Þjóðviljinn - 15.02.1977, Page 10

Þjóðviljinn - 15.02.1977, Page 10
1« — SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. febrdar 1977 Landskeppni í borðtennis: ísland — Færeyjar íslendingar sigruðu á öllum borðunum Gunnar Finnbjörnsson sigraði á opna mótinu sem færeyingarnir tóku þátt í sl. laugardag islendingar og færeying- ar háðu landskeppnií borð- tennis sl. föstudagskvöld og fór keppnin fram i Laugardalshöllinni. Eins og búist var við/ sigruðu ís- lendingar á öllum borðum/ en keppt var í einliða- og tviliðaleik karla, einliða- leik unglinga 15-17 ára og drengjaf lokki 12-15 ára. Leiknir voru alls 25 leikir og sigruöu islendingar 23:2. 1 lands- keppninni i karlaflokki einliöa- leik, sigraði Ragnar Ragnarsson Niels Hovgard 21:12 og 21:17. Björgvin Jóhannsson sigraöi Jóhannes Ellingsgard 21:13 og 21:10. Hjálmar Aöalsteinsson sigraöi Alek Beck 21:12 og 21:15. Gunnar Finnbjörnsson sigraöi Johan Johannesen 20:22 — 21:15 og 21:17. Stefán Konráösson sigr- aði Kristian Christiansen 21:10 og 21:14. A sunnudaginn fór fram opið mót uppi á Akranesi og tóku fær- eysku borötennismennirnir þátt i þvi. Þar sigraöi Gunnar Finn- björnsson, en hann lék til úr- slita við Stefán Konráðsson, hinn unga og efnilega borötennismann úr Gerplu. — S.dór Fimm kepp- endur á NM í badminton Eftir úrtökumót BSÍ fyrir Noröurlandamót unglinga I bad- minton voru þessir keppendur valdir til að keppa fyrir Islands hönd: Jóhann Kjartansson, TBR. Siguröur Kolbeinsson, TBR, Friörik Arngrimsson TBR, Broddi Kristjánsson, TBR, Kristin Kristjánsdóttir. Norður- landamótiö verður haldið I Kaup- mannahöfn i mars. Víkingur sló Fram út úr keppninni og sfðan skagamenn. t úrsiitaleikn- um sigraði liðið svo Þrótt og tryggði sér meistaratitilinn I fyrsta sinn. Mynd: —gsp. Víkingur komst í úrslitaleikinn og sigraði Þrótt af öryggi í Guðmundur Freyr með skjöldinn eftirsótta i fyrsta sinn um hálsinn. A bak viðeru Halldór og Guðmundur ólafsson. Mynd: — gsp. Óvenjufátt í Skjaldarglímu Ármanns Guðmundur Freyr fékk skjöldinn Aðeins sex glímumenn tóku þátt i Skjaldarglímu Armanns um helgina og er það óvenjulítil þátttaka. Mótið bar þess enda merki, það var stutt og lítt spenn- andi. Guðmundur Freyr Halldórsson sigraöi eftir nokkuö haröa keppni við Guömund Ólafsson, en þeir félagar skildu jafnir i sinni viöur- eign. Guömundur Freyr sigraöi hins vegar i öllum öörum glimum sinum á meðan Guömundur ólafsson fór illa aö ráöi sinu gegn Halldóri Konráðssyni i siöustu glimu mótsins... og varö aö láta sér lynda jafntefli. Endanleg röö varö þvi þessi: 1. Guðmundur Freyr Halldórsson 4.5 vinningar 2. Guðmundur Ólafsson 4 vinningar. 3. Haildór Konráösson 2,5 vinn- ingar. 4. Guöni Sigfússon 2 vinningar j. óskar Valdimarsson 1,5 vinn- ingar B. Arni Þór Bjarnason 1/2 vinn- ingur. —gsp. Islandsmótinu innanhúss ófarir hjá lands- liðinu gegn Slask Janus nýtir æfingaleikina til hins ýtrasta, en landsliðsmenn eru greinilega þreyttir eftir geysilegt álag síðustu daga tslandsmótið I innanhússknatt- spyrnu var háð um siðustu helgi, bæði iaugardag og sunnudag. Mikill fjöldi liða tók þátt i mótinu, sem var hið fjörugasta. Undan- farin ár hafa Valur, Fram, KR og 1A verið með bestu liðin I innan- hússknattspyrnu, sem er allt önn- ur iþrótt en knattspyrna utan- húss, eins og menn eflaust vita. En nú brá svo við að lið Vikings og Þróttar báru af i mótinu og léku til úrslita um íslands- meistaratitilinn, og lauk þeirri viðureign meö sigri Vikings 5:2 (4:0) Orslitakeppni mótsins hófst um kl. 17.00 á sunnudag og lauk henni ekki fyrr en kl. 21.30. Úrslit leikja i lokakeppninni urðu sem hér seg- ir: 1A-KA 7:6 IBK-FH 6:3 Fram-KR 6:4 Þróttur-Týr 8:5 ÍA-Haukar 7:3 Valur-IBK 8:6 Vikingur-Fram 9:6 Þróttur-Valur 9:7 Víkingur-IA 5:3 Og þar meö voru Vikingur og Þróttur komnir i úrslit og Vlk- ingur vann úrslitaleikinn 5:2. í kvennaflokki sigraöi Braiöblik. Til úrslita léku Breiðablik og IA og sigruöu Kópavogsstúlkurnar 5:1 —S.dór tslenska landsliðið lék um helgina tvo leiki gegn pólska liðinu Slask Wrocklaw.... og tapaði báðum stórt. I gærkvöldí fór síðan fram síðasti leik- ur pólverjanna hér að þessu sinni og mættu þeir þá landsliðinu á Akranesi. Janus Cherwinsky lands- liösþjálfari hefur notaö þessa æf- ingaleiki gegn pólverjunum til hins ýtrasta og kannað lið sitt eins og frekast er unnt. Ekki er aö efa að leikirnir gegn pólverjunum hafa veriö mikilvægir i lands- liösundirbúningnum en hinu er ekki að neita aö frammistaöa Is- lendinganna veldur nokkrum vonbrigöum. Auövelt er þó aö finna svör aö þessu sinni. Alagiö á lands- liöspiltana hefur veriö geysilegt undanfarna daga og raunar margar siöustu vikur. Æft er tvisvar á dag og örugglega mæta strákarnir örþreyttir I hvern leik gegn pólverjunum. Þeir fá hins vegar tlma til hvildar fyrir B- keppnina og ná sér þá vonandi vel á strik. Þegar hefur verið skýrt frá leik pólverjanna og landsliösins sl. fimmtudagskvöld, en sá leikur tapaöist naumlega. Á laugar- daginn var svo leikiö á Akureyri I litlu skemmunni þar og sigruöu pólverjar meö hvorki meira né minna en tlu marka mun, 25:15. Klempel skoraði tiu mörk og var óstöövandi með öllu. Hann var óneitanlega ekki buröugur handknattleikurinn sem islenska landsliðiö sýndi fyrirnoröan. Oeining eða einhver „pirringur” virtist rikja I her- búöum íslands og enda þótt Skemman væri troöfull af áhorf- endum náöist aldrei sú stemning sem skyldi. Fyrir leikinn afhenti Helgi Bergs bæjarstjóri lands- liöinu tvö hundruö þúsund krónur aö gjöf og haföi þeim verið safn- aö þar nyröra. Daginn eftir, á sunnudags- kvöld, mættust liöin aö nýju og þá I Hafnarfiröi. Enn fóru pólverj- arnir meö öruggan sigur af hólmi, og höföu þeir sjö marka forskot. 24:17, þegar flautaö var til leiks- UMFN sigraði ÍS í baráttuleik JMFN heldur enn sinu striki I deildinni i körfubolta, og nú ast unnu þeir stúdenta með 93 ;um gegn 77. Mikil barátta var iknum og var munurinn oftast- r litill, en undir lokin sigu arðvikingarnir framúr og ggðu sér sigurinn. lesti maðurinn I leiknum var anar Þorvaröarson fyrirliöi UMFN og var hann einnig stiga. hæstur I liði sinu. Jónas Jóhannesson átti einnig góöan leik, sérstaklega i vörninni, þar sem hann gætti Bjarna Gunnars og gerði hann þaö vel. Steinn Sveinsson var i aöalhlutverkinu hjá 1S, bæöi I uppbyggingu leiks- ins og stigaskorun. Stig UMFN skoruöu: Gunnar 26, Guösteinn Ingimarsson 15, Þorsteinn Bjarnason 14, Brynjar Sigmundsson 12, Kári Marisson og Geir Þorsteinsson 8 hvor, Jónas 6, og Stefán Bjarkason 4. Stig 1S: Steinn 27, Bjarni Gunnar 17, Ingi Stefánsson 14 Jón Héöinsson 12, Ingvar Jónsson 4 og Guöni Kolbeinsson 3 stig. Stefáni Bjarkasyni var visaö út úr húsinu af dómara leiksins og þýöir þaö aö hann fær ekki aö leika næsta leik með liöinu. G.Jóh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.