Þjóðviljinn - 09.12.1976, Side 11
Fimmtudagur 9. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
16-liöa úrslit UEFA-keppninnar ( gærkvöldi
Aþena slapp í
8-liða úrslit!
Spánverjar tryggöu sér
í gærkvöldi tvö sæti í átta
liða úrslitum evrópu-
keppninnar í knattspyrnu
er Barcelona og Athletic
Bilbao léku í 16-liða úr-
slitunum í gær. Barcelona
sigraöi sænsku mótherj-
ana með yfirburðum á
meðan landar þeirra í
Bilbao töpuðu 0:3 fyrir
italska liðinu AC Milan,
en komst samt áfram á
markatölunni 5:4 úr báð-
um leikjunum.
Sólarhring áður hafði Q.P.R.
tryggt sér rétt til þátttöku i 8-
liða úrslitunum og i gærkvöldi
bættust við auk spánsku liðanna
austur-þjóðverjar, grikkir og
italar.
Það var hollenska knatt-
spyrnuhetjan Johan Cruyff sem
kom Barcelona á sporið i leikn-
um gegn sænska liðinu öster
strax á 3. minútu, og urðu loka-
tölurnar 5:1 sigur spánska liðs-
ins og samanlögð markatala úr
báðum leikjum er 8:1 fyrir
spánverja. öruggur sigur það.
Ékki var eins mikil reisn yfir
bröltinu i spánska liðinu
Athletic Bilbao. Flestum á óvart
er þetta litt þekkta félag þó
komið i 8-liða úrslit UEFA-
keppninnar og var það italska
liðið AC Milan sem varð að lúta
i lægra haldi. Leikurinn fór
fram i Milan og lauk með 3-1
sigri heimamanna, en það dugði
ekki til þvi i fyrri leiknum
sigruðu Spánverjar með 4:1 og
komast þvi áfram á saman-
lagðri markatölu. Eina mark
spánska liðsins i gærkvöldi kom
á siðustu minútunum úr vita-
spyrnu...og réði það úrslitum.
Madraiaga heitir hin örugga
vitaskytta spánverja og sýndi
hann af sér mikla ró er hann
skoraði þetta þýðingarmikla
mark þremur minútum fyrir
leikslok undir háværu bauli
fjörutiu þúsund italskra áhorf-
enda.
Griska liðið Aþena kom ekki
minna á óvart. Það lék á útivelli
gegn Rauðu Stjörnunni frá Bel-
grad og tapaði að visu 1:3 en
komst engu að siður áfram.
Fyrri leikinn unnu grikkirnir
nefnilega með 2-0 og
varð samanlögð markatala 3:3
en það eru mörk á útivelli sem
telja ef markatalan er jöfn og þá
höfðu grikkirnir vinninginn.
Heldur betur óvænt úrslit og
tæplega eitt hundrað þúsund
júgóslavneskir áhorfendur urðu
fyrir miklum vonbrigðum.
Af öðrum úrslitum i gærkvöldi
i 16-liða úrslitum UEFA-keppn-
innar má nefna Feyenoord
Rotterdam — Espanol
Barcelona 2-0. Hollendingarnir
unnu 3-0 á samanlagðri marka-
tölu. V-þýska liðið Schalke og
belgíska liðið Molenbeek gerðu
1:1 jafntefli en þjóðverjarnir
komast áfram eftir 1-0 sigur i
fyrri leiknum, sem þó var leik-
inn i Belgiu. gsp
;Í|||Í|Í
Meö sex Islandsmet
Þessi vel stælti kraftlyftinga-
maður er tiltölulega nýbyrjaður
að taka lyftingarnar alvarlega
og verður ekki annað sagt en að
vel gangi hjá honum. Maðurinn
heitir Helgi Jónsson og er rúm-
lega tvitugur háskólanemi.
Hann gerði sér litið fyrir um
siðustu helgi og setti sex ný
Islandsmet og hafa menn oft
hoppað hæð sina i loft upp af
minna tilefni.
Helgi, sem er vesturbæingur
og að sjálfsögðu i KR, keppti i
100 kg. þyngdarflokki, sem
hingað til hefur verið nánast
óþekkt fyrirbæri i lyftingum.
Hann tók i hnébeygju 235 kg., I
bekkpressu 160 kg., og i rétt-
stöðulyftu 245 kg. og gerir þetta
samtals 640 kg. Allt eru þetta
tslandsmet og tvö önnur setti
Helgi á mótinu, en bætti siðan
enn um betur og stóðu þessi
fjögur gildandi met þá eftir.
Sannarlega efnilegur
lyftingamaður a tarna. —gsp
' Johan Cruyff og félagar hans I Barcelona sigruðu sænsku mótherj-
ana nieð miklum yfirburðum.
„I musterj
íslensku
íþróttanna”
Arsþingi Fr jálsiþrótta-
sambands tslands er nýlega
lokið og var örn Eiðsson endur-
kjörinn formaður. t skýrslu
stjórnar kom fram að fjárhags-
erfiðleikar eru verulegir, yfir
áttahundruð þúsund króna tap
var á rekstrinum i ár og skuldir
frá fyrri árum eru miklar.
Niðurstöðutölur efnahags-
reiknings eru rúmlega f jórar og
hálf miljón króna.
1 skýrslu formanns FRl
kemur örn Eiðsson viða við.
M.a. er að finna i henni eftir-
farandi kafla um ferð nokkurra
frjálsiþróttamanna til Laugar-
vatns:
Snemma sl. sumar efndi FRl
til B-stigs námskeiðs i
framhaldi af A-stigi Grunnskóla
tSI. Akveðið var að halda þetta
námskeið i iþróttamiðstöðinni
að Laugarvatni. Þvi miður voru
þátttakcndur færri en búist var
við eða 8 talsins. Leiðbeinendur
voru Guðmundur Þórarinsson
og Haukur Sveinsson. Þeir unnu
mjög gott starf við vægast sagt
furðulegar aðstæður i þessu
musteri islenskra iþrótta að
Laugarvatni. tþróttafólk, sem
komið var austur ásamt
væntanlegum leiðbeinendum og
forystumönnum sambandsins,
hafði það á tilfinningunni að það
væri erkióvinir staðarins.
Starfsfólk iþróttamið-
stöðvarinnar átti þar ekki hlut
að máli. Það gerði allt til aö
reyna að bjarga málum, en án
árangurs. Það voru aðrir sem
sýndu skilningsleysi. ISt gerði
vist á sinum tima marg-
umtalaðan samning við Iþrótta-
kennaraskólann um heima-
vistarskólann á staðnum og
afnotaf mannvirkjum. Eitthvað
hafa þessi mál farið úr skorðum
vægast sagt, engin reglugerð
undirrituð o.s.frv. Þegar áður-
nefndur flokkur FRI kom austur
var alls staðar komið að
lokuðum dyrum, nema matsal
og iveruherbergjum. Gufubað,
lyftingáherbergi og leikfimi-
salur, allt lokað og engu fékkst
um þokað. Svo ekki sé talað um
iþróttatæki. tþróttamennirnir
sem komnir voru til að æfa sig
m.a. fyrir Ólympiuleikana urðu
að sjálfsögðu að fara aftur i
bæinn. Þetta er allt svo vitlaust
að það tekur þvi varla að ræða
um það og svo tala menn um að
ekki r.áist árangur i iþróttum!
En hvað um það. þátt-
takendurnir i B-námskeiðinu
unnu af kappi þessa viku og
stóöu sig með ágætum. en allir
aðrir yfirgáfu ..tþrótta-
miðstöðina” og vissu ekki hvort
þeir áttu að gráta eða hlæja."
Amerískir risar á
leiöinnitil íslands
A leiö til Islands eru nú
bandarískir körfubolta-
menn úr liðinu University
of Tennessee og munu
þeir leika hér þrjá leiki,
tvo við landsliðið og einn
við lið njarðvíkinga. Einn
„tveggja metra maður"
er í iiði bandaríkja-
manna, en meðalhæðin er
um 1.95. Sannarlega
hörku lið sem þarna er á
ferðinni ef marka má þær
upplýsingar sem borist
hafa til landsins
Bandarikjamennirnir koma
hingað að lokinni fjögurra daga
dvöl I Englandi og leika þeir
fyrsta leikinn gegn islenska
landsliðinu þann 19. desember.
Daginn eftir verður siðan leikið
við njarðvikinga og loks við
landsliðið aftur daginn þar á
eftir.
Eftir slaka frammistöðu
islenska liðsins i leikjunum
gegn norðmönnum um daginn
verður fróðlegt að sjá hvaöa
ráðstafanir júgóslavneski
körfuboltaþjálfarinn gerir i
sambandi við liðsskipan og leik-
kerfi landsliðsins. Þó á hann nú
erfitt um vik á meðan landsliðs-
æfingar eru ekki betur sóttar en
raun ber vitni, en á siöustu æf-
ingu mættu t.d. aðeins sjö menn.
1 Ijl ■ { ;; ^ M , JB 1
1 v ,-..; '' i.lf / v \ L.
■ V J . | 1 ll J i Hj
—gsp