Þjóðviljinn - 09.12.1976, Page 4

Þjóðviljinn - 09.12.1976, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Kimmtudagur 9. desember 1976 DJOOVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfrifélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl HaFaldsson Umsjón méö sunnudágsbTáðí: Arni Bergmann Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siðumúla 6. Simi 81333 Prebtun: Blaðaprent h.f. ÞVÍ MIÐUR 1 fyrradag kaus öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Kurt Waldheim sem aðalritara til næstu fimm ára. Waldheim náði nær einróma kjöri i lokaumferð, en áður hafði verið gert ráð fyrir þvi að ,,77-landahópur- inn” gerði kröfu um framkvæmdastjóra úr sinum heimshluta. Höfðu kinverjar for- ystu i þeirri kröfugerð, en náðu ekki fram vilja sinum, enda Kurt Waldheim vinsæll i sinu starfi og vel kynntur. Þegar hann hafði verið kjörinn spurðust þær fregnir i aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna að hann hygðist á komandi kjör- timabili beita sér fyrir þvi að leysa á veg- um Sameinuðu þjóðanna „stórmálin”, en samtökin hafa litlu um þokað i þeim efn- um á starfstima sinum og hafa þau flest komið i hlut stórveldanna beint eða ó- beint. Má i þessu sambandi minna á Viet- namstriðið þar sem Sameinuðu þjóðirnar reyndust máttlausar með öllu. Það allsherjaring Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir bendir ekki til þess að samtökin hafi nú fremur en áður afl til þess að ráða við hin stærri mál eins og Palestinumálin svo það mál sé nefnt sem tekur mestan timann i umræðum alls- herjarþingsins. Þá er og greinilegt að Bandarikjastjórn hefur fullan hug á þvi að draga Ródesiu- og Suður-Afrikumálin sem mest undan áhrifum Sameinuðu þjóð- anna. Fyrir vikið breytist allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna i kjaftasamkomu, oft heldur innihaldslitla i nefndum sem á þingfundum. Þrátt fyrir það er rétt og nauðsynlegt að styrkja og efla Sameinuðu þjóðirnar. En ástæðan til þess að banda- rikjamenn vilja sem minnst með Samein- uðu þjóðirnar hafa núorðið er auðvitað sú að samtökin hafa ekki farið þá leið sem bandarikjastjórn gerði sér vonir um. Hefur svo mjög skipt um afstöðu samtakanna frá þvi sem áður var að reyndari menn hjá samtökunum nefna hinar itrustu andstæður litakerfisins til samanburðar. í upphafi réðu bandariskir nær öllu i samtökunum, samanber Kóreu- striðið. Núorðið eru bandarikjamenn nær algerlega einangraðir innan samtakanna. 1 f jölmörgum málum eru þeir alveg einir á báti. Utanrikisstefna þeirra hefur beðið skipbrot — hún er allsstaðar illa séð og óvinsæl. Engu að siður reyna bandarikja- menn enn þann dag i dag að halda sinu og til þess beita þeir óspart neitunarvaldi þvi sem þeir hafa eins og aðrar fastanefndir i öryggisráðinu. Til að mynda hafa þeir þrivegis beitt neitunarvaldi gegn upptöku Vietnams i Sameinuðu þjóðirnar og þeir beittu einnig um tima neitunarvaldi sinu gegn þvi að Angólumenn fengju aðild að Sameinuðu þjóðunum. Þeir hafa og ásamt frökkum og bretum beitt neitunarvaldi til þess að koma i veg fyrir að sett verði vopnasölubann á Suður-Afriku — þessi gömlu nýlenduveldi standa ein gegn öllum öðrum rikjum heimsins gegn þvi að sam- tök hinna sameinuðu þ jóða risi undir nafni eða fái notið sin þar sem þörfin er mest. Bandarikjamenn leika þannig þrátt fyrir einangrun sina enn sama leikinn — reyna að útiloka aðra frá aðild að samtökunum, og þegar þannig stendur á, draga undan áhrifavaldi Sameinuðu þjóðanna stórmál- in hvert á fætur öðru. Um þessar mundir segja blaðafregnir að bandariska leyni- þjónustan sé að koma upp leppstjórn i Namibiu i samráði við Austur-Afriku- stjórn. Þessu hefur bandarikjastjórn að visu mótmælt opinberlega, en enginn sem til þekkir tekur talsmenn hennar trúan- lega. Vegna þessarar bandarisku utanrikis- stefnu sem þrátt fyrir einangrun sína styðst við neitunarvaldið innan samtaka Sameinuðu þjóðanna verður án efa erfitt fyrir Waldheim aðalritara að ná taki á stóru málunum eins og hann á að hafa sett sér við upphaf næsta kjörtímabils. Vegna þessarar neitunarvalds stefnu er áreiðan- lega hætta á þvi að samtökin verði áfram innihaldslitil blaðursamkoma sem fram- leiðir að visu ályktanir i tonnum ár hvert, en kemur litlu til leiðar. Það allsherjar- þing sem nú er að ljúka — sem er eitthvert það daufasta i sögu samtakanna — bendir óneitanlega i þá átt—þvi miður. —s. Magnúsar Kjartanssonar um grænlendinaga og Norðurlandar. sérstakt fagnaðarefni og auðvit- að ættu islendingar að taka þessi mál upp á þingi Samein- uðu þjóðanna láti danir sér ekki segjast i þessum efnum. Svínakjöts- samningur Þvi miður virðast islenskir ráðherrar hægristjórnarinnar hafa gleymt þvi þegar forfeður okkar stóðu i striði við dönsk stjórnarvöld um rétt okkar til sjálfstæðis. Þvi miður virðast þeir hafa gleymt þvi þegar danska stjórnin gerði samning við bresku stjórnina um aö fá að selja svinakjöt til Bretlands gegn þvi að betar fengju aðgang að islensku landhelginni. Þessi danski svinakjötssamningur var hindrun i vegi okkar til yfir- ráða yfir islensku landhelginni allt til ársins 1948 og er hann Grænlendingum ber að hafa yf- irráð yfir fiskimiðum og öðrum náttúruauðlindum Grænlands. raunar einn stærsti smanar- bletturinn á framkomu dana i garð islendinga á siöustu hálfri öld danskra yfirráða yfir Is- landi. Þeir islensku ráðherrar sem hafa gleymt þessum Stórdanahroki Jörgensens, sem kallar grænlendinga „danskt þjóðar- brot”. Hafa ummæli hans, sem meðal annars hafa birst islend- ingum, vakið upp býsna óhugn- anlegar endurminningar hér á landi um fyrri alda samskipti við dani. Yfirráð auðlinda En einn helsti ásteitingssteinn ■ umræðnanna milli dana og grænlendinga aö undanförnu eru yfirráðaréttindin yfir nátt- úruauölindum á landi og i sjó. Þau réttindi vilja danir ekki láta af hendi enda þótt sú afstaða brjóti skýlaust i bág við alþjóð- legan sáttmála um félagsleg og pólitisk réttindi þjóða. f þessum efnum ber islend- ingum að styðja grænlendinga af alefli. Þess vegna er tillaga Grænlendingar heyja nú æ harðari og einbeittari sjálf- stæðisbaráttu. Er svo komið að yfir standa milli dönsku stjórn- arinar og fulltrúa grænlendinga umræöur um heimastjórn i Grænlandi þannig að grænlend- ingar fái sömu stööu gagnvart dönsku stjórninni og færeyingar hafa haft um áratugaskeið. Þessar viðræöur grænlendinga við dönsku rikisstjórnina hafa þó ekki gengið áfallalaust, þeir hafa mætt óskiljanlegum stór- veldis- eða stórdanahroka for- sætisráðherrans Ankers Frá Nuuk — öðru nafni Godthab. Anker Jörgensen: Grænlend- ingar eru danskt þjóðarbrot. smánarsamningi ætla nú að hjálpa dönum til þess að beita grænlendinga sömu tökum og danir beittu islendinga fyrir þremur fjórðungum aldar. Þessir islensku ráðherrar — til dæmis kom þetta fram hjá sjávarútvegs- og utanrfkisráð- herra i sjónvarpinu i fyrrakvöld — eru reiðubilnir til þess að semja við dani og Efnahags- bandalagið um aðgang okkar að grænlenskum fiskimiðum. Þessi andstyggilega afstaða is- lenskra ráðamanna á ofan- verðri 20. öld er til marks um það hversu langt valdahrokinn og blindnin á eigin sögu og for- sendur getur leitt menn. Pólitískt hneyksli Þessi afstaða islensku rikis- stjórnarinnar varðandi hugsan- legar fiskveiðar á grænlenskum fiskimiðum er þeim mun svi- virðilegrisem fyrir liggur að yf- ir 90% grænlendinga eru algjör- lega andvigir aðild að Efna^ hagsbandalaginu ogjþar sem og liggur fyrir að sjálfstæðishreyf- ing grænlendinga berst fyrir yf- irráðum yfir náttúruauðlindum eins og áður var minnst á. Það er hreint og beint pólitiskt stórhneyksli að islenskir ráð- herrar skuli leyfa sér að sýna næstu nágrönnum okkar jafn- mikinn fjandskap og i raun felst i þvi að láta sér til hugar koma og ræða það opinberlega að smygla sér inn i landhelgi græn- lendinga með samningum við dani. Þessi framkoma ráöherr- anna verðskuldar andúð allra islendinga. Ef þeir hafa áhuga á að tryggja sér aðgang að fiski- miðum grænlendinga ættu þeir i fyrsta lagi að hafa þá sómatil- finningu að ræða það mál ekki við nokkurn annan aðila en grænlendinga sjálfa og kjörna fulltrúa þeirra, til að mynda fulltrúa grænlenska landsráös- ins. —s-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.