Þjóðviljinn - 14.12.1976, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. desember 1976
Staða leikhússtjóra
hjá Leikfélagi Akureyrar er laus til
umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1977.
Nánari upplýsingar veitir formaður fé-
lagsins, Jón Kristinsson, simi 96-23639.
Starfið veitist frá 1. september 1977.
Leikfélag Akureyrar
Kynniö ykkur af-
sláttarkjör Rafafls á
skrifstofu félagsins,
Barmahlfð 4 Reykja-,
vfk, simi 28022 og I
versluninni að Austur-
götu 25 Hafnarfirði,
simi 53522.
TÖkum að okkur nýlagnir I hús,
viögerðir á eldri raflögnum og
raftækjum.
RAFAFL SVF.
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir
Borgþór Guðmundsson
vélvirki
Unufelli 46
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15.
desember kl. 15.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Karen Irene Guðrún Júnsdóttir
Guömundur B. Borgþórsson Kristfn M. Hallsdóttir
Birgir Þór Borgþórsson
Ragnar Borgþórsson
Baldur Borgþórsson
........
Sambýlið að Sogni Ölfusi
6 unglingar og 3 fullorðnir búa hér saman
með það að markmiði að þrostkast per-
sónulega og félagslega. Okkur langaði að
kynnast karlmanni og eða konu eldri en
22. ára sem vill lofa og starfa með okkur
frá og með n.k. áramótum. Kauplaust
starf en framfærsla og nauðsynleg hlunn-
indi i boði.
Sambýlið að Sogni ölfusi.
I þessu húsi er gert ráö fyrir að skrifstofur ASÍ og húsnæði Alþýðubankans verði I framtlöinni.
Húsnæðisskipti
án verulegra byrða
Nýtt húsnœði ASÍ kostar yfir
30 miljónir tilbúið undir tréverk
Eins og kunnugt, er hefur Al-
þýðusambandið fest kaup á húsi
á hornr Fellsmúla og Grensás-
vegar. Þetta hús mun kosta 31
1/2 miljón, (hluti Alþýðusam-
bandsins) tilbúið undir tréverk.
Þessi fjárfesting verður greidd
með sölu þeirrar húseignar,
sem Alþýðusambandið á á
Laugavegi 18, og hefur efsta
hæðin þegar verið seld. Það má
búast við þvi, að sala neðri
hæðarinnar nái þvi að standa
undir kostnaði við innréttingar,
þannig að þessi húsnæðisskipti
geti orðið án þess að samtökin
þurfi að leggja fram mikið fé i
þvi sambandi. Austur i ölfus-
borgum er núna verið að fjár-
festa töluvert mikið i fram-
kvæmdum við þau hús, sem
austur-þjóðverjar gáfu, og er
búist við þvi að kostnaður við
austur-þýska húsið verði um 8
miljónir. Eins og kunnugt er,
tók rekstrarfélagið að sér að
koma öðru a-þýska húsinu upp á
sinn kostnað og greiða með þvi
húsaleigu næstu 20 ár, en húsið
er eign Alþýðusambandsins.
Menning vann bug á
íhaldinu á ASI-þingi
Tryggvi Þór Aðalsteinsson
formaður Sveinafélags hús-
gagnasmiða fiutti á Alþýðusam-
bandsþingi athyglisverða til-
lögu um menningarstarf i
verkalýðsfélögum og itengslum
við þau. Tryggvi er manna
kunnugastur þeim málum þar
eð hann hefur um skeið starfað
sem fræðslufulltrúi hjá MFA.
Svo brá við að um tillögu
Tryggva urðu nokkuð snarpar
umræður þótt þær stæðu ekki
lengi. Virtist það fara talsvert i
taugarnar á ihaldsmönnum að
flutt skyldi tillaga um það að
verkalýðshreyfingin veitti aðil-
um eins og Alþýðuleikhúsinu
brautargengi. Mega menn
raunar minnast þess að einmitt
þessa sömu daga stóð yfir her-
ferð i Morgunblaðinu gegn
„pólitisku leikhúsi”.
Magnús L. Sveinsson frá
Verslunarmannafélagi Reykja-
vikur óttaðist mjög fjárúrlát og
taldi bersýnilega að „brautar-
gengi” gæti ekki þýtt annað en
peningagreiðslur. Halldór
Blöndal frá Félagi verslunar- og
skrifstofufólks á Akureyri
(Halldór er velaðmerkja hættur
kennslu og farinn að starfa eitt-
hvað á endurskoðunarskrifstofu
til að eiga auðveldara með að
hlaupa i pólitikina), — Halldór
varaði menn mjög við Alþýðu-
leikhúsinu og spurði með nokkr-
um þjósti hvort menn hefðu les-.
ið stefnuskrá þess!
Pétur Sigurðsson alþingis-
maður hafði vit á þvi að segja að
leikhús væri i eðli sinu pólitiskt,
en af hverju að taka eitt útúr?
Það væri mörg leikfélög áhuga-
Tryggvi Þór Aöalsteinsson.
manna og atvinnufólks sem
hefðu þörf fyrir stuðning!
Þeir Stefán ögmundsson for-
maður MFA og Tryggvi Helga-
son frá Sjómannafélag Akur-
eyrar svöruðu þessum æsingi
ihaldsmanna, og fór Tryggvi
mjög lofsamlegum orðum um
starf Alþýðuleikhússins.
Það var almannarómur á Al-
þýðusambandsþinginu að i
þessu efni sem öðrum hefðu
vinstri menn borið mjög af
ihaldinu, bæði hvað snerti mál-
flutning og málstað. Fóru svo
leikar að tillaga Tryggva Þórs
Aðalsteinssonar var samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða gegn fáum mótatkvæð-
um. Samþykktiner á þessa leið:
,,33. þing ASI vill beina þeirri
áskorun til stjórnar Alþýðusam-
bandsinsog verkalýðsfélaganna
i landinu að þau veiti brautar-
gengi öllu þvi starfi sem unnið
er i tengslúm við verkalýðssam-
tcSiin að menningarmálum al-
þýðu, má þar m .a. nefna Lúðra-
sveit verkalýðsins, kór Tré-
smiðafélags Reykjavikur og Al-
þýðuleikhúsið.
Þá lýsirþingið þeirri von sinni
að verkalýðsfélögin geri allt
sem i þeirra valdi stendur til að
koma á fót fjölþættu
menningarstarfi hvert á sinu
sviði og sameiginlega”.
Blikkiðjan Garöahreppi
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu —ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468