Þjóðviljinn - 30.12.1976, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. desember 1976
Skrifiö
eöa
hringið
Sænskt kerfi
og íslenskt
Örn Asmundsson bifvélavirki
skrifar:
Þjóðviljinn ætti að kynna sér
hvernig búið er að verka-
mönnum og iðnaðarmönnum i
Sviþjóð. Húsaleigan þar td. sem
er 800 krónur sænskar, er
borguð niður um 300 krónur.
Timakaupið er mun hærra hjá
bifvélavirkjum eöa um 100 kr. á
timann, svo að dæmi sé nefnt.
Tryggingakerfið er mjög gott og
skattar lægri (27-43%)
Ekki eru vörur eins dýrar i
Sviþjóð og af er látið þó að hægt
sé að versla þar dýrt.
Þeirri stjórn sem situr þar nú
er ekki spáð langlifi þvi að allir
eru á móti henni af þeim sökum
að hún vill lengja vinnuvikuna i
45 stundir. Slikt gengur aldrei.
Hér á landi er hinsvegar
þrælahald sem er stjórnað af
Sjálfstæðisflokknum.
21. des. 1976
Hrotta-
skapur
lögregl-
unnar
Sennilega er i hverju þjóð-
félagi til allstór hópur manna
sem þarf að fá útrás fyrir
hrottaskap og sadistiskar til-
hneigingar. Þessir menn leita i
störf þar sem þéir geta i friði
svalað hvötum sinum. Og hver
skyldu þessi störf vera? Það eru
störf sem bjóða upp á slagsmál:
hermennska, löggæsla og dyra-
varsla. Við islendingar státum
okkur af þvi að hafa engan her.
En við höfum vigreifa lögreglu-
þjóna og dyraverði viða um
land.
Og þvi verður ekki neitað að
oft hefur sést þaö athæfi til
manna innan þessara hópa sem
ekki er til fyrirmyndar. Það er
helst gegn kófdrukknu fólki sem
þeir þora að beita sér þó að það
sé ekki einhlitt. Hér verður að
visu undirstrikað að lögreglu-
þjónar og dyraverðir eru
margir ágætismenn en meðal
þeirra finnast lika fantar og fúl-
menni sem hafa leitað i þessi
störf af fyrrgreindum orsökum.
Þess vegna ber yfirvöldum að
vera sérstaklega á verði gegn
þvi að slikir menn fái að valsa
frjálsir.
Maður nokkur hringdi i
Bæjarpóstinn fyrir fáum dögum
og sagöist nokkrum sinnum
hafa verið settur i steininn ofur-
ölvi en aldrei brotið af sér að
ööru leyti. Hann sagðist nú á
þessu ári hafa orðið vitni að
misþyrmingum á fanga á lög-
reglustöö og þetta hefði legið
svo þungt á sér að hann yrði að
koma þvi frá sér.
Þannig er mál meö vexti að
runnið var af honum aö morgni
og átti að fara að sleppa honum
út og var búið að opna klefann
og hann beðinn að biða en farið
of fljótt út. Þá sá hann lögregl-
una koma með ósjálfbjarga,
drukkinn mann og einn lög-
regluþjónninn þrýsti fingri
hrottalega upp undir kjálka
hans og siðan fóru þeir þrir með
hann inn i klefa og misþyrmdu
honum. Þessi drukkni maður
Margt er
skrýtið
í kýr-
hausnum
Þá er hinn margnefndi leigu-
bilstjóri fleygur og frjáls i bili.
Þó var þvi lýst yfir i fjölmiðlum
af löglærðum mönnum i em-
bættum að maðurinn sá ætti
heima undir lás og slá þar til
nánari rannsókn færi fram.
Þvi spyr sá, sem ekki er
lærður i lögum:
1. Er hægt að túlka lög eður
rangtúlka á ýmsa vegu?
2. Eru ef til vill óveruleg
formsatriði látin vega betur en
hugsanlegar eða liklegar stað-
reyndir?
3. Ef svo er, væri þá ekki full
þörf á að skaflajárna löglæröa
svo vel að formgallar eður
kæruleysi færi dvinandi þannig
að kostnaður við málarekstur
og lögfræðibrölt yrði viðráðan-
legri fyrir einstaklinga sem
samfélagið i heild?
4. Hvers vegna ber lögfróðum
mönnum of sjaldan saman, er
það vegna þess að námsgreinin
sé torlærö?
Þær virðast vera orðnar
nokkuð margar skjónurnar,
sem togast sitt á hvað, allt eftir
þvi hver i tauminn heldur.
Ég veit meö vissuað þeir eru
margir þegnarnir i þessu okkar
vandrekna samfélagi sem óska
eftir svörum við ofangreindum
spurningum.
Æskilegt væri að æðstu yfir-
völd þessara mála vildu vera
svo litillát að svala forvitni
fólksins. Annars er hætt við að
tortryggni fari vaxandi hjá
venjulegu fólki.
Gisli Guðmundsson
Óðinsgötu 17
hefði enga björg getað veitt sér
og engin ástæða hefði verið fyrir
þrjá menn að fylgja honum til
klefa né beita þessum mis-
þyrmingum.
Sjálfur sagðist sá sem hringdi
hafa orðið fyrir þvf eitt sinn að
vera tekinn höndum og settur
inn i lögreglubil og hafi þá spurt
hvort þeir gætu ekki keyrt sig
heim. Hafi þá einn lögreglu-
þjónninn ráðist að sér og sett sig
i gólfið og þjarmað að sér.
Undirritaður hefur heyrt
sögur af svipuðu tagi frá grand-
vöru fólki sem af einhverjum
ástæðum hefur farið i taugarnar
á dyravörðum og lögreglu eða
espað þá upp til óhæfuverka
með saklausri kankvisi. Stund-
um virðist nægja að vera klædd-
ur á einhvern þann hátt aö ekki
samræmist normaldreifingu
klæðaburöar svo aö notaö sé
hálært sérfræðingamál. Nær
undantekningarlaust eru lög-
regluþjónar, amk. i Reykja -
vik, gallharðir hægrimenn þvi
að aörir fá ekki inngöngu.
Grunaðir byltingarmenn,
útkantamenn og gagnrýnendur
þjóðfélagsins fara i allra finustu
taugar þeirra, ekki sist ef
klæðaburður og hárafar vekja
illar grunsemdir.
Raunin er sú að fólk má sin
einskis gegn þessum laganna
vörðum. Vitnisburður lögreglu- |
þjóns má sin meir gegn vitnis-
burði fórnarlambsins og öðrum
vitnum verður venjulega ekki
við komiö i skjóli lögreglu-
stöövar og i bilhléum.
Það er þvi fyllsta ástæða fyrir
yfirvöld að vera vel á verði gegn
sadistum sem sækja um inn- i
göngu i þjónaliö laga og rétt-
lætis svo að það breytist ekki i
ranghverfu sina svo sem oft
hefur orðið raunin bæði hér-
lendis og erlendis.
—GFr ‘ .
Aðfarirnar gegn Helga Hóseas-
syni, eftir að hann sletti skyrinu
á sinum tlma, þóttu með öllu
ónauðsy nlegar.
I
Umsjón: Magnús H. Gíslason