Þjóðviljinn - 03.03.1977, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 03.03.1977, Qupperneq 16
DMVIUINN Fimmtudagur 3. mars 1977 Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs- menn blaösins í þessum símum*. Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. Einnigskalbentá heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Hér sést þegar verið er að dæla loðnu úr Faxa GK 44 i Grindavfkurhöfn s.l. laugardag. Mynd: —ráa Loðnan of smá til frystingar og tregur afli hjá netabátum Um helgina höfðu borist á land i Grindavik um 11.200 tonn af loðnu, en þegar blaðamaður Þjóð viljans, var þar á ferð á laugardag var verið að landa loönu úr Faxa GK 44 frá Hafnar- firði, sem kom inn með 220 tonn. Megnið af þeim loðnuafla sem landaö hefur verið i Grindavik hefur farið i bræðslu, þvi loðnan hefur ýmist verið of smá eða of illa 'farin til að vera hæf til fryst- ingar, nema að litlum hluta. Bolfiskafli hefur verið tregur i Grindavik frá áramótum,og voru komin á land þar um fimm þús- und tonn um siðustu helgi. Upp á siðkastið hefur fiskast mjög illa i net hjá Grindavikur- bátum, og hafa margir þeirra haft þetta 2-3 tonn eftir hverja veiðiferð og fiskurinn verið smár. Betur hefur þó gengið hjá linubát- um undanfarið, enda lagt dýpra úti, og hafa þeir fengið dágóðan afla margir hverjir, stóran og fallegan fisk bæði þorsk og ýsu. Hefur afli sumra linubáta farið allt upp i 12 tonn i veiðiferö. —ráa Heilsuverndarstöðin Atti tvítugs- afmæli í gær I gær, 2. mars, voru 20 ár liðin frá því Heilsu- verndarstöðin i Reykjavík vartekin í notkun. Bygging hennar var á sínum tíma stórátak í þá veru að tryggja borgarbúum örugga heilsugæslu og fyrirbyggjandi heilbrigðis- eftirlit. Byggingin var i upphafi öll ætl- uð fyrir heilsuverndarstarfsemi en vegna skorts á sjúkrarými varð að leggja 2 hæðir hennar al- gerlega undir rekstur Bæjar- spitalans. Rýmkaðist hagur Heilsuverndarstöðvarinnar ekki fyrr en Borgarspitalinn i Foss- vogi var tekinn i notkun. Aður en Heilsuverndarstöðin var byggð höfðu ýmsar greinar heilsuverndar verið starfræktar, ýmist eftir sérstökum lögum, td. berklavarnarlögum, eða á vegum félagasamtaka sem helguðu sig liknarmálum. Má þar nefna Hjúkrunarfélagið Likn sem rak berklavarnir, ungbarnaeftirlit og mæðraeftirlit. Þegar Heilsuverndarstöðin hóf rekstur sinn tók hún við þessari starfsemi og jók við nýjum grein- um. Eru nú auk ofannefndra greina reknar i stöðinni heyrnar- deild, húð- og kynsjúkdómadeild, áfengisvarnir, geðverndardeild, atvinnusjúkdómadeild, kyn- fræðsludeild, heimahjúkrun, heilsugæsla i skólum og skóla- tannlækningar. Auk þess fara all- ar ónæmisaðgerðir fram I Heilsu- verndarstöðinni. Hér gefst ekki tóm til að- rekja ýtarlega starf einstakra deilda, en vonandi verður það siðar. Hins vegar fylgja hér nokkrar hugleiö- ingar Skúla G. Johnsens borgar- læknis um heilsugæslu i borginni i framtiðinni: „Með lögum um heilbrigðis- þjónustu frá 1973 var ákveðið aö hafin skyldi uppbygging heilsu- gæslustöðva þar sem almenn heilsugæsla færi fram, sem felst i heilsuverndarstarfi, almennum lækningum, rannsóknaþjónustu og sérfræðiþjónustu... Uppbygg- ing heilsugæslustöðvakerfisins i Reykjavik mun taka 1-2 áratugi og Heilsuverndarstööin mun um ókomna framtið veröa móðurskip heilsuverndarstarfs og heilsu- gæslu hér i borginni...” —ÞH Við birtum i dag 28. dæmið um kjaraskeröinguna siðustu þrjú ár. Dæmin sýna hversu miklu lengur en áður verkamaöur er nú að vinna fyrir sama magni af vörum. — Viö tökum eina vörutegund á dag. Upplýsingar um vöruveröið höfum viö frá Hagstofu Islands cn upplýsingar um kaupiö frá Verkamannafélaginu Dagsbrún,og er miðað við byrjunarlaun samkvæmt 6. taxta Dagsbrúnar. 28. dæmi Reykjavík-Keflavík Fargjald með sérleyfisbifreið Kaup: Verð: Febrúar 1974 kr. 166,30 kr. 145,- Mai 1974 kr. 205,40 kr. 145,- I dag, marsi977 kr. 425,20 kr. 450,- NIÐURSTAÐA: 1. I febrúar 1974 (fyrir kjarasamningana þá) var verkamaður 52 mínútur að vinna fyrir fargjaldi með sérleyfisbifreið Reykjavík—Keflavík. 2. i maí 1974 er verkamaður 42 mínútur að vinna fyrir fargjaldinu. 3. I dag 3. mars 1977, er verkamaður aftur á móti 63 minútur að vinna fyrir fargjaldinu. Vinnutiminn hefur lengst um ll mínútur eða 21% sé miðað við febrúar 1974 en um 21 minútu eða 50% sé miðað við maí 1974. VERIÐ HAGSÝN! Gerið helgarinnkaupin hjá okkur Kínverskur ananas 567 gr. Ananasmauk 5 Ibs Hveiti R.H. 51bs Tva þvottaefni 5 kg Iva þvottaefni 10 kg Matbaunir 454 gr. Spaghetti 453 gr. Lifrakæfa 120 gr. Grænmetissalat Bulgaria Flóru ávaxtasafi 3/4 lítr Aprikósur 1/2 ds Jarðarber 552 gr. Verðkannanir hafa sýnt, að okkar verð er oft hagstæðast. KRON við Norðurfell, Breiðholti III

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.