Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 17
Laugardagur 19. febrúar 1977 1»JÓDVILJ1NN — StDA — 17 Nýr gamanmynda- flokkur í kvöld Þetta eru hjónin, sem reka Hótel Tindastól og sjónvarpsáhorfend- ur fá að kynnast i kvöid kl. 20.30. Þetta er breskur gamanmynda- flokkur i sex þáttum og fjallar um hjón, sem reka sveitahótel. Eig- inmaðurinn er ekki vel ánægður með gesti hótelsins og vill reyna að lokka þangað heidri menn og gera hótelið að ,,finum” stað „Fyrsti þátturinn spinnst i kringum þessa viðleitni hans”, sagði Stefán Jökulsson, þýðandi þáttanna, „atburðarásin er hröð og mikið sem gengur á.” 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 0£, 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna: Guðni Kolbeinsson heldur áfram sögunni af „Brigg- skipinu Blálilju” eftir Olle Mattson (19). Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatimikl. 11.15: Inga Birna Jónsdóttir stjórnar tima með fyrir- sögninni: Þetta erum viö að gera. Rætt við unglinga i Breiðholti og fjallað um starfsemina i Fellahelli. 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 A prjónunum Bessi Jó- hannsdóttir stjórnar þættin- um. 15.00 t tónsmiöjunni Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn (15). 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. tslenskt mál Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. talar. 16.35 Létt tónlist. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Kötturinn Kolfinnur” eftir Barböru Sleigh (Aöur útv. 1957-58) Þýðandi: Hulda Valtýsdótt- ir. Leikstjóri: Helga Valtýs- dóttir. Persónur og leikend- ur i þriðja þætti: Rósa Maria/ Kristin Anna Þórarinsdóttir, Kolfinnur/ Helgi Skúlason, Jonni/ Baldvin Halldórsson, frú Elln/ Guðrún Stephensen, ' Sigriður Péturs/ Helga Val- týsdóttir. Jósé Ferrer I hlutverki Toulouse-Lautrec. Ævi og ástir málarans Toulouse-Lautrec Sjónvarpið sýnir i kvöid kl. 21.35 breska mynd frá árinu 1953 um ævi franska listmáiarans Toulouse-Lautrec. Myndinni stýrir hinn þekkti leikstjóri John Huston, en aðalhlutverk leika Za Za Gabor og José Ferr- er, sem leikur hinn bæklaða málara og gerir það frábærlega vel, að sögn þýðandans, Stefán Jökulssonar. Stefán sagði okkur af efni myndarinnar i stórum dráttum: „Toulouse-Lautrec var sonur fransks aðalsmanns. A barns- aldri veröur hann fyrir slysi, þannig að fætur hans hætta að vaxa og hann verður bæklaður. Hann fer til Parisar og ætlar að hasla sér þar völl sem listmál- ari. Hann verður viðloðandi næturklúbbinn Rauöu mylluna og þar málar hann margar sin- ar frægustu myndir. I myndinni er lýst tengslum hans við Farisarbúa og einkum fólkið i skemmtanaiðnaðinum, sem hann kynnist náið. Hann veröur ástfanginn, en stúlkan svikur hann og oftar en einu sinni má hann þola vonbrigði og auömýk- ingu i ástamálum. Hann ánetj- ast áfengisnautninni en heldur þó áfram að mála meðan kraft- ar endast og að lokum fær hann óvænta umbun erfiðis sins. Louvre-listasafnið kaupir af honum mynd, en slikt var eins- dæmi að þvi leyti að safnið hafði þá aldrei keypt málverk af listamanni, sem var á lifi, held- ur aðeins myndir eftir látna meistara. __««« 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Ekki beinlinis 20.20 Samsöngur Elly Ame- ling, Peter Schreier, Horst Laubenthal og Dietrich Fischer-Dieskau syngja lög eftir Franz Schubert, Ger- ald Moore leikur á pianó. 20.50 Skáldsaga fáránleikans Þorsteinn Antonsson rit- höfundur flytur annaö erindi sitt. 21.25 Hljómskálamúsik frá út- varpinu i Köln Guðmundur Gilsson kynnir. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusáima (12). 22.25 Danslögá mörkum þorra og góu (23.55 Fréttir) 01.00 Dagskrárlok. 17.00 Holler hreyfing.Norskur myndaflokkur um léttar æf- ingar einkum ætlaöar fólki, sem komið er af léttasta skeiði. Þýðandi og þulur Sigrún Stefánsdóttir. (Noi- vision — Norska sjónvarp- ið) 17.15 tþróttirUmsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.35 L'miII KattholtiSænskur myndaflokkur. Húsvitjun Þýöandt Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaöur Ragnheiður Steindórsdóttir 19.00 Iþróttir. Hlé. 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Hótel Tindastóll. Nýr breskur gamanmynda- flokkur I sex þáttum um seinheppinn gistihús- eiganda, starfslið hússins og gesti. 1. þáttur. Þýöandi Stefán Jökuldsson. 20.55 Or einu i annaö. Umsjónarmenn Berglind Asgeirsdóttir og Björn Vignir Sigurpálsson. Hljóm- sveitarstjóri Magnús Ingi- marsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.35 Rauöa myllan (Moulin Rouge) Bresk biómynd frá árinu 1953 Leikstjóri John Huston. Aðalhlutverk José Ferrer og Za Za Gabor. Myndin hefst árið 1890 i næturklúbbnum Rauðu myllunni i Paris, þar sem hinn bæklaöi málari Toulouse-Lautrec málar myndir af þvi, sem fyrir augu ber. Hann kynnist ungri stúlku og hjálpar henni að komast undan lögreglunni. Þýðandi Stefán Jökuldsson. 23.50 Dagskrárlok. ÁRSFUNDUR ÆSKULÝÐS FÉLAGA Samkvæmt samþykkt fyrir Æskulýðsráð Reykjavikur skal ráðið árlega boöa til fundar með fulltrúum æskulýðsfélaga i borginni, annarra en íþrótta- félaga. Arsfundur fyrir 1977 var haldinn laugardaginn 29. janúar siðastliöinn i félagsmiðstöðinni Bústööum. A fundi þessum skýrðu formaður æskulýðsráös, Davið Oddsson, Bessi Jöhanns- dóttir varaformaður og Hinrik Bjarnason framkvæmdastjóri frá helstu þáttum I starfsemi og stefnumörkum ráðsins, og gáfu jafnframt yfirlit yfir þróun fjár- veitinga borgarinnar til æsku- lýösmála, bæði hvað æskulýðsráð og frjáls félög snertir. Fulltrúar félaganna skýröu frá starfsemi sinna samtaka, viöhorfum til framlags borgarinnar og áætlun- um um starf. Miklar umræður uröu á fundinum um æskulýðs- starf i borginni, og voru fundar- menn sammála um að nauösyn- legtværiað efla samstarf félaga i milli, auk þess sem þjónusta æskulýðsráös, einkum ráögjafa- þjónusta, þyrfti að aukast. Fundinn sóttu alls 43 fulltrúar frá skátum, ungtemplurum, KFUM og K, æskulýösfélögum safnaöa, barnastúkum og skóla- félögum, auk fulltrúa frá Æsku- lýðsráði Reykjavikur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.