Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 8
8 — SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. febrúar 1977 Vlltu, kvinn, þér á klnn... Min og félaga minna i SIU var minnst i Morgunblaöinu i gær i tilefni af 50 ára afmæli Heimdall- ar. 1 afrekaskrá þessa merka félagsskapar ungra manna meö hreinar hugsanir er útgáfa „Rauöu bókarinnar” efst á blaöi, en efni hennar var aö meginhluta einkabréf islenskra námsmanna i Austur-Evrópu og Kina á árunum 1957-60. Afrek Heimdallar var i þvi fólgið að gerast þjófsnautur ritstjóra Morgunblaðsins og flugumanna þeirra. Ritstjórarnir höfðu nefnilega árið 1962 stoliö bréfabindi úr búi Skúla Magnús- sonar, áður námsmanns i Peking. Birtu þeir siðan hrafl úr þessum illa fengnu skjölum i blaði sinu eins og þeir hefðu á þeim fullar heimildir. Verður að játast aö við, ég og félagar minir, brugðumst ekki við þessu á réttan hátt, þe. með lögregluaðgerðum réttar Afmæliskveðja til Heimdallar 50 ára stimplaðir þjófsnautar. Má það telja merkasta árangur máls- höfðunarinnar. Auk þess var það að sjálfsögðu úrskurðaður þjófnaður, þótt annars eölis væri, að birta einkabréf i leyfisleysi. Athyglisvert er að hiö gamla kjörorð Heimdallar: Gjör rétt, þol ei órétt! gleymdist alveg i af- mælisriti félagsins i gær. Skyldi það ekki vera vegna þjófsorðsins, sem nú hefur fest við forustu- menn þess? Leyniskýrsla til Einars Olgeirssonar frá islenzkri kommúnistadeild í A.-Þýzkalandi s«kja um n.k. mólmj-lt Lífeyrissjóður bænda Á fundi efri deildar Alþingis á miðvikudaginn var kom til 2. umræðu frumvarp rikis stjórnarinnar um staðfestingu á bráðabirgðalögum um lifeyris- sjóð bænda. Jón Helgason mælti fyrir nefndaráliti fjárhags- og viö- skiptanefndar og voru nefndar- menn sammála um að mæla meö samþykkt frumvarpsins. Efni bráðabirgöalaganna sem lagt er til að staöfest verði er að heimila hækkun á lífeyris- greiðslum til bænda til nokkurs samræmis við þær breytingar sem áttu sér stað I siðustu kjarasamningum varðandi lif- eyrisgreiðslur úr hinum al- mennu lífeyrissjóðum verka- lýðsfélaganna. Bændur sem fá greiddan lif- eyri miðað við grundvallarlaun 1969-1973 fengu samkvæmt bráðabirgðalögunum 121,3% hækkun á lifeyrisgreiðslum frá 1. jan. 1976, og þeir sem fengu fyrstu greiðslu árið 1975 fengu 86,2% hækkun. Þann 1. júli s.l. hækkuðu siðan allar lifeyris- greiðslur til bænda um 18,7%. Heildarlífeyrisgreiðslur frá lifeyrissjóði bænda voru á árinu 1975 kr. 83,7 miljónir, en hækkuðu i kr. 209,2 miljónir á árinu 1976. Þá er I frumvarpinu það ný- mæli að greiða skal sjóðfélaga barnallfeyri, ef maki fellur frá. Þessar upplýsingar komu fram i ræðu Jóns Helgasonar. Breytingartillögur við skattafrumv. rikisins. Var þar um að kenna æsku okkar og skorti á lifs- reynslu. Þegar heimdellingar siðan fetuðu I fótspor Mogga- bræðra sinna og gáfu út heila bók með bréfunum okkar, risum við upp og fórum I einkamál við þá til að láta á það reyna, hvort viö hefðum þó ekki einhverja réttar- stöðu gagnvart ofrikismönnun- um, þrátt fyrir aðgerðaleysi okk- ar við þjófnaðinum I upphafi 1 málarekstri okkar fyrir héraðs- dómi, þeim sem til er vitnað i heiðursriti Heimdallar I gær, kom það skýrt fram að bréfin voru komin i hendur þeirra heimdell- inga með ólögmætum hætti, og þeir voru i málaferlunum Að lokum skal þess getið, að ég get vel hugsað mér að stofna sjóð til styrktar óhvinnskum heim- dellingum af þvi fé sem borgar- dómur dæmdi mér um árið og ég er talinn svo „vel að kominn” eins og segir i Heimdallarhorni Morgunblaðsins. Skulu þeir óhvinnsku (ef þeir eru til innan Heimdallar) njóta styrkja úr sjóðnum til lærdómsfarar austur I „sæluriki kommúnismans”, þau lönd eru þeim svo miklu hug- stæðari en mér og minum félög- um. Við unum okkur fullvel I réttarríkinu hér heima. 17/21977 —Hjalti Kristgeirsson. Þrlr þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt fram breytingartillögur við frumvarp rikisstjórnarinnar um tekjuskatt og eignarskatt. Breytingartillögurnar eru á þessa leið: 1. Við 5. gr. Greinin orðist svo: Hjón eru hvort um sig sjálf- stæðir skattaðilar og skal þeim reiknaður ítekju- og eignar- skattur hvoru i sinu lagi. 2. Við 59. gr. 1. mgr. orðist svo: Launatekjur og tekjur af sér- eign hvors hjóna skulu skatt- lagðarhjá þvi hjóna sem þeirra aflar. Tekjur hjóna af hjú- skapareign og aðrar sameigin- legar tekjur skulu skattlagðar hjá þvi hjóna, sem hærri sér- tekjur hefur. 3. Viö 63. gr. Greinin orðist svo: Persónuafsláttur manna, sem um ræðir i 62. gr„ skal vera 163.000 kr. fyrir hvern einstakling og hvort hjóna um sig. Nemi persónuafsláttur skv. þessari grein hærri fjárhæð en reiknaður skattur af tekju- skattsstofni skv. 1. tl. 62. gr., skal rikissjóður leggja fram fé sem nemur allt aö þessum mun og skal þvi ráðstafaö fyrir hvern mann til greiðslu útsvars skattársins. Sá hluti persónuafsláttar Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú bannaö allar linuveiðar á Breiðafirði og viö Snæfellsnes til 1. mars nk. Astæðan fyrir þessu banni er sú, að eftirlitsmaður ráðuneytis- ins og rannsóknamenn Hafrann- sóknastofnunarinnar hafa að undanförnu orðið varir við tals- vert magn af smáþorski i afla linubáta á þessum svæðum, sem afmarkast þannig: annars hjóna, sem enn er óráð- stafað, skal notaður til lækkun- ar skatti hins hjóna eða til greiðslu útsvars þess fyrir skattárið. Sá hluti persónuafsláttar, sem þá er enn óráðstafað fellur niður. þingsjé 4. Við 64. gr. 1. mgr. 1. tölul. orð- ist svo: Heimilisfrádrátt, að fjárhæð 30.000 kr., hjá hvoru hjóna, enda hafi þau bæði tekjur af störfum öðrum en heimilis- störfum á eigin heimili, og samanlagt vinnuframlag þeirra nemi 24 vinnumánuðum á tekjuárinu. Þessi fjárhæð skal þó lækka um 1/12 fyrir hvern mánuð, sem á vantar að vinnuframlag annars hvors aðilans nái 12 vinnumánuðum. 5. Við 65. gr. 1. og 2. mgr. orðist svo: Með hverju barni innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sem heimilisfast er hér á landi og er á framfæri manna, sem skatt- skyldir eru skv. 1. gr., skal a) Breiðafjörður lokast af línu, sem dregin er milli Ondverðar- nessvita og Skorarvita. b) Svæðið við Snæfellsnes af- markast af linu réttvisandi suður frá Malarrifsvita, linu réttvisandi vestur frá öndveröarnessvita og línu, sem dregin er á milli þess- ara staða 7 sjómilur utan við við- miðunarllnu sbr. lög nr. 8131. mal 1976 um veiðar I fiskveiðiland- helgi Islands. ríkissjóður greiða barnabætur, er nemi 47.400 kr. með fyrsta barni, en 71.100 kr. með hverju barni umfram eitt. Hvoru hjóna skal greiddur helmingur barnabótanna. Ef hjón hafa bæði tekjur af störfum, öðrum en heimilis- störfum á eigin heimili, og samanlagt vinnuframlag þeirra nemur 24 vinnumán- uðum á tekjuárinu, skal auka barnabætur skv. 1. mgr. um fjárhæð, sem nemur 18.600 kr. fyrir hvert barn, og skal hvoru hjóna greiddur helmingur þessa barnabótaauka. Þessa f járhæð skal þó lækka um 1/12 fyrir hvern mánuð, sem á vant- ar að vinnuframlag annars hvors aðilans nái 12 mánuöum. 6. Við 77. gr. Greinin orðist svo: Sérhver einstaklingur skal greiða eignarskatt af eign sinni, og á þetta einnig við um hjón, sem samvistum eru. Mælt fyrir málum A fundi neðri deildar Al- þingis á miðvikudag mælti Pétur Sigurðsson fyrir frum- varpi, sem hann flytur ásamt Sverri Hermannssyni um umboðsmann Alþingis. — Pálmi Jónsson mælti fyrir frumvarpi, sem hann flytur um heimild til að selja fyrir- tækinu Húseiningum á Siglu- firði húsnæöi Tunnuverk- smiðju rikisins þar i bæ. — Lárus Jónsson mælti fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur um hundraðföldun á verðgildi is- lenskrar krónu, það er að tvö núll verði tekin aftan af I peningakerfinu, þannig að krónan verði eyrir, og hundraðkallinn verði króna. Á fundi sameinaös Al- þingis á fimmtudag mælti Sverrir Hermannsson fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur um að fela rikis- stjórninni að rannsaka möguleika á að selja sam- tökum bænda i Austur- Skaftafellssýslu grasköggla- verksmiðjuna I Fiatey á Mýrum i A-Skaft. A sama fundi mælti Páll Pétursson fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur um aö breyta lausaskuldum bænda I föst lán og Benedikt Gröndal mælti fyrir þingsályktunartillögu um vinnuvernd og starfsum- hverfi. Söfnuðu fyrir Ifatlaða 3 vaskir strákar i ■ Breiðholtinu beittu sér t; fyrir hlutaveltu i hverf- ■ inu um daginn. Til- | gangur þeirra var að 5 afla fjár fyrir fatlaða. I Þeir komu með pening- ana 3.600 kr. á Þjóðvilj- ann og báðu blaðið að koma þeim til skila. Sendi Þjóðviljinn peningana þegar til Ólafar Rikarðsdóttur formanns Landssam- bands fatlaðra. Strákarnir eru á meðfylgjandi mynd: Þeir heita Bjarki (i miðið) og Þorsteinn Fransson (efst), Ingvarsson. (Mynd Skjöldur Sigurjónsson Sdór) Tónleikar Tónlistarskólans u í dag, laugardaginn 19. febrúar klukkan fimm slð- degis, fara fram tónleikar á vegum Tónlistarskólans i Reykjavík. Verða þeir i Háteigskirkju. Byrjað verður á Canzonu fyrir fjóra trompeta eftir Samuel Scheidt og eru flytj- endur þeir Ásgeir Stein- grlmsson, Atli Guðlaugsson, Eirlkur Pálsson og Guð- mundur Öli Gunnarsson. Stjórnandi er Jón Sigurðsson. Nemendur úr tónmennta- kennaradeild munu slöan syngja og stjórna lögum úr „Der Jahrkreis” eftir Hugo Distler, en öll eru lögin búin til flutnings fyrir barna- og æskulýðskóra. Kór og hljómsveit Tónlistarskólans ásamt þeim Guðfinnu Dóru ólafsdóttur, Rut Magnússon, Friðbirni G. Jónssyni og Halldóri Vilhelmssyni, munu siðan flytja verk eftir Hugo Wolf og Mozart. —gsp Línuveiðar bannaðar á Breiðafirði og við Snæfellsnes

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.