Þjóðviljinn - 07.01.1977, Side 9

Þjóðviljinn - 07.01.1977, Side 9
8 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. janúar 1977 Föstudagur 7. janúar 1977 jt>JóÐVILJINN — StÐA 9. Dreptu 1.. ef þér er annt Næstum annar hver reykingamaö- ur deyr vegna afleiðinga sigarettu- reykinga. Dauðsföll eru miklu tiðari meðal þeirra sem reykja en þeirra sem aldrei hafa reykt. Reykingar valda fyrst og fremst tjóni á hjarta, lungum og öndunarfærum og getur það reynst banvænt. Dauðsfallatiðni ótimabær er tvöfalt hærri meðal reyk- ingamanna en þeirra sem ekki reykja, fram að 70 ára aldri. Reyk- ingamönnum er að jafnaði þrisvar sinnum hættara við hjartasjúkdóm- um, lungnakrabba, króniskum önd- unarfærakvillum og öndunarfæra- krabba (þar hefur óhófleg neysla alkóhóls einnig áhrif), lungnaberkl- um, slagæðahnútum og lungna- þenslu. Sambandið milli þessara sjúkdóma og reykinga hefur verið staðreynt. Þá benda rannsóknir ein- dregið til þess að bæði magasár og krabbamein i þvagblöðru geti orsak- ast eða versnað af völdum reykinga. Það eru svo sem engin ný sannindi að reykingar séu hættulegar. Lækna- visindin hafa boðað það i áraraðir og hver skýrslan annarri óhugnanlegri hefur verið birt i virtum visindatima- ritum. Flestir reykingamenn vita það innst inni að það skaðar heilsuna i bráð og getur verið lifshættulegt i lengd að reykja. Þeir vita lika að það borgar sig að hætta — að þá batnar heilsan og hættan á banvænum sjúk- dómum minnkar hraðfara. Hættulegra en „rússnesk rúlletta” Niðurstöðurnar sem drepið er á i upphafi eru ekki merkilegar vegna þess að þær séu svo nýjar af nálinnL Þær eru fyrst og fremst merkilegar fyrir þá sök hvað þær eru afdráttar- lausar og að þær er að finna i skýrslu af rannsóknum i Bretlandi, sem eru einstakar i sinni röð. Þetta eru loka- niðurstöður umfangsmestu könnunar á reykingavenjum sem gerð hefur verið. Þekktir breskir tóbaksvisinda- menn, Richard Doll og Richard Peto, hafa rannsakað reykingavenjur 34 annan hvern reykingamann þúsund breskra lækna og fylgst með sjúkdómum og orsökum dauðsfalla meðal þeirra á árabilinu 1951 til 1971. Rannsóknarúrtakið er stórt, rann- sóknartiminn er langur, 20 ár, og könnun og niðurstöður hennar unnin af mikilli visindalegri nákvæmni. Þá voru upplýsingarnar frá læknunum, bæði um sjúkdóma og dauðaorsakir sérlega nákvæmar. Niðurstöður könnunarinnar, sem ef til vill er sú best grundaða fram að þessu, eru birtar i siðasta hefti tima- rits breska læknasambandsins, British Medical Journal. Þótt gætt sé ýtrustu varkárni i full- yrðingasemi má slá föstu með hlið- sjón af þessari rannsókn Dolls- og Petos að þriðjungur til helmingur allra reykingamanna deyi af völdum reykinganna. Það er áhættusamara heldur en að taka þátt i rússneskri rúllettu að sjensa á að maður tilheyri þeim „hamingjusama” helmingi, sem ekki drepst af völdum reykinga. Það borgar sig að hætta Skýrslan gefur reykingamönnum þrátt fyrir allt talsverða von. Ef þeir hætta i fima áður en liffæri hafa skað- ast of illa, geta óþægindi þeirra minnkað og dauðsfallatiðnin meðal fyrrverandi reykingamanna reynist þá ekki mikið meiri heldur en hjá bindindismönnum á tóbak. Visindamennirnir benda á að margir læknanna hættu að reykja á rannsóknartimabilinu og að heildar- tóbaksnotkun þessa hóps sé nú aðeins 37% af þvi sem hún var i upphafi. Reynslan sýndi að með minnkaridi neyslu fækkaði lungnakrabbatilfell- um. öðrum krabbameinstilfellum fækkaði ekki. Þetta er enn frekari sönnun þess að samband sé milli reykinga og lungnakrabba að mati visindamannanna. Stórreykingamönnum — þeim sem reykja yfir 15 sigarettur á dag — er að sjálfsögðu hættast. Sigarettureyk- ingafólki er lika hættara en þeim sem aðeins reykja pipu og vindla. Visindamennirnir tveir hafa einnig reynt að meta áhrif reykinga eftir þvi hvort menn telja sig „taka ofan i sig” eða bara „púa”. Hér koma þó vafaat- riði inni sem erfitt hefur reynst að meta. Ekki bara krabbamein Það er að sjálfsögðu lungnakrabb- inn sem hingað til hefur sett mestan skrekk i stórreykingamenn En vis- indamennirnir segja: — Rannsókn okkar sýnir að hættan á öðrum alvarlegum sjúkdómum samfara reykingum er meiri en hætt- an á lungnakrabba. Þessir lungna- sjúkdómar eru jafn illvigir og ban- vænir og lungnakrabbinn, og þess- vegna er ærin ástæða til þess að slökkva i sigarettu i eitt skipti fyr- öll. Haldi einhver að of seint sé fyrir hann að hætta er hægt að ganga úr skugga um ástand lungna hans og öndunarfæra á sáraeinfaldan hátt. (spirometer-próf). Doll og Peto halda þvi fram að besta leiðin til þess að verjast skað- semi reykinga sé að byrja aldrei. Næst best sé að hætta i tima. En að hætta i tima er erfitt. Erlend- ar rannsóknir sýna að um 80% reyk- ingamanna vildu gjarnan hætta en telja sig ekki hafa þrek til þess. Fyrir utan að vera vanabindandi nautnalyf eru sigarettureykingar þáttur i umgengnisvenjum og vörn gegn sálarkreppum. — á svipaðan hátt en á öðru stigi og óhófleg alkó- hólneysla. Tóbaksframleiðendur eru löngu hættir tilraunum til þess að verja framleiðslu sina. Þeir vita sem er að sigarettusala minnkar við upplýs- ingaherferðir og hrellingarskýrslur lækna, en kemst svo i samt lag innan tiðar. Það eru ýmsar leiðir til þess að hjálpa reykingamönnum að hætta. Þeir sem vilja hætta ættu að geta fengið nægilega hvatningu með nám- skeiðum og aðstoð heilbrigðisstarfs- fólks. Þeir sem ekki vilja hætta hafa hingað til verið frjálsir að þvi að „reykja ofan i aðra”. Spurningin er hvort ekki sé nauðsynlegt, i ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir liggja, að þrengja að þeim með viðtæku banni við reykingum á opinberum stöðum, biðsölum, vinnustöðum, kaffiterium o.fl. o.fl. stöðum. Frelsishugtakið hefur enga einstefnu i þessu tilfelli. Reykingar eru ekki einkamál reyk- ingamannsins nema hann sé i ein- rúmi. Að sjálfsögðu ber einnig að út- rýma tóbaksauglýsingum og prenta varnaðarorð á hvern sigarettupakka. Slik bönn og boð yrðu okkur reyk- ingamönnum að visu hvimleið — en hversvegna ættu þau ekki að vera það? (Einar Kari byggði á Dagens Nyhet- er) Leikendur (flestir I nýja hluta kvöldvökunnar): Gestur i Alftageröi, Haukur i Garöi, Jóhann I Alftageröi, Eyjólfur f Garöi, Óli á Skútustööum, (alsjálfvirkur i hjónarúmiö), Asmundur i Alftageröi, Sigrún á Skútustööum, Lovisa i Alftageröi, Þráinn skólastjóri, Kristin í Alftagerði, Erlingur á Grænavatni (maöur til taks), Asta á Skútustööum og Starri i Garöi. Skemmtana- lífið í Mývatns sveit Mývetningar gerðu s'ér ýmislegt til dundurs i svartasta skammdeginu. Félagar úr UMF Mý- vetningi sömdu skemmti- þætti og fluttu, fyrst á ungmennafélagsfundi og síðan á jólaskemmtun i Mývatnssveit. Nefndist dagskráin Tvennar tíðir og sýndi tvenns konar kvöldvökur, aðra i nýjum stíl en hina i gömlum stíl. Kvöldvakan i nýjum stil sýndi heimili hjóna þar sem aörir voru ekki til heimilis og sváfu þau undir sjónvarpsdagskrá þar sem auglýsingar skipuöu ekki litinn sess. Hins vegar var svo kvöldvaka i baöstofu þar sem kveðist var á og lesið úr fornritum (Mývetningasaga úr glötuðu handriti). Rima var kveðin af Kölska og kröflungum. Þá var lesin draugasaga og gengu draugar ljósum logum. Myndirnar sem hér fylgja tók Sigriður Stefánsdóttir. es/GFr A eftir dagskráratriöum á ungmennafélagsfundinum lék Jósteinn i Kirkjubæ (Húsavlk) fyrir dansi og skemmtu allir sér konunglega. Llffæraflutningur. Þarmar fluttir úr Gullpundi (Kristlnu i Alftageröi) Ihr. Sult (Óla á Skútustöðum). A myndinni: Eyjólfur I Garöi, Þráinn skólastjóri, Friörik Dagur á Skútustööum, Hrafnhildur á Grænavatni og Asmundur I Alftageröi. Kveöist á: Jóhann i Alftageröi, Haukur i GarÖi og Steingeröur á Grænavatni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.