Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 20
p/omu/m Laugardagur 19. febrúar 1977 Abalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins f þessum sfmum; Eitstjórn 81382, 81527, 81257og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. @81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. „Kem vel undirbúinn í einvígið” sagði Hort við komuna til Keflavíkur og lofar áhorfendum skemmtilegum baráttuskákum — Ég hef dvalist í Þýskalandi á nokkurs konar hvíldarheimili síö- ustu vikurnar og tel mig vera úthvíldan og eins vel undirbúinn fyrir einvígið eins og frekast er unnt, sagði tékkneski stór- meistarinn Vlastimil Hort í samtali við Þjv. í gærkvöldi, en hann kom til Keflavíkur klukkan rúmlega sex. — Ég á von á því að við Spasský lend- um í baráttuskákum i þessu einvígi og „stór- meistarajafnteflin" verða varla mörg að þessu sinni sagði Hort um leið og hann gapti gríðar- innar ósköp til að ná „flug-hellunni" úr eyrun- um. Hort er að sjá glettilega áþekkur persónuleiki og Spasský var er hann kom til Is- lands i einvigið gegn Fischer. A.m.k. var þessi viðfelldni tékki hæverskur að sjá og litið eitt feiminn við myndavélarnar og allt tilstandið á flugvellinum, enda þótt hann gæfi sér nægan tima til viðtals og myndatöku ljósmyndaranna. — Mér likar vel á Islandi og siðan ég kom hingað áriö 1972 og tefldi i Reykjavikurmótinu, á ég hérna marga marga vini sem gaman verður að hitta aftur, sagði Hort. — Kunningjaheim- sóknir verða þó að sitja á hakanum fyrir einviginu, ég á von á þvi að skákir okkar Spasskýs verði athyglisverðar, en hvor hefur betur að lokum þori ég ekkert að segja um. Aðspurður sagðist Hort hafa mætt Spasský niu sinnum og hefði sovétmaðurinn einum vinningi betur. — En það skiptir engu máli i sambandi við styrk- Þeir Einar S. Einarsson forseti Skáksambandsins og Gunnar Gunnarsson aöstoöardómari einvig/isins tóku á mótiHort, sem hér stendur á milii þeirra. Mynd: (-gel) leika okkar i dag, sagði Hort. — Þessar skákir voru margar tefldar fyrir löngu siðan og á skákferli okkar beggja hefur margt gerst siðustu árin. Ekkert fyrir „tauga- stríðsaðf erðina hans Fischers" Hort vakti athygli á áður- nefndu Reykjavikurskákmóti og endaði þá i efsta sæti ásamt Friöriki Ólafssyni. Siðustu mánuðina hefur hann litið teflt en undirbúið sig þeim mun meira fyrir þetta mikilvæga einvigi sem nú er fyrir höndum, og hann kemur timanlega til Is- lands til að aðlaga sig veðurfari og mataræði. — Ég er ekkert fyrir tauga- stríðsaðferðina hans Fischers, sagði Hort hlæjandi. — Hann kemur aldrei fyrr en á elleftu stundu og jafnvel rúmlega það, en ég er meira fyrir að vera timanlega i þessu og kynnast andrúmsloftinu sem ég á að dveljast i næstu vikurnar. Hort sagðist ekki reikna með þvi að einvigið drægist svo mjög á langinn. — Við gerum út um þetta i fyrstu tiu skákunum eða a.m.k. mjög fljótlega að þeim loknum. Ég reikna með þvi að átökin verði keyrð upp strax i fyrstu skákinni, þvi við Spassky gjörþekkjum hvorn annan og þurfum litið að þreifa fyrir okk- ur, sagði Hort að lokum og fól sig á vald islensku tollvarð- anna! —gsp SVONA ER KJARASKERÐINGIN ViÖ birtum idag 20. dæmiö um kjaraskeröinguna siöustu þrjú ár. Dæmin sýna hversu miklu lengur en áöur verkamaöur er nú aö vinna fyrir sama magni af vörum. Við tökum eina vöruteg* und á dag. Upplýsingar um vöruverðiö höfum viö frá Hagstofu islands, en uppiýsingar um kaupiö frá Verkamannafélaginu Dagsbrún og er miöað viö byrjunarlaun samkvæmt 6. taxta Dagsbrún- ar. 20. dœmi Þvottaduft Verð: Kaup: Febrúar 1974 kr. 204,67 kr. 166.30 Mal 1974 * kr. 213,62 kr. 205.40 I dag, febrúar 1977 kr. 599,64 kr. 414,80 1. I febrúar 1974 (fyrir kjarasamningana þá) var verkamaður 74 minútur að vinna fyrir 1 kg af er- lendu þvottadufti. 2. I maí 1974 var verkamaður 62 mínútur að vinna fyrir l kg af sama þvottadufti 3. I dag 19. febrúar 1977, er verkamaður 87 mlnutur að vinna fyrir sama magni af þessu sama þvotta- dufti. Vinnutíminn hefur lengst um 13 mínútuoþað er 18% sé miðað við febrúar 1974, en um 25 mínútur, það er 40% sé miðað við maf 1974. Erindi Einars Olgeirs- Erindi Einars Olgeirssonar um hápunkturinn á stjórnmálaferli inn hvetur sósialista til þess að verkalýöshreyfinguna á árunum hans sjálfs, þarsem er nýsköpun- fjölmenna á fundinn á mánudag- frá 1942 til 1958 verður á Grettis- in og lýðveldisstofnunin. Þjóðvilj- inn. Einar Olgeirsson. götu 3 á mánudaginn kemur kl. 20.30. Þetta er annað erindið i öðrum hluta umræðufunda Al- þýðubandalagsins i Reykjavik um Auðvald og verkalýösbaráttu. Þessir fundir hafa allir verið vel sóttir, en til þessa hafa þeir alls verið haldnir fjórir. Siðasti fundur var I fyrrakvöld. Þá ræddi Ólafur R. Einarsson um upphafs- ár verkalýðshreyfingarinnar og timabiliö.fram til 1942. Sá tlmi sem Einar Olgeirsson fjallar um er i rauninni Bolludagurinn á mánudag Bolludagurinn er á mánudaginn. Bakarar eru þegar farnir aö undirbúa daginn,og á myndinni er bakari Matstofu Austurbæjar meö hluta af framleiðslunni, sem vafalaust selst vel á mánudaginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.