Þjóðviljinn - 30.12.1976, Qupperneq 3
Fimmtudagur 30. desember 1976 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3
fréttir i stuttu máli
Byggingamenn uggandi
Þjó&viljinn haf&i samband
við Benedikt Daviðsson, for-
mann Sambands bygginga-
manna, i gær og spur&i hann
um atvinnuástand. Hann sag&i
aö mi&að við árstlma væri
ástandið sæmilegt og væri það
fyrst og fremst aö þakka
þeirri einmunatið sem veriö
hefur. Hins vegar væru menn
uggandi um framhaldið, bæ&i
vegna peningastefnu rikis-
stjórnarinnar og eins vegna
þess hve litið er um nýbygg-
ingar. Þær voru mun færri
1976 heldur en 1975 og á næsta
ári vir&ist enn ætla a& ver&a
samdráttur. Benedikt sag&i a&
dáiitið meira bæri nú á þvi en
á&ur a& i&na&armenn færu til
vinnu erlendis.
1 SviþjóQ, ,er nú eftirspurn
eftir trésmiðum og málurum
og þar er auðvelt fyrir islend-
inga að fá vinnu. A skrifstofu
Sambands byggingamanna
verða menn varir við þessar
utanferðir af þvi að flestir
leita þangað eftir upplýsing-
um og uppáskrift. Benedikt
bjóst við að 20-30 tíesmiðir
væru nú i Sviþjóð en sumir
þeirra hefðu verið þar allar
götur frá 1968-1970.
—GFr.
Yfirlýsing frá varnarmálanefnd:
Flugráð og flugmálastjóri
vildu já „ónýta ruslið”
Varnarm álanefnd hefur
sent frá sér yfirlýsingu vegna
skrifa um gjafabilana þrjá frá
varnarliðinu, sem slökkvili&s-
stjórinn á Hcykjavikurflug-
velii sagöi aö væru ónýtt rusl
og fiugmálastjóri aö þaö hef&i
veriö mistök hjá varnarmála-
nefnd að þiggja þá og láta llta
svo út að um „þjóðargjöf”
væri að ræöa. í yfirlýsingunni
segir að þaö hafi veriö sam-
kvæmt eindregnum tilmælum
Flugrá&s að falast var cftir
þessum slökkvibif reiðum.
Jafnframt, hafi það verið ein-
dregin ósk flugmáiastjóra og
flugráðs að bilarnir yrðu af-
hentir beint, en ekki seldir
hæstbjó&anda gegnum Sölu-
nefnd varnarliðseigna eins og
venja er til.
Jafnframt kemur fram að
slökkviliðsstjórinn og flug-
vallarstjórinn á Reykjavíkur-
flugvelli svo og flugmálastjóri
hafi grandskoðað bilana og
verið vel kunnugt um ástand
þeirra. Ummæli flugmála-
stjóra og starfsmanna hans
um hið gagnstæða séu þvl bæði
röng og villandi. Allir varnar-
málanefndarmenn rita undir
yfirlýsinguna, en þeir eru:
Páll Ásgeir Tryggvason, Hall-
grimur Dalberg, Höskuldur
Ölafsson, Hannes Guðmunds-
son og Valtýr Guðjónsson.
Vörustopp á Kastrup
Vegna kulda og fannfergis I
Danmörku hafa orðið tafir á
vöruafgreiöslu á Kastrupflug-
velii. 1 fyrradag bo&u&u
starfsmenn flugfélagsins SAS
i vöruhúsum félagsins vinnu-
stöövun þar til veðrinu slotar.
Af þessum sökum hefur SAS
tilkynnt að ekki verði tekið á
móti vörum á flugvellinum
þar, né vörur, sem þar eru, af-
greiddar til flutninga, m.a.
með áætlunarvélum Flug-
leiða. Þeir sem eiga von á
vörusendingum með flugi frá
Kaupmannahöfn er bent á að
snúa sér til fraktdeildar Flug-
leiða eða beina vörusending-
um um Luxembourg,en þaðan
er flug daglega til islands.
Upphafin og jarðbundin
ást á desembervöku
t dag verður haldin Desem-
bervaka i húsakynnum
Menntaskólans við Hamra-
hlið og er hún aö venju öllum
opin. Yfirskrift vökunnar er
að þessu sinni „Upphafin og
jarðbundin ást”, og er viða
leitað fanga i bókmenntum,
söngtextum og fleiru, jafnt
fornusem nýju. Hafa nemend-
ur og kennarar Menntaskól-
ans við Hamrahlið tekið efnið
saman og sjá einnig um flutn-
ing þess, jafnt i tali og tónum.
Allur ágóði af desembervök-
unni I ár rennur til barna-
heimilis Félags einstæðra for-
eldra, sem á að starfrækja i
húsnæði félagsins i Skerja-
firði.
Sem fyrr segir er dagskráin
öllum opin. Ekki verður kraf-
ist aðgangseyris, en frjáls
framlög i söfnunarbauka i
anddyri hins vegar vel þegin.
Vakan hefst kl. niu i kvöld.
Doktor i Manchester
Nýlega eöa hinn 19. nóvem-
ber 1976 lauk Þórdis Krist-
mundsdóttir, lyf jafræ&ingur,
doktorsprófi viö háskólann I
Manchester I Englandi meö
ágætum vitnisburði. Hitgerö
Þórdisar nefnist
„Physico-Chemical Studies on
Surfactant Solutions”.
Þórdis lauk
exam .pharm ,-prófi við Há-
skóla tslands 1971, en vann
siðan i Laugarnesapóteki uns
hún hélt til framhaldsnáms
við háskólann i Manchester,
þar sem hún lauk M.Sc.-prófi I
lyfjafræði haustið 1974. Hefur
hún nú verið ráðin til kennslu
við Háskóla Islands i vetur, en
mun I vor taka við kennslu- og
rannsóknarstörfum viö há-
skólann i Manchester.
Þórdis Kristmundsdóttir
varð stúdent frá .Menntaskól-
anum iReykjavik 1968. Hún er
dóttir hjónanna Kristmundar
Þórdfs Kristmundsdóttir.
Jakobssonar, yfirsimritara I
Gufunesi, og Astdisar Gisla-
dóttur. Þórdis er gift Eiriki
Erni Arnarsyni, kliniskum
sálfræðingi, sem nú vinnur að
doktorsverkefni i sálfræði við
háskólann i Manchester.
Dagur og Sigrún Stella i hlutverkum sínum i myndinni. Mynd: Róska.
Islensk kvikmynd
um Olaf liljurós
Leikstjóri og höfundur kvikmyndahandrits er Róska
Sigrún Stella syngja lika ein-
söng, gamlar islenskar stemm-
ur.
Aðstæður til myndatöku, lán á
baðstofu og fornum munum,
veitti Þórður Tómasson safn-
vörður við byggðasafnið á
Skögum undir Eyjafjöllum.
Búningar eru frá Þjóðleik-
húsinu, og gripir álfameyja eru
fengnir að láni hjá Þjóðminja-
saf ninu.
Kvikmyndin er framleidd á
kostnað leikstjóranna, Rósku og
Manrico Pavolettoni.
Má geta þess, að þetta er ekki
i fyrsta sinn, sem Manrico leik-
stýrir kvikmynd á íslandi um
islenskt efni. A árunum 1972-
1974 gerði hann hér flokk
heimildamynda fyrir fræðslu-
deild italska sjónvarpsins, þá
með aðstoð Rósku sem tók
einnig myndirnar. Voru þær sjö
talsins, hver um sig 25 minútur,
og var efni þeirra 1) Saga og
sjálfstæðisbarátta, 2) Eldgos og
jarðhiti, 3) Sjómenn og þorska-
strið, 4) Sauðfjárrækt og
afdalir, 5) Stóriðja og bændur i
Mývatnssveit, 6) Uppeldis og
skólamál,7) Islensk menning og
erfðavenjur.
Voru myndirnar siðan sýndar
i italska sjónvarpinu i árslok
1974 en efnið er i eigu Rósku.
Snemma i þessum mánuói var
lokið við töku nýrrar islenskrar
kvikmyndar. Efni myndarinnar
er byggt á islenskum og fær-
eyskum sögnum um Ólaf lilju-
rós og ber myndin nafn hans.
Kvikmyndahandritið er eftir
Hósku, sem einnig er leikstjóri,
cn um leikstjórn hafði Hóska
samráð við itaiska leikstjórann
Manrico Pavolettoni.
1 fréttatilkynningu um
myndina segir m.a.: „Þótt
huldufólk hafi oft áður gefið
islenskum listamönnum hug-
myndina að verkum þeirra,
hafa þær aldrei verið beint úr-
færðar sem þjóðfélagsádeila...
Hér varð sagan um Ólaf Lilju-
rós fyrir valinu vegna þess hve
vinsæl og myndræn hún er, og
ekki sist vegna þess, að hún
hefur alla þá spennu og drama-
tik til að bera, sem til þarf i gott
kvikmyndahandrit.”
Við gerð myndarinnar koma
fjölmargir islenskir listamenn
við sögu, þótt fæstir þeirra hafi
áður átt hlutað kvikmyndagerð,
nema Þrándur Thoroddsen,
sem annars myndatöku.
Hljóðupptöku annast Jón
Hermannsson, sviðsmynd gerði
Gunnar Arnason og Megas sá
um tónlistina og útsetningu á
lögum. Textar eru samstarf
Megas er einn leikenda. Mynd:
Hóska.
Rósku, Þrándar og Dags
Sigurðssonar. Tökuritari var
Birna Þórðardóttir.
Leikarar eru: Dagur,
Þrándur Thoroddsen, Sigrún
Stella Karlsdóttir, Megas, Jón
Gunnar, Asgeir Einarsson,
Guðlaug Guðjónsdóttir, Sigriður
Jónsdóttir, Róska og Birna.
Nær allir leikarar syngja kór-
söng, en Megas, Dagur og
Bingóspjöld
Amerísk bingóspjöld fyrirliggjandi í takmörkuöu upplagi
Heildsölubirgðir:
Laugavegi 178 — Simi 86-700