Þjóðviljinn - 03.03.1977, Page 8

Þjóðviljinn - 03.03.1977, Page 8
8 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. mars 1977 Fimmtudagur 3. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 í Laxdæla-sögu segir frá þvi er Þorgerður Egilsdóttir eggjaði syni sina til bróðurhefnda er henni fannst verk það vefjast fyrir þeim úr hófi. í siðustu ljóðabók sinni ,,Ný og nið”, (1970) visar Jóhannes úr Kötlum til þessa at- burðar i mögnuðu kvæði sem er þannig : Sá bær heitir í Tungu Af er sú tið að niðingsverka sé hefnt. Fótbitur veitir ekki lengur banasár heldur gerir kappana að hækjuliði. Aldrei framar riður móðir vor um dali með krepptan hnefa um söðulboga og spyr: hvað heitir bær sá? hver býr hér? Vér heiglar sem þorum hvorki að lifa né deyja: móðir vor blygðast sin fyrir oss bræður. 'i -4. . ff? Hér er ekki einungis veriö aö rifja upp foma sögu vestan úr Dölum heldur er baráttuskáldiö úr Kötlum fyrst og fremst aö eggja islenska alþýöu til dáöa i þjóöfrelsisbaráttunni og finnst aö vonum, aö þaö hægt hafi miöaö starfi hennar” aö mööir vor blygöast sin fyrir oss bræöur.” Hér eru aö visu notuö stór orö, eins ogeldhugum hættir jafnan til aö gera, en ef vér bræöur hyggj- um aö stööu okkar I dag af ein- lægni og þeirra samtaka, sem einhver jar vonir er hægt aö binda við meö tilliti til nefndrar bar- áttu, þá er mérekki grunlaust um aö niöurstaöa þeirra athugana yröi svipuö og skáldiö komst að. Við skulum rifja upp helstu at- riðin I sögu eftirstriösáranna á Is- landi er varöa fullveldi landsins, efnahagslegt og stjórnarfarslegt. Haustið 1946, röskum tveim árum eftir stofnun lýöveldisins Islands var bandarikjamönnum veitt aö- staöa til aö viöhalda hér dulbúinni herstöö i landinu, þótt heims- styrjöldinni væri lokiö, Kefla- vikursamningurinn var gerður. Voriö 1951 hernema Bandarikin Island, aö beiöni islenskra stjórn- valda. Veturinn 1949 gerist Island aöili að hernaöarbandalagi helstu fasistarikja og nýlendukúgara heims, NATO. Ariö 1948 eru allar gáttir islensks efnahagslifs opnaöar fyrir Marsjallaðstoöinni svokölluöu og þar með fyrstu sporin stigin á þeirri óheillabraut aðofurselja land og lýö erlendum auöhringum. Arið 1966 var tsland svo opnaö erlendu auðmagni með gerö samninga við tvo auðhringa, svissneska álhringinn ALUSUISSE og bandariska auð- hringinn John Manswille. Hér var erlendu auðmagni gert kleift aö hagnýta islenskar auölindir og vinnuaflog flytja aröinn úr landi. Hafandi þessa atburði I huga sem ég hefi hér drepiö á, þarf engan aö undra þótt skáldiö kveöi fast að oröi, einkum ef þess er minnst um leiö aö alþýöunni i landinu heföi verið i lofa lagiö aö koma i veg fyrir þá alla, ef hún aðeins heföi haldiö vöku sinni og gert sér grein fyrir hvaö sá bær heitir er óvinur hennar býr á og hvar hann er. Skýrasta sönnunin fyrir hernámi hugarfarsins En þetta eru þó aöeins útlinur þjóöfélagsþróunarinnar á Islandi, s.l. þrjá aratugi hvaö sjálfstæöi landsins varðar, einskonar rammi um þá mynd sem blasir við hverjum manni er nennir á að lita með opnum augum. Hér á ég aö sjálfsögöu viö þaö hernám hugarfarsins er ýmsir forystu- menn sósialista sáu fyrir og vöruöu viö foröum og er bein af- leiöing af sivaxandi umsvifum Bandarikjanna á flestum sviðum þjóðfélagsins. Þau ráöa yfirmjög verulegu fjármagni hérlendis og hagnýta þaö beint og óbeint i sina bágu enda er svo komiö aö stór hluti islensku borgarastéttarinn- ar er oröinn tengdur hernáminu fjárhagsböndum, byggir tilveru sina á hermangi, jafnframt reyn- ir hernámsliðiö aö auka hvers- kyns félagsleg tengsl viö lands- menn i þvi skyni að gera hernám- iö aö varanlegu og eölilegu ástandi, i þessu sambandi er rétt aö minna á starfrækslu dátasjón- varpsins alræmda sem hefur haft gifurleg áhrif i þá veru. Skýrasta sönnunin fyrir hernámi hugar- farsins kom I ljós á dögum vinstri stjórnarinnar svonefndu. Þegar hartnær 55 þúsundir islendinga sem komnirvoru til vitsog ára að þvi aö sagt var rituöu nöfn sin undir bænaskrá VL-inganna þess efnis að Island yröi hersetiö um ókomna framtiö. Og áfram skal haldiö á sömu braut. Borgara- stéttin i landinu býr sig undir aö greiöa fullveldi Islands náðar- höggiö og sækir m.a. kjarkinn til þess til þeirra undirtekta sem nefnd bænaskrá hlaut hjá þúsundunum. Nú er einfaldlega svo komið aö örlög Islendinga sem þjóöar ráöast á næstu misserum. I ljósi þeirra stað- reynda aö Gunnar Thoroddsen gengur meö plagg upp á vasann i hverju gert er ráö fyrir efnahags- legu hernámi tslandsl áföngum á næstu árum og er jafnframt á för- um utan (i þessum mánuöi) ásamt hjálparkokkum sinum til að færa þessi skuggalegu áform enn nær veruleikanum er sýnt aö naumur timi er til stefnu fyrir þá sem ætla sérog þessu landi annaö hlutskipti en nefndur ráðherra. I þeirri baráttu sem framundan er fyrir sjálfstæöi Islands, verður verkalýösstéttin óhjákvæmileg aö taka þessar ráöageröir auð- stéttarinnar meö I reikninginn. Sjálfstæöisbaráttan snýst sum sé ekki einungis um brottför hersins og úrsögnina úr NATÖ heldur einnig og af auðsæjum ástæðum ekki siöur um aö koma I veg fyrir aö erlendir auöhringir nái tangarhaldi á efnahagslifi og orkulindum landsins. Þaö mun aö sjálfsögöu falla i hlut framsækn- asta hluta verkalýösstéttarinnar aö bera hita og þunga baráttunn- ar og augljóst er aö hún mun eiga viö gifurlegt ofurefli aö etja. Frá sjónarmiði borgarastéttarinnar eru öll sund lokuð, „SA BÆR HEITIR I TUNGU” i Þykkvabæ þessa dagana. Borgaralegir sálfræöingar myndu þó aö öllum likindum leita skýringa á viöhorfum þeirra i kartöflunni sem slikri, ekki sist meö hliösjón af þviaö mestri hylli meöal þýsks sveitafólks náöi Adolf Hitler á mektardögum sin- um I helstu kartöfluræktar- héruðum þýskalands. En nóg um það. nema......... I fjandaflokki hennar eru er- lendirauðhringar, hinn alþjóðlegi kapitalismi sem einskis svifst i leit sinni að hámarksgrdöa og is- lenska borgarastéttin, siðlausari en nokkru sinni fyrr eítir áratuga náin tengsl við erlent hernámsliö. Stétt sem allar götur siöan 1942 hefur orðiö aö bita i þaö súra epli aö geta ekki traökað á alþýöunni I landinu og þjónaö þannig lund sinni. Frá sjónarmiöi þessarar stéttar eru öll sund lokuö nema þetta eina, að leita á náðir er- lendra auðhringa og þaö jafnvel þó það kosti tilveru þessara 220 þúsund sáina sem i landinu búa, sem þjóöar. Svo gersamlega hef- ur borgarastéttin gefist upp viö að stjórna landinu. „En þeir eru þó alténd is- lenskir,” mun einhver mein- leysinginn vafalaust segja. En borgarastéttin er fyrst kapitalisk siðan þjóöleg. Þegar kapitalism- inn og þjóöerniö fara ekki lengur saman fórnar hún ávallt þjóöern- inu. En þaö eru fleiri ljón i vegi stéttvisrar alþýöu en hinn alþjóö- legi kapitalismi og handlangarar hans á Islandi, þótt nógu bölvaöir séu. Iskyggilega stór hluti verka- lýösstéttarinnar sjálfrar er á valdi stéttaróvinarins og reiöubú- inn aö gerast sinn eiginn bööull. 3. áratuga hernám ásamt til- heyrandi lestri Morgunblaösins hefur leikiö æði marga grátt. Þaö verður mikiö verk aö virkja þetta stéttvillta fólk til baráttu fyrir sjaitstæöi Islands jafnvel þótt öll- um hannesunum og bessýunum og þeim öðrum sem eru hvaö minnstra sanda og sæva sé sleppt. Eitt af lögmálum þjóö- félagsins er,að þaö umhverfisem menn lifa i mótar sálarlif þeirra og skoðanir aö meira eöa minna leyti. Það er til aö mynda andi hins kapitaliska hagkerfis sem svifur yfir vötnum kartöflubænda Að safna liði er lausnarorðið Lágkúra, spilling, glæpir siö- leysi og hvers kyns lestir eru i réttu hlutfalli við þaö þróunarstig sem auövaldsþjóöfélagiö stendur á, á hverjúm tima, — sama gildir um lifskjör verka- lýösstéttarinnar og almennt menningarástand. Þaö þarf ekki lengi aö litast um i islensku þjóö- félagi til aö sjá aö borgarastétt- innihefur tekist vel aö ávaxta sitt pund. „En eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liöi.” Safna liöi, þaö er einmitt lausnaroröiö, mynda pólitiskt bandalag sam- fylkjaþeim öflum sem vilja berj- ast fyrir sjálfstæði íslands, efna- hagslegu sem stjórnarfarslegu. Gott og vel. Og hvaö svo? Hver á til að mynda aö leiða þessa sam- fylkingu og hvert? Svörin viö þessum spurningum er vert aö hugleiöa þvi án þess aö gera sér grein fyrir þeim er óneitanlega hætt við aö öll baráttan veröi ómarkviss og leiði ekki til sigurs. Kenning Bernsteins gamla, hins þýska læriföður allra heim&ins krata „Hreyfingin er allt,” hefur aldrei fært verkalýösstéttinni umtalsveröa ávinninga. A að heimta Gunnar Thoroddsen sett- an af? Myndu auðhringarnir gefa upp alla von um aö ná tangar- haldi á efnahagslifi og orkulind- um Islands ef Gylfi Þ. Gislason heföi fariö aö ábendingu Ólafs Jó- hannessonar á þinginu á dögun- um og flutt vantraust á Gunnar Thoroddsen i stað þess aö biöja Geirum aö segja af sér, og fengið tillöguna samþykkta? Hin skuggalegu áform auöhringanna næöu jafnauöveldlega fram aö ganga. Þaö yrði einfaldlega bara annar afturhaldskurfur settur i Gunnars stað, kannski enn fúsari til samvinnu, þótt erfitt sé aö hugsa sér þaö. Kannski héti hann Steingrimur Hermannsson — þetta „dekurbarn foreldra og flokks,” sem fylgt hefur Gunnari eins og skuggi i öllu makkinu viö útlenda. Hvaö um sjálfa rikis- stjórnina, ef við losnuðum við hana, væri sjálfstæöi Islands þá ekki borgiö? Svo væri ekki. Borgaralegar rikisstjórnir hafa komið og þær hafa lika farið i þessu landi en samt steöjar geig- vænlegri hætta að sjálfstæöi okk- ar nú en nokkru sinni áöur. Baráttan verður að vera byltingarsinnuð Þráttfyrir þetta þarf Islensk al- þýöa aö losna viö Gunnar Thoroddsen úr stööu sinni og rikisstjórnina alla, enda tómt mál aö tala um sjálfstætt Island meöan þessi rikisstjórn situr. En lokatakmark er fall rikisstjórnar- innar þó ekki. Og hvers vegna? Vegna þess aö kerfiö situr eftir. Hiö kapitaliska þjóöskipuleg, auövaldsskipulagiö. Þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Ef raunhæfur árangur á aö nást i sjálfstæöisbaráttu islenskrar al- þýöu sem og frelsisbaráttu allrar alþýöu veröur markmiö barátt- unnar aö vera aö kollvarpa auövaldsskipulaginu, bylta þvl, ausa það moldu og reisa nýtt á rústunum. þjóöskipulag sósialismans. Með öðrum orðum baráttan verður aö vera byltingarsinnuö annars léiöir hún fyrr eöa siöar til ósigurs. Forust- an veröur aö vera i höndum verkalýösstéttarinnar, sem er eina byltingarsinnaöa stéttin i þeim silningi aö allar kröfur hennar og barátta hlýtur aö stefna út fyrir núverandi þjóö- skipulag. Þetta sem ég hef sagt hér er aöeins barnalærdómur hvers marxista en ég minni á þetta vegna þess að mér hefur virst sem þessi undirstöðuatriöi hafi ekki verið alltof ofarlega i hugum margra þeirra sem hæst hafa talað á umliðnum árum. Sá stjórnmálaflokkur, sem ætlar aö hafa leiðsögn i baráttu verkalýös- ins, sem stefnir aö þvi marki aö gerbreytaþjóöskipulaginu verður aö byggja á grundvelli marxism- ans, annars berst hann eins og rekalda fyrir straumii sviftivind- um dægurmálanna. Dægurbar- átta hans veröur að ákvaröast af hinum langsýnni sjónarmiöum stéttarinnar, vera byltingar- sinnuö. Verkalýösstéttin og foringjar hennar mega aldrei gleyma þessum barnalærdómi marxismans og fara aö miöa starf sitt viö auövaldsskipulagiö, takmarka þaö viö hagkerfi þess og stjórnarfar. Slikt er fráhvarf frá grundvallaratriöum marxismans, fráhvarf frá stétt- arbaráttunni. Slikt er einungis endurbótastefna. En „endur- bæturnar eru hjáverk byltingar- innar.” (Karl Marx). Sé þessara sjónarmiða gætt og marxisminn ávallt haföur aö leiöarljósi af verkalýösstéttinni og banda- mönnum hennar I þeirri höröu stéttabaráttu sem óhjákvæmi- legá er framundan i þessu landi er jafnframt girt fyrir aö alls kyns hentistefnumenn og falsspá- menn sem upp munu risa á öllum stigum baráttunnar nái valdi yfir samtökum alþýðunnar i þeim til- gangi að afvegaleiða þau. Ekki mun hver sá, sem við mig segir: herra, herra............ „Gætiö yöar fyrir falsspámönn- um sem koma til yöar I sauöaklæöum, en eru hiö innra glefsandi vargar. — Ekki mun hver sá, sem viö mig segir: herra, herra — ganga inn i riki himnanna, heldur sá er gjörir vilja fööur mins á himum”. (Matteus7. kap. 15og 21. vers) Ef aö likum lætur mun til aö mynda Framsóknarflokkurinn setja sinn alkunna skollaleik á sviö, varö- andi afstöðuna til hinna erlendu auðhringa, slá úr og i , láta nokkra forystumenn sina játa islenskum fossum og hverum ást sina af miklum ofsa. Þetta er ekki ný bóla. En þegar á heröir munu húsbændur SIS, t.dWestinghouse, Internationai-Harvester, General Motors, Standard Oil og fleiri slikir kippa i spottann samkvæmt venju og framsókn lúta hátigninni. „Látiö ekki útlend- inga ná tökum á orkulindum Austurlands”, segir Eysteinn Jónsson, og sei sei. Þaö veröa ekki pólitiskar afturbatapikur Framsóknar sem leiða sjálf- stæöisbaráttu Islenskrar alþýðu fram til sigurs. „Frelsun verka- lýösstéttarinnar verður aö vera hennar eigiö verk.” (Karl Marx) Ekki má þó slá á útrétta hönd Eysteins, þótt eitt heilræöi gefið austfiröingum, — var auövitaö ekki aflögfær handa öörum ibúum landsins, — sé ekki þungt á met- unum til móts viö þann rass- garnarenda hernáms og hermangs sem hann tuggöi, ungann af sinum pólitiska ferli. „Hvaö geröir þú i striöinu pabbi”?, spuröi þýski drengurinn forðum. Hvað gerðir þú i bar- áttunni gegn ásælni ameriskrar heimsvaldastefnu eftirstriös- áranna, Eysteinn? Hver voru heilræöi þin og Framsóknar til austfiröinga og annara, ef til aö mynda Keflavikursamningur, Marsjallaðstoö, NATO og hernám er nefnt? Já þaö munu margir falla fram á næstu vikum og mán- uöum og ávarpa alþýöu þessa lands, herra, herra, og ekki sist gamlir og nýir þjónar myrkraafl- anna i þjóöfélaginu. Eins og glöggt má sjá af þvi sem hér hef- ur verib sagt hefur þjóðfrelsis- barátta islenskrar alþýðu veriö, I full 30 ár, varnarbarátta. I striöinu hefur sum sé engin orrusta unnist utan^ú fyrsta, er þjóðfrelsisöflunum, — samfylk- ingu verkalýbs, millistétta og þjóðlegasta hluta borgarastéttar- innar tókst aö koma I veg fyrir aö Bandarikjastjórn væri afhent land undir þrjár tilteknar her- stöövar til 99 ára. Þetta geröist áriö 1945. En stór hluti borgarastéttarinnar var þó, þegar hér var komið sögu reiöu- búinn til landsölunnar, einu ári, — takið eftir einu ári eftir lýöveldis- stofnunina á Þingvöllum. Forystumenn stéttarinnar á þessum tima sóru þá viö allt sem þeim var heilagt... eins og frægt er orðið að endemum að aldrei skyldi okkar gamla landi stjórnaö frá þeirra nýja landi, en sátu á sama tima á hinum herfilegustu svikráöum viö nýfengiö sjálfstæöi landsins. Og enn sverja þeir Forystumennbaráttunnar gegn hinni bandarisku ásælni vöruðu viö svardögunum og töldu þá aö engu hafandi og nógu stór hluti þjóðarinnar stóð meö þeim til aö koma I veg fyrir verknaðinn. Nú, meira en 30 árum síðar, hafa ver- ið lagðar fram skjalfestar sannanir fyrir þvi, aö allt sem um þessa óþurftarmenn Islensks sjálfstæöis var sagt, var satt, hvert orð og meira en þaö. Og enn eru foringjar borgarastéttarinnar teknir til viö þessa eftirlætisiöju sina, að sverja, og samtimis er lagt ofurkapp á aö hvitþvo hina gömlu foringja stéttarinnar, strax i dag, þegar þetta er ritað (5. febr.), var ein af þessum i- haldskellingum sem viröast oröiö ráöa húsum I rikisútvarpinu látin draga uppaöhljóðnemanum(hálf- geldan) fyrrverandi gamanleik- ara til a ö lýsa þvi hve hann Bjarni „heitinn” hefðinú veriö rökfastur og hve hann ölafur „sálugi” hafi verið skemmtilegur. Ég segi nú bara eins og gamla fólkiö: „guö hjálpi þér mannlega eymd”. I þrjá áratugi hefur „íslands ó- hamingju oröiö allt aö vopni”. Leiöin hefur stööugt legið undan brekkunni, ýmist hratt eöá hægt. Ef takast á aö snúa þessari þróun við, halda aftur af staö „uns brautin er brotintil enda”, veröur samfylking af ætt þeirrar sem tókst ab mynda árið 1945 aö tak- ast aftur, hið fyrsta. „En allt hafði annan róm, áöur páfadóm”. Arið 1945 var fram- sæknasti og stéttvisasti hluti is- lenskrar alþýöu sameinaöur i Sósialistaflokknum, hertum i eldi harðrar stéttabaráttu áranna á undan, meö fræðikenningu marx- ismans aö leiðarljósi i starfi sinu, flokki sem réði yfir þeirri stjórn- list á þessum tima aö meta hverja athöfn og hver einstök átök i hagsmunamálum út frá langsýnu sjónarmiði verkalýðsstéttarinn- ar, þjóðskipulagi sósialismans. Og þjóöin sjálf óskemmd af her- námi hugarfarsins, varla búin aö sofa úr sér vimu veislunnar miklu aö Þingvöllum áriö áöur Að heldur tveimur, að ég mun veita yður öllum 1 dag, árið 1977, er öldin önnur. 1 vopnabúri islenskrar alþýöu Framhald á 14. siðu ÓLAFUR Þ. JÓNSSON, vitavörður í Svalvogum Vestur-Isafjarðarsýslu skrifar Alþýdubandalagid Reyöarfiröi: Lífleg starf- semi í vetur Alþýöubandalagiö á Reyöar- firöi hefur i vetur haldiö uppi góöu starfi meö almennum, vel sóttum fundum. Fyrsti fundurinn var I nóvember um atvinnumál staöarins. Þar haföi sveitarstjór- inn Höröur Þórhallsson fram- sögu, en fundinn sóttu nær 40 manns. Helgi Seljan átti einnig aö hafa framsögu, en komst ekki á fund- inn og mun annar fundur hliö- stæös eðlis veröa með vorinu. Annar fundurinn var svo I janúar og var hann um sjávarút- vegsmál. Framsögumenn voru: Lúðvik Jósepsson alþ.m og Hilm- ar Bjarnason skipstjóri á Eski- firöi. Þann fund sóttu u.þ.b. 50 manns. Um siöustu helgi var svo fundur um efniö: Sjálfstæöisbarátta samtimans og var framsögu- maður Ólafur Ragnar Grimsson prófessor. Þann fund sóttu yfir 30 manns, þó allt væri á kafi i loönu. Næsti fundur veröur svo I mars um samgöngumál og munu þeir hafa framsögu þar: Einar Þor- yaröarson umdæmisverkfræöing- ur og Guömundur Sigurösson læknir á Egilsstööum. Þá komu fram á siöasta fundi mjög eindregnar óskir um fund um iönaöarmál meö framsögu Ólafs Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra i Neskaupstaö og mun aö þvi hugaö siöar. Einnig er áhugi fyrir fundi um tryggingamál. Formaður félagsins á Reyöar- firöi nú er Hafsteinn Larsen vél- virki. Frá Leipzig messunni V orsýning í LEIPZIG Hinn 13.-20. marz n.k. verbur alþjóölega vorsýnngin i Leipzig haldin undir hinu heföbundna ein- kennisoröi slnu „Fyrir frjáls heimsviðskipti og vfsinda- og tækniframfarir.” Búist er viö u.þ.b. 9.000 sýningaraöilum frá 60 löndum. Vörusýningarsvæöiö nær yfir 340.000ferm. Þar sýna heimsfræg verzlunar-og útflutningstæki. Yf- ir helmingur þeirra er erlend fyr- irtæki. M.a. munu fyrirtæki frá Mósambik, Iran, Filippseyjum og Sameinuðu arabisku furstadæm- unum taka I fyrsta sinn opinber- legá þátt I vörusýningunni i Leip- sig. A þessu ári mun á ný vera sýn- ingarþátttaka frá Islandi, þar sem SÍS mun sýna ullarafuröir, húöir og skinn i Ringmessehaus. Til aö aubvelda verkfræöingum, tæknifræöingum og visindamönn- um aö kynnast stöðunni i þróun aðaltæknigreinanna er skipulögö af Tæknistofnun DDR og vöru- sýningarnefndinni, umfangsmikil dagskrá um meginefnin á vis- inda- og tæknisviöinu. Aögöngumiöar eru nú fáanlegir hjá Ferðamiðstööinni I Aðalstræti 9. Simi 28133 — 11255.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.