Þjóðviljinn - 03.03.1977, Page 4

Þjóðviljinn - 03.03.1977, Page 4
4 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. mars 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Otgefandi: Otgáfuféiag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar:Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Otbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: Olfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Síöumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Línurit segja sögu Stundum birtast hér i Þjóðviljanum linurit sem sýna þróun kaupmáttar langt aftur i timann. Þegar menn virða þessi linurit fyrir sér og skoða náið kemur fljótt i ljós að með linum á blaði er hægt að segja sögu, sem oftast er sögð i orðum: Þessi linurit um kaupmátt launa á sið- ustu áratugum sýna okkur til að mynda að lifskjarabyltingin 1942-1947 sem knúin var fram fyrir styrk Sósialistaflokksins i verkalýðshreyfingunni og nýsköpunar- stjórninni hafði þær afleiðingar i för með sér að kaupmáttur launa nærri tvöfaldað- ist á nokkrum misserum. Þegar nýsköp- unarstjórnin fór frá völdum tók við rikis- stjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins. Þessi rikis- stjórn sá til þess.að kaupmáttur launanna lækkaði þegar i stað verulega, en þó varð lækkunin mest og tilfinnanlegust við gengisfellinguna 20. mars 1950. Þá fór dollarinn úr kr. 6,50 i kr. 16,32. í skýrslum sem að undanförnu hafa birst frá banda- riska utanrikisráðuneytinu um samskipti íslands og Bandaríkjanna kemur fram að það var vegna fyrirskipunar, „ráðlegg- inga”,bandarikjamanna að þessi gengis- felling átti sér stað. Á valdaárum helmingaskiptastjórna Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins skerðist kaupgetan um 20 stig frá þvi sem kaup- mátturinn hafði náð hæst 1947 og niður i það lægsta, 1951. Með verkföllunum miklu 1951, 1952 og 1955 tókst verkalýðnum að þoka kaupmætti launanna upp úr öldu- dalnum, og þegar vinstristjórnin kemst til valda, 1956, batnar kaupmáttur launanna svo að aftur næst svipaður kaupmáttur og 1945. Strax og vinstristjórnin fyrri fór frá völdum tók viðreisnarstjórnin að beita gengislækkunum til þess að knýja þannig fram skerðingu kaupmáttarins: Eftir að verkafólk náði árangri i kjaraátökunum 1961 felldi viðreisnarstjórnin gengið og hið sama gerðist siðar; voru gengisfellingarn- ar 1967 og 1968 stórfelld árás á lifskjör verkafólks. Þvi var þá borið við eins og jafnan siðan að efnahagsástandið væri svo slæmt að kjaraskerðingin væri óhjá- kvæmileg. Þegar vinstristjórnin tók við afsannaði hún þegar þessa kenningu með kauphækkunum 1971, og siðan batnaði kaupmáttur launanna svo, að hann hefur aldrei verið betri á þessari öld. Strax og hægristjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins tók við hóf hún árásir á kjör verkafólks meðal annars með gömlu aðferðunum að fella gengið i stórum stökkum og með gengissigi: Doll- arinn kostaði um 90 kr. islenskar þegar vinstristjórnin fór frá, en hann er nú kom- inn i um 199 krónur. Þannig er gengis- skráningin enn einu sinni notuð til þess að skerða kjör launamanna, þe. að hækka allt innflutningsverðlag, fjölga krónunum sem fást fyrir útflutninginn, en um leið að auka á verðbólguna. Verðhækkanir fylgja i kjölfarið og i skýrslu OECD fyrir árið 1976 er sýnt fram á hvernig stjórnarvöld hafa á undanförnum misserum beitt verð- hækkunum og verðbólgu til þess að stela kaupi af fólkinu i landinu. Nú hafa alþýðusamtökin ákveðið að sækja það i greipar auðstéttarinnar sem rænt hefur verið, Alþýðusamtökin hafa sýnt fram á það með tillögum sinum um nýja efnahagsstefnu, að það er hægt að hækka kaupið og þau hafa sýnt hvernig á að gera það. Þessum ábendingum alþýðu- samtakanna hefur aðalmálgagn rikis- stjórnarinnar svarað með þvi að hóta nýrri efnahagskollsteypu, þe. gengisfell- inguog stórfelldum verðhækkunum. Þess- um hótunum munu alþýðusamtökin svara með auknum sóknarþunga; þess verður krafist að þannig verði gengið frá kjara- samningum að hefndaraðgerðir — gengis- lækkanir og dýrtiðarstefna — nái ekki til- gangi sinum. Linuritin segja sögu. Þau segja þá sögu aó það er unnt að halda kaupmættinum uppi þegar vilji er til þess, pólitiskur vilji. Þegar sósíalistar hafa haft áhrif á stjórn landsins hefur þetta tekist. Þegar þeir hafa verið utan stjórna hefur afturhaldið ráðið ferðinni. Linuritin segja okkur póli- tiska sögu, sem er fróðleg til upprifjunar þessa dagana þegar afturhaldsöflin ráðast með kjafti og klóm gegn tillögum alþýðu- samtakanna og kjarakröfum. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn og aðalmálgagn hennar telja sér henta.að skerpa andstæð- ur og eitra andrúmsloftið áður en viðræð- ur hefjast. Alþýðusamtökin munu ekki láta hótanir á sig fá. —s- Meiðyrði Jón Sigurösson skrifaöi þaö- finnstmérgrein i Timann I fyrra- dag, sem hefur espaö þá á Morg- unblaöinu, eins og sjá má i gær. Enda hefur Jón leyft sér þá ósvinnu, aö snúa venjubundnu rausi sjálfstæöismanna um rikis- bákn og kerfi upp á ihaldið sjálft: „Sjálfstæöisflokkurinn er flokkur rikisins, báknsins, kerfisins”. Þetta finnst þeim sem velta stök- um steinum furöu óskammfeiliö, enda kalla þeir Jón Sigurösson „mannvitsbrekku” — en það er samkvæmt lögvisku þeirra i Vöröu landi meiöyröi, eins og kunnugt er. Kerfið skelfilega Nú er það satt aö segja svo, aö svo lengi hafa menn, einkum hægrimenn, amast á oröum eins og „rikisbákn” og „kerfi”, að þaö hefur verið svipt öllu inntaki. I hugsunarlausum og glistrúpskum lýðskrumstilburðum hefur oröiö „kerfi” verið látiö merkja allt sem er neikvætt, rétt eins og „Iýöræði” á að tengjast viö allt hrós. Afleiöingin er sú, að bæði hugtökin eru eyöilögð með nauög- un þessari. En hitt er ekki nema réttmætt, að þessu kerfishjali sé snúiö upp á þann flokk, sem mest belgir sig út af því að hann sé hin eina sanna vörn hrakins og skrif- finnskupinds einstaklings and- spænis kerfinu voðalega. Þaö er nefnilega alveg rétt hjá Jóni Sigurðssyni, aö Sjálfstæöis- flokkurinn er i þeim skilningi „rikisflokkur”, að hann er sam- gróinn öllum helstu valdastofnun- um hins islenska lýöveldis, hann hefur oftast og lengst setið I rlkis- stjórn, hann hefur gifurleg átök á embættismannapýramlðanum og bankakerfinu, hann hefur gert höfuðborgina að sérstöku virki sinu. Þar meö ber hann öðrum flokkum fremur ábyrgö á því „kerfi” sem hann þykist hamast gegn — til dæmis þegar „ung- tyrkir” I flokknum gera sig lik- lega til aö sýna óánægju yfir þvl aö flokkurinn sé ekki nógu þaul- ræktaöur einkaframtaksflokkur. Um það, hvernig þessi staða Sjálfstæöisflokksins virkar á hann á ýmsum timum segir Jón: Báknið eingetna „Rikisflokkar þola ekki aö lenda i stjórnarandstööu. Þeim finnst þaö ekki aöeins óþægileg truflun, heldur finnst þeim það óviðeigandi, eiginlega móðgun viö sig. Forystumennimir veröa eins og glóöarhausar, og eftir höfðinu dansa limirnir. Venjulega veröa rikisflokkar aö umskiptingum ef þjóðin afþakkar forræöi þeirra maklega um stund. Þeir gleyma sinu rétta eðli. Þeir fara jafnvel að skammast út i sitt eigið kerfi, sitt eingetna bákn.” Jón bætir þvi viö aö „meöan Vinstristjórnin sat aö völdum máttu Sjálfstæöismenn ekki á heilum sér taka. Flokkurinn sá rautt I bókstaflegri merkingu. Hann umhverfðist og hóf upp áróðurgegn kerfinu sinu”.En svo þegar flokkurinn skreiö aftur i stjórn geröist ekki annað en að „kerfiö þekkti sinn flokk og flokk- urinn þekkti aftur sitt kerfi”. Tjara og hunang Hitt er svo undarlega spaugi- legt i málflutningi Jóns, að hann blandar þá tjöru, sem hann slettir yfir samstarfsflokkinn I rikis- stjórninni, hunangi gullhamra um ihaldið. Hjá honum veröur Sjálfstæöisflokkurinn allt i senn flokkur „auöhyggjuaflanna” sem vilja skitnýta rikisvaldiö i sina þágu og um leiö er hann flokkur valinkunnra sæmdarmanna, sem vilja hag almennings sem best- an”. Veröur ádrepan af þessu mjög náttúrulaus og lyppast niö- ur. Auövitaö má segja sem svo, að það sé ekki endilega keppikefli Sjálfstæöisflokksins eins og hann leggur sig, aö rýra kjör almenn- ings — þar vilja menn sjálfsagt gjarna aö hagvöxtur sé i gangi og kaupgeta fólks sæmileg — meðal annars vegna þess, að ella væri erfitt aö græöa á kaupsýslu. Þaö sem öllu skiptir I vangaveltum af þessu tagi er þaö, hvaöhefur for- gangi ákvörðunum sem ihaldið ræöur. Hvaö gerist þegar „auö- hyggjuöflin” og „hagur almenn- ings” rekast á. Þaö „kerfi” sem Ihaldiö hefur komið sér upp er i rauninni nauðaeinfalt, eins og allir vinstri- sinnar ættu aö vita. Þaö miðast við það, að rikisvaldið sé gert aö þjóni einkaframtaksins svo- nefnda, útvegi þvi fé, ábyrgist fjárfestingar þess, taki á sig tap þess, reki þá starfsemi sem ekki er hægt aö græða á. Sem sagt: gróðinn sé i einkarekstri, en töpin séu þjóönýtt. Meira aö segja i minningargreinum eru máttar- stólpar Sjálfstæöisflokksins aö hrósa hver öðrum fyrir aö fylgja fram þessari stefnu af sannri staöfestu. Pólitísk landafræði Þaö er hægur vandi aö átta sig á þvi, hvaö ihaldið er aö fara 1 þessum efnum. Hitt er svo mikill vandi i islenskum stjórnmálum, aö Framsóknarflokkurinn er af- skaplega loöinn, tvistigandi, ráö- villtur um þaö, hvefnig skuli bregöast viö „kerfissmiö” Ihalds- ins. Jón Sigurösson vill láta sem milli þessarra tveggja flokka séu „vatnaskilin i islenskum stjórn- málum”. Þetta er þvi miöur vond pólitisk landafræöi. Af þessum flokkum báöum siga straumar tveir i eina Hægriblöndu og verö- ur það vatn heldur betur gruggut og þefillt. Hitt er svo annaö mál, að jafnan hafa verið til i Fram- sókn menn sem vildu hlaöa fyrir þetta samrennsli og finna sér gæfulegri farveg. En þeir sýnast ekki hafa i annan tíma verið jafn fáliðaðir og nú. áb. Sérdrægir auöhyggjumenn eöa ástvinir almennings?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.