotof, Vladimir Veremjejef og Anatoli Konkof, eða hvort leikmenn sem alls ekki voru yfir gagnrýni hafnir lentu sjálfkrafa i landsliðinu. Þessu astandi þurfum við að sjálfsögðu að breyta. — Gætuð þér útskýrt fyrir- ætianir ykkar nánar? — Mér list svo á, að timabært sé að huga betur að mark- vörðunum. Þar er á milli tveggJa manna að velja: Vladimir Astapovski úr knatt- spyrnuliði hersins i Moskvu og Nikolaj Gontar úr Dinamo- Moskva. Varnarlínuna þarf einnig að styrkja. Þar koma til greina Sergei Olsjanski og Vasilili Svetsof úr liði hersins i Moskvu, Aiexander Makhovikof og Alexander Bubnof úr Dinamo-Moskva og Jevgéni Loftséf úr Spartakus. Fleiri leikmenn munu bætast i liðið. Markmiðið er að koma upp á skömmum tima 23-25 manna liði sem ekki þarf að breyta aftur á næstunni. Að sjálfsögðu er stillinn aðalatriðið eftir sem áður. Hann verður að vera nútimalegur og byggjast á þvi að leikmennirnirgetaskipst á og komiðhver i staðinn fyrir annan þegar á þarf að halda. Simonjan er ekki sist þekktur fyrir þann hæfileika sinn að skapa gott andrúmsloft i hvaða liði sem er. Hann hefur lag á að sameina vináttu og strangar kröfur. Hann er sennilega sá sovéskur þjálfari sem best samband hefur við liðsmenn sina. Sovésku landsliðsmennirnir hafa oft fagnað sigri, en þó hefur heldur hallað undan fæti undanfarið. Aðstoðarmaður hans er Júri Sedof, sem áður fyrr lék með honum i Spartakusi. Siðar gerðist hann þjálfari og fékkst einnig við visindaleg störf á sviði íþrótta, m.a. varð hann sér úti um titilinn kandidat i kennslufræðum með rann- sóknum sinum á knattspyrnu- þjálfun. Simonjan hefur lika getið þess að nú séu visiudin komin inn i liðið, en nú þurfi ekki lengur að berast þvi utanfrá. Siðasta spurningin fjallar um f ra mtiðarhorfur. Sovéska landsliðið hefur lengi vcrið oi'arlega á lista yfir bestu Hð heims og nú spyr ég Simonjan hvar hann myndi skipa lands- liðinu niður einsog það er mi. — 1 Evrópu myndi ég sennilega skipa þvi í fimmta sæti. En ef við tökiini allan heiminn, myndi það lenda í 8.- 10. sæti. Að sjálfsögðu er þetta ekki visindalcgur útreikningur. Arangur i knattspyrnu næst með góðum leik, en ekki með spurningalistum og heilabrotum. Við reynum að sýna góðan leik. Gennadi Radtsjúk (APN) Liveri • it • \ komið með fimm stiga forystu en ennþá er það Ipswich sem ógnar veldi „Rauða hersins" Ennþá heldur Liverpool sæti sínu í 1. deildinni og hefur nú fimm stiga for- skot eftir jafntefli gegn Arsenal/ en það var Rau Kennedy sem skoraði jöfnunarmark Liverpool aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok (1:1). Ipswich sem sýnt hefur mikinn styrk undanfarið og ógnar veldi Liverpool verulega, varð að láta sér nægja jafntefli gegn Leeds og Aston Villa, sem einnig er í toppbaráttunni gerði einnig jafntefli um síðustu helgi. úrslit í 1. og 2. deild urðu þá þessi: 1. deild Arsenal — Liverpool 1-1 Aston Villa—- Coventry 2-2 BristolC — Norwich 3-1 Everton—Derby 2-0 Ipswich Leeds 1-1 Leicester —Manch. Utd. l-l Manch.City—WBA 1-0 QPR—Middlesbro 3-0 Stoke— Birmingham 1-0 Sunderland — Tottenham 2-1 West Ham — Newcastle 1-2 2. deild Burnley — Bristol Rov. 1-1 Carlisle — Millvall 0-1 Charlton — Blackpool 1-2 Fulham — NottsCo. 1-5 Heref ord — Oldham 0-0 Hull— Plymouth 3-1 Luton — Cardif f 2-1 Nottm.For.— Chelsea 1-1 Sheff.Utd.—Orient 1-1 Southampton —Bolton 1-3 Wolves—Blackburn 1-2 Staðan er núna þessi: 1. deild Liverpool 15 10 3 2 26-10 23 Ipswich 13 7 4 2 26-14 18 AstonV. 15 8 2 5 30-19 18 Man.City 14 6 6 2 18-11 18 Newcastle 14 6 -6 2 20-14 18 Leicester 16 4 9 3 16-17 17 Everton 14 6 4 4 24-19 16 Leeds 15 5 6 4 20-18 16 Stoke 15 6 4 5 12-14 16 Arsenal 14 6 3 5 24-22 15 Coventry Middlesbr Man.Utd. Birm'ham QPR WBA BristolC Norwich Derby Sunderl. Tottenham. WestHam 2. deild Chelsea Blackpool Bolton Nott. For. Wolves Oldham Millvall Charlton . Notts.Co. Blackburn Hull Sheff.Utd. Fulham Luton BristolR. Burnley Cardiff Plymouth South'ton Hereford Carlisle Orient 14 14 14 15 15 15 15 16 13 14 15 15 18-16 15 9-13 15 23-22 14 20-20 14 20-21 14 20-21 14 14-17 12 8 15-24 12 5 18-20 10 7 12-21 9 9 18-34 9 Er að rætast úr meðíþróttahúss- rekstur Hauka? í athugun að skólarnir í bænum þiggi afnot af húsinu 10 15-31 15 10 16 8 15 15 15 15 14 15 15 15 14 15 15 15 15 15 15 15 15 15 16 13 17 16 27-19 23 26-18 20 27-19 20 31-19 17 33-20 17 21-19 24-18 32-30 16 24-24 16 17-18 16 19-16 15 18-20 15 20-23 14 23-26 14 18-21 13 20-24 13 21-25 13 22-25 12 24-29 8 21-34 9 17-33 6 12-17 12 10 10 9 Eins og sagt hefur verið frá er ekki langt siðan Haukar i Hafnarfirði tóku i notkun eigið iþróttahús þar í bæ, sem þeir höfðu sjálfir reist af miklum dugnaði og ákveðið að reka á eigin kostnað. Var fyrirhugað að skóiar bæjararins fengju afnot af húsinu alla daga fyrir greiðslu sem dyggði lang- leiðina fyrir rekstri hússins, en svo undarlega brá við að þrátt fyrir mikinn húsnæðis- skort fyrir iþróttakennslu ósk- uðu hvorki bæjaryfirvöld né skólayfirvöld eftir aðstöðu hjá Haukum, og munu einhverjar „annarlegar" ástæður hafa legið þar að baki. Nú virðist hins vegar eitt- hvað vera að rætast ur, þvi Ægir Sigurgeirsson, sem á sæti i bæjarráði Hafnarfjarð- ar, lagði fyrir skömmu frarn eftirfarandi tillögu: „Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjórn að hefja nú þegar viðræður við stjórn Knattspyrnufélagsins Hauka um leigu á Haukahusinu fyrir iþróttakennslu á næsta skóla- ári eða frá n.k. áramótum er unnt er. Með leigu á húsnæði til leik- fimikennslu fyrv Viðistaða- skóla um sinn, i stað nýbygg- ingar nú þegar, gefst kostur á að leggja aukna áherslu á bráðnauðsynlegar fram- kvæmdir i skólamálum svo sem byggingu barnaskóla i Norðurbæ (Engidalsskóla) og viðbyggingu við Lækjarskóla og fl. Jafnframt fást verulega aukin not þeirra fjármuna, sem varið hefur verið til bygg- ingar Haukahússins og iþróttahreyfingin i bænum þannig studd i starfi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.