Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.02.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — r Stöðug yfirvinna, 2-3 tíma á dag allan ársins hring, held ég sé einhver óskynsamlegasti vinnutími sem hugsast getur Gunnar Guttormsson Hlekkir yfirvinnu í útvarpsþættinum Vinnumál fyrir skemmstu var fjallað um vinnutimalengd verkafólks i ýmsum starfsgreinum. Þetta var fróðlegur þáttur. Upplýs- ingar frá Kjararrannsóknar- nefnd um þetta efni voru uppi- staða hans en ivafið: raddir verkafólks á nokkrum vinnu- stöðum. Það sem verkafólkið hafði að segja um vinnutima sinn kom ágætlega heim og saman við niðurstöður Kjara- rannsóknarnefndar. Megin- atriði þeirra hafa verið rakin hér i Þjóðviljanum, þannig að hér eru aðeins dregnar saman nokkrar tölur um yfirvinnu ein- stakra starfshópa (sjá töflu). Það kom skýrt fram i viðtöl- unum i þættinum að megin- ástæðan fyrir þvi að fólk leggur á sig þessa miklu yfirvinnu er sú, að dagvinnutekjur hrökkva ekki fyrir lifsnauðsynjum. A þessum verðbólgutimum koma þær upplýsingar vist engum að óvörum. — Gaman hefði verið að heyra meira um viðhorf fólksins til þess hvernig takast megi að gera 8 stunda vinnudag að aðalreglu (I stað undantekn- ingar) i atvinnulifi okkar, en sú spurning var vist utan ramma þáttarins. — Kannski ekki úr vegi að dvelja aðeins við hana hér? Þegar litiö er á stöðu verka- fólks I baráttunni fyrir raun- verulegri vinnutlmastyttingu, getur verið nauðsynlegt að lita yfir nokkuð lengri tima en skýrslur Kjararannsóknar- nefndar ná yfir. Auk saman- burðar milli ársfjórðunga er lika fróðlegt að skoða breyting- ar frá einum aldarfjórðungi til annars, og jafnvel bera saman vinnutima hér og erlendis á öld- inni sem leið. Á öllum timum hefur vist ver- ið um það deilt, hvað telja beri „hóflegan vinnudag”. Fyrir svo sem hálfri annarri öld setti enskur hagfræðingur, Senior að nafni, þá kenningu að það væru siðustu stundir verka- fólksins á degi hverjum, sem skiluðu atvinnurekendum mest- um gróða. Margir lögðu trúnað á þennan sérstæða boðskap, og atvinnurekendur notuðu hann óspart sem röksemd gegn stytt- ingu vinnudagsins, sem þá var 12 stundir á Englandi. — Þar kom að löggjafinn greip I taum- ana og færði vinnutima kvenna og barna i vefnaðarverksmiðj- um niður i 10 stundir með laga- boði árið 1847. Siðar tókust samningar um að þessi vinnu- timastytting tæki einnig til vinnu karla I starfsgreininni. — Atvinnurekendur töldu að þessi aðgerð myndi leiða til hruns iðngreinarinnar, en þær raddir hljóðnuðu brátt. Reynslan varð nefnilega sú, að vinnutimastytt- ingin leiddi fljótlega til mikillar afkasta- og framleiðsluaukning- ar, vefnaðariðnaðurinn tók stökk framávið. Hér á landi hófst skipuleg barátta fyrir styttingu vinnu- dagsins nokkru fyrir siðustu aldamót: Þegar Verkamanna- félag Seyðisfjaröar (fyrsta verkamannafélag landsins að talið er) var stofnað árið 1897, var algengur vinnudagur hér þetta 12-16 timar. Félagið setti það ákvæði i lög sin, að daglegur vinnutimi skyldi vera 10 stundir ...enda er það margreynt, að eigi menn að fylgja sér að vinn- unni eru þeir örfáir, sem þola lengri vinnutima tillengdar.” Á þennan hátt greindi Þorsteinn Erlingsson, skáld, frá viðhorf- um verkamanna á Seyðisfirði til vinnutimans i blaði sinu BJARKA, nokkru eftir stofnun félagsins. — Félaginu varö ekki langra lifdaga auöið, og árang- ur þess af baráttunni fyrir stytt- ingu vinnutimans varð einnig skammvinnur. Félagið starfaöi ekki nema Iiðlega 2 ár, var liðið . undir lok aldamótaárið. Og 10 sunda vinnudagur varð ekki almennur hér fyrr en með samningum Dagsbrúnar árið 1930. Þá hafði 11 stunda vinnu- dagur verið samningsbundinn allt frá stofnun Dagsbrúnar, 1906. Hér sem annars staðar hafa viðbrögð samtaka atvinnurek- enda viö styttingu vinnudagsins jafnan verið neikvæð. Þannig var það einnig þegar 40 stunda vinnuvikan var lögfest árið 1971. (Hvort kenningar Seniors um á- batann af „siðustu vinnustund- um” dagsins hafa náð hingað skal ósagt látið.) Ég minnist þess, aö jafnvel fyrir daga þessarar lagasetningar höfðu atvinnurekendur i einni starfs- grein reiknað út verulegt tap á þvi að hafa menn i vinnu!! Óefað hefur vinnutimastytt- ingin 1971 leitt til framleiðni- og framleiðsluaukningar I vissum starfsgreinum, ekki sist hjá þeim fyrirtækjum sem þá tóku upp 8 tima vinnudag. En svo mótsagnakennt, sem það kann að virðast eru launakjör verka- fólks (þ.e. fastakaup) hvað lök- ust i þeim greinum þar sem vinnudagur er „hóflegur” og best skilyrði ættu að vera til góðra afkasta. Þetta á ekki sist við I verksmiðjuiðnaðinum. Stöðug yfirvinna, 2-3 tima á dag allan ársins hring, held ég sé einhver óskynsamlegasti vinnutimi sem hugsast getur, ekki sist með tilliti til afkasta. Þessi vinnutimi er mjög ein- kennandi fyrir sumar þær starfsgreinar, sem nefndar eru I töflunni hér á siðunni. Ég kynntist þessari vinnutilhögun allvel á þeim árum sem 48 tima vinnuvika var enn í gildi: Ef maður „fylgdi sér að vinnunni” var maður búinn að fá alveg nóg þegar dagvinnunni lauk. Til að „halda það út” i eftirvinnunni (og oft á tiðum 2 næturvinnu- tima til viðbótar) gerðist ekki einasta það að afköstin þessa tvo föstu eftirvinnutima færu niður á við, heldur leiddi þessi langi vinnutimi — meðvitað eða ómeðvitað — til lakari afkasta allan daginn. Og auðvitað gerði maður sér fulla grein fyrir þvi að vinnuþiggjandinn fékk sára- litið meira út úr 10-12 tima vinnu, en hann heföi fengið út úr dagvinnunni einni saman, ef vel hefði verið að verkinu staðið. Þegar á heildina er litiö held ég að sú mikla yfirvinna, sem hér hefur verið gerð að umtals- efni, sé öruggasta ráðið til að drepa niður vinnuhug og vinnu- gleði verkafólks, en hvort tveggja er skilyrði góðra vinnu- afkasta. Ég er sannfærður um að þá föstu eftirvinnu, sem margt verkafólk leggur á sig til að bæta sér upp lágar dagvinnu- tekjur, má afnema i áföngum og greiða samt mun hærra kaup fyrir venjulegan dagvinnutima en nú er greitt fyrir dagvinnu og tvo eftirvinnutima. En hvað um „afkomu atvinnuveganna”? A móti má spyrja hvernig fyrir- tæki i ýmsum nágrannalöndum fari að þvi að greiða verkafólki sinu allt að tvöfalt hærri laun en hér tiðkast — og vera samt með allt að tvöfalt hærri framleiðni. Gæti ekki ein skýringin á þessu flókna vandamáli verið sú, að þegar á heildina er litið, hafi fyrirtæki hér ekki sem skyldi fært sér i nyt þá miklu mögu- leika sem m.a. felast i bættu skipulagi og hagræðingu verkaskiptingu milli fyrirtækja, betri verkstjórn, skipulegri verkkennslu, og umfram allt — endurbótum á öllu vinnuum- hverfi verkafólksins? YFIRVINNUTÍMAR (eftir- og, eða nœturvinna) á viku á dag. Fiskvinna—konur 2.6 Hafnarverkamenn 14,7 2.9 Járniðnaðarmenn 17,4 3.5 Byggingaverkamenn 3.5 Skipasmiðir 18,6 3.7 Fiskvinna — karlar 20,5 4.1 Ýtu-og kranamenn ; 5.4 Af erlendum vettvangi: Um mannréttindi í Marokkó Þau riki heims, sem hafa mannréttindi fullkomlega i heiöri, eru ekki mörg, og má mikið vera ef nokkurt þeirra heföi fullkomlega hreinan skjöldi þeim efnum, ef vel væri fariöofan isaumana. Ekki siöur skuggaiegt er hitt aö ef þeir, sem sæta ofsóknum i heima- löndum sinum af hálfu yfir- valda, fá einhverja uppörvun og undirtektir erlendis frá, þá viröist þaö stundum standa öllu frekar i sambandi viö pólitiska hagsmuni þeirra erlendu aöila en beina réttlætiskennd. Þannig hefur heimspressan, að minnsta kosti hinn vestræni hlutihennar, verið heldur þögúl um stórfelld pólitlsk réttarhöld, sem undanfamar sex vikur hafa staöiö yfir i Kasablanka i Marokkó. Þar voru fyrir „rétti” hvorki fleiri né færri en 137 manns, allir titlaðir marx-lenin- istar af þarlendum stjórnar- völdum. Hvort þessir 137 eru marx-leninistar eður ei skiptir út af fyrir sig ekki meginmáli, heldur h itt að hér er um að ræða grófar yfirtroöslur á grund- vallarmannréttindum með landslög að yfirskyni. Ofsóknaherferð Þegar þetta er ritaö er téðum réttarhöldum nýlokiö meö úrslitum, sem væntanlega hafa ekki komið neinum á óvart. 44 hinna ákærðu voru dæmdir i Hfstiðarfangelsi og hinir fengu fangelsisdóma upp á fimm til þrjátiu ár. Akæruatriðin bera þvi vitni, hverskonar hugarfar er rlkjandi hjá marokkönskum yfirvöldum, en einn alvarlegasti glæpurinn, sem hinir ákæröu vorusagöir hafa gerstsekirum, var aö einn þeirra var gyðingur og að þeir hefðu fyrirhugað aö gera hann að forsetá yfir Marokkó. Að öðru leyti voru ákærumar I stórum dráttum á þá leiö, að þeir ákærðu vildu Hassan konung og stjórn hans feiga og aö þeir stæöu i sambandi við frelsishreyfingu Vestur-Sahara, Polisario, sem nýtur stuðnings Alslr. Réttarhöld þessi eru þó ekki nema siðasti liðurinn i stór- felldri pdlitiskri ofsóknarher- ferð, sem staðið hefur yfir i Marokkó siðastliðiö hálft ár aö minnsta kosti. Með ofsóknum þessum er afturhaldsstjórn Hassans konungs að reyna að brjóta á bak aftur vaxandi and- stöðu innanlands og kæfa óánægjuraddir. Samfara miðaldalegri og gerspilltri afturhaldsstjórn býr Marokkó að margskonar áhrifum frá Vesturlöndum, sem siast hafa inn um Iangan aldur, þó ekki i eins rikum mæli og til grann- landanna Alsir og Túnis. Þetta tvennt rekst óhjákvæmilega á með ýmsu móti. En Hassan kóngi hefur til þessa tekist að halda stjórnartaumunum, og á hann það meðal annars að þakka vinsamlegu sambandi viö valdhafa Vestur-landa, sem hafa velþóknun á honum sem traustum bandamanni gegn „kommúnismanum.” Hann hefur meira að segja látið myrða pólitiska andstæðinga sina erlendis með hjálp þessara vestrænu vina, eins og skeði meö Ben Barka á sinum tima, en þá reyndust frönsk yfirvöld Marokkókonungi þægir vika- piltar, að öllum likindum meö vitund og vilja æðstu embættis- manna i stjórn de Gaulles. tJtrýmingarstrið Að gömlum sið valdhafa, sem eiga við vandræði að striða heima fyrir, hefur Hassan konungur reynt aö dreifa athygli þegna sinna með all- miklum fyrirgangi út á við. Innlimun Vestur-Sahara i félagi við Márítaniu, þegar Spánn gafst upp á nýlendustjórn þar, er frægasta dæmið um það, en einnig hafði konungur i huga auðugar fosfatnámur á þvi landsvæöi i von um að geta náð einhverju I áttina að einokunar- aöstöðu á þeirri vöru á heims- markaðnum. Sú innlimun hefur hinsvegar dregið dilk á eftir sér, þar sem ibúar landsvæðisins, vilja ekkert meö marokkómenn og máritana hafa og heyja gegn þeim skæruhernað, sem hernámsliði rikjanna tveggja hefur ekki tekist að bæla niður. Hefur þó ekkert verið til spar- að I þvi efni og er svo að heyra á fréttum aö marokkómenn og máritanar heyi beinlinis útrýmingarstriö gegn þessum nýju þegnurn sinum. Polisario mun njóta verulegs stuönings frá Alsir, sem telst hafa ein- hverskonar sósialiskt stjórnar- far, enda hefði hreyfing, sem ekki hefur að baki sér nema i hæsta lagi um 70.000 manns, varla möguleika á langri og vopnaðri baráttu að öðrum kosti. Skólar i lamasessi Skæruhernaðurinn i Sahara hefur auk annars orðið Marokkó þungur fjárhagslegur baggi og hefur það aukið óánægjuna heima fyrir. Menntaskólar landsins eru að mestu leyti i lamasessi vegna andöfs nemenda, sem einkum mót- mæla þvi að aðeins börn yfir- stéttarinnar hafa i raun efni á þvi að stunda skólanám. Mótmælaaðgerðir á götum úti færast I vöxt, og á mótmælafólk þó ekki von á neinu góðu frá yfirvöldum, svo sem nærri má geta. Þannig réðist lögregla á „ólöglega mótmælagöngu” seintinóvembers.l., drap fjóra, særði tólf og handtók marga. Tólf þeirra handteknu fengu fangeisisdóma allt að sex árum. Um nýafstaðin réttarhöld i Kasablanka er þvl viö að bæta, að vestrænir lögmenn, sem með þeim hafa fylgst, eiga ekki orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á þeim skrípaleik, er þar var settur á sviö. Yves Baudelot, Hassan Marokkókonungur I heim- sókn hjá Johnson heitnum fulltrúi frönsku deildarinnar i Alþjóðasambandi lýðræðis- sinnaðra lögmanna, sagði þannig að i Kasablanka hefðu sjálf grundvaUaratriði réttar- farsins veriö að engu höfð. 17. janúar mótmæltu margir þeirra ákærðu þessum yfirtroðslum með hungurverkfalli, en réttur- inn brást við þvi með þvi að neita þeim slðan um að koma i réttarsalinn til að svara fyrir sig. En endalok skriparéttar- haldanna þýöa varla neinn úrslitasigur fyrir Hassan. Fjöldi hinna ákæröu bendir ásamt með öðru til þess,aö andstaðan gegn honum sé viötæk. Og þótt hann eigi hauka I horni á Vestur- löndum, á það einnig við um óvin hans Alsir. Vestur- Þýskaland og Frakkland vilja ekki heldur styggja Alsir, vegna viöskipta við þaö land, eins og sýndi sig þegar fyrrnefnda rikið nýlega leyföi Polisario að opna skrifstofu i Bonn, sem sjálfsagt hefur þó verið mjög að dvilja þarlendra ráðamanna. dþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.