Þjóðviljinn - 16.02.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.02.1977, Blaðsíða 4
i — StÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 16. febrúar 1977 UOmiUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjó&viljans. Framkvæmdastjóri: Ei&ur Bergmann Hitstjórar:Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson. Umsjón meö sunnudagsblaOi: Arni Bergmann. Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgrei&sla, auglýsingar: Sl&umúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Veruleikinn í Sviss og draumurinn um Dusseldorf Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra er floginn til Sviss ásamt fylgisveinum sinum, þeim Jóhannesi Nordal seðla- bankastjóra og Steingrimi Hermannssyni, ritara Framsóknarflokksins. Þar sitja þeir félagar á fundum nú þessa dagana ásamt forráðamönnum fjölþjóða- hringsins Suisse Aluminium. Hér i Þjóðviljanum hafði strax i desem- bermánuði verið sagt fyrir um þessa för, en fundurinn i Sviss var ákveðinn i byrjun nóvember s.l. Og hvert er svo umræðuefnið á fundi Gunnars Thoroddsen og fjölþjóðlegu ál- herranna i Sviss? Þeir eru að ræða, hvenær og hvernig skuli stiga næstu skrefin við f ramkvæmd á áætlun ,,Integral”, sem Þjóðviljinn hefur greint frá, þeirri áætlun, sem stefnir að mun meiri erlendri fjárfestingu i atvinnu- lifi á íslandi en svarar til alls þess fjár- magns, sem nú er bundið i islenskum at- vinnuvegum. Samkvæmt áætlun „Intergral” þá er næsti áfangi sá að stækka álverið í Straumsvik, þannig að orkunotkun þess og framleiðslumagn aukistum svo sem 50%. t fundargerð frá fundi sömu aðila i Reykjavik i byrjun nóvember segir um þetta efni orðrétt: „Báir aðilar lýstu áhuga sinum Og Alu - suisse skýrði frá þvi, að þeir vonuðu að geta eftir þrjá mánuði lagt fram ná- kvæma áætiun um stækkun kerskála 2 og um þriðja kerskála.” Nú eru þessir þrir mánuðir liðnir og iðnaðarráðherra flýgur sjálfur til Sviss til að ræða hina „nákvæmu áætlun” um 50% stækkun álversins i Straumsvik. En áætlun „Intergral” geymir fleira og umræðuefnin þar i Sviss eru fleiri. í fundargerð Reykjavikurfundarins i byrj- un nóvember segir einnig m.a. orðrétt: „Rætt var um möguleika á framtiðar- samstarfi milli aðila við rannsóknir á vatnsafli og hvað varðar iðnaðaráform á Austurlandi. Aðilar munu fjalla um þetta mál siðar.” Þarna er komið annað umræðuefni fyrir fundina, sem nú standa yfir i Sviss. Samkvæmt áætlun „Integral” er nefni- lega ekki bara gert ráð fyrir fyrst 50% stækkun og siðan tvöföldun álversins i Straumsvik heldur fjárfestingu i risaorku- verum og áliðjuverum uppá ekki aðeins miljónir, heldur biljónir bandarikjadoll- ara, — svo sem ýtarlega hefur verið greint frá með birtingu óvéfengjanlegra gagna hér i Þjóðviljanum. í fundargerðinni frá Reykjavikurfund- inum segir enn orðrétt: „munu aðilar halda áfram að rannsaka möguleika á þvi að setja upp súrálsverksmiðju i grennd við Straumsvik, sem fær jarðvarma- orku.” Þarna er komið enn eitt umræðuefnið á fundunum nú i Sviss. — Súrálverksmiðja á Reykjanesi, sem samkvæmt þeim áætlun- um sem fyrir liggja yrði af slikri stærð, að verksmiðjusvæðið yrði allt að 20 km á lengd — athafnasvæði verksmiðjunnar ætti sem sagt að spanna allt að helming vegalengdarinnar frá Hafnarfirði til Keflavikur á lengdina og á þverveginn drjúgan spöl frá strönd til fjalla á sömu slóðum. —Þessar upplýsingar er að finna i skýrslu sendimanna Gunnars Thorodd- sen, sem áttu viðræður i Sviss, dagana 25. — 27. mai 1975. Ekki hefur Gunnari og samverkamönn- um hans ofboðið þessi „glæsilega” fram- tiðarsýn, þótt súrálsframleiðsla sé einn mesti mengunarvaldur, sem þekkist i stóriðjurekstri. — Áfram er fund eftir fund, rætt um að leggja það sem eftir er af Reykjanesi undir súrálsframleiðslu, — siðast er þetta rætt á fundinum i Reykja- vik i byrjun nóvember s.l. og svo nú úti i Sviss. Hann er iðinn við kolann, Gunnar Thor- oddsen. Það er ákaflega athyglisvert, að áróðursstjórar Sjálfstæðisflokksins virð- ast með öllu frábitnir málefnalegri um- ræðu um þá stóralvarlegu hluti sem hér er um að ræða. í stað vitrænna umræðna er gripið til þess ráðs i Morgunblaðinu, að birta i Reykjavikurbréfi á sunnudaginn var mynd af hamri og sigð yfir borginni Diisseldorf i Vestur-Þýskalandi, i tilefni þess að einhver rússneskur dóni er sagður hafa mætt þar á fund i desember s.l. Morgunblaðið heldur þvi reyndar ekki fram að þessi rússneski dóni hafi hitt ein- hverja islendinga að máli þar i Dussel- dorf, svo er ekki. Engu að siður er það al- farið niðurstaða spekinganna i Morgun- blaðshöílinni, að hver sá sem snýst gegn áætlun „Intergral” á íslandi hljóti að vera fjarstýrður, — og i þetta skiptið liggi þráðurinn til borgarinnar Diisseldorf, sem Morgunblaðinu hefur þóknast að brenni- merkja með hamri og sigð!!!! Munurinn á órum og staðreyndum er m.a. sá, að enginn héðan nema þá Morgunblaðið hefur mætt eða heyrt frá rússneskum dóna i Diisseldorf, en hitt er bláköld staðreynd, að Gunnar og fylgdar- lið eru mættir til leiks i Sviss. k. Sá eini rétti skransali Samkvæmt vi&tali Morgun- bia&sins i gær viö Pál Ásgeir Tryggvason bárust honum 34 um- sóknir um embætti framkvæmda- stjóra Sölu setuli&seigna. I þeim hópi umsækjenda var ekki Alfreö Þorsteinsson, aöstoöarmaöur stjórnmálaritstjóra Timans en umsókn hans fór beint til utan- rikisrá&herra aö sögn Páls Asgeirs. Þannig er ljóst aö hugsanlegt er aö umsækjendur um þetta starf hafi veriö allmiklu fleiri en hingaö til hefur veriö lát- iö i ve&ri vaka. Ekki er aö efa aö i þeim flokki hefur veriö margur valinkunnur sæmdarma&ur, sér- lega til þess fallinn aö selja þá helgu dóma sem hernámsliöið dreifir meöal trúaöra fyrir litiö verð. Skilst þvi gjörla hvers vegna þaö hefur tekiö ráöherrann svona langan tima aö ákveöa hver ætti a& hreppa hnossiö. Lá hann undir feldi I nokkrar vikur og dug&i þó hvergi nærri. Komst hann ekki aö niöurstööu fyrr en Kristinn Finnbogason og Jón Aðalsteinn Jónsson, formaöur Framsóknarfélags Reykjavik- ur, héldu á fund ráðherrans viö fjóröa mann. Var sá fundur hald- inn I utanrikisráöuneytinu. Niðurstaöa fundarins var ein- róma: Eini maöurinn meöal allra umsækjendanna sem er þess veröur aö hreppa hnossið er Alfreö Þorsteinsson, a&stoöar- ma&ur stjórnmálaritstjóra Tim- ans og borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins. Honum einum og aöeins honum er trúandi fyrir þvi aö selja rusl frá hernum. Þessi niöurstaöa utanrikisráö- herra er fullkomlega eðlileg og rökrétt. Engin maöur i landinu er heppilegri ruslasali en einmitt Alfreö Þorsteinsson. Má meöal annars i þeim efnum og til sönn- unar visa til skrifa hans i Timann undanfarin ár svo og til starfa hans sem borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins i sjö ár. Telur undirritaöur aö Einar Agústsson hafi sjaldan skipaö i embætti af Hæfastur til aö Ekki er örvænt vera skransali um aft hann hersins af um 40 vaxi til þeirrar umsækjendum: vir&ingar I Is Alfreft Þorsteins- lenska blaOa- son. heiminum sem Alfreö hefur not- iö: Jón Sigurös son. jafneinskærri snilld og I þetta skiptiö. Alfreð mun sjá við þeim Vafalaust er þaö tilgangur ein- hverra öfundarmanna Alfreös innan Framsóknarflokksins aö losa flokkinn viö hann úr trún- a&arstö&um, en hann skipar nú aöra hverja nefnd borgarinnar fyrir flokkinn auk borgarfulltrúa- embættisins. Þessir öfundsjúku metoröastritarar ver&a áreiöan- lega fyrir vonbrigöum. Ekki er minnsti vafi á þvi aö Alfreö Þor- steinsson mun sjá viö þessum mönnum: nú getur hann veifaö um sig seðlunum frá hernum og keypt fyrir þá heilu hverfin i Framsóknarflokknum i Reykja- vik. Munu þá skammt duga til mótvægis fjármunir verslunar- innar Sportvals eöa skipaútgerö Kristins Finnbogasonar. Er ekki aö efa hvor hefur betur og aö Alfreö muni tryggja sér veröugan sess á listum Framsóknarflokks- ins til alþingis og borgarstjórnar á næstu árum. Má enda minna á þaö aö skransölunefndin hefur reynst mörgum framsóknar- manninum happadrjúg til met- oröa. Þvi til endanlegrar sönnun- ar skal bent á aö einmitt á vegum þessarar nefndar hóf Einar Agústsson núverandi utanrikis- ráöherra og varaformaður Framsóknarflokksins stjórn- málaferil sinn. Óhindrað hagsmunafé Þaö er ákaflega vel viö hæfi aö Framsóknarflokkurinn skuli fela einum forystumanna sinna aö gegna störfum hjá skransölum hersins. Framsóknarflokkurinn hyggst meö þessum hætti tengja flokkinn og hermangiö traustum böndum, þannig aö framvegis renni „hagsmunaféö” óhindraö milli flokks og hers. Þannig yröi meö haganlegum hætti komiö i veg fyrir þaö aö Framsóknar- flokkurinn heföi nokkun tima „efni á þvi” aö láta herinn fara. Má þetta veröa herstöövarand- stæöingum I hópi fylgismanna framsóknar noidcurt leiöarljós framvegis. Maður í manns stað Margur velunnari Tlmans mun telja aö skjótt hafi sól brugöiö sumri og a& skarö sé fyrir skildi þegar Alfreö Þorsteinsson hverf- ur á braut. Veröur þaö sæti vand- skipaö sem Alfreö situr 1 til 1. mars. Mun Timaforystan ætla aö setja Jón Sigurösson i sæti Alfreös og er ekki örvænt um aö hann geti á&ur en langt liöur vaxið til þeirrar tviræöu viröing- ar i Islenska blaöaheiminum sem Alfreð Þorsteinsson hefur notiö. —S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.