Þjóðviljinn - 15.02.1977, Síða 1

Þjóðviljinn - 15.02.1977, Síða 1
UuBVIUINN Þriðjudagur 15. febrúar 1977 — 42. árg. — 37. tbl. Dómur yfir EINARI BRAGA: Liðlega 1000 kr. * I snjó fyrir horða n ssfc * IU Vio i fullkomnum biínaði frá hvirfli til ílja brunaði þessi blómarós niöur brekkurnar i Hli&arfjalli um helgina f góða veðrinu, þegar Einar Karlsson tók þessa mynd. Blaðamenn kynntu sér Vetrariþróttamið- stöðina Akurcyri unr. » vakti unga fólkið mesta athygli þeirra. Það kann að meta allt starfið scm lagt hefur verið I skíðamannvirkin, og unir þar öllunt stundum. Um hverja helgi taka 60—70 krakkar yngri en tiu ára þátt i svigkeppninni sem Foreídraráðið á Akureyri sér um. Frá þessu og öðru varðandi skiðaaðstöðuna i Hl Iðarfjalli verður sagt I blaðinu á morgun. á hvern VL- mann 27. desember var kveð- inn upp í bæjarþingi Reykjavíkur dómur í máli VL-ingagegn Einari Braga Sigurðssyni rithöfundi. Steingrímur Gautur Kristjánsson. Niðurstaða hans er sú, að nokkur ummælanna eru ómerkt og skal stefndi greiða 15.000 kr. sekt fyrir ein ummæl- anna. ÓMERKT Dómurinn ómerkir orðið „Votergeitvixill”. Þá eru oröin „grátbiðja” (um undirskrifta- söfnun VL-inga) og „hópur hug- prúöra dáta” ómerkt. Þetta var dómur i aðalsök málsins, og synjar dómarinn þar kröfu VL-inga um miskabætur og málskostnað úr hendi Stefnda. REFSAÐ Er aðalstefna kom fram ritaði Einar Bragi grein i Þjóðviljann þar sem fyrirsögn var „Fasista- tilburðir” og i greininni er notað orðið „dusilmenni” orðin „ridd- arar ömurleikans”. Er fyrirsögn- in „Fasistatilburðir” talin móðg- andi fyrir Vl-inga þá er orðið dusilmenni metið sem móðgun.. Er fyrirsögnin metin sem að- dróttun og bæði orðin ómerkt. Þá þykja orðin „riddarar ömurleik- ans” óviðurkvæmileg og eru þau einnig ómerkt, en þau þykja ekki tilefni til þess að dæma refsingu. Dómarinn neitaði hins vegar að ómerkja og refsa fyrir eftirgreind ummæli: „... ósvifnustu árás i tjáningarfrelsi landsmanna, sem ég þekki dæmi um. Fyrir þeim kumpánum vakir aö kveöa niður málefnalega umræðu um heitasta deilumál sem uppi hefur verið með þjóðinni i þriðjung aldar...” Refsing er ákveðin fyrir orðið „fasistatilburöir” 15.000 kr. eöa 5 daga varðhald til vara. "Þá er Ein- ari Braga gertað greiða kr. 25.000 i málskostnað. Samkvæmt þessum dómi fá VL- ingar 15.000 kr. fyrir æru sina samanlagða eða liðlega 1000 kr. á mann Stöðugt landris Landrisið við Kröflu heldur áfram,og líður ekki svo dagur, að ekki verði einhver hreyfing. Hjörtur Sigurðsson á skjálftavakt- inni í Reynihlíð sagði í við- tali við blaðið í gær að undanfarið hefði landrisið mælst 0.1-0.3 millimetrar á sólarhring. — Landrisið hefur verið stöðugt siðan 20. janúar. Að visu hefur það verið breytilegt frá degi til dags,en i heildina hefur það verið meira en við var búist. Eftir landssigið 20. janúar var þvi spáð að landris yrði i hámarki siðari hluta marsmánaðar, en nú hall- ast flestir að þvi að þaö verði fyrr, etv. um 15. mars. Jaröskjálftar hafa hins vegar varla fundist siö- an 22. janúar þótt smáskjálftum hafi fjölgað litillega núna siðustu daga. En þaö má búast við að þeim fari að fjölga eftir svona viku, hálfan mánuð, sagöi Hjört- ur. — ÞH haldinn er á þessu ári milli aðil- anna. 1 viðræðunum i Sviss verð- ur nú rætt um þessi meginatriöi: 1. Um þriðja kerskálann viö ál- veriö I Straumsvik, 40.000 tonna ársframleiöslu, sem þarf 80 megavatta afl. Gunnar Jóhannes Steingrímur Fundahöld um áætlun íntegral Fundarhöld um áætlun „integral" sem Þjóðviljinn hefur sagt frá standa nú yfir í Sviss. Þátttakendur af íslands hálfu í þeim umræðum eru Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráð- herra, Jóhannes Nordal, bankastjóri, formaður við- ræðunefndar um orkufrek- an iðnað og Steingrímur Hermannsson, ritari Framsóknarf lokksins. Þetta er fyrsti fundurinn sem 2. Framkvæmd 10.000 tonna stækkunarinnar sem alþingi hef- ur samþykkt. 2. Hreinsitækin sem Alusuisse hefur enn ekki komið upp. Fundirnir I Sviss standa i þrjá daga. Einar Bra Alfreð Þorstcinsson. Einar Ágústsson um setningu Alfreds: Ég treysti honum bara vel” Fyrir nokkrum vikum rann út umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Sölunefndar setuliðseigna, en stofnun þessi hefur sem kunnugt er það hlutverk að selja lands- mönnum það skran sem her- námsliðið telur ónýtt i her- stöðinni sjálfri. Alls bárust 34 umsóknir um starf þetta og hefur utanrikisráðuneytið neitað að láta I té upplýsing- ar um þaö hverjir hafa sótt um starfið. Þá hefur þaö tek- ið utanrikisráðherra langan tima að kveða upp úr með það hver er verðugur þess hlutskiptis að stýra nefndri skransölu frá hernum. I gær kom loksins niður- staðan. Hún birtist i fréttatil- kynningu frá utanrikisráðu- neytinu: „1 dag var Alfreð Þorsteinsson settur til þess að vera framkvæmdastjóri Sölu varnarliðseigna frá 1. mars 1977. — Reykjavik 14. febrúar 1977. — Utanrikis- ráðuneytiö, varnarmála- deild.” Þjóðviljinn sneri sér til Einars Agústssonar utan- rikisráðherra og spurði hvers vegna Alfreð hefði verið valinn til þessa hlut- verks fremur en hinir 33 sem sóttu um embættiö. Utan- rikisráðherra sagði: „Ég treysti honum bara vel I þetta. Maður sem er bú- inn að vera borgarfulltrúi i sjö ár á að geta þetta. Hon- um hefur verið treyst til þess, en hann er settur i þetta, eins og þið sjáið, og þá reynir á það hvort traustiö er á rökum reist.”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.