Þjóðviljinn - 14.12.1976, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 14.12.1976, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 14. desember 1976 Rannsókn Framhald af bls. 6. þá njóta þess sem geri hagstæö innkaup i hærri álagningu. Vildi hann beita þeirri heimild i aukn- um mæli. Að lokum sagði Ölafur að sú könnun sem þingsalyktunartil- lagan gerði ráð fyrir væri þegar i gangi hjá verðlagsstjóra og ef starfslið verðlagsstjóraskrifstof- unnar verði aukið muni hún verða mun betur i stakk búin að rann- saka þessi mál en þingmanna- nefnd. Munur á innkaupsverðí furðu irtill. Ellert B. Schram benti á að fólk úr flestum löndum Evrópu streymdi nú til London til áð gera hagstæð innkaup. Það stæði ekki á yfirlýsingum um að heildsalar væru að stela fé eða svindla. Þó vildi hann taka fram að ræður þeirra Eðvarðs og Garðars hefðu verið málefnalegar. Ellert taldi þann verðmun sem fram hefði komið á innkaupsverði ýmissa vara furðu litinn þegar þess væri gætt að islendingar nytu ekki magnafsláttar og þyrftu að borga aukagjöld vegna flutnings og umbúða. Ég fellst ekki á að kerfið hvetji til óhagkvæmra innkaupa, sagði þingmaðurinn. Kaupmenn vilja auðvitað hafa vöruna söluhæfa. Fyrirkomulegið byði þó upp á þetta og þess vegna þyrfti að breyta löggjöfinni. Umræðurnar hafa sannað að álagning er ekki ástæða fyrir háu vöruveröi heldur prósentuálögur alls konar. Þær hleypi vöruverði upp. Ef yið drögum eitthvað úr þessum alögum aukum við kaup- mátt fólks, sagði Ellert. Hann hrósaöi verðlagsstjóra og taldi aö þegar niðurstöður hans lægju fyrir gæti Alþingi gert laga- breytingar i samræmi við þær. Umræðu var frestað og voru þá þrir á mælendaskrá. — GFr. Málshöfðun Framhald af bls.20 Fyrst morðnóttina og siðar siöla sumars sama ár, er likams- leifar Guðmundar voru fluttar úr staö. Flutningar þessir fóru fram I bifreið sem Albert hafði til um- ráða og ók. Margvísleg brot. Akæruefni annarra þátta ákæruákjalsins taka til brennu, nauðgunar og þjófnaðarbrota Tryggva Rúnars, skjalafals, þjófnaðar og fjársvika Sævars Marinós og Erlu og þjófnaðarbrot Kristjáns Viðars. Þá er kært vegna brota þeirra Sævars Marinós, Ásgeirs Ebenesar, Alberts Klahns og Guöjóns á lög- gjöf um ávana- og fikniefni. — ekh. Reynslan Framhald af bls. 14. inn I ÍS liðinu, hirti flest öll frá- köst og skoraði mikið. Ingi Stefánsson Steinn Sveinsson, Jón Héðinsson og Ingvar Jónsson áttu og allir góðan leik. Guttormur ólafsson var eins og venjulega aðalmaðurinn hjá Blik- unum, en Ágúst Lindal og Rafn Thorarensen áttu einnig ágætan leik. Dómarar voru Sigurður Valur Halldórsson og Olgeir Sigmars- son og skiluðu þeir hlutverkum sinum illa af hendi. Stigin hjá IS skoruðu: Bjarni Gunnar 34, Ingi 23, Ingvar 13, Jón H. 10, Guöni Kolbeinsson 6, Steinn 5 og Jón Óskarsson 2 stig. Hjá Breiðablik: Guttormur 18, Rafn og Agúst 14 hvor, Ómar Gunnarsson 10, Þórarinn Gunnarsson 7, Árni Gunnarsson 4, Pétur Eysteinsson og Kristinn Arnason 2 stig hvor. G. Jóh. Gunnar Framhald af 1 I ágústmánuði i fyrra ferðuöust sérfræðingar á vegum Alusuisse og islenskir sérfræðingar einnig um svæði „Austurlands- virkjunar”. Fóru sérfræðingarnir i boði iðnaðarráðuneytisins og viðræðunefndar um orkufrekan iðnað. Var þyrla Landhelgis- gæslunnar notuð að hluta i vett- vangsskoðun. Skýrslur um niður- stöður sérfræðinganna hafa verið unnar en þær hafa ekki verið birtar opinberlega, „enda sú „samvinna” sem hér um ræðir einstæð og að vonum feimnis- mál”. Hefur þarna verið látið undan kröfum erlends auðhrings um að rannsaka virkjunarval- kosti hér á landi. Islendsku þátttakendurnir i þessari rannsókn voru Páll Flygering, Haukur Tómasson, og Leifur Benediktsson. ASÍ Framhald af bls 8. komulagi. Alþýðusambandiö hefur enga framkvæmdastjórn, þannig að 15 manna miðstjórn Alþýöusambandsins gegnir um leið hlutverki framkvæmda- stjórnar. Miðstjórn kemur sam- an 20-30 sinnum á ári og tekur til afgreiðslu gifurlegan fjölda mála. A Alþýðusambandsþingum er einnig kosin svokölluð sam- bandsstjórn, skipuð um 50 mönnum, og kemur hún saman ár hvert á milli þinga (Sn. J.). Daglegu málin hjá miöstjórn Hlutverk sambandsstjórnar er fyrst og fremst að vera stefnumarkandi milli þinga. Miðstjórnin fæst meira við hin daglegu mál og framfylgir stefnumörkun sambandsstjórn- ar og þings ASl, þ.e. samræmir hana við liðandi stund. Skrif- stofunni er siðanætlað að fram- kvæma samþykktir miðstjórn- ar. (Ó.H.). Skrifstofan er upplýsingamiðstöö 1 höfuðdráttum má segja að skrifstofa ASI sé upplýsinga- miðstöð fyrir félögin og sam- böndin og aðstoði þau i hvers konar vandamálum sem upp koma. Við önnumst auk þess þau mál, sem hvert félagasam- band getur ekki tekið að sér eitt sér. T.d annast Alþýðusam- bandið næstum öll samskipti viö rikisvaldiö og atvinnurekendur sem lúta að verkalýðssamtök- unum i heild. Til umsagnar Al- þýðusambandsins er visað geysilega mörgum málum frá rikisvaldinu og einstökum stofnunum þess. Þá er leitað til Alþýðusambandsins bæði um túlkun á samningum og til að fá úrskurði I hvers konar deilu- málum sem upp kunna aö koma. (Ó.H.). Hvað gera þessir 8? Skrifstofan annast ýmiss kon- ar sameiginlega þjónustu fyrir félögin: milligöngu og lögfræði- lega aöstoð, skýrslugerð og út- reikninga. En þetta er nú ekki fjölmenn skrifstofa. Hér vinna 8 manns. Forsetinn og varafor- setinn fást við félagsmálaþátt- inn. Þau tvö ár sem hagfræðing- ur ASI hefur starfað hafa verk- efni hans fyrst og fremst verið að annast hvers konar aðstoð i samningum og undirbúning þeirra. Þá vinna hér tveir hag- ræðingar, sem aðstoða félögin við þá bónussamninga, sem I gildi eru eða upp kunna að vera teknir. Þeir þrir, sem þá eru ótaldir sinna almennum bréfaskriftum og öðru sem með þarf i svona stórum samtökum. Miðstjórn og skrifstofan annast einnig að mestu leyti utanrikisviðskipti samtakanna, samskipti bæði við verkalýðshreyfingu annarra landa og við þau alþjóðasamtök og stofnanir, sem við höfum samband við. (ó.H.) Kjarasamníngar eru póli- tík en ekki hagfræði Þótt hjá Alþýðusambandinu starfi hagfræðingur breytir það ákaflega litlu varðandi sjálfa samningagerðina. Samningarn- ir verða alltaf pólitiskt mat þeirra félagskjörinna fulltrúa sem þá gera hverju sinni. Hlut- verk hagfræðingsins er að gefa þeim grundvöll til þess að haga ákvarðanatöku þannig að sjá megi að einhverju leyti fyrir hvaða áhrif samningarnir muni hafa á ýmsa aðra hluti. Ég held að það hljóti að vera mikilvægt fyrir samningamennina. En ég tel ennfremur æskilegt, að hagfræðingur Alþýðusam- bandsins hafi töluverðu hlut- verki að gegna varðandi undir- búnngsvinnu við stefnumótun, með gagnasöfnun og útreikn- ingum, ef timi skapast milli samninga. Það gæti verið góður bakhjarl fyrir forystumennina til pólitisks frumkvæðis. (A.St.). Sérfræðingar eiga að ein- falda málin (Ritstjóri Vinnunnar gerir þá athugasemd að mönnum ofbjóði það, hvað samningar séu orðnir flóknir. Þvi sé haldið fram að sérfræðinga þurfi til, og samn- ingarnir færist þvi i hendur sliku fólki). Ég held að þetta sé ekki rétt. Það má að visu alltaf flækja mál, og þarf ekki sérfræöinga til, en heildarlinur i samninga- málum er hægt að leggja fram það ljóst að hver einasti maður geti gert sér grein fyrir þvi hvað hann er að greiða atkvæði um. Þetta er einmitt hægt að gera ennþá betur með þvi að láta hliðholla sérfræðinga setja mál- in fram. Hlutverk sérfræðings i þessu tilliti er yfirleitt að reyna að einfalda hlutina. (A.St.). Eflum Alþýðusambandiö sem stofnun Það þarf að stórefla Alþýðu- sambandið sem stofnun. Þvi má hins vegar ekki rugla saman að við það hvar samningarétturinn er. Hann er hjá félögunum sjálf- um. Það gerir það að verkum, að hér rikja að ýmsu leyti miklu lýðræðislegri vinnubrögð en þekkjast annars staðar. Þessar kenningar um ofurvald Alþýðu- sambandsins held ég' séu inn- fluttar frá öðrum löndum, þar sem iðstýring valdsins er miklu meiri en hér. Miðstjórn Alþyðu- sambansins getur ekkert gert i samningamálum, eins og áður hefur verið sagt, án þess að fá umboö frá hverju einasta félagi sem á aðild aö viðkomandi samningi. Þetta kostar mikla lýöræðislega vinnu. Ef við litum á þann mikla fjölda sem kemur að ákvörðunartökunni hér, þá er hann hlutfallslega langt fyrir of- an það sem við þekkjum i ná- grannaalöndunum, sem eru þó talin starfa lýðræðislega. (Sn.J.). Gagnrýnin gegnur út á vald án frumkvæðis Ég held að gagnrýnin sé tvenns konar. Annars vegar að Alþýðusambandið sé ofvaxið skrifstofubákn og drottni yfir allri verkalýðshreyfingunni. Allir verði að bugta sig og beygja fyrir fyrirskipunum for- ystunnar. Hins vegar kemur fram að Alþýðusambandið skorti frumkvæði i fjölda mála. Sannleikurinn er einhvers stað- ar þarna mitt á milli. Það er frekar skortur á skriffinnsku og ég skal útskýra það betur. Formlega séö er ákvörðunar- valdið i hreyfingunni mjög dr.eift og yfirleitt ekkert hægt að gera án þess að minnsta kosti miðstjórn, sambandsstjórn og i sumum tilfellum fjölmennar ráðstefnur og nefndir hafi lagt blessun sina yfir endanlegar á- kvarðanir. (ó.H.). Þeir félagskjörnu fái betri forsendur Þegar ég er að tala um að efla Alþýðusambandið sem stofnun þá á ég ekki fyrst og fremst viö að efla miðstjórnarvald þess, heldur að það fái nægan mann- afla til að undirbúa mikilsverð mál þannig, að hinar lýðræðis- legu stofnanir innan sambands- ins eigi auöveldara meö að taka afstöðu til þeirra og móta stefnu sina. Yfirleitt er hægt að gera hluti á fleiri en einn hátt. Mál þarf að undirbúa þannig að mönnum sé ljóst um hvað er að velja og hinir kjörnu trúnaðar- menn komi vel upplýstir til á- kvörðunartöku. (Ó.H.). Sveitarstjóri ölfushreppur óskar að ráða sveitarstjóra frá lsta mai næst komandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun berist oddvita eða sveitarstjóra á skrifstofu ölfushrepps, Þorlákshöfn, simi 99-3726. Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar næst komandi. Hreppsnefnd ölfushrepps Ritari Auglýst er laus til umsóknar staða ritara við embætti Skattstjóra Vesturlandsum- dæmis, Akranesi. Laun verða samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Starfið veitist frá 15. janúar 1977. Umsóknir óskast sendar skattstjóranum i Vesturlandsumdæmi, Akranesi, eigi siðar en 7. janúar 1977 og veitir hann allar nán- ari upplýsingar. Fjármálaráðuneytið, 10. desember 1976 Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins Fastir fundartimar — Opnir öllum félögum Fastur fundartimi Æskulýðsnefndar verður fyrsta og þriöja sunnudag hvers mánaðar kl. 13 e.h. frá og með 2. janúar 1977. Fundirnir verða haldnir að Grettisgötu 3, Reykjavik, og eru opnir öllum félögum. — Æskulýðsnefndin vill minna stjórnir flokksfélaga á að senda nefndinni tilnefningar sinar varðandi trúnaðarmenn Æskulýðsnefndar, saman- ber bréf nefndarinnar frá 26. nóvember s.l.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.