Þjóðviljinn - 14.12.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.12.1976, Blaðsíða 10
JO SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 14. desember 1976 :: CANAOA GREENLAND - (Oervnark) ICaAND pOLAR CIRCL.E (i Qreenlandair Hiö „danska amt” i noröurhöfum er risavaxiö á landakortínu. Byggöastefna dana á Grænlandi er engin fyrirmynd og margar byggöir þar eiga í vök aö verjast vegna einstefnu Iatvinnuháttum Kæri Matthias. Enn standa fyrir dyrum samningaviðræöur islenskra ráðamanna ogfulltrúa Efnahags- bandalags Evrópu um veiðiheim ildir bandalagsþjóða innan is- lenskrar auðlindalögsögu — að þvi er okkur er sagt i skiptum fyrir veiðiheimildir islendingum til handa i væntanlegri auðlinda- lögsögu EBE. Til að slá ryki i augu okkar er mikið um það glamrað, einkum af hálfu Matthi- asar ráðherra Bjarnasonar, að okkur sé hin mesta nauðsyn að semja við fyrrgreinda þjóðasam- steypu um friðunaraðgerðir og friðunarreglur á norðanverðu Atlantshafi. Allur er þessi fyrir- gangur næsta undarlegur, og hlýtur bæði mér og öðrum að teljast vorkunn, þótt við kviðum þviað annaðogverrabúi undir en það sem látið er i veðri vaka. Hef ég i hyggju i bréfkorni minu að vikja stuttlega að nokkrum atrið- um þessa samningamáis, en fjalla siðan öllu rækilegar um eitt atriði sérstaklega, þar eð það snertir mjög stefnumótun okkar og viðhorf gagnvart nágranna- löndum okkar i vestri, þeirri þjóð sem byggir Graénland. 2. Allt tal Matthiasar Bjarna- sonar og félaga hans um nauðsyn samninga við EBE vegna fisk- verndunarmála er næsta kynlegt, einkum þegar látið er að þvi Jiggja að við eigumaðkaupa slika tvihliða samninga þvi verði að láta.Efnahagsbandalagslöndum i té fiskveiðiréttindi I staðinn. Þess er fyrst að geta, að enginn hefur að dómi okkar islendinga heimild til að banna okkur eða torvelda á nokkurn hátt að setja hver jar þær reglur um veiðitakmarkanir og fiskvernd innan 200 milna auðlindalögsögu okkar —- sem við teljum réttmætar og skynsam- iegar. Þetta höfum við lika gert, an þess aðspyrja Efnahags- b2ndalagið eða nokkra aðra um leyfi. Að sjálfsögðu væri það frá- leitt og óvinafagnaður hinn mesti, ef við létum flækja okkur út á þann hála is að fara að takmarka með samningum þann rétt sem við höfum til að stjórna einir fisk- veiðum okkar og friðunarað- gerðum innan efnahagslög- sögunnar. Nú segja þinirmenn að visu, þegar að þeim þrengir i rök- ræðum, að ekki verði samið um slika hluti, heldur fyrst og fremst reynt að fá EBE til að beita innan sinnarlögsögu hliðstæðum vernd- ar- og friðunarreglum og við höfum tekið upp. Þetta sé þvi ákaflega sakleysislegt allt saman og okkur tvimælalaust hagstætt. Um þetta ætla ég ekki að fara öllu fleiri orðum, en aðeins itreka það, að samningar um friðunar- reglur við Efnahagsbandalag „Danskt amt ? r í Noröurhöfum, Island og EBE Evrópu eða aðra sem hluteiga að máli á nálægum hafsvæðum, mega ekki á neinn hátt binda hendur okkar að þvi er tekur til þess að hafa sjálfir og einir fulla stjórn á skipulagi veiða og setn- ingu og framkvæmd verndar- reglna innan 200 milna lög- sögunnar. Enn fráleitara er þó hitt,sem ekki er örgrannt um að i hafi verið látið skina, að við eigum að kaupa einhverjar friðunarreglur á hafsvæði Efna- hagsbandalagsianda fyrir fisk- veiðiréttindi i islenskri auðlinda- lögsögu. Hver er ástæðan til þess að islenskir ráðamenn virðast forð- ast að leggja á það áherslu við þá Efnahagsbandalagsmenn, að engan veginn sé jafnt á komið með Islandi annars vegar og EBE hins vegar þegar viðræður eru nú teknar upp um „gagnkvæm fisk- veiðiréttindi”. Vitanlega ber að segja,þegar fuiltrúar EBE sækja mál sittá þessum grundvelli: Nú stendur svo á, herrar minir, að Island hefur með samningum tryggt tilteknum Efnahags- bandalagslöndum umtalsverðar veiðiheimildir,ýmist til 1. desem- ber á næsta ári (þýski samning- urinn) eða um ótiltekinn tima (samningurinn við belgiumenn). Hvað hafiðþið til að bjóða tiljafn- vægis við þetta? Það hlýtur að verða fyrsta atriðið, sem ganga þarf frá, áður en við erum til viðtals um gagnkvæman rétt þar umfram. Þess hefur harla litið orðið vartað þessari einföldu rök- semd sé beitt, svo beint sem við liggur að tefla henni fram, fyrst ráðamenn okkar hafa ekki vilja eða þrek til að segja blátt áfram: Við höfum ekki um neitt að semja ogþið ekki neitt að bjóða, sem til greina kæmi að meta jafnt fisk- veiðiréttindum i íslenskri lög- sögu. Verkalýösfélagiö Árvakur á Eskifiröi 60 ára: Áður lyrr var meira líf í þessu öllu saman Á þessu ári varð Verkalýðsfélagið Ár- vakur á Eskifirði 60 ára og er félagið eitt af þeim 7 verkalýðsfélögum, sem stofnuðu ASÍ á sinum tima og hefur Árvakur þá verið ný- stofnað. Eins og gefur að skilja hafa margir menn lagt félaginu lið gegnum árin en ekki mun á neinn hallað, þótt fullyrt sé, að fáir eða enginn hefur verið jafn ötull i mál- efnum félagsins eins og Alfreð Guðnason, sem um árabil var formaður þess og enn lengur sat hann i stjórn þess. Félagar hans i Árvakri mátu störf hans með þeim hætti, að gera hann að heiðursfélaga Verka- lýðsféiagsins Árvakurs og er Alfreð eini maðurinn sem hlotnast hefur þessi heiður. Þegar Alfreð var á ferðinni hér i Reykjavik á dögunum i kTÍngum Alþýðusambands-þingið náðum við tali af honum og báðum hann að segja okkur og lesendum Þjóðviljans nokkuð frá félaginu og störfum þess. óvist um stofndag. ,,Já, baö er vissulega frá ýmsu að segja, ekki vantar þaö, þótt of mikið yrði i stutta blaðagrein og þvi skulum við stikla á stóru. Þvi mun nú vera þannig varið, að félagið er eldra en 60 ára, en fyrsta fundargerðin var týnd og þvi vitum við ekki nákvæmlega um aldur þess, en miðum hann við þann tima sem við þekkjum sögu þess i gegnum fundargerðir eða frá 2. fundargerö. Viö höfum heimildir fyrir þvi að verkalýðs- félag hafi verið stofnað áöur á Eskifirði, en við vitum ekki hvenær það var. Þó vitum við að skömmu eftir aldamót var reynt að hafa áhrif á það á Eskifirði, að atvinnurekendur væru ekki einráðir um kaup og kjör verka- manna. Það var Jón Kr. Jónsson, sem vann að þvi að verkamenn gerðu sig gildandi og hafði um það forystu. Hann var þá ný- kominn frá Noregi, hafði lært þar klæðskeraiðn. Þetta hef ég úr grein, sem Sigurður Jóhannsson, skrifaði i Vinnuna eitt sinn. um Verkalýösfélagið Arvakur og verkalýðsbaráttuna á Eskifirði. „Jón Kr. Jónsson stofnaði þvi verkalýðsfélag og náði að bæta kaup og kjör verkamanna nokkuð. En félagið varð ekki langlift. Þar sem fyrstu Alfreð Guðnason. fundargerð Árvakurs vantar getum við ekki, eins og ég sagði áðan sagt nákvæmlega til um það hvenær félagiö var stofnað, en teljum okkur hafa vissu fyrir þvi að það hafi verið 1916 og það telur Sigurður Jóhannsson lika.” „Fyrstu stjórn félagsins skipuðu, Jón Kr. Austfjörð, bú- settur á Akureyri, Valgeir Guð- björnsson, Þórarinn Jóhannes- son, Bjarní Kemp og Helgi Þor- láksson, mun Valgeir hafa verið fyrsti formaður félagsins. Það má geta þess til gamans að Richard Beck, prófessor i Kanada, var um eitt skeið formaður félagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.