Þjóðviljinn - 16.02.1977, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 16.02.1977, Qupperneq 5
Miðvikudagur 16. febrúar 1977 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA — 5 síðan er upptaka í BBC Tveggja klukkustunda efnisskrá flutt fyrir almenning hérlendis áður en utanlandsferðin hefst Háskólakórinn er nú um það bil að leggja af stað í sína fyrstu utan- landsferð og hefur stefn- an verið tekin á Skotland. Á tíu daga ferðalagi kórs- ins verður sungið sex sinnum í sex borgum auk þess sem ákveðið hefur verið að BBC í Skotlandi kaupi af kórnum hálfrar kiukkustundar langa dag- skrá. Fyrsti viðkomu- staður kórsins er borgin Carlisle, sem er einmitt fæðingarborg stjórnand- ans, Rutar Magnússon. Að sögn Erlu Ellnar Hans- dóttur, formanns Háskólakórs- ins, tók hann til starfa árið 1972 og hefur allar götur siðan flutt tvenna tónleika á ári hverju, annan um jól en hinn að vori til. Frá árinu 1973 hefur Rut Magnússon stjórnað kórnum, sem jafnan hefur verið skipaður 40-50 manns. Erla Eiin sagði að Háskóla- kórinn færi út á eigin vegum, en kæmi til með að syngja á vegum tónlistardeilda viö ýmsa há- skóla i Skotlandi. Kórfélagar hafa safnað fyrir ferðinni með flóamarkaði, kökusölu og fimm- tiu króna „æfingaskatti”, sem hver félagi hefur orðið að reiða af hendi fyrir hverja æfingu með kórnum! Riki og borg styrkja kórinn einnig til utanfararinnar og Há- skólinn hefur sjálfur stutt við bakið á kórfélögum, sem fyrir vikið geta lagt áhyggjulausir upp i þessa fyrstu söngför sina. Háskólakórinn heldur utan með myndarlega efnisskrá, sem raunar er skipt I tvennt og lög valin eftir þvi hvort sungið er i kirkjum eöa tónleikasölum há- skólanna. 1 fyrra tilfellinu verö- ur aöallega lögð áhersla á að kynna islenska kirkjutónlist frá upphafi til nútimans en inn i dagskrána er fléttað negra- sálmum og fleiru. Er reiknað með þvi aö sú dagskrá verði flutt I tvigang, eöa jafn oft og sungið veröur i skoskum kirkj- um. Þegar sungið veröur i venju- legum tónleikasölum er dag- skráin öllu fjölbreyttari. Verk islenskra höfunda eru i öndvegi og koma fjölmörg tónskáld viö sögu, bæði gamlar kempur og einnig nútimaskáld eins og t.d. Atli Heimir Sveinsson, Jón As- geirsson, Gunnar Reynir Sveinsson o.fl. Islensk þjóðlög verða flutt ásamt þjóðlögum frá Skotlandi og Ungverjalandi. Háskólakórinn hyggst flytja dagskrá sina tvivegis i félags- stofnun stúdenta við Miklubraut áður en haldið er utan. Fyrri tónleikarnir verða nk. laugar- dag klukkan þrjú, en þeir siðari nk. mánudagskvöld, þ.e. á „bolludaginn”, klukkan 21.00. Erla Elin Hansdóttir sagði að einnig væri I athugun að ferðast um landsbyggðina að lokinni Skotlandsheimsókninni og halda þar tónleika, en engin á- kvöröun hefur veriö tekin um þaö ennþá.. og raunar ýmis ljón I veginum. -gsp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.