Þjóðviljinn - 03.03.1977, Side 6

Þjóðviljinn - 03.03.1977, Side 6
6— SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. mars 1977 Helgi Seljan og Stefán Jónsson flytja tillögu um Atvinnumál öryrkja Tveir þingmenn Alþýöubanda- iagsins, þeir Heigi Seljan og Stefán Jónsson hafa lagt fram þingsályktunartillögu um at- vinnumál öryrkja. Tillagan er á þessa leiö: „Alþingi ályktar a fela rikis- stjórninni aö láta útbúa og leggja fram á Alþingi fyrir árslok frum- varp til laga um atvinnumál öryrkja. Skal frumvarpiö miöa aö þvi, aö öllum meö skerta starfs- getu sé tryggöur réttur til vinnu viö sitt hæfi, annaöhvort á sér- stökum vinnustööum á vegum rikis og sveitarfélaga eöa meö þvi aö opna þeim aögang aö hinum almenna vinnumarkaöi meö sér- stökum ráöstöfunum.” t greinargerð segir: „Félagsleg samhjálp og félags- leg löggjöf afýmsu tagi hefur rutt sér æ meira til rúms á unfanförn- um áratugum meö flestum siö- menntuöum þjóöum. Tilgangur þessa er aö leitast viö aö jafna lífskjör þegnanna og tryggja meö ihlutun hins opinbera, aö engin stétt eöa einstaklingur verVi út- undan og undir i lifsbaráttunni. Pólitisk meövitund Islensku verkalýöshreyfingarinnar og stöðug barátta fyrir jöfnuði og samhjálp hefur boriö mikinn árangur. Við islendingar búum e.t.v. við hvaö mestan jöfnuö nálægra þjóða. Er. þjóöfélög taka stööugum breytingum, viöhorf og þarfir breytast og fólk breytist. Þess vegna veröur félagsleg samhjálp aö vera vakandi og stööugt viö- fangsefni. Hverjum þarf aö Leiðrétting: Sérfræði, ekki sálfræði Leiöinleg prentvilla var I fyrir- sögn hér á þingfréttasiöu Þjóö- viljansifyrradag. Þar var greint frá tillögu Helga Seljan og Stefáns Jónssonar um sérfræöi- þjónustu a heilsugæslustöövum, en prentvillupúkinn gerði úr þessu sálfræðiþjónustu (!) — Meö allri viröingu fyrir sálfræöinni ber aö leiðrétta þetta, — enda var greint rétt frá I meginmáli fréttarinnar, þótt villa kæmist i fyrirsögnina. hjálpa og hvernig? Viö flokkum þegnana gjarnan I hópa I þessu augnamiöi. Einn þeirra eru öryrkjar. Meö almannatryggingum eiga örykjar kost á örorkubótum eöa lífeyri. Enda þótt bætur almanna- trygginga séu nú og hafi oftast verið smánarlega litlar, tryggja þær þó ákveöinn lámarksllfeyri, sem meöörlitlum viöbótartekjum ætti að nægja til aö bægja frá hungri og kulda, þó aö ööru og meira beri þar aö stefna. En hvernig er unnt aö afla þess- ara viöbótatekna? Fyrst og fremst er þar um aö ræöa vinnutekjur, en þar eru nú I dag mörg ljón á veginum fyrir þetta fólk. Þó margt hafi veriö gert I þess- um efnum, mest þó af öryrkjum sjálfum og samtökum þeirra, til aö auövelda þeim aö afla sér viö- bótartekna, þá er mikill fjöldi öryrkja I dag, sem annaö tveggja á engan kost atvinnumöguleika eöa þá þeir þurfa aö stunda at- vinnu, sem á engan hátt er viö þeirra hæfi. Oryrkjum eöa fólki meö skerta starfsgetu er þó slst minni nauös- yn en öörum aö eiga starfsmögu- leika sem fjölbreyttasta og meö sem greiöustum aögangi. Hér koma inn I beinar félagslegar þarfir þessa fólks auk hinna fjár- hagslegu, nauösyn aukinna sam- skipta viö aðra á vettvangi starfs- ins er svo ótvlræö og llfshamingja og lífsfylling þessa hóps er þessu meir bundin en flestra annarra, ef grannt er aö gáö. Hér þarf þvl, samhliöa hinu ágæta framtaki öryrkjanna sjálfra, beina forgöngu ríkis og sveitarfélaga, einkum meö tilliti til verndaöra vinnustaöa I stærri sveitarfélögunum, og sömuleiöis mættibenda á, að breytingar eru hugsanlegar á lögum um vinnu- miölun varöandi skyldur atvinnu- rekenda við fólk meö skerta starfsgetu og þá meö vissri aöstoð rlkis og sveitarfélaga þar við. Aö hinum ýmsu leiöum, sem unnt er að fara aö þessu marki, veröur nánar vikiö I framsögu, en aöeins á þaö bent, aö sjálfsagt er aö huga samhliða aö framkvæmd tillögu um atvinnuaöstööu aldr- aöra, sem samþykkt var 1975, þvl hér eru um sumt þau tengsl á milli leiöa, sem gaumgæfilega þarf aö samhæfa, þar sem þaö er unnt og þykir hæfa.” HVERNIG A AÐ SKJÓTA FUGLA? A fundi neðri deildar á mánu- daginn kom til 1. umræöu frum- varp ríkisstjórnarinnar um skot- vopn, sprengiefni og skotelda, en málið hefur áöur veriö afgreitt frá efri deild. ólafur Jóhannesson, dóms- málaráöherra mælti fyrir frum- varpinu. Jónas Arnason kvaöst telja aö eitt veigamikiö atriöi I þessu sam bandi hafi gleymst, og þaö er aö setja I lög á íslandi ákvæöi al- þjóðasamþykktar, sem viö höfum þó verið aöilar aö siöan 1956, um bann gegn fjöldadrápi fugla og gegn þvi að baka fuglum kvalir að nauðsynjalausu. 1 þessu sambandi minntist Jón- as á notkun haglabyssa, er taka fleiri en 2 skothylki. Sagöi hann að notkun sllkra vopna væri bönn- uöhjá öllum nágrannaþjóðum við fuglaveiöar, en ér væri notkun slikra haglabyssa m jög I vöxt viö rjúpna- og gæsaveiöar. Pétur Sigurössonhélt þvl fram aö skot úr öörum byssum væru fuglum jafn hættuleg og úr þess- um. Jónas Arnason, sagði aö þessi verkfæri særðu fugla i stórum stil og mest væri um þaö, þegar skussar ættu I hlut. ólafur Jóhannesson, ráðherra taldi að ákvæöi um þetta ættu bet- ur heima I fuglafriöunarlögum. Sighvatur Björgvinsson taldi þær byssur, sem Jónas gat um ekki svo hættulegar fuglum, — þær væru hins vegar hættulegri viðvaningum, sem illa kynnu með þær að fara en fuglunum. Jónas Arnason kvaöst vænta þess, að dómsmálaráöherra setti bann við þessum byssum I reglu- gerð. Sverrir Hermannsson kvaöst lengi hafa gengið vopnaður til fugla, en samúö sin meö fuglun- um færi vaxandi. Hann boöaöi breytingartillögur viö 2. umræðu málsins. Frumvarpinu var vlsað til nefndar. Ekki tímabært — segir Geir um stofnana- flutning út á land A fundi sameinaös þings s.l. þriðjudag svaraöi Geir Hall- grimsson, forsætisráöherra fyrirspurn frá Helga Seljan um flutning rikisstofnana. FYRIRSPURNIR Helga voru á þessa leið: 1. Er ætlunin aö leggja fram á þessu þingi frumvarp um flutn- ingsráö rlkisstofnana? 2. Hvaö hefur rlkisstjórnin aðhafst eöa ákveöiö varöandi álit stofnananefndar, sem fram kom I árslok 1975. Helgi Seljan m innti á, aö I áliti nefndarinnar hafi veriö um aö ræða tillögur, sem geröu ráö fyrir aö fjölmargar rlkisstofn- anir stofnuöu útibú, eöa deildir úti á landi og aörar flyttu alveg frá Reykjavík. Þingmaöurinn minnti á, aö stofnananefndin, sem hann átti sjálfur sæti I hafi einnig lagt fram drög aö frum- varpi um flutningsráö, er gert hafi veriö ráö fyrir aö færi meö yfirstjórn þessara breytinga. Geir Hallgrímsson, forsætis- ráðherra sagöi aö rikisstjórnin teldi ekki tímabært aö taka af- stööu til hugmynda um flutning rlkisstofnana út á landsbyggö- ina, og undirbúningur aö sllkum flutningum væri þvl ekki hafinn. Þann 16. sept. s.l. ritaði for- sætisráöuneytiö nær 80 opinber- um stofnunum bréf og óskaöi Helgi Seljan álits þeirra á hugmyndum þeim um flutninga, sem fram koma I nefndarálitinu frá 1975. Var þess óskaö I bréfinu, aö hver stofnun geröi sérstaklega grein fyrir afstööu sinni til þeirra hugmynda sem snertu hana sjálfa. 63 stofnanir hafa nú svaraö þessu bréfi, en 15 hafa enn ekki sent skriflegt svar. Ekki er ætlunin að flytja frumvarp um flutningsráö á þessu-þingi. Helgi Seljan sagöi að stofn- ananefnd hafi á slnum tlma rætt mjög mikið viö hina ýmsu forstööumenn rikisstofnana og þau viötöl væru geymd, svo aö þetta væri nú eiginlega tvi- verknaður hjá ráöuneytinu Gat Helgi þess, aö forstööu- mennirnir hafi yfirleitt veriö heldur jákvæöir, nema ef flytja átti stofnun þeirra i heild frá Reykjavík. Hann tók fram aö hér væri um Geir Hallgrfmsson mikiö byggðamál aö ræöa og stofnanaflutningur ætti aö stuöla aö valddreifingu. Sigurlaug Bjarnadóttir sagöi aö hér væri um stórt og vanda- samt mál að ræöa, og kvaöst ekki hissa á, þótt ekki væri kom- iö aö framkvæmdum. Geir Hallgrimsson, forsætis- ráöherra sagöi aö lltil opinber umræða hafi farið fram um málið, og kvaöst gruna aö áhugi á málinu væri takmarkaöur. Ýmis útibú væru þó þegar fyrir hendi. Aukið vald eigi aö færa til sveitarfélaganna. Helgi Seljan.sagöi aö áhugi á málinu væri mikill og vakandi hjá fólki úti um land, sem biöi eftir aukinni þjónustu. Opinber umræða hafi því miður ekki veriömjög mikil. Til dæmis hafi sjónvarpið litiö gert til aö kynna þessar hugmyndir um stofnana- flutning. Þar virtust menh hafa þeim mun meiri áhuga á aö ræöa um bjórinn. þingsjá Vilja auka rétt strœtis- vagna Á fundi efri deildar á mánudaginn var mælti Al- bert Guömundsson fyrir irumvarpi, sem hann flytur um aö veita strætisvögnum forgangsrétt við akstur frá auökenndri biöstöð. Lagt er til aö inn I um- feröalög bætist svohljóðandi ákvæöi: Þegar ökumaöur auö- kennds almenningsvagns I þéttbýli gefur merki um akstur frá auökenndri biö- stöö skal stjórnendum ann- arra ökutækja skylt aö draga úr hraöa, eöa nema staöar, til þess aö hinn auökenndi al- menningsvagn eigi greiöa leiö út I umferöina. Akvæöi þetta leysir þó eigi ökumann almenningsvagnsins undan öörum ákvæöum þessara laga né þvl aö sýna Itrustu varúö viö akstur frá biöstöö. Albert Guömundsson, sagöi aö ákvæöi af þessu tagi væri þegar I lögum I ýmsum nágrannalöndum, og aö ný- lega hafi tillaga þessa efnis veriö samþykkt einróma I borgarstjórn Reykjavlkur, en flutningsmenn hennar voru borgarfulltrúarnir Kristján Benediktsson og Sigurjón Pétursson. Þá gat Albert þess, aö forstjóri Strætisvagna Reykjavlkur og Þorbjörn Broddason borgarfulltrúi hafi átt frum- kvæöi aö þvl að koma þessu máli á dagskrá. Stefán Jónsson sagöi hér hreyft góöu máli og nauðsyn- legu og lýsti stuðningi slnum. Var frumvarpinu vísaö til nefndar. Olíustyrkur til heimavistarskóla Jón Sólnesgeröi athugasemdir viö frumvarpiö en kvaöst ekki vilja bregöa fæti fyrir það. Helgi Seljan spuröi hvort hæfa væri I þvl, sem flogiö heföi fyrir, aö breyta ætti þeim reglum, sem gilt hafa um útborgun ollustyrks- ins, þannig aö hann yröi greiddur á fjögurra mánaöa fresti I staö þriggja. Nú væri greiöslan fyrir desember dregin fram yfir ára- mót, en meö slíkri breytingu kynni aö vera ætlunin aö borga styrkinn fyrir alla fjóra slöustu mánuöi hvers árs ekki fyrr en komið væri fram yfir áramót. Halldór Asgrimsson.sem sæti á I þeirri þingnefnd er um máliö fjallaöi, sagöi, aö nefndarmönn- um hafi ekki veriö kynnt slík áform.. Breytingartillögurnar voru samþykktar samhljóöa og málinu vlsaö til 3ju umræöu,. A fundi efri deildar á mánudag mælti Jón Helgason fyrir nefndaráliti frá fjárhags- og viö- skiptanefnd deildarinnar um fraumvarp til laga um ráöstafan- ir til aö draga úr áhrifum ollu- veröhækkana á hitunarkostnaö Ibúöa o.fl. Nefndin leggur til aö frumvarp- iö veröi samþykkt en Ragnar Arnalds og Jón Armann Héöins- son skrifa undir nefndarálitið meö fyrirvara. Þá leggur nefndin til aö bætt veröi inn tveimur liöum um aö auk annars veröi fé úr þessum sjóöi variö: 1. Til aö styrkja þá aöila, sem ekki eiga kost á raforku frá sam- veitum og veröa aö leysa raforku- þörf slna meö rekstri dísilstöðva. Skal styrkurinn vera sá sami og veittur er til hitunar íbúöa meö ollu. 2. Til aö styrkja heimavistar- skóla á grunnskólastigi, sem veröa aö nota olíu til upphitunar. Skal styrkur á hvern nemanda I heimavist þann tlma, sem HJÁLMA Á BIFHJÓLAMENN A fundi eíri deildar Alþingis Löggæslumenn og læknar eru s.l. mánudag mælti Stefán Jóns- samdóma um aö bifhjólamönn- son fyrir frumvarpi, sem hann um sé mikil vörn I hliföarhjálm- flytur ásamt Oddi Ólafssyni, um — og nefna þess dæmi. Jóni Armanni Héöinssyni og Notkun hjálma þessara hefur Inga Tryggvasyni um að skylda færst I vöxt síöari árin, en æski- ökumenn og farþega bifhjóla að legt er taliö aö kveöiö verði á nota hliföarhjálma viö akstur. um hana I lögum. 1 greinargerö meö frumvarp- Auk Stefáns tók til máls Odd- inu segir: Höfuðmeiösli er leiöa ur Ólafsson og var frumvarpinu til örkumla eöa bana, eru ugg- síðan vlsaö til nefndar. vænlega tlö I bifhjólaslysum. LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA Á fundi neöri deildar á mánu- dag mæltiMatthías A. Mathiesen, fjármálaráöherra fyrir stjórnar- frumvarpi um staöfestingu á bráöabirgðalögum, sem sett voru s.I. sumar um lffeyrissjóö bænda. Efni bráöabirgöalaganna er aö samræma ákvæöi um lífeyrissjóö bænda að nokkru marki þeim breytingum á almennu llfeyris- sjóöunum, sem samiö var um I slöustu kjarasamningum. Máliö haföi áöur variö afgreitt frá efri deild, og var þvl visaö til nefndar I neðri deild aö lokinni framsöguræöu ráöherra.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.