Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19. febrúar 1977 Erlendar fréttir í stuttumáli Hússein Jórdaníu- konungur á launum hjá CIA WASHINGTON 18/2 Reuter — Bandariska blaðið Washington Post heldur þvi fram i dag, að bandariska leyniþjónustan CIA hafi um tuttugu ára skeið haft Hússein Jórdaniukonung á kaupi. Hafi greiðslurnar sam- tals numið miljónum dollara. Blaðið segir CIA hafi borgað konungi til þess að fá fullt at- hafnafrelsi i riki hans, sem bandariska leyniþjónustan hafi lagt áherslu á að fá vegna hernaðarlega mikilvægrar legu Jórdaniu. Blaðið segir að Ford forseti hafi frétt af greiðslunum til kon- ungs siðastliðið ár, en ekki stöðvað þær. Carter forseti Sjö spænskir stjórn- málaflokkar leyfðir Kommúnistaflokkurinn bannaður enn MADRID 18/2 Reuter — Sjö spænskir stjórnmálaflokkar fengu I dag fullt leyfi stjórnarvalda til að starfa löglega, þeirra á meöal Sósialistaflokkur Spánar, sem i fjóra áratugi starfaði leynilega. Meðal hinna flokkanna, sem fá nú fullt athafnafrelsi á ný að sögn stjórnarvalda, eru vinstrisinnaöir kristilegir demókratar og Sósialistaflokkur alþýðu, sem er klofningur frá Sósíalistaflokkn- um. Hinsvegarsagði talsmaður innanríkisráðuneytisins að engin ákvörðun hefði ennþá verið tekin um hvort Kommúmstaflokkur Spánar yrði leyfður á ný. Helstustjórnarandstöðuflokkarnirneituöu til skamms tima að leggja fram umsókn um fullt starfsleyfi.þar eð innanrikisráöu- neytiðhafði neitunarvald í málinu,en stjórnin hefur nú visaö þvl neitunarvaldi til hæstaréttar landsins, sem væntanlega fjallar þá um umsókn Kommúnistaflokksins. Hæstiréttur veröur að gefa úrskurð um þá umsókn fyrir marslok. Tansanía fordæmir Amin DÁR ES SALAAM 17/2 Reuter — Otvarp stjórnar Tansanlu fór I dag hörðum orðum um Idi Amin, forseta Úganda, og sagöi það nokkurnveginn öruggt að Janani Luwum, erkibiskup angllkönsku kirkjunnar I Úganda,og tveir ráðherrar hefðu veriö myrtir að tilhlutan Amins. Sagöi útvarpið að hér væri aðeins um að ræða síðustu glæpahryðju Amins gegn mannkyninu og aö hann hefði þegar látið myrða þegna sina i þúsundatali. I út- varpssendingunni var Idi Amin kallaður einræöisherra og slátr- ari. Útvarpið sagði ennfremur, aö afrlsk rlki yrðu að fordæma hryðjuverk, sem framin væru af rlkisstjórnum blökkumanna- rikja, engu síður en þau fordæmdu kynþáttakúgun minnihluta- stjórna hvítra manna i sunnanverðri Afrlku. Kúgun yrði aö for- dæma, hverjir sem að henni stæðu. Sovétríkin fá veiðileyfi 18/2 — Efnahagsbandalag Evrópu hefur heimilað Sovétrikjun- um að hafa 40 fiskiskip að veiðum innan fiskveiðilögsögu banda- lagsins út mars. Þó fá ekki nema 17 sovésk skip aö veiða þar I einu. T ékkóslóvakísk dægurlagasöngkona heitir á listamenn - PRAG 18/2 Reuter — Tékkóslóvakiski dægurlagasöngvarinn Marta Kubisova, sem yfirvöld hafa hindrað i að syngjá opinber- lega síðan 1970, hét i dag á listamenn um allan heim að leggja sig fram um að stöðva brot á mannréttindum i Tékkóslóvakiu. Kubisova var eindreginn stuðningsmaður Alexanders Dubceks, fyrrum leiðtoga Kommúnistaflokks Tékkóslóvaklu. Hún hefur þrívegis unnið „Verðlaun gullna næturgalans” sem besta dægurlagasöngkona lands sins. Kubisova beinir tilmælum sinum sérstaklega til listamanna I öllum þeim rikjum, sem undirrituðu Helsinki-sáttmálann og ennfremur til listamanna I öllum rikjum, sem undirritað hafa mannréttindaskrá Sameinuöu þjóöanna. Kubisova er ein þeirra, sem undirritað hafa Mannréttindaskjal 77. Hússein konungur og drottning hans Alia, sem nýlega fórst I flugslysi — launþegi CIA i tvo áratugi? fyrirskipaði hinsvegar að sögn blaðsins að greiðslurnar skyldu stöðvaðar, er hann frétti af þeim fyrr i vikunni. Hvorki Ford-stjórnin eða CIA sagöi Carter frá þessum viðskiptum leyniþjónustunnar. Vansköpuð börn fæöast I Seveso MÍLANÖ 18/2 Reuter — Tvö vansköpuð börn hafa fæöst i Seveso, borg þeirri norður af Milanó þar sem dioxin, stórhættulegteiturefni, komst út i andrúmsloftið við sprengingu i efnaverksmiðju þar siöastliðið ár. Vanskapanirnar eru innvortis og eru þarmar annars barnsins stiflaðir á þremur stöðum. Áður hafði kona, sem oft kom i heimsókn til ættingja i Seveso meðan hún var þunguð, fætt van- skapað barn. Visindamenn hafa látiö i ljós ótta um að eitrið kunni að valda lifrarskemmdum á börnum I móðurkviði og að afleiðingar eitr- unarinnar komi fram á óbornum kynslóðum. Vanskapanir af þessu tagi eru aö visu ekki það óalgeng- ar að fullvist sé að hér sé um áhrif eitrunarinnar að ræöa, en útilok- að er það ekki. Eitt barnanna, sem veiktust af húðsjúkdómi eftir eitrunina i Seveso — óttast er að eitrið valdi vansköpunum á börnum I móöur- kviði. Bréf Carters til Sakharofs: SOVÉTRÍKIN BERA • • FRAM KVORTUN WASHINGTON 18/2 — Anatóli Dobrynin, ambassador Sovét- rikjanna i Bandarikjunum, gekk i gærkvöldi á fund Arthurs Hart- man, sem gegnir embætti utan- rikisráðherra Bandarikjanna i fjarveru Cyrus Vance, og lét um- mælt I þá átt að yfirlýsingar stjórnar Carters i mannréttinda- málum yrðu ekki til þess aö bæta samskipti risaveldanna tveggja nema siður væri. Dobrynin minntist að sögn ekki á bréf Carters til Sakharofs, sem eins og kunnugt er nýtur hvað mests álits af sovéskum andófs- mönnum. Það bréf er túlkað sem stuðningsyfirlýsing Carters við baráttu andófsmanna I Sovétrikj- unum, og er talið að umkvörtun Dobrynins sé borin fram af þvi tilefni. Tass-fréttastofan sovéska vék að þvi I frétt af fundi þeirra Dobrynins og Hartmans að Bandarikjunum færi betur að lita sér nær, þvi að sjálf hefðu þau mannréttindi ekki að öllu leyti i heiðri. Var i þvi sambandi bent á mikið atvinnuleysi I Bandarikj- unum, kynþáttamisrétti, risandi glæpaöldu og brot á ýmsum borgaralegum réttindum. I tið þeirra Fords og Kissingers lét Bandarikjastjórn ekki frá sér fara nein ummæli um brot á mannréttindum i Sovétrikjunum. Sonur Indiru Gandhi: Stjórnarandstæðfng- ar skordýr og asnar NÝJU-DELHI 18/2 — Sanjay Gandhi, sonur Indiru Gandhi og leiðtogi æskulýðssamtaka Þjóö- þingsflokksins, hélt I gær ræðu I kjördæmi sinu i Uttar Pradesh, fjölmennasta fylki Indlands, og likti samfylkingu stjórnarand- stæðinga, Janata, við fjóra asna fyrir vagni og smærri flokkum i þvi bandalagi viö skordýr, sem heföust við á ösnunum. Sanjay Gandhi hefur komist i æðsta valdahóp Þjóðþingsflokksins siðustu tvö árin og orðið mjög umdeildur, en grunur leikur á þvi að Indira ætli honum völdin eftir sinn dag. Fjórir helstu flokkarnir i Janatabandalaginu eru Jan Sangh, sem er þjóðernissinnaður hindúaflokkur, Sósialistaflokkur, Andstöðuþjóðþingsflokkurinn (sem klofnaði úr Þjóðþings- flokknum fyrir nokkrum árum) og Indverski þjóðarflokkurinn. Jagjivan Ram (til hægri), leiðtogi indverskra stéttleys- ingja, er talinn einn skæðustu keppinauta Indiru Gandhi. Einnig er þar i fylkingu Lýðræðissinnaði þjóðþingsflokk- urinn, en leiðtogi hans er fyrr- verandi landbúnaðarmálaráö- herra Jagjivan Ram, sem sagði skilið við Þjóðþingsflokkinn fyrr i mánuðinum. Ram hefur verið tal- inn aðalleiðtogi stéttleysingja, sem eru margir tugir miljóna og frá fornu fari minnst virtir og mest kúgaðir allra indverja. Nokkrir svæðisbundnir flokkar styðja Janata einnig. Þingkosningar fara fram I Ind- landi i næsta mánuði. I kosninga- baráttunni lofar Janata lýðræði og segir indverja hafa um það að velja og einræðisstjórn Indiru Gandhi, en Gandhi heitir þvl á móti að tryggja landsmönnum stöðugleika og öryggi og segir að allt muni fara i upplausn ef Janata-flokkarnir, sem séu gerólikir hver öðrum og sundur- þykkir um margt, komist I stjórn. Amnesty International sakar Iran um pyndingar: Pólitísklr fangar í landinu 25—100.000 AMSTERDAM 17/2 Reuter — Hollenska deildin i Amnesty International byrjar á morgun ráðstefnu um pyndingar á póli- tiskum föngum og önnur brot á mannréttindum I Iran. 1 skýrslu frá Amnesty segir, að ómögulegt hafi reynst að afla upplýsinga um hve margir pólitiskir fangar væru i irönskum fangelsum, en talan myndi vera einhversstaöar á milli 25.000 og 100.000. Iranskeis- ari viðurkenndi nýlega i blaðavið- tali að „nokkur hundruð” manna hefðu verið fangelsaðir af póli- tiskum ástæðum slðastliðið ár. Meðal þeirra sem ráðstefnuna sitja eru William Wilson, stjórn- málamaður i breska Verka- mannaflokknum, sem Savak, leyniþjónusta Iranskeisara, er sögð hafa njósnað um vegna stuðnings hans við irönsk mann- réttindasamtök. Einnig taka þátt i ráðstefnunni lögmenn frá Frakklandi, Vestur-Þýskalandi og ítaliu. Iranskeisari hefur farið hörðum orðum um ráðstefnu þessa, kallað hana „brjálæðislegt fyrirtæki” og sakað Amnesty International um fjandskap við Iran. RAUDI KROSS I.SLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.