Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 9
Laagaréagar 1». fckréar 1*77 ÞJÓÐVU.J1NN — SIÐA — * „...get ekki fengið á hreint hvað „létt tónlist” er...” Útvarpið hefur verið meiri hvati til flutnings og nota á tónlist en nokkuð annað. Mér finnst alveg makalaust hversu hratt timarnir hafa breyst. Við höfum ennþá enga tónlist eignast þegar þeir eru dauðir, Bach og Brahms og Beethoven, Wagner og Schumann. Við erum enn að kveða rimur (nú ætla ég ekki að lasta rimurnar) og spila á langspil (sem er gott út af fyrir sig) þegar Beethoven er að semja sinar sinfónlur. Tónlist i þeirri merkingu sem við notum nú, hún er engin tii hérlendis þegar gullöld hennar er annars staðar i Evrópu. Nú eigum við þrátt fyrir allt sinfóniuhljómsveit, fjölda tónlistarskóla og ágæta tónlistarmenn. Þá má ekki gleyma tónskáldunum, og þá meina ég ekki bara þau sem eru að skrifa I dag heldur llka eldri tónskáld eins og Sveinbjörn Svein- björnsson og Sigfús Einarsson. Marga slika mætti telja. Hvað er þung tónlist og hvað er létt? Sumir hafa gaman af þýskum óperettum, aðrir vita ekkert skemmtilegra en þegar kiæmst er á gömlu meist- urunum. Fyrir einhverjum er fimmta sinfónfa Beet- hovens það þyngsta sem hægt er að hugsa sér. Fyrir aðra... ég vil ekki kalla þetta létta tóniist þvi hún ristir það djúpt. Þaö er ekkert til sem heitir létt tónlist, það er bara til góð tónlist og iéleg. • • LOGIN VIÐ VINNUNA.... — Þannig var að I BBC var þáttur á þessum tima dags. Þeir byrjuðu á þessu i striðinu. og gerðu mjög merkilega rannsókn. Markmiðið var að auka framleiðsluna eins mikið og hægt væri. Þeir komust að . þvi að til að auka hana ætti að flytja tónlist i háiftima, án kynninga og án söngs. Ef hún stóð ihálftima lyftihún undir framleiðsluna, ef hún var lengur dró hún úr framleiðsl- unni. Umsjón: Þröstur Haraldsson og Freyr Þórarinssorr Slðasta sunnudag birtust engar Klásúlur hér I blaðinu. Ástæða þess var sú að þá átti að birta viðtal við Þorstein Hannesson tónlistarstjúra Rikisútvarpsins. Þegar Þorsteini var fengið viðtalið til yfirlestrar bað hann fyrst um frest til að lagfæra ýmislegt, en að honum liðnum þvertók hann fyrir að viðtalið birtist. Rökstyöur hann það hér að neðan. Klásúlur taka það fram að I viötalinu við Þorstein reyndu þær ftrekað að fá svar við ákveðnum spurningum, en Þor- steinn vék sér fimlega undan að svara þeim beint og beitti fyrir sig málgleðinni eins og hann segir sjálfur. Okkur var þvi sá vandi á höndum að tina út þá örfáu púnkta sem handfastir gátu talist, en það reyndist óvinnandi vegur. Eina leiöin var bvi sú sem reynd var: að birta spjallið eins og það kom fyrir af skepnunni. En sú tilraun steytti á Þorsteini. Til þess að bæta okkur skaðann lofaði Þorsteinn að skrifa okkur bréf.og fer þaö hér á eftir. Auk þess birtum við I römmum nokkrar klausur úr viðtalinu sem aldrei birtist. — ÞH/FÞ Kæru Klásúlur. Mikla ánægju hafði ég af þvi, þegar . þið heimsóttuö mig á skrifstofu minni hjá Rikisút- varpinu. Þið voruö fullir af áhuga, bæöi á hlutverki útvarpsins i tónlistarlifinu og tónlistaruppeldi þjóöarinnar. Viö komum viöa viö i okkar spjalli, og held ég aö báöir aöilar hafi vitaö hvaö hinn var aö fara, enda þótt upp kæmi fjöldi atriöa sem viö vorum algerlega ósammála um. Nú hefi ég fengiö frá ykkur handrit af viötalinu eins og þiö hafiö skrifaö þaö niöur eftir segul- bandinu sem þiö voruö meö, og þá sé ég, aö þriöji aöilinn, þ.e. lesendur ykkar, fá ekki nema mjög óljósa hugmynd af þvi sem okkur fór á milli. Eg hefi þvi valiö þann kost aö skrifa ykkur þetta bréf i staö samtalsins. Áöur en lengra er haldiö vil ég þó taka þaö fram, aö ég get ekki séö aö þiö hafiö neitt rangt eftir mér. Þaö er bara þannig, aö mér finnst þiö taka meö allskonar óþarfa blaöur, sem málglööum mönnum eins og mér er svo tamt, þegar þeir hafa viömæl- endur sem eins er ástatt um. En snúum okkur þá aö efninu. Þiö spyrjiö mig hvaöa hlutverki útvarpiö hafi aö gegna I músik- uppeldi þjóöarinnar. Þvi er til aö svara, aö enginn einn aöili hefur þar stærra hlut- verki aö gegna. Þetta hlutverk hefur þó breyst meö árunum. Þegar útvarpiö hóf starfsemi sina áriö 1930, átti almenningur engan aögang aö góöri tónlist. Sú eina tónlist er menn höföu var sú er þeir iökuöu á heimilum sinum. Margir áttu harmónium, miklu færri áttu pianó. A þessi hljóöfæri var svo leikiö útsetningar af stefjum úr höfuðverkum tónbókmenntanna og svo var auövitaö sungiö, aöallega úr íslensku söngva- safni og sálmasöngbókinni. Einstaka maöur átti grammó- fón, en þeir voru svo sjaldgæfir, aö þaö þekktist jafnvel aö menn feröuöust um meö grammófón og seldu aögang aö tónleik- unum. Otvarpiö opnaöi mönnum þvi dýröarheima, sem þeir höföu litla sem enga hugmynd um áður. / 1 stað / rosa ,,... veröum að vera dálftið ihaldssamir...” Þiö höföuö á oröi, aö útvarpiö hefði ef til vill fariö of þungt af staö i tónlistinni. Ég svaraöi þvi til, aö þótt þaö væri ef til vill hætta að hlaupa áöur en menn væru farnir aö ganga, þá sæi ég ekki hvernig öðruvisi heföi veriö hægt aö fara aö. Þá tók ég og fram, aö allir þeir. Islenskir tónlistarmenn sem liðtækir gátu talist, heföu veriö meö frá upphafi. Þá ræddum við um hiö menningarlega hlutverk útvarpsins og hvert þaö ætti aö vera I tónlistaruppeldi þjóöarinnar. Þetta er svo stór spurning, aö f rauninni væri hægt aö hafa langt viötal eöa skrifa langt bréf um þaö ein- göngu. Útvarpiö flytur tónlist i margar klukkustundir á degi hverjum. Þaö sem viö veröum aö gera, er aö reyna aö spanna yfir sem viöast sviö. Eg held aö viö veröum aö vera dálitiö Ihaldssamir i sambandi viö þaösem kallaö er klassisk tónlist, frá klassiska og rómantiska tfmabilinu. Hana veröur aö flytja og henni veröa menn aö kynnast, ef þeir eiga aö fá sæmilegt tónlistaruppeldi. En svo veröum viö Hka aö gæta þess vel aö staöna ekki þar, en vera opnir fyrir nýjum straum- um og þvi sem er aö gerast I samtimanum. Ykkur finnst, aö meö þessari stefnu séum viö aö „hella yfir þjóöina pot-pourri af öllum stæröum, geröum aldurs- flokkum af tónlist” og spyrjiö hvort ekki þurfi „grind i þennan massa”, eitthvað, sem menn geti rakið sig eftir. Þvi er til aö svara, aö þótt útvarpið hafi uppeldishlutverk, þá hefur það ekki nema aö tak- mörkuöu leyti kennsluhlutverk. Kennsluhlutverkiö er skólanna, útvarpiö ætti I flestum tilfellum aö vera meö þaö sem kalla mætti óbeina kennslu. En svo má heldur ekki gleyma þvl, aö þaö þarf enga stórkostlega þekkingu til þess aö njóta góörar tónlistar. Þaö eina sem þarf er opinn hugur og hjarta. En eitt veröa menn aö muna. Tónlist I útvarpi eöa af hljóm- plötum getur aldrei komiö fyllkomlega I staö lifandi tónlistarflutnings. Ég man ekki til aö ég hafi heyrt Beethoven- sinfóniu þaö illa flutta af Sinfónluhljómsveit Islands vestur I Háskólabiói, aö ég heföi ekki heldur viljaö heyra hana þar heldur en I útvarpi eöa af grammófón, jafnvel þótt hún væri flutt þar af heimsins bestu hljómsveitum, undir stjórn frægustu meistara. Þetta er llka nokkuösem fólk er aö átta sig á. Viö þurfum ekki aö fara nema svona 20 ár aftur I timann. Þá voru hér fáir tónleikar haldnir, boriö saman viö þaö sem nú er, og húsin voru hálf-tóm. Nú eru tónleikar tíðir viöburöir, og undantekning ef aösókn er ekki góö. Þetta á aö visu aðallega viö um Reykjavik, en þó er langt frá þvi aö svo sé eingöngu. Úti á landsbyggöinni hafa hlutirnir lika gerbreytst. Athugiö þið bara hvaö er aö gerast á ísafiröi og Akureyri, svo ég taki dæmi. Og úr þvi aö þiö spuröuö, þá vil ég taka þaö fram, aö tónlistar- smekkur hefur, aö minu mati, stórbatnaö. ÞiÖ spuröuð mig hvort ég teldi, aö hægt væri aö ásaka út- varpiö fyrir aö vanrækja aö kynna tónlist annarsstaöar frá. Ég býst viö aö þiö eigiö þar viö tónlist, sem ekki byggir á hinni evrópsku hefö. Þaö getur veriö eitthvaö til I þessu, en eftir þvl sem ég best veit, þá er bara hreinlega mjög takmarkaður áhugi á slikri tónlist. Ég vil taka sem dæmi, aö fyrir ekki ýkja löngu var Atli Heimir meö þætti um austurlenska tónlist. Venju- legast taka menn þætti Atla Heimis sem dæmi um þaö sem útvarpiö gerir best. En þegar hann var meö Austurlanda- þættina, rikti grafarþögn. Þaö var hreinlega eins og enginn hlustaöi á þá. Þó haföi Atli Heimir úr miklum efniviö aö moöa, góöa þekkingu á efninu og vann þættina af sinni venju- legu natni og áhuga. Viö ræddum næst um flokkun á tónlist, og þá fór nú máliö aö vandast. Ég veit, aö mikiö er talaö um eitthvaö sem menn kalla „létta tónlist”. Persónu- lega get ég nú aldrei fengiö þaö á hreint meö sjálfum mér. hverskonar tónlist þaö er. En ég held aö þaö sem um er aö ræöa sé raunverulega, aö svo miklu leyti sem útvarpinu viökemur, aö þaö má skifta útvarpshlustun i tvennt hvaö tónlist snertir. A suma tónlist vilja menn hlusta meö athygli, á aöra svona meö ööru eyranu, og ég held aö siöari flokkurinn sé þaö sem menn kalla „létta tónlist”. Og þaö koma enn vandamál upp. Það sem einum finnst þægilegt aö hafa I eyrunum, finnst öörum óþolandi. Þiö, til dæmis, eruö i þeim hópi sem getiö hlustaö á þaö sem kallaö er popp, jafn vel þegar þiö eruö annaö aö gera. öörum finnst þetta óþoilandi hávaöi. Og þá erum viö komnir aö poppinu. Ég játa þaö strax, aö þar höföuö þiö algjörlega yfirhöndina. Þaö lá viö aö þiö tækjuö mig á hné ykkar og leidduö mig á allan sannleika. Þiö notuöuö orö eins og „musak” og „tónlast” sem hreinlega eru ekki til i minni kokkabók og ég veit ekki hvaö þýöa. Nokkuö miðaöi okkur þó I samræöunum, en gallinn er bara sá, að þaö er varla nokkurntíma aö maöur hitti tvo menn, sem eru sammála um popp. Menn nota gjarnan sömu orðin en þau þýöa sitt hjá hvorum, Popp er ekkert nýtt fyrirbrigöi. Ef eitthvaö nýtt hefur skeö á siðustu áratugum, þá er þaö notkun rafmagns- hljóöfæra og sá ógnarhávaöi, sem þau geta framleitt. Minni kynslóö finnst, meö nokkrum rétti, að oft sé þarna um hávaöa hávaöans vegna aö ræöa. Það sem okkur hættir til aö taka ekki eftir, og ykkur reyndar llka, er þaö t.d. aö i nútlma popptónlist lifir hljómplatan I eigin rétti I fyrsta sinni i hundruð ára sögu sinni. Þaö sem ég á viö er, aö á hljómplötum gera popptón- listarmenn hluti sem ekki er hægt aö gera I hljómleikasal. ’ Þetta er mjög merkileg þróun og það er þarna sem ekki er hægt aö greina popptónlist frá annarri avant-garde tónlist. Og ég held aö popptónlistarunn- endur og popptónlistarmenn ættu aö muna þetta. Þeir eiga aö láta sér i léttu rúmi liggja hvaö þeir sem annan smekk hafa segja, og ekki reyna aö skapa sér eitthvert plslarvætti boriö uppi af minnimáttarkennd eöa hroka. Ég hefi þaö frrf góöum heim- ildum, aö á þessu landi eigi poppmúsik ekki áhrifameiri fjandmann en mig. Mig langar þvi til aö ljúka þessu bréfi meö smá yfirlýsingu. Þaö er eins meö popptónlist eins og aöra tónlist, sumt er afbragö, annaö argasti þvættingur, og svo allt þar á milli. Ég vona svo aö þiö sjáiö ykkur fært aö birta þetta bréfkorn mitt. Sé I þvi eitthvað sem þiö eöa lesendur ykkar viljiö fjalla um, er ykkur þaö velkomiö, ef til vill sendi ég ykkur þá aftur linu, ef mér finnst ástæöa til. Meö vinsemd, Þorsteinn Hannesson tónlistarstjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.