Þjóðviljinn - 16.02.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.02.1977, Blaðsíða 6
6 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövlkudagur 16. febrúar 1977 þingsjá Alfreð sótti prívat hjá Einari og bað um leynd! Ragnar Arnalds Karvel Pálmason Benedikt Gröndal Albert Guðmundsson Einar Agústsson Stefán Jónsson Sverrir Hermannsson Ráðherra neitar Alþingi um upplýsingar Tekur við umsóknum frá „huldu- mönnum” um opinbert starf A fundi sameinaðs Alþingis i gær kvaddi Ragnar Arnalds sér hljóðs utan dagskrár og krafði utanrikisráðherra svara varð- andi málsmeðferð f sambandi við veitingu starfs forstjóra fyrir „Sölu varnarliðseigna”, en veit- ing starfsins var gerð opinber i fyrradag. — Starfið hlaut Alfreð Þorsteinsson, blaðamaöur við Timann og borgarfulltrúi Framsóknarflokksins i Reykja- vik. Ragnar Arnalds benti á, að' meðferð þessa máis hafi öll verið vægast sagt mjög óeðlileg, en hingað til hafi utanrikisráðuneyt- ið neitað að gefa um það upplýs- ingar hverjir um starfið sóttu, svo sem venja er um opinber embætti. Skýrt hafi verið frá þvi, aö umsækjendur um þetta starf hafi verið 34, en i blaöaviötali viö Morgunblaöiö hafi Páll Asgeir Tryggvason, deildarstjóri i svo- kallaöri varnarmáladeild utan- rikisráöuneytisins,upplýst, aö sá sem stööuna hlaut hafi reyndar ekki verið i hópi þessara 34 umsækjenda. Hver er skýringin? Hverju er að leyna? Ragnar kvaöst ekki vilja halda þvi fram, aö utanrikisráöherra hafi brotiö lög i sambandi við þetta mál, en vinnubrögöin hafi veriö óvenjuleg, mjög óviökunn- anleg og þarfnist óhjákvæmilega skýringa. Þaö er algert brot á venjum, að utanrikisráöherra skuli hafa neit- aö aö gefa upplýsingar um hverj- ir sóttu um þetta opinbera embætti. — Hver er skýringin? Hverju er veriö aö leyna? í 5. gr. laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er að visu talaö um að reglur sem gilda almennt um opinber störf hvaö þetta varöar nái ekki til starfa f þágu utanrikisþjónustunn* ar, en þarna er auövitaö alls ekki átt viö störf hjá innlendri stofnun sem auglýsir eftir umsóknum eins og hér er um aö ræða, þótt hún heyri undir utanrikis- ráöuneytiö. Þaö er ekki hægt aö una þvl, aö ráöherra neiti aö upplýsa hverjir sótt hafi um opinbert starf. Sllk vinnubrögö eru forkastanleg og þarfnast nánari skýringa af hálfu ráðherra. — Engin lög eru mér vitanlega til um starfsemi þeirr- ar stofnunar, sem hér um ræðir, en ég vil spyrja ráðherrann samkvæmt hvaða lögum starf- semi „Sölu varnarliðseigna” fari fram. Veiting þessa forstjórastarfs til manns sem ekki var einu sinni á lista yfir 34 almenna um- sækjendur samkvæmt upplýsing- um Páls Asgeirs Tryggvasonar, — sii veiting getur vart verið rétt- lætanleg, nema utanrikisráð- rierra litisvo á, að allsenginn hafi veriö hæfur af hinum almennu amsækjendum. 210 miljónir í veltu Ragnar Amalds kvaöst hafa aflaö sér upplýsinga um þaö, aö „Sala varnarliöseigna” hafi á siöasta ári velt 210 miljónum króna, og þarna hafi m.a. verið seldar rúmlega 200 bifreiöir. Forstjóri þessarar stofnunar fær i hendur mikiö fjármálavald, þvi aö þarna eru hlutir ekki seldir hæstbjóöanda á uppboöi, heldur heitir þaö svo aö leitað sé tilboða og það siöan i valdi forstjórans hvaða tilboði er tekiö. Hann viröist i þeim efnum algerlega einráöur, en nú hefur fyrir nokkr- um árum veriö lögö niöur nefnd sú, „Sölunefnd varnarliöseigna”, sem áöur var eins konar stjórn þessarar stofnunar. Hér er um aö ræöa forstjóra- starf, sem mjög óviðeigandi er, að gegnt sé af frammámanni I stjórnmálum. Sá sem utanrikis- ráðherra veitti starfiö er hins vegar sem kunnugt er borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins i Reykjavik og fjallar sem blaöa- maður regiubundið um stjórnmál i málgagni Framsóknarflokksins. Ragnar Amalds kvaöst g jarnan vilja fá upplýst hjá utanrlkisráö- herra, hvort ætlunin væri aö hinn nýi forstjóri „Sölu varnarliös- eigna” gegndi einnig áfram stjórnmálastörfum á vegurn Framsóknarflokksins. Verður ekki flokkað undir „störf í utan- rikisþjónustunni” Benedikt Gröndai tók undir orö Ragnars og sagöi aö starfsemi einmitt þessarar stofnunar hafi um áratugi verið tortryggð meira en flest önnur starfsemi hér á landi. Fyrirtækiö heföi fremur þurft á hreinsun aö halda en þvi að mál þessi væru gerð enn gruggugri. Sú skoðun væri útbreidd, aö stjórnmálaflokkarnir misnoti aöstööu sina til aö koma gæöing- um sínum I embætti. Verknaöur sem þessi væri sérstaklega vel til þess fallinn að ýta undir þvlllka tortryggni. Fráleitt væri aö flokka þetta brask undir „störf I utanrikisþjónustunni”, og þvi ætti tvimælalaust aö skýra frá nöfn- um umsækjenda. Alfreð sótti um prívat hjá Einari, — og bað um leynd! Einar Agústsson, utanrikisráö- herra,sagöi aö Alfreö Þorsteins- son heföi,áöur en umsóknarfrest- ur rann út, afhent sér persónulega umsókn um starfið en Alfreö hafi þá jafnframt óskaö þess, að ekki yrði skýrt opinber- lega frá umsókn hans, ef svo færi aö hann hlyti ekki starfiö!! Fleiri umsækjendur hafi boriö fram slikar óskir um leynd, og sagöist ráðherra telja aö sumir þeirrá hafi haft „nokkuö mikilvægar ástæöur” fyrir þeim óskum!! Ráöherra kvaöst hafa lofaö þess- um mönnum þvi, aö nöfn þeirra yröu ekki birt. Þetta hafi hann gert meö hliösjón af ákvæðum 5. gr. laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, þar sem tekið væri fram að almennar reglur um þessi efni giltu ekki hvað varðar störf hjá utanrikis- þjónustunni. Nú má vera að þessi túlkun fái ekki staðist, sagði Einar. Ráöherrann tók svo fram, að Alfreð Þorsteinsson væri nú aöeins settur i embættið, ekki skipaður. Hann vildi fá reynslu á störf mannsins á þessum vett- vangi áöur en tilskipunar kæmi!! 1 lögum er talað um, að skylt sé að láta i té upplýsingar um umsækjendur i opinberar stöður, ef einhver úr hópi umsækjenda eða félaga umsækjenda óskar þess. Engin slik ósk hefur komið fram, sagði Einar. Engin lög um þessa stofnun Um „Sölu varnarliöseigna” giida engin lög (!). Þarna ersama fyrirkomulag og áður, stuöst viö 25 ára hefö (!). Ég vann þarna sjálfur sem ný- útskrifaöur lögfræðingur, sagði ráöherrann, og tók fram að hann gætiekki fallistá þaö,aö þaö væri einum manni til óhelgi aö hafa veriö borgarfulltrúirþvert á móti veitti starf borgarfulltrúa innsýn Imörgmál.Hann sagöi, að Alfreö Þorsteinsson myndi nú láta af störfum viö Timann, en kvaöst ekkert geta sagt um þátttöku hans i stjórnmálum aö öðru leyti i framtiðinni. Ráðherrann sagði, að nokkrir úr hdpi hinna mörgu umsækjenda hafi dregiö umsókn sina til baka áöur en aö stööuveitingu kom, og lauk máli sinu meö aö segja aö hann væri nú „óhræddur við aö birta þennan lista” yfir umsækjendur. Engan lista fengu þó alþingismenn aö sjá eöa heyra. Hvaða kostum þurfa menn að vera búnir? Stefán Jónsson sagöi aö tveir alþingismenn hafi nú við þessar umræöur boriö fram ósk um birt- ingu lista yfir umsækjendur um starf forstjóra hjá „Sölu vamar- liöseigna”. Ekki sé fariö fram á annað en ráðherra gefi um þaö upplýsingar hverjir þessir 33 eða 34 hafi verið, sem hann tók Alfreö Þorsteinsson fram yfir. Stefán kvaöst ekki vilja bera brigöur á hæfileika Alfreös til starfans, þótt utanrikisráöherra hafi reyndar látið vera aö skilgreina, hvaða hæfileikar séu mikilvægastir i sambandi viö þetta starfí!) En vegna tregðu ráðherra að birta nöfn umsækjenda, þá kvaðst Stefán myndu Ihuga að bera fram tillögu um að Alþingi skori á ráð- herrann að birta þessi nöfn, og að ráðherrann láti þá fylgja greinar- gerð um það meö hvaöa hætti hæfileikar til starfsins hafi verið metnir. Lýðræðisleg réttindi fótumtroðin Ragnar Arnaids kvaðst þakka svör ráðherrans, en geröir ráö- herrans virtust ekki siður for- kastanlegar þrátt fyrir þessi svör. Hafi Alfreö Þorsteinsson afhentráöherranum umsókn sina persónulega meö beiðni um sér- staka leynd, þá átti ráöherrann auövitaö aöeins aö afhenda þessa umsókn til skráningar eins og aðrar umsóknir um þetta opin- bera starf. Þaö er almenn regla, aö fólki sé gefinn kostur á upplýs- ingum um hverjir sæki um opin- bera stöðu. Með þvi aö neita aö veita slikar upplýsingar er veriö aö fótumtroöa lýðræöisleg rétt- indi almennings. Fólk getur ekki dæmt um réttmæti geröar ráð- herrans, nema eiga þess kost aö sjá nöfn umsækjenda. Slik em- bættisveiting á aö fara fram fyrir opnum tjöldum. Benedikt Gröndai sagöi þaö vera fjarri öllu lagi, aö ráöherra lofaöi einstökum umsækjendum um opinbera stöðu aö halda nöfn- um þeirra leyndum. Meö þvi væri verið að mismuna mönnum á al- varlegan hátt. Hverjir geta beöið ráöherrann um slika leynd, og hverjir ekki? Hverjir eiga aö njóta sllkra sérréttinda og hverjir ekki? Þaö er misviröing viö Alþingi, að neita þingmönnum um rétt til aöfá upplýsingarum hverjirsæki um opinbert starf. Karvel Pálmason tók undir gagnrýni á málsmeöferö utan- rikisráöherra. Kvaö þessa leynd óeölilega, skoraöi á ráðherra að falla frá henni, og taldi aö almenningur krefðist þess að nafnalistinn yröi birtur. Albert treystir Alfreð vel Albert Guömundsson sagðist hafa þekkt þá Einar Agústsson, utanrikisráðherra og Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúa,leng- ur en flestir aðrir hér, og kvaðst telja Alfreö Þorsteinsson fullfær- an um aö gegna þessu starfi. Þá sagöi Albert, að ef hann væri sjálfur á þessum lista yfir umsækjendur um forstjóra- stööuna, þá vildi hann biöja utan- rikisráðherra aö sjá til þess aö nafn sitt yrði ekki birt. Albert sagðist harma, að utanrikisráð- herra hefði varla tima til að sinna störfum sinum, vegna sifelldra árása sem hann yrða fyrir. Ef við felum ráðherra verkefni, — Framhald á 14. siðu Framsókn í skugga skransölu og hermangs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.