Þjóðviljinn - 15.02.1977, Side 12
12 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. febrúar 1977
Umsjón: Magnús H. Gíslason.
Þessar ieiöslur eiga aö fiytja hitann úr hrauninu vestur i forhita-
kerfi hins nýja Hamarshverfis. Ljósm. Þ.M.
Steintrölliö hans Asmundar. Ráöhúsiö og austurendi Safnhússins.
Ljósm. Þ.M.
Erum að
ná okkur á
strik á ný
— Mikið átak hefur
verið gert til þess á árinu
1976 að gera Vestmanna-
eyjar aðlaðandi byggðar-
lag á nýjan leik. Má
segja/ að fram að þvf ári
hafi höfuðáherslan verið
lögð á það að hreinsa
gjall/ koma upp húsnæði
og gera atvinnuvegunum
fært að starfa.
Svo mæltist Þórarni Magnús-
syni, fréttaritara blaðsins i
Vestmannaeyjum.
Á þvi herrans ári 1976 komst
fyrst verulegur skriöur á fegrun
staðarins, samgöngubætur og
menningarlif. Sem helstu fram-
kvæmdir mætti nefna eftirfar-
andi:
Hin nýja, glæsilega bilferja,
Herjólfur, var byggð og kom til
landsins siðsumars. Mun
heildarverð hennar meö öllum
búnaði, vera um 830 milj. kr.
Ferjuaðstööu fyrir Herjólf var
og komiö upp á árinu fyrir um 37
milj. kr.
Ýmislegt var betrumbætt og
lokið við i okkar fullkomna
segir
Þórarinn
Magnússon
sjúkrahúsi og var unnið i þvi
fyrir h.u.b. 14 milj. kr.
Þá var gamla sjúkrahúsið
skinnað upp og breytt i ráðhús
fyrir bæxnn. Kostaði sú endur-
fæöing nálega 25milj. kr. En nú
er lika fengin fyrirmyndarað-
staða fyrir allar deildir bæjar-
skrifstofanna sem áður urðu að
kúldrast i alltof þröngu og
óhentugu leiguhúsnæöi frá
Útvegsbankanum.
Til uppgræðslu og hreinsunar
varði bærinn um 14 milj. kr. auk
þess sem Viðlagasjóður veitti til
þess nálega 130 milj. kr. Varð
hér sannarlega „græn bylting”
s.l. sumar og veitti ekki af þvi.
1 dreifikerfi vatnsveitunnar
var varið i kringum 10 milj. kr.
og i fjarhitun um 45 milj. Þar af
voru 20 milj. beinlinis i sam-
bandi við hraunvarma, sem
flestir lita vonaraugum til, en
framkvæmdin kostar fjári
mikla peninga, sem erfitt, —■
raunar ótrúlega erfitt, — er að
fá lánaða ef maður hefur i huga
opinbera fyrirgreiðslu til hita-
veituframkvæmda, t.d. á Suður-
nesjum. Heildarkostnaöur við
hraunhitaveituna mun vera orð-
inn 45-50 milj.
Til gatna og holræsagerðar
var varið 45 milj. kr.
Þá voru fullgerð á árinu.mikil
iþróttamannvirki. Má þaö með
sannindum nefnast iþróttahöll
og er sambyggð sundhöll og
iþróttasalur, með meiru. Ger-
breyta þessi mannvirki allri að-
stööu til iþróttaiðkana hér i
bænum og hefur þvi mikið
menningargildi. Má óhætt full-
yrða að þessi mannvirki eru ein
hin bestu sinnar tegundar sem
hér þekkjast, enda veitti ekki af
aðlaðandi stað þar sem allt
sundnám hefur legið hér niðri
siðan fyrir gos, en sundlaugin
var eitt af þvi, sem hraunið vall
yfir. 1 þessa framkvæmd og
búnað sem henni fylgir, fóru á
árinu um 440 milj. kr.
Enn má telja að látlaust var
unnið að byggingu ibúöarhús-
næðis i blokkum, aðallega
verkamanna- og leiguibúða.
A nýbyrjuöu ári er hugmynd-
in að stórauka fjárveitingu til
gatna- og holræsagerðar, lfk-
lega i rúmar 200 milj. kr. Er þá
m.a. hafður i huga fyrsti áfangi
holræsis norður fyrir Eiðiö, en
þangað er hugmyndin að leiða i
framtiðinni allt skólp úr bænum
og fá þannig hreina höfn.
Þá er og áformað að taka 200
milj. kr. lán til þess aö koma
upp skipalyftu. Er þaö mikið
nauðsynjamál bæði vegna
þeirra stóru fiskiskipa sem hér
eru og svo eykur hún nýjum
þætti I atvinnulifið hér I Eyjum.
þm/mhg
tþróttamannvirkin i Brimhólalaut, sundhöllin fremst á myndinni. — Ljósm. Þ.M.