Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 16
i <> — SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur II febniar 1*77 Könnun á astma- og ofnæmissjúkdómum Steindór r Arnason: Þrælahald er efalaust meöal elstu iþrótta. Hjá okkur er þaö jafngamaltbúsetunni. Fátt er vit- að um þau störf sem hinn fjöl- menni þrælalýður lagöi af mörk- um til aö landiö héldist i byggð. Kannski hafa landar okkar sem til Grænlands fluttust dáið úr hungri og vesöld vegna þess aö þeim hafi ekki tekist aö þrælka þjóðflokka þá sem fyrir voru i vesturheimi. Mig grunar aö þræl- ar og ambáttir, fólk litilla ætta, hafi átt betri daga á fyrstu öldum Islands byggða en siöar varð. Hyggnir húsbændur þeirra tiöa hafi betur metiö erfiö störf afla- fanga, en okkar öld getur af stát- aö. Kemur mér þá i hug aöbúna- aður allur bæöi á sjó og landi sem erfiöisfólk varð aö þola möglunarlaust fyrri hluta aldar- innar. Þaö er eins og þrælahald hafi brennst í þjóöarsálina. Þrjóskan gegn sanngjömum lifsþörfum láglaunastétta hlýtur aö vera arfgengarmæða. Tillögur um aö jafna tekjumun þegnanna hafa engan teljandi hljómgrunn hlotið i scáum alþingis. Forréttindin magnast. Þau eru hulin og dulin af mikilli leikni og sum djúpfryst. Hópar nokkurra bæjarfélaga kröfðust þess i fyrra að gjöld væru lögö á eftir efnum og ástæð- um. Þaö þýöir litiö aö æmta. Smælingjum hefur oftast reynst erfitt að heimta rétt sinn þegar i odda skarst við fjármagniö, eins fór i þetta skipti, litill árangur svo frést hafi. Hin frækna Selfoss- orusta heföi veriö vonlaus áratug fyrr á ferö. Láglaunafólkiö veröursjálft aö læra starfsmatiö. Brenna inni sálina hvers viröi vel unnin störf eru þjóöinni, hvort sem þvegin eru gólf, slægður fisk- ur eöa dundaö viö að spá miljón tonna sjávarafla 1977. Þegar þetta hefur skilist, er launajafn- réttis von, án slagsmála. Visindin efla alla dáð Snúum okkur þá aö visindun- um. Þau eru verðugt verkefni hugsandi fólki, sem lætur sér ei á sama standa hvernig landsfeður beita visindagrýlunni til viðhalds nýmóðins þrælahaldi. Visindin efla alla dáö hljómaöi hér á árum um landiö þvert. Nú er hik á mörgum að rétt sé hermt. Hvort þekkingin skilar okkur fram á veg eða hina leiðina er óræð get- raun. öprúttnir visindamenn á snærum iðnfursta eða stjórn- mála, finna upp tól og brugga eit- ur, sem reynst hefur öllu lifi versti skaðvaldur. Uppspretta lifsins, vatnið, er i mikilli hættu. Höfin eru notuö af fullkomnu gá- leysi og viö tökum þátt i aö eitra þau og fylla. Snæfelliö á aö fara þá leiðina segja fréttir aö noröan. Reynsla okkar af hagfræöi-vis- indum er sýnu verri en grannþj. óðaverðbólgan okkar er gleggst vitna. Alislensk visindaafrek. Þótt lærdómsmenn kunni góö skil þess sem af bók verður numiö, þá er þar ekki allan fróöleik aö finna sem sjálfsagt er að stjómendur hagfræöistofnana hafi á valdi sinu. Fámenn þjóö er dæmd til aö axla þann kross að geta ekki Jialdiö sæmilega alla sina visindamenn þegar framboö vex yfir höfuö. Ofstækisfullur áróöur er viðhaföur til réttlætingar nýj- um vfsindastofnunum og þá er ekki hikaö viö aö gylla þörfina meö öllu tiltæku glundri. Að flýta Þrœlar vísindanna sér hægt hefur oft reynst fljóttek- inn gróöavegur. Astæðulaust aö láta kaffærast af vafagemlingum visindanna, sem hlaöa utan á sig starfsiiði, eins og snjóbolti, meö ótrúlegum hraöa. Visindastofn- anir eingöngu atvinnunnar vegna mega biða betri tiöa. Þegar visindin lenda á glap- stigum kemur til kasta alþingis aö taka i taumana, greina hismiö frá kjarnanum, beina siöan vinnuafli hismisins aö aröbærum verkefnum. Abyrgö alþingis er mikil, þaö er kosiö af alþjóð til aö stjórna landinu skynsamlega og ætti ekki aö láta glepjast af draumóra visindum. Ég nefni ekki nöfn stofnana, þær eru af náttúru vindanna, skipta um nöfn eins og vindur áttum. Nú hefur alþingi lotið forsjá gengisfellinga-visinda I 27 ár. Allan þann tima hefur dansinn dunað niöur hjarniö. Visindin tóku viö dollar á gengi kr. 9.50 1949, nú greiða þau 1977 191 krónu fyrir sama dollar. Er ekki fúll- reynt aö visindin fá sig aldrei full- mett af gengishringlanda. Þrátt fyrirmjög hátt verölag afuröa og margföldun tekna rikissjóös, lengist erlendi skuldahalinn án afláts og gleypir nú fimmtung fjárlaga til greiöslu afborgana og vaxta. Verðbólgan leikur rikiskassagæti af fullkomnu miskunnarleysi, hann er stööugt i vandræöum meö að standa i skil- um meö lögboöin útgjöld. Einnig tefst útborgun samningsbundinna launa þegar kassinn er tómur og allar yfirdráttarheimildir fullnýttar. Morgunblaðsvisindi Morgunblaöið kynnti fyrir nokkru átta læröa menn sem þaö fékk til aö spá i framtíöina. Ekki var valiö af verri endanum. Hóf- leg bjartsýni einkenndi svörin, meöskilyröum þó. Skútan á réttri leið en siglir hæga ferö. Þeir segjailla gangi aö hemja útlán og mikill uggur um nægjanlega öfluga viöspyrnu, gegn kaup- hækkunum. Talsveröan áhuga höföu þeir á skuldahalanum og langaði aö stytta hann ef fjár- hagsgeta leyfði, en bera ugg i brjósti um aö innflutningurinn gæti þurft á nýjum lántökum aö halda. Þar lá hundurinn grafinn. Ég hefi haldið aö glys og glingur — innflutningur, greiddur meö lántökum, hæföi ekki skuldum vafinni þjóöarskútunni, en visind- insjá hlutina frá sjónarhólióseöj- andi tollagleypis meö galtóma tuöruna. Einn hagfræöinga moggans fullyrti aö skuldahalinn muni sniða batnandi llfskjörum mjög þröngan stakk næstu árin. (Mig minnir aö prófessorinn sem sagöi af sér þingmennsku fyrir sjálf- stæöisfl. hér um áriö og neitaöi aö fylgja kerfinu út á kviksyndiö, hafi viöhaftþessi orö um lifskjör- in.) Hann veröur okkur dýr skulda- halinn áöur en hann er allur. Attmenningarnir minntust ekki á vinnuþrælkun til aö geta tórt. Tollar og skattar vart umræöu- verö vandamál, en óöaverðbólgu- elskuna sina langaði þá aö kné- setja eða ná undirtökunum ef hægt væri. Engar róttækar hag- sýslunýjungar boöuðu þessir læröu menn, sem gætu visaö okk- ur veginn til að geta lifaö af þeim tekjum sem þjóöin aflar hverju sinni Einblint er á tekjur lág- launafólks. Þær eru visindanna „sálarkröm og valtir fætur” eins og veriö hefur. Bankakerfi visindanna A annan áratug hafa rikis- stjómir fjármagnaö þarfar sem óþarfar framkvæmdir meö okur- vaxta lántökum. Þegar reynsla fékkst af þessum veisluhöldum rikisins þutu margir sparif járeig- endur upp til handa og fóta og hófu viöskipti viö rikiö. Fljótt tók aö minnka innstreymi i Lands- bankann og peningastofnanir. Landsbankinn sá sig tilneyddan aö hækka innlánsvexti i 16% og kvaöst reiöubúinn að kenna ung- lingum aö hækka þann vaxtafót um 6% til viöbótar. Margt fleira hefur bankinn reynt til aö koma klofbragöi á rikisstjórnarvisindin þótt hér verði ekki upp talið. Von- andi hljóta þessir lærðu risar fljótlega bræörabyltu af þeirri tegund aðöðrum veröi falin ráös- mennskan. Rikisstjómin er gjör- samlega rúin fylgi þvi er hennar flokkar hlutu i siöustu kosning- um, hvaö sem Sverrir og Harald- ur blása á skerminn. Hún og hennar fylgihnettir hafa reynst láglaunafólki hrakleg viðundur. Allar kauphækkanir og kjarabæt- ur gómaöar aftur samstundis, og vísindalega útreiknaöar kjara- skeröingar látnar fylgja i kaup- bæti. Glöggir menn, þaulkunnugir fjármálum, fullyröa aö rikistekj- ur hafi verið þaö riflegar siöustu 30 árin að engum framkvæmdum heföi þurft aö fresta né skuldum safna umrætt timabil, aðeins ef búvisindi Björns eða Tryggva hefðu fengiö aö ráöa stjórnsýlu. Rikisstjórnin hefur unniö fyrir vantrausti. Loforö uppi ermina, sem vitandi vits veröa ekki efnd, er næg forsenda. Stjórnin hefur haft miklu úr aö moöa en þaö hefir hvergi nægt til aö mæta bruölinu og óstjórninni. Þvi er sjálfgeröur silinn aö efna til kosninga áöur en sól tekur aö lækka sinn gang. Steindór Arnason. Um þessar mundir eru aö hefjast viðtækar athuganir á astma- og ofnæmissjúkdómum hér á landi. Framkvæmd annast Rannsóknanefnd félags lækna- nema og Samtök astma- og ofnæmissjúklinga i samvinnu viö læknana Helga Valdimarsson og Daviö Glsla- son. SIBS, Háskóli Islands og Sáttmálasjóöur hafa veitt fjár- styrki til rannsóknarinnar. Tilgangur rannsóknarinnar er aö afla upplýsinga um tlöni of- næmissjúkdóma og dreifingu eftir landshlutum, atvinnu- greinum o.fl. Sllkar upplýsingar eru mikilvægar til skipulagn- ingar heilbrigöismála og bættrar læknisþjónustu á þessu sviöi, auk þess sem þær hafa fræöilegt gildi. Fámenni islendinga gerir kleift aö kanna útbreiöslu of- næmissjúkdóma i heilu þjóöfé- lagi, sem er 'íHgeílegt hjá fjöl- mennari þjóðum, og gerir þaö rannsóknina sérstæða. Könnunin veröur framkvæmd i 2 áföngum. 1 fyrri hluta eru sendir spurningalistar til 5000 einstaklinga milli fertugs og fimmtugs, sem valdir eru úr þjóðskránni meö aöstoö Reikni- stofu Háskóla Islands. Spurn- ingarnar miöa aö þvf, aö fá úr þvi skorið, hvort viðkomandi hafi einhverntíma ævinnar haft ofnæmiseinkenni. 1 seinni hluta rannsóknarinnar veröur leitast viö aö sjúksómsgreina þá, sem skv. svörum slnum gætu haft of- næmissjúkdóm. Greiningin fer fram meö ýtar- Hluti starfshópsins sem vinnur aö könnuninni: Einar Stefánsson, læknanemi, Halla B. Baldursdóttir, stæröfræöingur, Magnús Kon- ráösson, form. samtakanna, Bjarki Ólafsson, læknanemi, Karl Kristinsson, læknanemi og Daviö Gislason læknir. legri spurningalista og i sumum tilfellum viðtali og skoöun. Gildi þessarar könnunar er algjörlega háö undirtektum þátttakenda, bæöi þeirra, sem hafa ofnæmiskvilla, og ekki siö- ur hinna, sem ekki telja sig haldna sllkum sjúkdómi. Ef svör heimtast verr úr hópi „heilbrigðra” gæti þaö gefiö villandi niöurstööur, og er þvi mikilvægt, aö sem flestir þátt- takendur svari. Þvi vonum við og treystum, að viötakendur bregðist fljótt og vel viö og stuðli þar meö aö bættri heilbrigöisþjónustu viö aStma- og ofnæmissjúka. (Frá samtökum astma-og ofnæmissjúklinga).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.