Þjóðviljinn - 09.12.1976, Page 3
Fiinmtudagur 9. desember 1976 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3
Kröfur Sósíalistaflokks Spánar:
Amerísk stell á hagstæðu verði
Glæsibæ. Simi: 86440
BÚSÁHÖLD OG GJAFAVÖRUR
8 gr. diskar
8 dj. diskar
8 bollar
8 undirskálar
8 kökudiskar
Fimm litamunstur
Verö: 16.500.—
Sendum i póstkröfu
Allir flokkar leyfðir
Hlutleysi í utanríkismálum
Spænskir hægrimenn heilsa meö fasistakveðju — sósfalistar hvattir til
að vera reiðubúnir til varnar.
Hver borgar brúsann?
Nató-ríki ósam-
mála um dreif-
ingu kostnaðar
við jijúgandi
radar-net
BRUSSEL 8/12 — Varnarmála-
ráðherrum Nató mistókst i dag að
ná samkomuiagi I máli, sem
fréttaritari Reuter-frétta-
stofunnar kallar viðurhlutamestu
sam starfs tilraun bandalags-
rikjanna til þessa. Hér er um að
ræða áætlun þcss efnis að koma
upp neti fljúgandi radarstöðva
yfir Evrópú Það fylgir með að
ráðherrarnir hafi að visu allir
verið sammála um nauðsyn
radarstöðva þessara, en ekki
getað náð samkomulagi um
hvernig kostnaðurinn við þær,
sem mundi verða gifurlegur, ætti
að skiptast niður á bandalags-
rikin.
Ár er þegar liðið siðan
samkomulag átti að hafa náðst
um radarnet þetta i siðasta lagi,
samkvæmt áðurgerðu mati Nató-
varnarmálaráöherranna sjálfra.
En þar stendur hnifurinn i kúnni,
segja Natóheimildir, að ráð-
herrarnir ná ekki samkomulagi
um skiptingu kostnaðarins, sem
gert er ráð fyrir að verði fimm
miljarðar dollara. Sagt er að
önnur tilraun til að jafna ágrein-
inginn verði gerð i janúar eða
febrúar.
Aætlunin er á þá leið aö 27 flug-
vélar af gerðinni Boeing 707,
búnar besta leitarradar sem
Bandarikin geta framleitt, verði
hafðar á flugi yfir Evrópu.
Varnarmálasérfræðingar Nató
segja þesskonar fljúgandi radar-
stöðvar nauðsynlegar til að fylla
upp i eyður, sem þeir vilja meina
að séu i loftvörnum Nató. Ekki er
talið að stöövar þessar komist i
gagnið fyrr en 1980, þótt svo ráð-
herrarnir komist að samkomu-
lagi um þær fljótlega.
HaftereftirNató-heimildum að
Vestur-Þýskaland sérstaklega
telji að þvi sé ætlað aö borga
meira en þvi beri, og ltalia og
Tyrkland telji málið sér ekki við-
komandi nema að takmörkuðu
MADRID 8/12 Reuter —
Landsþingi Sósialistaf lokks
Spánar, þvi fyrsta sem haldið er
innanlands frá þvi í borgar styrj-
öldinni, lauk i dag með því að
flokkurinn lýsti þvi yfir, aö hann
myndi ekki taka þátt i almennum
þingkosningum næsta ár nema
þvi aðeins að stjórnarvöld gengju
að skilyrðum hans um endurreisn
lýöræðis. Landsþingið ákvað að
flokkurinn skyldi sitja hjá i
þjóöaratkvæðagreislunni, sim
hafa á um stjórnarfarsbreytingar
rikisstjórnarinnar 15. þ.m., og
lagði áherslu á að öllum stjóin-
málaflokkum yrði leyft að starfa,
þar á meðal Kommúnistaflokki
Spánar, sem enn er bannaður.
Sósialistaflokkurinn krefst þess
að stjórnin gæti hlutleysis i kosm-
ingabaráttunni, allir flokkar fái
jafnan aðgang að fjölmiðlum og
að stjórnmálasamtök Francos
verði leyst upp. Ennfremur hvatti
leyti, þar eð umræddar flugvélar,
sem á Nató-slangi eru kallaðar
AWACSZ, verði aðallega hafðar
yfir Norður-Evrópu.
Kostnaðurinn við radarstöðvar
þessar er talinn verða meira en
helmingi meiri en kaupverð F-16-
orrustuflugvélanna, sem Banda-
rikin selja fjórum Nató-rikjum i
Evrópu — Noregi, Danmörku,
Hollandi og Belgiu — samkvæmt
samningi gerðum i fyrra, en sá
kaupsamningur var kallaður
„vopnasölusamningur aldarinn-
ar”, sökum þess hve þar var um
háa fjárhæð að ræða.
Frakkland, sem ekki tekur þátt
i hermálasamstarfi Nató, sendi
ekki fulltrúa á ráðstefnuna og
ekki heldur Grikkland, sem
hundsar hermálasamstarfið i
mótmælaskyni vegna t innrásar
annars bandalagsrikis —
Tyrklands — á Kýpur.
Útlendingum bönnuð
fyrirtækjaeign
í Saúdi-Arabíu
AMMAN 8/12 Reuter — Búist er
við að þúsundir útlendinga muni
yfirgefa Saudi-Arabiu vegna til-
kynningar stjórnarvalda um að
þeir megi ekki eiga fyrirtæki þar i
landi. Bannið gildir að sögn frá
22. des., en i útvarpstilkynningu
um málið var þess ekki getið að
þaö næði yfir erlenda banka eða
verktakafyrirtæki. Hinsvegar var
þess sérstaklega getið i til-
kynningunni að útlendir mat-
vörukaupmenn og farandsalar
yrðu ekki lengur liðnir i landinu.
þingið til þess að Spánn yrði hlut-
laus i utanrikismálum og skorað
var á Efnahagsbandalag Evrópu
að veita Spáni þar ekki inngöngu
fyrr en fullkomið lýðræði væri
komið á i landinu. Felipe Gonzal-
ez, aðalritari flokksins, sagði
meðal annars á ráðstefnunni að
sósialistar væru á móti þvi að
nota hrottalegt ofbeldi, en þeir
gerðu sér ljóst að borgarleg öfl
gætu fundið upp á þvi að brjóta
leikreglur lýðræðisins og yrðu þvi
að vera reiðubúnir að verja þann
árangur, sem náðst hefði, með
öllum tiltækum ráðum.
Aðalritari Kommúnistaflokks
Spánar, Santiago Carillo, sendi
landsþinginu skeyti og endurtók
þar fyrri yfirlýsingar flokksins
um að berjast við hlið Sósialista-
flokksins fyrir lýðræði á Spáni.
Var þá hrópað i salnum: „Eining,
eining.” Þúsundir þingfulltrúa og
erlendra gesta fögnuöu er
skeggjaður maöur ungur birtist
með fána spænska lýðveldisins,
sem Franco-herirnir brutu á bak
aftur i borgarastyrjöldinni.
W aldheim
útnefndur
formlega
SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM 8/12
Reuter — AUsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna útnefndi i dag
austurrikismanninn Kurt Wald-
heim formlega sem fram-
kvæmdastjóra S.þ. fyrir annað
kjörtimabilið i röð. Fór allsherj-
arþingið þar eftir samþykkt
öryggisráðsins i gær. Waldheim,
sem er 57 ára, var fyrst útnefndur
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna 1971 sem eftirmaður
búrmamannsins Úþants og ný-
byrjað kjörtimabil rennur út i
árslok 1981.
Waldheim er fjórði maðurinn i
þessu embætti. Fyrstur til að hafa
það á hendi var norðmaðurinn
Trygve Lie og annar sviinn Dag
Hammerskjöld.
Assad — samkomulag egypta og
israelsmanna varð til þess að þeir
llússein fóru að draga sig sáman.
Sýrlun d
og Jórdaniu:
Náið
bandalag
fyrirhugað
AMMAN 8/12 Reuter — Sýrland
og Jórdania hafa lýst þvi yfir, að
þau hafi I hyggju að koma & með
sér einskonar rikjabandalagi og
hafa skipað nefnd i málið. Var
þetta gefið til kynna I sameigin-
legri tilkynningu þjóðhöfðingja
rikjanna, sem send var út eftir
tveggja daga opinbera heimsókn
Hafesar al-Assad, Sýrlandsfor-
seta, til Jórdaniu. Fyrr var haft
cftir ábyggilegum heimildum að
þeir Hússein Jordaniukonungur
heföu orðið sammála um að sam-
eina kerfi rikja sinna i efnahags-
málum, menntamálum, fjar-
skiptamálum, tollamálum og á
fleiri sviðum.
Þetta þykir sæta nokkrum tið-
indum, þar eð fyrir sex árum var
striðsástand milli Sýrlands og
Jórdaniu vegna aðfara Jórdaniu-
hers, sem að miklu leyti er skip-
aður bedúinum, gegn skæruliðum
palestinumanna, sem sýrlending-
ar studdu þá. Draga tók saman
með jórdönum og sýrlendingum
eftir að ljóst varð i fyrra að
Egyptaland hugðist ná griðasam-
komulagi við tsrael án þess að þvi
fylgdi nokkur afhending
landsvæöa, sem israelsmenn hafa
tekið af jórdönum og sýrlending-
um.
Gairy stórtapaði
ST. GEORGE’S Grenada 7/12
Reuter — Stjórnarflokkur Vestur-
Indiaeyjarinnar Grenada hafði
betur i þingkosningum þar i
þriðja skiptið i röð, en tapaði
miklu fylgi til stjórnarandstöðu-
flokkanna þriggja, sem I þetta
sinn gengu sameinaðir til
kosninga. Fékk stjórnarflokkur-
inn, sem lýtur forustu Erics
Gairy forsætisráðherra og nefnist
Sameinaði verkamannaflokkur-
inn, niu þingsæti af fimmtán alls i
kosningunum I dag, en hafði
fjórtán áður.
^Borðsfofu- og
^eldhúsborð