Þjóðviljinn - 30.12.1976, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 30. desember 1976
DJÓÐVILJINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsbiaði:
Árni Bergmann
Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson.
Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóðsson
Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar:
Sfðumúla 6. Simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
SIGLT UNDIR FÖLSKU FLAGGI
Þjóðviljinn hefur birt kafla úr stór-
merkri grein Þórs Whitehead sagn-
fræðings sem birtist i Skirni 1976. Þar
koma fram svo mörg athyglisverð atriði
að til þyrfti stóra bók ef gera ætti nokkur
verðug skil. Er það fagnaðarefni að sagn-
fræðingurinn vinnur nú að doktorsritgerð
sem hann mun væntanlega gefa út með
viðaukum áður en mörg ár liða.
Einstaka atriði sker sig þó alveg úr
þeirri Skirnisgrein sem siðast birtist. Eitt
þeirra er frásögn hans af afstöðu Fram-
sóknarflokksins. Þar kemur fram að á
árinu 1945, meðan herstöðvabeiðni
bandarikjamanna var i undirbúningi var
framsókn þess mjög hvetjandi að flýtt
yrði samningum við bandarisku stjórnina.
Tilgangur Framsóknarflokksins var sá að
reyna með þessum hætti að kljúfa
nýsköpunarstjórnina sem Sjálfstæðis-
flokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Sósial-
istaflokkurinn stóðu að. t þessari viðleitni
sinni átti Framsóknarflokkurinn banda-
menn i Sjálfstæðisflokknum —
Coca-Cola-arm flokksins — og i sjálfum
forseta íslands, Sveini Björnssyni. Taldi
bandarikjastjórn Vilhjálm Þór sinn
,,besta mann á íslandi” og treysti honum
og skilaboðum hans betur en nokkurn
tima Ólafs Thors þáverandi forsætisráð-,
herra landsins. Bandariskum ráða-
mönnum var að sjálfsögðu mjög i nöp við
stjórnaraðild sósialista og þegar til um-
ræðna kom um herstöðvasamninga til
langframa gerðu bandarikjamenn eins-
konar bandalag við Framsóknarflokkinn
um að reka á eftir herstöðvasamningum
til þess að koma nýsköpunarstjórninni frá.
Meðan umræður stóðu yfir milli forsætis-
ráðherra og bandarískra fulltrúa um
herstöðvasamning hellti Timinn oliu á
eldinn, eins og Þór Whitehead kemst að
orði i áðurnefndri Skirnisgrein og
„..veittist blaðið að forsætisráðherra fyrir
að þóknast kommúnistum en bregðast
þjóðarhagsmunum með þvi að þiggja ekki
áframhaldandi vernd „engilsaxa””.
Visir, einkamálgagn Björns ólafssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokksins beitti sér
á sama hátt og Timinn i þessum efnum.
Forsætisráðherrann sveiflaðist svo mjög
milli tveggja skauta sem annars vegar
var Sósialistaflokkurinn og stjórnaraðild
hans og hins vegar bandarikjastjórn og
frýjunarorð Timans og Visis. Fór svo að
lokum að siðarnefndi aðilinn vann sigur!
Keflavikursamningurinn var gerður og
Sósialistaflokkurinn hvarf úr rikisstjórn.
Sósialistaflokknum hafði tekist að hindra
samning um herstöðvar ,,að eilifu” og var
það vissulega mikill ávinningur. Þetta
tókst Sósialistaflokknum vegna þess að
herstöðvaflokkarnir óttuðust sivaxandi
veldi hans og styrk eins og margsinnis
kemur i ljós i Skirnisgreininni.
Þegar lá fyrir að Keflavíkur-
samningurinn var gerður vildi framsókn
ekki standa að honum alfarið og ákvað að
skipta sér i atkvæðagreiðslu um samn-
inginn. Meirihluti þingflokksins, 7 þing-
menn undir forystu formannsins, sem
hafði áður hvatt eindregið til þess að
gerður yrði herstöðvasamningur við
Bandarikin, greiddu atkvæði gegn Kefla-
vikursamningnum, en minnihlutinn 6
þingmenn undir forystu varaformannsins
studdi samninginn. Bendir margt til þess
að þingflokkur framsóknar hafi hreinlega
ákveðið að skipta sér i atkvæðagreiðsl-
unni. Þannig fann framsókn ráð til að
tryggja ..taflstöðu ... til hægri og vinstri”
eins og Þór kemst að orði i grein sinni. Og
ennfremur segir hann um bandarikja-
menn: „Barátta bandarikjamanna fyrir
samningsuppkastinu og stjórnarmyndun
lýðræðisflokkanna rann orðið saman i
einn farveg” og bandarikjastjórn taldi
Keflavikursamninginn ,,það besta sem
hægt var að ná” við þáverandi kringum-
stæður.
Af ofanrituðu sést að framsókn leit á
herstöðvamálið sem skiptimynt i
innlendum stjórnmálaátökum. Forysta
hennar hafði enga sérstaka skoðun á her-
stöðvamálinu, hún taldi einu gilda hvort
hér væri her eða ekki — stefna hennar
mótaðist af þvi einu að reyna að koma
nýsköpunarstjórninni frá völdum.
Þjóðviijinn telur að aldrei hafi betur
verið flett ofan af hentistefnu framsóknar
i sjálfstæðismálunum og einmitt i Skirnis-
greininni. Þar fá staðreyndirnar að tala
og eftir stendur framsóknarforystan gjör-
samlega afhjúpuð — ætið reiðubúin til
þess að hafa þau viðhorf i herstöðva-
málinu sem henta henni best við stjórnar-
myndun hverju sinni. Raunar eru dæmin
ákaflega nýleg um þessi efni þegar fram-
sókn skreið inn i núverandi rikisstjórn
með allt aðra stefnu i utanrikismálum en
vinstristjórnin hafði — en grein Þórs
Whitehead sýnir svo glöggt sem hugsast
getur að það eru eingöngu hentistefnu-
sjónarmið sem ráða — grundvallar-
afstaða er ekki til i Framsóknarflokknum.
Það ætti að verða islenskum herstöðva-
andstæðingum holl lexía að kynnast því
hvernig framsókn hefur jafnan og allt frá
upphafi siglt undir fölsku flaggi.
—s.
Blaðamennska
tiskustarf
Um áramót snúa menn sig
næstum úr hálsliðnum þegar
þeir horfa misjafnlega reiðir
um öxl og lita fram á við á vixl.
Þetta hefur þann góða kost að
útvega blöðunum lesefni og
siðufyllingu. Svo þvi sé nú einu
sinni sleppt að tala um
skemmtilegheit i öðrum fjöl-
miðlum, eins og t.d. „klúbb- og
battamálaráðherra” og svoleið-
is, skal hér á eftir staldrað við
blaðamennskuna á árinu.
Blaðamennska er að verða
eitt mesta tisku-fagið i skólum
Vesturlanda, og mikil ásókn er
' að komast i blaðamennskustörf.
Sannast þar að margir kjósa að
lifa hátt og stutt, fremur en að
setja öryggið ofar öllu. Erlendis
hefur þaö nefnilega verið sann-
að að meðalaldur blaðamanna
sé lægri en nokkurrar annarar
starfsgreinar. Á Islandi verða
blaðamenn aftur á móti allra
kalla elstir (Sbr. Arna Óla, Axel
Thorsteinsson og fl.)
Það er fyrst og fremst rann-
sóknarblaðamennska og gagn-
rýnisblaðamennska þessa ára-
tugs i Bandarikjunum sem gerir
það að verkum að frægðarljóma
stafar nú af blaðamennskunni. 1
henni getur falist spenna, pen-
ingar, frægð og jafnvel smá-
piáss fyrir hugsjónastreð. Og i
Bandarikjunum ku tiu til tutt-
ugu berjast um hvert laust sæti
i blaðamennskunámi.
Margt i gerjun
hér heima
Hér heima hefur blaða-
mennska verið íhlaupavinna og
meira og minna gegnsýrð af
flokkspólitik til skamms tima.
Margt er þó i gerjun um þessar
mundir. Sá hópur blaðamanna
stækkar óðum, sem Jitur á
blaðamennsku sem ævistarf.
Talsvert er um það að hreyfing
sé milli fjölmiðla og eftirspurn
er eftir blaðamönnum með
starfsreynslu, burtséð frá póli-
tiskum skoðunum. Blaða-
mennskan er að verða
„profession” og félagari Blaða-
mannafélagi Islands orðnir um
170.
Þess verður lika vart að
nokkur hópur ungmenna spyrst
á árihverju fyrirum möguleika
á námi i blaðamennsku, en þvi
miður verður enn að visa öllum
þeim fyrirspurnum áleiðis til
erlendra skólastofnana.
Samstaða i
dómsmálum
Þegar litið er yfir árið sem er
að líða er það engum efa bundið
að skrifin um dóms- og glæpa-
mál hafa verið það sem ein-
kennt hefur blöðin á árinu öðru
fremur. Þar hefur kveðið við
nýjan tón — harðskeyttari og
óvægnari en áður hefur tiðkast.
Þvi má slá föstu að þessi skrif
hafa veittstarfsmönnum réttar-
kerfisins aðhald og nýverið lýsti
dómsmálaráðherra vist yfir þvi
einhverstaðar að öll þessi um-
ræða hefði verið forsenda þess
að nú er auðvelt að koma i
framkvæmd kostnaðarsömum
endurbótum á þessu sviði. Þótt
skrif dagblaðanna um dóms-
málin hafibæði verið misjöfnað
gæðum og magni má segja að
blaðamenn hafi hér staðið sam-
an um að knýja fram svör, en
hingað til hefur slik samstaða
heyrt til undantekninga.
Megingallar
Hitt er lika eins ljóst að ein-
mitt i dómsmálaumfjölluninni
koma fram ýmsir megingallar
isl. biaða- og blaðamennsku.
Það er staðreynd að blöðin
verða sifellt stærri að siðutali og
efnismeiri án þess að blaða-
mönnum fjölgi. Vinnuálagið er
mikið og sérhæfing blaðamanna
hefur ekki aukist, heldur
minnkað ef nokkuð er. Á einum
og sama deginum þurfa þeir að
skrifa um kökuuppskriítír, iist-
sýningar, pólitik og glæpi. Mér
vitaniega hefur ekkert blað-
anna, þrátt fyrir' þessa miklu
dómsmálaumræðu, talið sig
hafa efni á að beita starfskröft-
um eins og sama blaðamanns-
ins alfarið að þessu sérsviði.
Það á þvi við um islenska
blaðamenn framaröllum öðrum
aðþeirvita minna og minna um
meira og meira þar til þeir vita
ekki neitt um alit. Sérfræðing-
urinn veit á hinn bóginn meira
og meira um minna og minna
þar til hann veit allt um ekki
neitt. Einhversstaðar þarna
mitt á milli vildum við gjarnan
vera.
Horfir til bóta
Vert er að veita athygli aukn-
um skrifum dálkahöfunda i
blöðin. Má þar nefna Vilmund
Gylfason, Halldór Halldórsson,
Bergþór Kjærnested og Reyni
Hugason, sem oft hafa fitjað
upp á hitamálum. Þetta bendir
til meiri áhuga á rannsókn-
arlegri blaðamennsku og trúar
á aðhaldshlutverk blaðanna. En
ekki er hægt að segja að blöðin
ýti undir það að hér risi upp
„free-lance” stétt, þvi að illa er
borgað fyrir siikar greinar,
enda berjast blöðin i bökkum.
Meðal þess sem til bóta er i
blaðamennskunni má nefna að
hjá ritstjórnum virðist vera að
vakna skilningur á þvi að veita
þurfi blaðamönnum tóm til þess
að smiða yfirlitsgreinar um
málaflokka, og hefur mátt sjá
þessmerkii nokkrum blaðanna.
Það er þó allt i mýflugumynd —
og ástæðan sjálfsagt eins og áð-
ur gat vinnuálag og fámenni.
Þá heyrir það til nýmæla að á
amk einu blaðanna ef ekki
tveimur er búið aö ráða sér-
staka safnverði, sem m.a. eru
að búa til úrklippusafn. Það
þykir nauðsyn hjá öllum erlend-
um fjölmiðlum, en hefur ekki
verið til þótt undarlegt megi
heita hjá ísl. fjöimiðlum. Hætt-
an er náttúrlega sú að þetta
verði til þess að blöðin geri
meira af þvi að éta upp í sifellu
vitleysuna úr sjálfum sér. Þó
má telja öruggt að þarna er að
verða framför sem ætti að
tryggja skipulegri vinnubrögð
og meiri fylgni.
Öskalistabyrjun
Það er margt sem setja mætti
á óskalistann um bætta blaða-
mennsku. Betri hagur biaðanna
er þar númer eitt og finna
verður leiðir til þess að tryggja
hann. Full þörf virðist einnig
vera á fjölmiðlunarkennslu við
Háskólann i einhverju” formi,
enda tengist fjölmiðlun orðið
flestum störfum háskólaborg-
ara i dag. Nú er i tisku að veita
starfsstyrki til ýmissa þjóðþrif-
astarfa á visinda- og listasvið-
inu og ekki er fráleitt að koma á
fót starfsstyrkjakerfi fyrir
blaðamenn til þess að þeir geti
sinnt rannsóknarverkefnum.
Stundum eru stjórnvöld að
kvaka um óvönduð vinnubrögð
blaðamanna og meini þau eitt-
hvað með þvi að þau vilji þar
um bæta ætti þarna að vera leið.
Þannig mæti lengi telja. Og ekki
sakaði þótt blaðamenn sjálfir
hugsuðu svona tiu minútur dag
hvern um siðfræði sins starfs.
—ekh.