Þjóðviljinn - 09.12.1976, Síða 6

Þjóðviljinn - 09.12.1976, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. desember 1976 Magnús Kjartansson lét I tíö vinstri stjórnarinnar gera þriggja ára áætlun um byggingu geödeiidar og var veitt fé I samræmi viö hana. Nú er geödeildin aö daga uppi fokheld i meðförum hægri stjórnar Hart deilt á ráðherra vegna tafa á byggingu geðdeildar Sagt frá um- rœðum í sam- einuðu þingi Meöan ég er ráöherra ætla ég ekki aö taka þessa einu fram- kvæmd fram yfir allar aðrar”. þessi orö mæiti Matthias Bjarna- son heilbrigöisráöherra i umræö- um um geödeild Landsspitalans en bygging hennar hefur nær stöövast vegna fjárskorts. Ragn- hildur Helgadóttir, flokksbróöir ráðherrans bar fram fyrirspurn um geödeildina i fyrirspurnar- tima Alþingis i fyrradag. Ragnhildur bar hrós á Magnús Kjartansson fyrir aö beita sér fyrir byggingu geödeildarinnar á sinum tima og gera um hana þriggja ára áætiun og veita fjár- magn svo að byrjaö varaf fullum krafti. Matthias Bjarnason sagöi að framkvæmdir hefðu verið meö eðlilegu móti frá árinu 1974 fram á mitt sumar 1976 en fjarveiting 1 fyrir árið 1976 heföi veriö skorin niður i meðförum Alþ. úr 188 miljónum i 78 miljónir. bá hefðu verið fengnar að láni 50 milj. frá Háskóla Islands með þvi skilyrði að þær yrðu endurgreiddar árið 1977. A sl. vori voru gerðar út- boðslýsingar en þessi fjárveit- ingaraðferð hefði orðið til þess að áfangar hefðu orðið minni en ætl- að var og óhagkvæmari. Matthias sagði að ekki væri að svo stöddu hægt að segja til um hvenær bygginu geðdeildar yrði lokið. 1. fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár hefðu tillögur heilbrigðisráðu- neytis verið skornar niður úr 185 miljónum i 125 miljónir og komu engin mótmæli frá þingmönnum, Magnús Kjartansson sagði ráðherrann. bá sagði Matthias að hann hefði gert til- lögu um að nægilegu fé yrði veitt til þess að göngudeild yrði lokið i árslok 1977. Til þess að geðdeild- inni verði lokið á árinu 1980 þarf 200 miljónir á ári næstu fjögur ár en ef fer sem nú horfir verður fyrsta sjúkradeild ekki tekin i notkun fyrr en 1979 og 1980. Magnús Kjartansson tók næst- ur tii máls og sagði að skv. áætlun sem hann hefði látið gera á sinum tima hefði geðdeildarbygging- unni átt að vera lokið i ársbyrjun 1978 en eftirlitsstofnanir fjár- malaráðuneytisins hefðu nú tafið allar framkvæmdir. Á erfiðieika- timum á að hraða framkvæmdum sagði Magnús. Ekkert er eins óarðbært og að festa fé i stein- steypu sem ekki er notuð. Minnti hann á byggingu borgarspitala og landsspitala á sinum tima. Jón Armann Héöinsson sagði að heilbrigðisráðherra gæti ekki kastað boltanum yfir á Alþingi eða kennt um hörðu árferði. Frekar vil ég sjá geðdeildina risa heldur en Hús verslunarinnar, sem nú er unnið að af fulium krafti skammt frá, sagði hann. Ragnhildur Helgadóttirtók næst til máls og sagði aö upplýsingar Ragnhiidur Heigadóttir ráðherra um lánið frá Háskóla Is- lands heföu komið sér einkenni- lega fyrir sjónir og hefði hún ekki fyrr heyrt þær. bá sagði hún að ef ráðherra hefði ekki orðið var við mótmæli við niðurskurð á fé til geðdeildarinnar skyldi hann heldur betur heyra þau nú. bá sagði hún að göngudeildin sem fyrst á að taka i gagnið kæmi ein- ungis reykvikingum til góða þvi að enginn vill hafa geðveilt fólk utan af landi á heimili sinu. bvi þyrfti að opna sjúkradeild um leið. bað er fullkomin hneysa að leysa þennan vanda ekki og þetta er ekki pólitiskt mál. Matthias Bjarnason sté nú i pontu og var allreiður og sagði að sumt fólk væri mjög einskorðað við áhugamál sin og væri dæmi- gerðir þrýstihópar. Meðan hann væri ráðherra ætlaði hann ekki að taka þessa framkvæmd fram yfir allar aðrar. Jóhann Hafstein minnti á stækkun landsspltalalóðarinnar hefði orðið i sinni ráðherratíö. Ragnhildur Helgadóttir fnás- aði nú mjög. Ég hef aldrei fyrr veriðkallaður þrýstihópur, sagði hún. Sagðist hún ekki vilja láta ásaka sig um einsýni i'yrir að leggja áherslu á hróplegan vanda Matthias Bjarnason með þinglegri aöferð. Benti hún á flokkssamþykktir Sjálfstæðis- flokksins. Matthias Bjarnason sagði að þó að landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins hefði samþykkt ályktanir um byggingu geðdeildar hefði þingflokkurinn samþykkt þá heil- brigðisstefnu sem nú væri fram- fylgt. Magnús Kjartansson sagði að hér hefði þingheimur fengið dæmi um skapsmuni Matthiasar Bjarnasonar. Hann ætti ákaflega •auðvelt með að reiðast og kæmi þá með yfirlýsingar sem brytu i bága við starfssvið hans. Hann hefði fengið i hendur fullbúna áætlun frá fyrri rikisstjórn og að- eins þurft að útvega fjármagn. En þetta væri ekki einsdæmi. Byggingarframkvæmdum td. viö Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri yrði liklega lokið einhvern tíma i blámóöu framtiðarinnar ef svo færi sem nú horfði. Pétur Sigurðsson tók næstur til máls og bar blak af ráðherranum og sagði að þetta væru deilur um keisarans skegg. Ragnhildur Helgadóttirfékk að lokum að segjaeitt orð og vék hún að nauðsynlegum forgangi geð- veiks fólks. —GFr Þingsjá Alls staðar sama sagan Samdráttur i fjár- veitingum og reynt að svæfa mál bað var athyglisvert að fylgjast með umræðum i fyrirspurnar- tima Alþingis i fyrradag. Tekin voru 7 mál fyrir og er alls staðar um fjárþrot að ræða vegna stefnu rikisstjórnarinnar. Reynir hún ýmist að draga mál á langinn, svæfa þau eða skerðir mjög fjár- veitingu til þeirra. Styrktarsjóöur vangefinna. Helgi Seljan kom með fyrirspurn um hann en nú hefur verið af- numið tappagjald af gosdrykkj- um sem hann hefur notið og litið veitt til hans af fjárlögum. Rikis- stjórnin hefur ekkert ákveðiö enn. Raforkumál á Austurlandi. Tómas Árnason kom með fyrir- spurn um Bessastaðaárvirkjun, linu frá Kröflu og Fljótsdals- virkjun. bó að lögin um Bessa- staðaárvirkjun séu nú tveggja ára gömul hefur engin ákvörðun verið tekin um hana og ekki heldur linu frá Kröflu. Raforku- vanda austfirðinga á að leysa i vetur með stóraukinni diselvéla- keyrslu. Geödeild Landspitalans. Hún hefur nær stöðvast vegna sam- drattar i fjárveitingum eins og sést annars staðar hér á siðunni. Rek gúmbjörgunarbáta. Pétur Sigurðsson kom með fyrirspurn um hvað liði fjárveitingum svo að hægt verði að gera kannanir á reki gúmbjörgunarbáta sem er nauðsynlegt vegna björgunar- starfa. Ekkert fé var veitt. Lánasjóöur vcgna stórra at- vinnubifreiða. brátt fyrir sam- þykkt Alþingis i fyrra og sifelldar eftirgrennslanir i mörg ár er málið ekki komið lengra en að ráðherra hefur óskað eftir til- nefningu i nefnd. Greiöslufyrirkomulag úr Fisk- veiðasjóði vegna smiða fiski- skipa. Fyrirspurn frá Guðmundi H. Garðarssyni. Fram kom hjá ráðherra að lán úr sjóðnum hafa lækkað þannig að nú er aðeins veitt 36% af áfangamati en á árunum 1974 og 1975 var veitt 71%. Vandi landshlutasamtaka viö að fjármagna rekstur fræðslu- skrifstofa. Fyrirspurn frá Axel Jónssyni. Fram kom hjá ráð- herra að ekkert hefur verið ákveðið hvernig á aö greiða kostnað við þessar skrifstofur eftir áramót. Likur er á þvi að margar leggist niður. ________ —GFr. Á morgun veróur dregiö i 18. flokki. 34.290 vinningar aö fjárhæö 489.690.000.00. í dag er siöasti endurnýjunardagurinn. 12. flokkur: 9 á 2.000.000 kr. 18.000.000 kr. 9 - 500.000 — 4.500.000 — 9 - 200.000 — 1.800.000 — 3.051 - 50.000 — 152.550.000 — 31.194 - 10.000 — 311.940.000 — 34.272 488.790.000 kr. Aukavinningar: 18 á 50.000 kr. 900.000 — 34.290 489.690.000.00 ... J

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.