Þjóðviljinn - 15.02.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.02.1977, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Þriöjudagur 15. febrúar 1977 Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum slmum-. Ritstjórn 81382, 81527, 81257og 81285, útbreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- slma starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Tekjuskiptingin er ordin hróplega ranglát ,,Ég tel, aö eitt höfuöverkefni allra iaunþegasamtaka á iand- inu nú sé aö vinna aö breyttri tekjuskiptingu I þjóöfélaginu. Hún er oröin mjög rangiát og sifellt er aö siga á ógæfuhliö fyriröliu launafólki. Bæöi er aö kaup er komiö langt niöur fyrir þaö, sem nokkrum gat dottiö i hug að gæti gerst fyrir svona 5-6 árumogeins er skattbyröin orö- in gifurieg á öllum launamönn- um. Almenningur i iandinu stendur svo aö segja alfariö undir skattgreiösium, en at- vinnurekendur sleppa vægast sagt ódýrt frá skattgreiðslum. Þessu ranglæti veröur aö berj- ast gegn meö öllum tiltækum ráöum.” Þetta sagöi Kristján Thorlaci- us, formaöur BSRB, þegar blaöamaöur Þjóöviljans ræddi viö hann i gærmorgun i tilefni 35 ára afmælis bandalagsins, en þaö var stofnaö 14. febr. 1942. Ekki tilviljun Kristján sagöi þaö ekki tilvilj- un aö bandalagiö hefði einmitt veriö stofnaö i öndveröu striöi. Eftir langvarandi kreppu uröu i upphafi striösins miklar verö- Góð þátttaka í umrœðufundunum: 2. hlutinn hefst á fimmtudag Mjög góö þátttaka hefur veriö i fræösiustarfsemi Alþýöubanda- lagsins I Reykjavfk aö undan- förnu. Er nú lokiö fyrsta hluta umræöufundanna þar sem fjaliaö var um undirstööuatriöi marx- ismans. Framsögumenn á þeim fundum hafa verið þeir Pétur lagsbreytingar og veröbólga I kjölfar þeirra. Hins vegar var alger stöðnun i launamálum opinberra starfsmanna og haföi svo veriö lengi eöa allt frá 1919 að launlög voru sett. Rikis- starfsmenn töldu sig þvi standa betur aö vigi gagnvart riki og bæjarfélögum meö þvi aö stofna heildarsamtök. Fyrsta verkefni bandalagsins var að öölast viöurkenningu rikisvalds og sveitarfélaga og þar meö aö fá viðræðurétt um kaup og kjör opinberra starfs- manna. Um samningsrétt var ekki aö ræða fyrren löngu siöar. Þessi viöurkenning fékkst og viö gerö nýrra launalaga sem sett voru 1945 voru nú i fyrsta sinn opinberir starfsmenn hafö- ir meö I ráöum. Þetta var stórt stökk fram á viö. Stofnun lifeyrissjóð- anna mikil kjarabót Eitt mesta baráttumál banda- lagsins var strax i upphafi stofnun lifeyrissjóös fyrir alla rikisstarfsmenn. Fyrir voru lif- eyrissjóöir embættismanna og barnakennara, en nú var embættismannasjóöurinn gerö- 1 gær efndi BSRB til móttöku i skrifstofum sinum i tilefni af 35 ára afmæli BSRB. Myndin er tekin viö þaö tækifæri af nokkrum gestanna og Kristjáni Thorlacius formanni BSRB. ur aö almennum sjóöi fyrir rikisstarfsmenn, og skömmu siöar voru stofnaöir lifeyris- sjóöir bæjarstarfsmanna. Enn hafaþó barnakennarar sinn eig- in sjóö og eins eru hjúkrunar- konur og ljósmæöur meö sér- sjóöi. Meö tilkomu lifeyrissjóö- anna stórbötnuöu kjör opin- berra starfsmanna. „Þaö hefur alltaf veriö á stefnuskrá BSRB aö opinberir starfsmenn fengju fullan samningsrétt um kaup og kjör og verkfallsrétt eins og aðrar stéttir”, sagöi Kristján. „Þaö hefur aftur á móti ekki gengið þrautalaust og þaö er ekki fyrr en 1962 aö tekst aö knýja fram samningsrétt til handa þessum fjölmenna hópi launamanna. Baráttan fyrir samningsrétt- inum var geysihörö og rikis- valdiö lét ekki undan fyrr en um 90% kennara höföu undirritaö uppsagnir. Böggull fylgdi þó skammrifi, þvi að kjaradómur átti aö úrskuröa um deiluatriöi. Næsta skrefið er svo verkfalls- réttur, takmarkaöur þó, sem fékkst sumarið 1976.” Launamenn beraskatt- byrðina Eins og Kristján tók fram i upphafi viðtalsins hefur veriö aö halla undan fæti hjá opinberum starfsmönnum eins og öörum launamönnum undanfarin ár, einkum siöan 1974. Hann sagöi aö siðan þá sé kjaraskerðing opinberra starfsmanna orðin 30- 40%. „Ekki fer þvl hjá þvi, aö hörö kjarabarátta er framund- an," sagöi Kristján. „A þingi BSRB i haust var samþykkt aö segja upp samningum samkv. lögum um verkfallsréttog verð- ur það gert 1. april meö gildis- töku 1. júli. Aöalkröfur okkar i launamáium verða þær aö ná upp launaskeröingunni frá þvi 1974 og að allar launahækkanir veröi að fullu verötryggðar miö- aö viö framfærsluvisitölu. Og eins og ég sagöi áöan eru skattamálin stór iiöur I barátt- unni. Þaö nær engri átt aö launamenn beri mestalla skatt- byröina. Þeir segjast aö visu greiöa sinn hluta til almenningsþarfa meö aöstööu- gjöldum ogUtsvar^en það er aö- eins litið bort af þvi, sem al- menningur greiöir. Sem dæmi get ég nefntaö á þessu ári munu allir atvinnurekendur á landinu aöeins greiöa 2 miljaröa i tekju- skatt og tæpa 14 miljaröa i aö- stööugjöld og útsvar. Launa- menn hins vegar verða aö orpiöa miliaröatugi.” —hs ólafur Einar Gunnarsson, Ævar Kjartansson, örn Óiafsson og Guömundur Agústsson. 2. hluti umræöufundanna hefst á fimmtudaginn kemur, 17. febrúar. I þessum hluta veröur fjallaö um Auövaldsskipulagiö á íslandi, verkalýðshreyfinguna og sósiaiiska baráttu. Framsögu- menn i þeim hluta veröa sem hér segir: Þröstur a) Ólafur R. Einarsson um timabilið frá upphafi til 1942. 17. febrúar. b) Einar Olgeirsson um tima- bilið frá 1942-1958. 21. febrúar. c) Þröstur ólafsson um tima- bilið frá 1958-1971. 24. febrúar. Aö þessum hluta loknum hefst 3. og siðasti hluti umræöufund- anna 3. mars. Formannskjör í Hjúkrunarfélagi íslands 10. mars: 3 í framboði Formanns- og stjórnarkjör verður i Hjúkrunarfélagi Islands 10. og 11. mars nk. Frestur til aö skila framboöum er runninn út, o{ bárust þrjú framboö til for- mannskjörsins sem fer fram meö allsherjaratkvæöagreiöslu, en hins vegar eru sjálfkjörnir þeir tveir fulltrúar sem aö þessu siniii fara i nýja stjórn. Þau þrjú sem boöiö hafa sig fram til formanns eru Geir Frið- bergsson, Kristin óladóttir og Svanlaug Arnadóttir. Aöeins ör- fáir karlmenn eru i þessu fjöl- menna stéttarfélagi,og þvi vekur þaö nokkra athygli aö karlmaöur er i framboöi. Þess skal getið aö núverandi formaöur, Ingibjörg Helgadóttir, gefur ekki kost á sér áfram. — GFr SVONA ER KJARASKERÐINGIN Viö birtum idag 16. dæmiö um kjaraskeröinguna siðustu þrjú ár. Dæmin sýna hversu miklu lengur en áöur verkamaöur er nú að vinna fyrir sama magni af vörum. — Viö tökum eina vörutegund á dag. Upplýsingar um vöruverö höfum viö frá Hagstofu Islands, en upplýsingar um kaupiö frá Vcrkamannafélaginu Dagsbrún, og er miöaö viö byrjunarlaun samkvæmt 7. taxta. 16. dæmi 1 kg ný þorskjlök án þunnilda Verð: Kaup: Febrúar1974 Mai 1974 I dag,febrúar 1977 kr.330.- kr. 414.80 NIÐURSTAÐA: 1. i febrú^r 1974 (fyrir kjarasamningana þá) var verkamaður 39 mínútur að vinna fyrir einu kílói af þorskflökum. 2. I maí 1974 var verkamaður4l minútu að vinna fyrir sama magni af þorskflökum. 3. I dag, 15. febrúar 1977, er verkamaður 48 mínútur að vinna fyrir þessu eina kilói af þorskflökum. Þorskflak Vinnutiminn hefur lengst um 23% sé miðað við febrúar 1974 og um 17% sé miðað við mai 1974.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.