Þjóðviljinn - 24.11.1976, Page 13

Þjóðviljinn - 24.11.1976, Page 13
Miövikudagur 24. nóvember 1976 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 13 Prá Sambandsstjórnarfundi Landssambands iðnaöarmanna á Akureyri. Lánageta Iðnlánasjóðs Fjórfalt minni en umsóknir Var upplýst á sambandsstjórnar- fundi Landssambands iðnaðarmanna Sa m bandss tjórn Landssam- bands iðnaöarmanna kom nýlega saman til fundar á Akureyri og var þar rætt um breytingar á iön- löggjöfinni, lánamál iönaöarins og iönfræöslumálin. Gunnar S. Björnsson, formaöur Meistarasambands bygginga- manna, hafði framsögu um lána- mál iðnaöarinsá fundinum. Rakti hann ýtarlega þróun þeirra mála og gerði samanburð á lánamálum iðnaðarins og annarra atvinnu- greina, og framlögum á fjárlög- um til lánasjóða atvinnuveganna og lántökum sjóðanna I Framkvæmdasjóði. Þá gerði Gunnar grein fyrir fjarhagsstöðu lánasjóðanna sjálfra, en staða þeirra sumra er þannig, að fyrir- sjáanlegt er að stórauka verður framlög til þeirra, þar sem skuld- ir sjóðanna eru álika eða meiri en heildarútlán, en yfirleitt eru út- lánin með lægri vöxtum en þau lán, sem sjóðirnir hafa tekið. Fram kom, að Iðnlánasjóður, sem er helsti lánasjóðuraðila inn- an Landssambandsins, hefur til ráðstöfunar um 705millj. kr. á ár- inu 1976, en áætlað er að heildar- fjárhæð lánsumsókna til sjóðsins muni nema um 2800 millj. kr. A næsta ári má búast við að um- sóknir nemi um 3200-3500 millj. kr., en til ráðstöfunar verði um 800 millj. kr. fyrir utan lántökur sjóðsins. Miklar umræður urðu um lána- mál iðnaðarins i heild og ein- stakra iðngreina og var lögð á- hersla á að úrbætur i þeim efnum væri eitt mikilvægasta hags- munamál Landssambands iðnað- armanna. Auk eflingar sjóöanna var talið nauðsynlegt að starfs- svið þeirra væri útvikkað. öfluga Verkalýðsfélag Borgarness ASÍ hefji nú sóknarbaráttu „Drykkjuskapur eykst í Borgarnesi” Verkalýðsfélagiö i Borgarnesi lætur sér ekkert óviökomandi og samþykkti á fundi nýveriö áskor- un til Hótels Borgarness h.f. aö leyfa ekki aögang aö vinbar öör- um en föstum dvalargestum á lokuðum samkomum. Fram kom á fundinum aö þaö er álit margra aö drykkjuskapur hafi stóraukist i Borgarnesi siöan fariö var aö hafa opinn bar I bænum yfir sumarmánuöina. Svíviröileg árás á lifskjör. „Fundur haldinn i Verkalýösfé- lagi Borgarness 22. okt. 1976 mót- mælir harölega svivirðilegum árásum rikisvaldsins á liskjör launþega i landinu og skorar á verkafólk aö risa upp og hefja kröftug mótmæli. Fundurinn skorar á A.S.Í. að hefja öfluga -sóknarbaráttu gegn láglaunastefnu stjórnvalda. Fundurinn telur, að það sé ekki verkafólk sem komið hefur þjóð- inni i þann efnahagsvanda, sem hún nú er i. Það sé verk fárra manna, sem reynt hafa að telja fólki trú um, aö ekki sé hægt að greiða hærri laun. Ýmsir hafa trúað þeim áróöri og verkafólk hefur verið hógvært i öllum sinum kröfum.” Skeröing á frjálsum samningsrétti „Verkalýðsfélag Borgarness hefur á tveimur félagsfundum fjallað um drög aö frumvarpi til laga um stéttarfélög og vinnu- deilur, sem félagsmálaráðherra hefur látið gera og fyrirhugað er aö leggja fyrir alþingi i vetur. Frumvarp þetta er samiö án alls samráðs við verkalýðshreyf- inguna. Fundurinn telur, að það feli i sér veigamikla skerðingu á frjálsum samningsrétti verka- fólks og sé liklegt til aö tryggja stöðu atvinnurekenda gegn verkafólki. Fundurinn lýsir andstöðu við meginatriði frumvarpsins og skorar á rikisstjórnina að leggja ekki slikt frumvarp fyrir al- þingi.” Báðar tillögurnar samþykktar samhljóða. Húseigendur í Reykja- vík athugið Samvinnuferðir hyggjast bjóða erlendum ferðamönnum gistingu á einkaheimilum i Reykjavik næsta sumar. Þeir sem hafa laus herbergi með aðgang að baði og gætu veitt morgunverð eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofu samvinnuferða i sima 27077. Samvinnuferðir 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðrún Guðlaugsdótt- ir les söguna „Halastjörn- una” eftirTove Jansson (3). Tilkynningar kl. 9.30 Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða Drög að útgáfusögu kirkjulegra og trúarlegra blaða og timarita á istandi kl. 10.25: Séra Björn Jóns- son á Akranesi flytur fimmta erindi sitt. Morgun- tónleikarkl. 11.00: Vladimir Ashkenazý leikur á pianó .Kreisleriana”, átta fanta- siur op. 16 eftir Robert Schumann / Elly Ameling syngur úr „ttölskuljóðabók- inni” eftir Hugo Wolf: Dalton Baldwin leikur á pianó. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,Lögg- an sem hló” eftir Maj Sjö- wall og Per Wahlöö.Ólafur Jónsson les þýðingu sina (3). 15.00 Miðdegistónlcikar. Martin Jones leikur á pianó Fjögur rómantisk smálög eftir Alan Rawsthorne. Igor Gavrysh og Tatjana Sadovskaja leika Sónötu fyrir selló og pianó eftir Hindemith. Filharmóniu- sveitin i New York leikur Klassisku sinfóniuna i D-dúr op. 25 eftir Prokofjeff: Leonard Bernstein stjórnar. 15.45 Frá Sameinuðu þjóöun- um.Soffia Guðmundsdóttir segir fréttir frá allsherjar- þinginu. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 óli frá Skuld Gisli Hall- dórsson les (14). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Til- kynningar. 19.35 Rennsli vatns um berg- grunn islands og uppruni hvera og linda. Dr. Bragi Árnason prófessor flytur annað erindi flokksins um rannsóknir i verkfræði- og raunvisindadeild háskólans. 20.00 Kvöldvaka a. Ein- söngur: Fngel Lund syngur islensk þjóðlög i útsetningu Ferdinands Rauters. Dr. Páll Isólfsson leikur á pianó. b. Bóndinn á Brúnum Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur flytur þriðja hluta frásögu sinnar. c. Visur og kvæöi eftir Lárus Saiómonsson Valdimar Lárusson les. d. Miðfjarðar-. disin Rósa Gisladóttir les sögu úr þjóösagnasafni Sig- fúsar Sigfússonar. e. Kynni inin af huidufólki Jón Arn- finnsson segir frá. Kristján Þórsteinsson les frá sögnina. f. Haldið til haga Grimur M. Helgason cand. mag. flytur þáttinn. g. Kór- söngur: Karlakórinn Fóst- bræður syngur Söngstjóri: Jón Þórarinsson. Pianó- leikari: Car) Billich. 21.30 Útvarpssagan: „Nýjar raddir, nýir staöir" eftir Truman Capote Atli Magnússon les þýöingu sina (9). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Minningabók Þor- valds Thoroddsens" Sveinn Skorri Höskuldsson les (14). 22.40 Iljassþátluri umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.25h’réttir. Dagskrárlok. ; H sjónvarp] 18.00 Þúsunddyrahúsið. Norsk myndasaga. Hola cikin.Þýöandi Gréta Sigús- dóttir. Sögumaöur Þórhall- ur Sigurðsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 18.20 Skipbrotsmennirnir Astralskur myndaflokkur. 7. þáttur. Steingcrvingarn- ir. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.45 Gluggar Bresk fræðslu- myndasyrpa. Furðuleg listaverk, Sólhlifar úr bambus, Vatnsveitur. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækniog visindi, Nýjar gerðir flugvéla, Hávaoi. hiti og svefn, Veiru- rannsóknir, Fornleifarann- sóknir neöansjávar. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.05 A tiunda timanum. Norska popphljómsveitin Popol Ace flytur rokktón- list. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 21.50 Undir Pólstjörnunni. Finnskur framhaldsmynda- flokkur i 6 þáttum, byggður á samnefndri skáldsögu eft- ir Vainö Linna. Leikstjóri Edvin Laine. Aðalhlutverk Aarno Sulkanen, Titta Karakorpi, Matti Ranin, Anja Pohjola og Risto Taulo. 1. þáttur Hjáleigu- bóndinn. Rakin er saga Koskeia-ættarinnar frá aldamótunum siðustu og fram á miðja öld. Jussi Koskela, sem er vinnumað- ur á prestssetri, gerist hjá- leigubóndi. Lýst er viðhorf- um og lifsbaráttu kotbónd- ans, en jafnframt er dregin upp mynd af þeim miklu umbrotum, sem urðu i finnsku þjóölifi á fyrri hluta aldarinnar og hrundu af stað innanlandsstyrjöldinni 1918. Þýöandi Kristin Mántyia. 22.40 Dagskrárlok. Nauðungaruppboð eftir kröfu Gjaldheimtunnar f Reykjavlk, skattheimtu rikissjóðs iHafnarfirði og Kópavogi, Landsbanka Islands. Útvegsbanka Islands, og lögmannanna Arna Grétars Finnssonar, Kristjáns Stefánssonar og Þórólfs Kristjáns Beck, verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauöung- aruppboði, sem hefst i bæjarfógetaskrifstofunni I Kópa- vogi að Hamraborg 7 þriðjudaginn 30. nóvember 1976 kl. 14, en verður siðan fram haldið á öörum stöðum, þar sem nokkrir lausafjármunir eru staðsettir: 1. Húsgögn og heimilistæki: sjónvarpstæki, isskápar, þvottavélar, útvarpstæki, hátalarar, og plötuspilarar, P- Pioneer Magnari, sófasett $), sófi, 4 stólar, Normendefónn úr tekki. 2. hakkavélasamstæða. 3. 6 stk. girmótorar. 4. Edwards vélklippur. 5. leiktjöld. 6. Sólningarvélar, Super jolly og tegund S 510. 7. fræsari, hjólsög, afréttari, þykktarhefill, bandsög, og stativ fyrir handborvél. Uppboðsskilmálar liggja frammi í bæjarfógetaskrifstof- unni að Hamraborg 7. Uppboðshaldari mun leitast við að sýna uppboðsmuni skv. töluliðum 2-7 siðustu 2 daga fyrir uppboö en muni skv. tölulið 1 á uppboðsdegi. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn i Kópavogi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.