Þjóðviljinn - 14.12.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1976
erður stefiiuskráin dautt og ómerkt
ilagg í störfum nýrrar miðstiómar?
Rætt við Guðmund
[Garðarsson formann
iRomm
MOncUNBLAB,n
Það hefur verið fróðlegt að
fylgjast með æsingaskrifum
Morgunblaðsins að loknu ASÍ
þingi. Hvern einasta dag hefur
einhver verið látinn vitna á
siðum blaðsins. Bálreiðir
ihaldsmenn hafa skammast yfir
ofsóknum i sinn garð, ofurafli
„öfgaafla” við afgreiðslu mála
á þingi Alþýðusambandsins og
margvislegum brotum á þvi
sem þessir herramenn kalla
lýðræðislega stjórnarhætti. 1
fyrstunni leit út fyrir að hér
væri einungis um að ræða ofur-
skiljanlegan sársauka vegna
þess ósigurs sem „sjálfstæðis-
menn”biðu á ASI þinginu. En
þegar hver dagurinn tók við af
öðrum með nýjum viðtölum og
formælingasafni á siðum
Morgunblaðsins og leiðararnir
voru hver á fætur öðrum
helgaðir þessum atburðum, þá
var ljóst að forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins höföu ákveðið
/ ^HKtarköstuðii
hkfostu A 1h
|ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976
[Engum til heilla að fá svo stór-
m hóp harðlínumanna Alþýðu-
ibandalagsins í miðstjórn ASÍ
L AÐFÖRIN sem ákveðnir
ihópar innan Alþýðusam-
fbands Islands gerðu að
fejjálfstæðismönnum á Al-
\þýðusambandsþingi. var
\róplegt ranglæti, þvi að
“heð henni var ekki
ieins ráðizt gegn ein-
fökum forystumönnum
Éjálfstæðismanna innan
kalýðshreyfingar-
|ar heldur stórum og
\um hópi manna
verkalýðshreyf-
■garinnar, launafólki,
Im stutt hefur Sjálf-
fceðisflokkinn — flokk
; hefur mikinn fjölda
þega innan sinna
<a —Einnig má
Pbda á að á þinginu
annað
og það jafnvel svokölluðum ^
flokksbræðrum þeirra."
sagði Bjarni.
BJarni Jakobsson kvað kjara-
málin hafa verið rædd elnhuga •
á þinginu og hann sagðist telja j
að það hafi verið til mikilsl
gagns. Menn voru einhuga uirl
að geta leyst þau á sem beztaf
hátt. „öllum bar saman um aW
nauðsýnlegt vseri að baeta kjör 5
hinna lægstlaunuöustu, en að 1
mfnu mati verða þeir að þjappa
sér saman til þess að ná raun-
hæfum árangri. Ég vona að við
berum gæfu til þess að þurfa
ekki að fara út i verkfalls-Á
aðgerðir og að raunhæfaf
kjarabætur fáist án átaka. Þat^
verður fólkið í féiögunum, sem
segir Bjarni Jakobsson, for-
maður Iðju, um miðstjómarkjörið
- gujjjjny"
Ijöm~t>6rhallsson, formaður LÍV:
[efði leitt til klofn-i
iings A.S.Í. ef fyr-
firætlun kommún-
íist^hefði tekizt
FLðförin lið sjáíf”
stæðismönnum óvið-
landi og heimskuleg'
- segir Magnús Geirsson, formað-
ur Rafiðnaðarsambands íslands '
nWÍTmmWMBMtfcfci ' r iiwni i i
ingu Guðmundar Þ. Jónssonar i
miðstjórn ASt enda var þeim
sigri innilega fagnað af öllu iðn-
verkafólki á ASt þingi. Samt
sem áður er þessi sami formað-
ur Iðju nú pindur til þess að
formæla þvi fólki sem stóð að
kosningu Guðmundar Þ. Jóns-
sonar. Slik er dagskipun flokks-
pólitikusanna á ritstjórn
Morgunblaösins og i forystu-
sveit Sjálfstæðisflokksins.
Málflutningur Morgunblaðs-
ins siðustu daga bæði i leiðurum
og i þeim viðtölum sem blaðiö
hefur birt við verkalýðsforingja
flokksins, hefur steindrepið
kenninguna um hina „faglegu”
afstöðu þessara manna. Þeir
hafa sýnt það svart á hvitu und-
anfarna daga að þegar allt kem-
ur til alls leggja þeir eingöngu
flokkspólitiskt mat á það sem
Þetta er nú meira bulliö
að gera reiðilesturinn að megin-
málflutningi sinum i þjóðmála-
umræðunni.
Þegar þessi ákvörðun Sjálf-
stæðisflokksins blasir við verða
þeir að sætta sig við að til mál-
flutnings þeirra séu gerðar aðr-
ar og meiri kröfur. Reiðum
mönnum fyrirgefst margskonar
vitleysa en þegar mál-
flutningurinn er orðinn að ótvi-
ræðri stefnu verður rökhyggjan
að leysa tilfinningasemina af
hólmi. Þá geta málflytjendur
Sjálfstæðisflokksins með rit-
stjóra Morgunblaðsins i broddi
fylkingar ekki komist upp með
það lengur að hvert rekist á
annars horn i skrifum þeirra.
begar mótsagnirnar vaða uppi
og ekki er heil brú i málflutn-
ingnum verða þessir herramenn
að sætta sig við að standa eftir
afhjúpaðir sem einberir bullu-
kollar. Það er hins vegar leiðin-
legur vitnisburður um þann
þroskaskort sem einkennir hina
sjálfskipuðu lýðræðissinna i Is-
lenskum stjórnmálum að þeir
skuli hiklaust leyfa sér að bera
hver ja delluna á fætur annarri á
borð fyrir almenning. Þeir ættu
að vita að lýðræðið er dæmt til
að verða einbert grin nema
opinberir málflytjendur hafi til
að bera nauðsynlega sjálfsögun
og kappkosti að vera sjálfum
sér samkvæmir og lúta lögmál-
um skynseminnar.
Lýöræðislögmáliö
Hinir sjálfskipuðu lýðræðis-
sinnar á ritstjórn Morgunblaðs-
ins og i herbúðum Sjálfstæðis-
flokksins ættu að vita aö grund-
vallarlögmál lýðræðisins felst i
rétti meirihlutans til að taka
ákvörðun og rétti minnihlutans
til að andmæla þeirri ákvörðun.
Þetta lögmál er grundvallar-
atriði i islenskri stjórnskipan. A
alþingi myndar meirihlutinn
hverju sinni rikisstjórn, setur
lög og tekur aðrar þær
ákvarðanir sem nauðsynlegar
eru i stjórn landsins. Minnihlut-
inn, stjórnarandstaðan, hefur
hins vegarrétt til að andmæla
stjórninni, greiða atkvæði á
móti tillögum hennar, flytja á
hana vantraust og keppa við
hana i næstu kosningum þar á
eftir. Sama lýðræðislögmálið
rikir i helstu félagssamtökum
landsmanna. A þingum og aðal-
fundum félagssamtakanna vel-
ur meirihlutinn stjórn þeirra og
ákveður hvaða stefnu skuli
framfylgt.
Þeir sem telja sig lýðræðis-
sinna hljóta að vita að meiri-
hlutaákvörðunin er helgasta
einkenni þess stjórnskipulags.
Þegar meirihlutinn beitir rétti
sinum þá er ekki um ólýðræðis-
lega athöfn að ræða heldur
þvert á móti er verið að fram-
kvæma frumathöfn lýðræðis-
legs skipulags. Minnihlutinn
getur andmælt innihaldi
ákvörðunarinnar en hann getur
ekki úthrópað að taka hennar sé
ólýðræðisleg.
Þegar hershöfðingjar Sjálf-
stæðisflokksins fordæma meiri-
hlutasamþykktir ASÍ þingsins
sem „ólýðræðislegar” eru þeir
annað hvort að beita visvitandi
blekkingum eða afhjúpa að þeir
hafi ekki frumskilning á eðli
lýðræðislegra stjórnarþátta.
Þeir geta ekki bæði talið sig lýð-
ræðissinna og borið á borð
annað eins samansafn af bulli
sem siðustu daga hefur birst i
leiðurum Morgunblaðsins og
viðtölum við forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins i verklýðs-
hreyfingunni. Þeir menn sem
leyfa sér slikan málflutning eru
annað hvort ósvifnir
lýðskrumarar sem telja ekkert
vera lýðræði nema þeirra eigin
völd eða þeir eru slikir bullu-
kollar að vænlegast væri að þeir
tækju sæti i leshringjum Heim-
dallar þar sem fjallað er um
suma helstu kennimenn lýð-
ræðishyggjunnar.
Hin fagra krafa —
pólitísk blekking
A undanförnum árum hefur
eitt helsta atriði i málflutningi
„sjálfstæðismanna” i verka-
lýðshreyfingunni verið að hún
ætti eingöngu að vera fagleg,
ekki pólitisk. Við nánari eftir-
grennslan hafa þeir skýrt þetta
sjónarmið á þann veg að meta
ætti einstaka menn eingöngu
eftir félagslegri stöðu þeirra
innan verkalýðshreyfingarinn-
ar en ekki eftir þvi hvar þeir
væru i flokki. Þótt ýmislegt
mætti segja um þetta sjónarmið
þá væri i sjálfu sér virðingar-
vert ef „sjálfstæðismennirnir”
fylgdu þvi eftir i gegnum þykkt
og þunnt og væru þannig sjálf-
um sér samkvæmir. Hitt er-
verra þegar i ljós kemur að
þetta sjónarmið er bara pólitisk
blekkingarhula sem notuð hefur
verið til að fela sókn „sjálf-
stæðismanna” til meiri áhrifa
innan verkalýðshreyfingarinn-
ar. Reiðiskrifin i Morgun-
blaðinu vegna þess að Pétur
Sigurðsson féll i kjöri til mið-
stjórnar ASt sanna i eitt skipti
fyrir öll að „sjálfstæðismenn”
meina ekki hætishót með öllu
þessu faglega kjaftæði. Þeir
spyr ja fyrst og fremst um það i
hvaða flokki er maðurinn
Ætti að leggja faglegan mæli-
kvarða á miðstjórnarkjör á
siðasta ASÍ þingi þá stóð valið
fyrst og fremst milli þess hvort
Pétur Sigurðsson sem fulltrúi
sjómanna ætti að taka sæti i
stjórn ASl þótt sjómenn myndu
augljóslega eiga þar aðra full-
trúa sem meira traust hafa hlot-
ið i samtökum sjómanna (en
Pétur féll sem kunnugt er i
stjórnarkjöri á þingi sjómanna
sjálfra) eða hvort iðnverkafólk
ætti nú að fá fulltrúa i stjórn ASI
en það hafði þar engan fulltrúa
fyrir en er þó meðal fjölmenn-
ustu stéttanna innan sambands-
ins. Einnig mætti frá faglegu
sjónarmiði spyrja hvort ekki
hefði verið rétt að verslunar-
menn, sem eru næststærsti
hópurinn innan ASI, fengju tvo
fulltrúa en rafiðnaðarmenn sem
eru hlutfallslega mjög fáir
misstu sinn fulltrúa. Þannig
væri m.a. hægt að ræða mið-
stjórnarkjörið á faglegum
grundvelli.
En það er nú ekki aldeilis
þetta sem setur svip sinn á mál-
flutning „faglegu” postulanna á
siðum Morgunblaðsins. Þeir
bölsótast eingöngu út af þvi að
„sjálfstæðismaður” féll i mið-
stjórnarkjöri. Þeir leggja sjálfir
eingöngu pólitiskt mat á
miðstjórnarkjörið. Nú eru þeir
fremstir i flokki talsmanna
hinna flokkspólitisku hagsmuna
innan verkalýðshreyfingarinn-
ar. Faglega griman er fallin.
Eftir standa flokkspólitikusar
Sjálfstæðisflokksins ber-
stripaðir á sviðinu. Nú eru þeir
ekki lengur fulltrúar fólksins i
verkalýðshreyfingunni. Þeir
eru bara leikbrúður ritstjór-
anna á Morgunblaðinu sem dag
eftir dag láta þá vitna á siðum
blaðsins. Jafnvel formaður Iðju
er pindur til þess að mótmæla
þvi að iðnverkafólk fékk nú i
fyrsta sinn i langan tima full-
trúa i ASÍ. Slikur er járnagi
flokksvaldsins i verkalýðsher-
búöum Sjálfstæðisflokksins að
menn eru látnir vitna gegn
hagsmunum þess fólks sem
kjörið hefur þá til forystu. Allir
vita að Bjarni Jakobsson, for-
maður Iðju, studdi ásamt öðru
iðnverkafólki á ASl þingi kosn-
gerist innan verkalýðshreyfing-
arinnar. Ætli þessir herramenn
einhvern timann i framtiðinni
að hefja upp hinn „faglega”
söng verður það einfaldlega af-
greitt sem bull. Þeir hafa sjálfir
gengið að kenningu sinni dauöri.
Lýðræöisleg
umræða
Skrif Morgunblaðsins um þing
Alþýðusambands íslands gefa
tilefni til að áminna stjórnendur
blaðsins um það að raunveruleg
lýðræðisleg umræöa um þjóð-
málefni getur aldrei grund-
vallast á bulli eða sifelldum
innri mótsögnum i málflutningi
þeirra sem vilja láta taka sig al-
varlega i lýðræðislegri umræðu.
Ef ritstjórar Morgunblaðsins og
aðrir þeir sem tröllriðið hafa
siðum blaðsins frá þvi að ASI
þinginu lauk vilja láta taka sig
alvarlega i umræðum um mál-
efni verklýðshreyfingarinnar þá
er það lágmarkskrafa að þeir
séu i senn sjálfum sér sam-
kvæmirog beiti a.m.k. einhvers
konar rökum i málflutningi sin-
um.
Þegar eitt er sagt i dag og
annað á morgun, þegar slagorð
og upphrópanir koma i stað
raka, þegar menn opinbera
vankunnáttu á grundvallar-
eðlislögmálum lýðræðislegs
stjórnskipulags, þá verða þessir
sömu menn að sætta sig við það
að vera álitnir algerir bullukoll-
ar og þvi ekki gjaldgengir i al-
varlegri umræðu um málefni
þjóðfélagsins. Það er velkomið
að eiga orðastað viö „sjálf-
stæðismenn” um málefni
verkalýðshreyfingarinnar en þá
verða þeir a.m.k. að reyna að
halda umræðunni á þvi plani
sem nóbelsskáldið benti rit-
stjóranum á i sjónvarpsþættin
um fræga. a.