Þjóðviljinn - 14.12.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 14.12.1976, Blaðsíða 20
DWÐVIIJINN Þriðjudagur 14. desember 1976 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum slmum Hitstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, Útbreiðsla8148? og Blaðaprent81348. Einnig skal bent á heimasima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I slmaskrá. Yið máttum iila við þessu áfalli segir Már Karlsson fréttaritari Þjóðviljans á Djúpavogi eftir bruna rafstöðvarinnar þar Á Djúpavogi er i byggingu nýtt frystihús og er það nú rúmlega fokhelt. Kostnaðurinn við bygg- inguna er kominn í rúmar eitt hundrað miljónir króna, að sögn Más Karlssonar á Djúpavogi. En svo gerist það, að mats- menn á vegum Fiskveiðasjóðs komu austur til að meta húsið og mátu þeir það á aðeins 60 miljónir kr. eða um 40 milj. kr. niður. Þetta verður til þess, að Fisk- veiðasjóður lánar ekki meira til hússins og stöðvast bygging þess. Már Karlsson DJÚPIVOGUR Már sagði að fólk á Djúpavogi hefði bundið miklar vonir við þetta nýja frystihús. Ungt fólk hefði sest að á Djúpavogi og hefðu margir lagt I ibúðarhúsa- byggingu á allra siðustu árum. Ef bygging frystihússins stöðvast vegna þessara aðgerða Fisk- veiðasjóðs, getur skapast alvar- legt atvinnuástand á Djúpavogi, auk þess sem heimamenn hafa bundið mjög mikið af eigin fé i húsinu. Nú standa málin þannig, að Byggðasjóður hefur lánað 25 milj. kr. og Fiskveiðasjóður 35 milj. kr. til húsbyggingarinnar, en heimamenn hafa lagt til mis- muninn. —S.dór Mál höfðað gegn bana mönnum Guðmundar 4 aðrir ákœrðir fyrir brot á sama ákœruskjali ríkissaksóknara Rikissaksóknari hefur nú höfð- að opinbert mál á hendur þremur banamönnum Guðmundar Einarssonar. A sama ákæru- skjali.dagsettu 8. þ.m. höfðar hann mál gegn fjórum einstak- lingum til viðbótar vegna ýmissa brota. Sakarefni ákæruskjals eru rakin I átta megin þáttum. Mál- inu hefur verið vlsað til dóms- meðferöar við sakadóm Rvlkur. Sakborningar eru þessir: 1. Kristján Viðar Viðarsson, Grettisgötu 82, Reykjavik, nú gæslufangi i Reykjavik, fæddur 21. april 1955 i Reykjavik: 2. Sævar Marinó Ciesielski, Þverbrekku 4, Kópavogi, nú gæslufangi i Reykjavik, fæddur 6. júli 1955 að Stóra-Hofi i Gnúpverjahreppi, Arnessýslu. 3. Tryggvi Rúnar Leifsson, Selásbletti 14, Reykjavik, nú gæslufangi i Reykjavik, fæddur 2. október 1951 i Reykjavik. 4. Albert Klahn Skaftason, Laugavegi 46 A, Reykjavik, fæddur 16, febrúar 1955 I Reykjavik. 5. Erla Bolladóttir, Þverbrekku 4, Kópavogi, nú gæslufangi í Reykjavik, fædd 19. júlí 1955 i Reykjavik. 6. Asgeir Ebenezer Þórðarson, Sigtúni 35, Reykjavík, fæddur 15. ágúst 1950 i Reykjavik, og 7. Guðjón Skarphéðinsson, Rauðarárstig 32, Reykjavik, nú gæslufangi i Reykjavik, fæddur 19. júni 1943 I Vatnsdal, Austur- Húnavatnssýslu. Manndrápskæra Fyrsti þáttur ákæruskjalsins fjallar um manndráp þar sem ákærðu Kristjáni Viðari, Sævari Marinó og Tryggva Rúnari er gefið að sök að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 27. janúar 1974,1 fé- lagi ráðist á Guðmund Einarsson (Hraunprýði, Blesugróf, fæddan 6. október 1955) i Kjallaraibúð að Hamarsbraut 11 i Hafnarfirði og misþyrmt honum. tbúðin var þáverandi heimili Sævars Marinós og segir i ákærunni að Guðmundi hafi verið misþyrmt svo, þar á meðal með hnifsstung- um, er Kristján Viðar veitti honum, að hann hlaut bana af. Slðan hafi þremenningarnir komið liki hans fyrir á ókunnum stað. Hlutdeild í verknaðinum Albert Klahn er gefið að sök að hafa átt hlutdeild að verknað- inum með þvi að veita þremenn- ingunum liðsinni við að fjarlægja og koma liki Guðmundar fyrir og þannlg leitast við að afmá um- merki brotsins i tvigang. Framhald á bls. 18 Happdrætti Þjóðviljans Léttiö störfin — Gerið skil UMBOÐSMENN Austurland Benedikt Þorsteinsson, Ránarstíg 6, Höfn Már Karlsson, Dalsmynni, Djúpavogi Guðjón Sveinsson, Mánabergi, Breiðdalsvlk Baldur Björnsson, Hafnargötu 11, Fáskrúðsfirði Alfreð Guönason, Túngötu 4, Eskifirði Anna Pálsdóttir, Lindargötu 4, Reyðarfirði Hermann Guðmundsson, Hafnargötu 48, Seyðisfirði GIsli Jónsson Hafnarbraut 29, Vopnafirði Sigriður Eyjólfsdóttir, Asbyrgi, Borgarfiröi Sveinn Arnason, Bjarkarhlið 6, Egilsstöðum Guörún Aðalsteinsdóttir, útgarði 6, Egilsstöðum Hjörleifur Guttormsson, Neskaupstað Vesturland Sigrún Gunnlaugsdóttir, Vallholti 21, Akranesi Flemming Jessen, Þorsteinsgötu 7, Borgarnesi Bragi Guðmundsson, Bárðarási 1, Hellissandi Kristján Helgason, Brúarholti 5, Olafsvik - Matthildur Guömundsdóttir, Grundargötu 26, Grundarfirði Birna Pétursdóttir, Silfurgötu 47, Stykkishólmi Kristjón Sigurðsson, Búðardal. Vestfirðir Jónas Eliasson, Hliðarvegi 7, tsafiröi Þóra Þórðardóttir, Aðalgötu 51, Suöureyri Guðvarður Kjartansson, Flateyri Friðgeir Magnússon, Þingeyri Unnar Þór Böðvarsson, Tungumúla, V-Barðastrandarsýslu Höskuldur Daviðsson, Eyrarhúsum, Tálknafiröi Jón Snæbjörnsson, Mýrartungu, A-Baröastrandarsýslu Þorkell Jóhannsson Skólabraut 16, Hólmavik Norðurland vestra Eyjólfur Eyjólfsson, Geitafelli, Hvammstanga Jón Torfason, Torfalæk, við Blönduós Kristinn Jóhannsson, Héöinshöfða, Skagaströnd. Hulda Sigurbjörnsdóttir, Skagfiröingabr. 37, Sauöárkróki GIsli Kristjánsson, Kárastig 16, Hofsós Kolbeinn Friðbjarnarson, Hvanneyrarbraut 2, Siglufirði Norðurland eystra Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, Akureyri Sæmundur Olafsson, Vesturgötu 3, Ólafsfirði Hjörleifur Jóhannsson, Stórhólsveg 3, Dalvík Kristján Pálsson, Uppsalavegi 21, Húsavik Þorgrímur Starri Björgvinsson, Garði, Mývatnssveit Angantýr Einarsson, Raufarhöfn. Suðurland Gyöa Sveinbjörnsdóttir, Vallholti 23, Selfossi Páll Bjarnason, Stokkseyri Jóhannes Helgason, Hvammi, Hreppum Þorsteinn Sigvaldason, Reykjabraut 5, Þorlákshöfn Bjarni Þórarinsson, Þingborg, Flóa Ólafur Auðunsson, Fossheiði 26, Selfossi Sigmundur Guðmundsson, Heiðmörk 58, Hveragerði Birkir Þorkelsson, Héraðsskólanum Laugavatni Hulda Jónasdóttir, Strandarhöfði, V-Landeyjum. Guðrún Haraldsdóttir, Þrúðvangi 9, Hellu Jón Hjartarson, Kirkjubæjarklaustri Magnús Þóröarson, Austurvegi 23, Vik i Mýrdal Jón Traustason, Hásteinsvegi 9, Vestmannaeyjum. Suðurnes Karl Sigurbergsson, Hólabraut 11, Keflavik Sigurður Hallmannsson, Heiðarbraut 1, Geröum Hilmar Ingólfsson, Hraunbraut 44, Garöabæ Þorbjörg Samúelsdóttir, Skúlaskeiði 20, Hatnarfiröi Ragna Freyja Karlsdóttir, Grenigrund 2b Kópavogi Runólfur Jónsson, Reykjalundi, Mosfellssveit Reykjavík Skrifstofa Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3 Gamla afgreiðsla Þjóðviljans, Skólavörðustig 19 Afgreiðsla Þjóöviljans, Siðumúla 6 Opið alla daga á eftirtöldum stöðum: Á gömlu afgreiðslu Þjóðviljans , Skólavörðustíg 19. Á afgreiðslu Þjóðviljans, Síðumúla 6. Á skrifstofu Al- þýðubandalagsins, Grettisgötu 3. Umboðsmenn um land allt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.