Þjóðviljinn - 14.12.1976, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 14. desember 1976
DJOÐVIUm 1
AAÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfrifélag Þjóöviljans. Útbreiöslustjdri: Finnur Torfi Hjör-
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann leifsson _______________
Ritstjórar: Kjartan óiafsson Augiýsingastjóri: úlfar Þormóösson
Svavar Ocstsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
; Umsjón meö sunnudágsbTáöi: Siöumúla 6. Simi 81333
Arni Bergmann Prentun: Blaöaprent h.f.
EINING GEGN KLOFNINGSBRÖLTI
Siðasta þing Alþýðusambands tslands
gerði margar mjög merkar stefnumark-
andi samþykktir. Eftir þingið hafa
stjórnarblöðin reynt að fela þessar niður-
stöður þingsins með ómerkilegu karpi um
skipan miðstjórnar Alþýðusambandsins.
Hins vegar hafa stjórnarblöðin að sjálf-
sögðu vandlega þagað um þá faglegu og
pólitisku einingu sem myndaðist á þinginu
sem varð svo sterk að flokkabönd rofnuðu
og sterkur og eindreginn meirihluti mynd-
aðist.
Auk stefnuskrárinnar gerði ASÍ-þingið
ályktanir um fjölmörg mál og allar þær
ályktanir sem þingið gerði bera það með
sér að þeir fulltrúar vinnandi fólks i land-
inu sem þar voru eru að yfirgnæfandi
meirihluta til andvígir þeirri láglauna-
stefnu sem rikisstjórn Sjáifstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins hefur
beitt sér fyrir og framkvæmt i opnu striði
við samtök launafólks. Afstaða
ASt-þingsins i launa- og kjaramálum
kemur skýrt fram i ályktun þingsins um
kjaramál og afstaða þingsins til rikis-
stjórnarinnar kemur skýrast fram i álykt-
uninni þar sem þess er krafist að rikis-
stjórnin segi af sér. Sú ályktun er pólitisk,
grundvöllur þeirrar faglegu baráttu sem
framundan er. Það var þess vegna
fullkomlega eðlilegt og nauðsyniegt að
ASí-þingið hafnaði þvi að hafa þingmenn
Sjálfstæðisflokksins i miðstjórn, æðstu
stjórn Alþýðusambands íslands. Það hefði
verið gjörsamlega fráleitt eftir hina póli-
tisku niðurstöðu þingsins að hafa i mið-
stjórninni menn sem vitað er að taka
hagsmuni auðstéttarinnar framyfir hags-
muni verkalýðsstéttarinnar i landinu.
Þing Alþýðusambands Islands var
merkur áfangi sem leggur pólitiskan og
faglegan grundvöll að þeirri einingu sem
verkalýðsstéttinni er lifsnauðsyn i þeim
átökum sem framundan eru við auð-
stéttina og handlangara hennar i ráð-
herrastólunum. íslenskir sósialistar
leggja áhersu á nauðsyn hinnar viðtæku
faglegu samstöðu i kjarabaráttunni þar
sem launamenn standa saman sem órofa
heild án tillits til þess hvar i stjórnmála-
flokk þeir hafa skipað sér. íslenskir
sósialistar eru og hafa jafnan verið reiðu-
búnir til þess að vinna með verkalýðs-
sinnum hvar i flokki sem þeir standa -en á
hitt leggja sósialistar að sjálfsögðu þunga
áherslu, að þeir sem ætla að vera sjálfum
sér samkvæmir i faglegu baráttunni og i
stjórnmálabaráttunni híjóta að skipa sér
undan merki verkalýðsflokks af nákvæm-
lega sömu nauðsyn og menn skipa sér allir
i eina fylkingu þegar kjarabaráttan
stendur sem hæst, i verkföllum hvort sem
til þeirra er efnt i sóknar- eða varnar-
skyni.
Islenskt launafólk verður á komandi
mánuðum að taka höndum saman til
viðtækrar baráttu. Þá má ekki láta ihalds-
málgögnin, Timann og Morgunblaðið,
spilla samstöðunni. Þau reýna nú þessa
dagana að eyðileggja samstöðu verka-
lýsðins, þau reyna að sá fræjum sundr-
ungar meðal launamanna. Það verður að
koma i veg fyrir að þau fræ beri nokkurn
tima ávöxt illgresisins i islenskri verka-
lýðshreyfingu. Ihaldsöflin hafa um ára-
tugaskeið reynt að kljúfa samtök verka-
fólks með hverskonar brögðum. Þær til-
raunir mega ekki takast núna — nú þarf
að standa saman og ályktanir 32. þings
Alþýðusambands Islands eru traustur
grundvöllur slikrar verkalýðseiningar
gegn rikisstjórn auðstéttanna.
Klofningsiðja stjórnarblaðanna er
dæmd til að mistakast ef verkafólk tekur
jafnmyndarlega á i kjarabaráttunni i
vetur og Alþýðusambandsþingið bendir
til. —s.
Með betlistaf
í hendi
Nýlega var þess minnst i blöö-
unum aö þyrluhjálparsveit
Bandarlkjahers á Islandi heföi
starfaö i 15 ár og bjargaö yfir
100 mannslifum. Þetta starf var
aö sjálfsögöu þakkaö. Þegar
mannslif er I hættu ber aö beita
öllum ráöum til bjargar og
skiptir ekki máli hvaöan hjálpin
berst. Á hitt hefur veriö bent
oftar en einu sinni aö starfsemi
erlendrar björgunarsveitar á
íslandi er einn liöurinn I aö
tryggja hersetuna I sessi og
greypa þaö I hugi landsmanna
aö hún sé óhjákvæmileg.
Björgunarsveit búna góöum
þyrlukosti ættum viö Is-
lendingar aö hafa komiö upp
fyrir löngu, og heföum gert, ef
ekki væri her i landinu.
Fleiri ráö hafa hernaöaryfir-
völd á Keflavíkurflugvelli til
þess aö kaupa sér góövilja I sinn
garö. Fyrir helgina var frá þvi
sagt aö þau heföu af rausn sinni
gefiö þrjá slökkvibila, nýupp-
geröa, til þriggja flugvalla á
landinu. Fyrir hönd þjóöarinnar
tóku starfsmenn varnarmála-
nefndar viö þessari ölmusu úr
hendi yfirforingja Bandarikja-
hers.
Oryggistæki sem þessi eru
nauösynleg á flugvöllum. En
þetta stöðuga betl af hernum er
ekki sæmandi stöndugri þjóö,
þótt hún sé stundum blönk og
skorti reiöufé.
Upp á
eigin fœtur
Fyrir nokkrum árum stóö til
aö gera heildarúttekt á öryggis-
og björgunarmálum hér á landi
og samræma starf þeirra fjöl-
mörgu aöila innlendra sem inna
af hendi fórnfúst starf á þessu
sviði nær eingöngu i sjálBooöa-
vinnu. Af þvl nefndarstarfi hef-
ur aldrei heyrst nokkur
skapaöur hlutur. Það sem þarf
er einmittheildaráætlun um það
hvernig við ætlum aö byggja
upp öryggis- og björgunarþjón-
ustu við hverskonar samgöngur
og umferö á, yfir og kringum ts-
land. Væri slik áætlun meö
ákveönum markmiöum og
tlmasetningum stæðum viö
áreiöanlega undir þvl aö rlsa
upp á eigin fætur I þessum efn-
um.
Hjálparsveitir
féþúfa fyrir
ríkið
t nýútkomnu tölublaði af
Hjálparsveitafréttum ritar
Tryggvi Páll Friöriksson at-
hyglisverða hugleiöingu á 5 ára
afmæli Landssambands
hjálparsveita skáta. Þar segir
hann m.a. frá viðskiptum sveit-
anna við hiö opinbera. í Lands-
sambandinu eru nú tiu sveitir.
Hjálparsveitamenn leggja fram
eigin tæki og fjármuni og vinnu,
sem getur numiö allt aö 12 1/2
vinnuviku á ári, fyrir sinar
sveitir. Frá rikinu fá sveitirnar
tiu samtals kr. 1.2 miljónir á ári.
„Til hliðsjónar má geta þess
aö þetta er álika stór upphæö og
þaö kostar aö prenta,,vandaöa
og veglega” ársskýrslu opin-
berrar stofnunar I dag, eöa þá
hálfviröi eins lögreglubíls, eöa
þá nánast stjarnfræöilegur hluti
af kostnaöarveröi nýrrar flug-
vélar fyrir Landhelgisgæsluna.
Þessi dæmi set ég fram hér til
þess aö sýna fram á hversu
lág/há tala þetta er”, segir
Tryggvi Páll FriÖriksson.
Einnig kemur fram aö árlega
greiöa sveitirnar um fimm
miljónir króna tii rikisins I
formi alls konar tolla og gjalda.
Rikiö þénar því um 4 miljónir
króna árlega á hjálparsveitun-
um.
Sföan rekur Tryggvi Páll viö-
skipti viö fjármálaráöherra,
fjárveitinganefnd Alþingis og
ráöuneyti. Ahuginn á þessum
vigstöövum er vægast sagt
hverfandi, fram kemur aö
gjaidkerinn þurfti aö hringja
eitthvaö á annaö hundraö skipti
áöur en honum náöarsamlegast
tókst aö krla út nei hjá fjár-
málaráöherra viö beiöni um 3-
400 þúsund kr.
Björgunarmál
í megnasta
ólestri
Um björgunarmálin almennt
segir Tryggvi Páll:
„Þaö er að bera I bakkafull-
ann lækinn aö minnast á þaö
einu sinni enn aö skipulag
björgunarmála er I megnasta
ólestri, ef frá er skilinn þáttur
Almannavarna rikisins. Hægt
er að telja upp a.m.k. hundraö
mál á undanförnum árum þar
sem skipulagsleysi þetta hefur
komiö aö verulegri sök og heföi
getaö i sumum tilfellum valdið
stórmistökum og slysum. Þarna
er sök yfirvalda stærst. Þaö er
alveg á hreinu, aö björgunar-
aöilarnir eiga ekki aö vera
ábyrgöaraöilar. Það er alveg á
hreinu að viökomandi yfirvöld
bera ávallt fulla ábyrgö á öllum
björgunaraögeröum. Þessi yfir-
völd eru: Lögregla, Almanna-
varnir, Landhelgisgæsla og
Flugmálastjórn. Þeir eiga aö
stjórna öllum aögeröum og þeir
einir bera ábyrgðina. Frá stofn-
un L.H.S. hefur þaö lagt mikla
áherslu á, að þessi mál veröi
krufin til mergjar og settar ein-
hverjar reglur um þátt
björgunaraðilanna. Málin hafa
nokkuð veriö rædd án þess aö
niöurstaöa liggi fyrir. Ef til vill
fæst hún aldrei.”
Hún fæst aldrei meöan stjórn-
völd sýna þessu mál vitavert
áhugaleysi og beinlinis virðast
hafa gert það aö stefnu aö ýta
undir hernámshugarfariö meö
þvi aö treysta sifellt á Banda-
rikjaher til meiriháttar
björgunaraðgeröa. Betliferðir
varnarmálanefndar á Völlinn
eiga sinn þátt i þessu ástandi og
viröist starfsmönnum hennar
um margt annað sýnna en aö
gæta sjálfstæðis okkar og reisn-
ar gagnvart húsbóndanum á
Keflavikurflugvelli.
Gáfu þrjá slökkvibíla
A síðasta fundi varnarmálansfndar afhenti varnariifiið þrjár slökkvilifisbifreifiar afi gjöf. Bifreifiar
þessar eru nýuppgerfiar, og verfia framvegis notafiar á flugvöllunum iReykjavík, á Akureyri og Sigiu-
firfii.
Myndin sýnir fslensku og bandarfsku fulltrúana i varnarmálanefnd vlfi eina slökkviiifisbifreifiina, en
þeir eru taiifi frá vinstri: Col. Lindeman, Páll Asgeir Tryggvason, Capt. Weir, Hallgrimur Dalberg,
Hannes Gufimundsson, Höskuldur ólafsson og Cdr. Ford.
ekh.