Þjóðviljinn - 03.03.1977, Síða 11

Þjóðviljinn - 03.03.1977, Síða 11
Fimmtudagur 3. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA — II GEfMS UIMA SUMUS Skákskýringar: Helgi Ólafsson Umsjón: Gunnar Steinn Eldsnöggt jafntefli hjá Kortsnoj og Petrosjan Hvor skyldi bila fyrr á taugum? Islendingar eiga möguleika á að ná þriðja sætinu Petrosjan og Kortsnoj börðust ekki lengi i Ha Giocco i gær. Eftir 17 leiki bauð Petrosjan, sem hafði hvitt/ jafntefli og gengu skilaboðin á milli þessara tveggja haturs- manna að venju í gegnum dómarann, Kazic. Petrosjan náði engum sóknarfærum, sneri sér til dómarans og bað hann að spyrja Kortsnoj hvort hann vildi jafntefli. Kortsnoj bað dómarann að segja Petrosjan að honun litist vel á slíkan samning og að svo búnu risu þeir úr sætum, horfðu í sitt hvora áttina og gengu út! KORTSNOJ PETROSJAN En hvers vegna skyldi hafa fariö svona i gær eftir hörku- skák þeirra i 1. umferö sl. mánudag? Erfitt er aö giska á slikt héöan frá tslandi, en ekki er þó óliklegt aö um þessar mundir sé helst barist i tauga- striöi, þar sen annar hvor hlýtur aö brotna áður en langt um liöur. A.m.k. kemur þaö á óvart aö Petrosjan með sina þrjá sovésku aðstoðarmenn, skuli bjóöa andstæöingi sinum, sem væntanlega á aö „jafna viö jöröu”, jafntefli eftir 17 leiki... og vera samt með hvitu menn- ina. En e.t.v. hafa þeir báðir risið hinir ánægöustu úr sætum eftir hina stuttu viðureign i gær. t andrúmslofti á borð viö þaö sem myndast hefur i La Giocco er varla hægt að búast við þvi að mannlegt taugakerfi keppenda haldi fullri reisn mjög lengi og gætu úrslit einvigisins hæglega ráðist af þvi hvor reynist þolnari ,,á tauginni”. Kortsnoj hefur með sér einn hollenskan aöstoöarmann, Ree, sem þykir sterkur skákmaöur og hefur nýlega öölast rétt á stórmeistaratitli. En Ree er ungur að árum og vart liklegur til að stappa mikiö stálinu i Kortsnoj á andlega sviðinu og mun þó ekki veita af slikri aö- stoð á næstu dögum. En snúum okkur aö skákinni i gær: 2. einvigisskák Hvitt: Petrosjan Svart: Kortsnoj Tarasch-vörn. 1. d4-Rf6 4. Rc3-c5 2. Rf3-d5 5. cxd5-Rxd5 3. c4-e6 6. e4 Kortsnoj er nú i hörku taugastriði gegn Petrosjan og aðstoöarmönn- um hans. (Annað algengt framhald er e3) 6. ...Rxc3 8. cxd4-Rc6 7. bxc3-cxd4 9. Bc4-b5!? (Leikur Fischers i 9. einvigis- skákinni gegn Spassky i Reykjavik árið 1972) 10. Be2 (Endurbót Petrosjans, Spasský lék forðum 10. Bd3,- Bb4+ 11. Bd2-Bxd2+. 12. Dxd2- a6. 13. a4-0-0! og svartur hefur jafnað taflið) 10. ...Bb4+ 11. Bd2-Da5 12. Hbl (12. d5 hefur einnig verið leik- ið) 12. ...Bxd2+ 15. Bd3-Ke7 13. Dxd2-a6 16. Hcl-Bd7 14. Dxa5-Rxa5 17. Kd2 jafntefii. Kortsnoj notaöi 42 minútur en Petrosjan 74 minútur. I ■■ pHI w IB ( A gp i ■ æHH i i NjÉj w K i ■ m i n m WM A m Wi • Hf Á • 0m & Éi mm ÉÉÉ ■ mk A 11 éHI Ð ÉÉÉÍ Ém, Lokastaðan hjá Petrosjan og Kortsnoj Staðan Spassky — Hort Tvær skákir búnar, báðar jafntefli. Staðan þvl 1-1 og Spassky hefur hvitt I dag. Petrosjan— Kortsnoj Tvær skákir búnar, báðar jafntefli. Staðan 1-1 og Kortsnoj hefur hvitt I næstu skák (föstudag) Larsen — Portisch Tvær skákir búnar og sú þriðja i bið. Larsen með 1/2 vinnignt Portisch 1 1/2 og Larsen er með Ivið betra I bið- stöðunni. Portisch með hvitt i næstu skák. Mecking— — Polugajewsky Ein skák búin, jafntefli. önnur skákin í gangi. Síðasti leikurinn i milliriðlunum verður i kvöld í kvöld leikur íslenska landsliðið siðasta leik sinn i milliriðlum B-keppninnar i Austur- riki. Andstæðingarnir i kvöid ættu að vera af léttara taginu, en það eru hollendingar, sem þykja nokkuð frumstæö- ir ennþá i handknatt- leiksiþróttinni enda þótt þeim tækist að senda norðmenn heim með eins marks tap á bakinu. Sigri islendingar i kvöld, sem gera má fastlega ráð fyrir, á- vinna þeir sér rétt til að leika um 3-4. sæti i B-keppninni. Sannar lega glæsilegur árangur hjá landsliöinu og væri ekki amalegt að koma heim með bronsverðlaun úr þessari keppni. Sigurdór Sigurdórsson, frétta- maður Þjóðviljans i Austurriki, mun sima heim til Islands I kvöld og flytur Þjóðviljinn á morgun þvi ýtarlegar fréttir af þessum leik og öðrum, sem fara fram á morgun. Olafur og Axel leika ekki með Ef a-þjóðverjar vinna spán- verja og tsland vinnur HoIIand, munu islendingar leika um 3.-4. sæti við annað hvort tékka eða svia. Ljóst er að hvorki Ólafur H. Jónsson né Axel Axelsson geta leikið með i þeirri viður- eign, þar sem þeir verða að vera komnir aftur til Dankersen þann 4. mars, eða á föstudaginn. Leikurinn um 3. sætiö fer hins vegar fram á laugardag. Staðan i milliriðli Islands er þessi: A-Þýskaland Spánn tsland Holland 2200 48-33 4 2 1 0 1 42-37 2 2 10 1 41-44 2 2002 29-46 0 Ólafur Benediktsson fer beint frá Austurriki til Sviþjóðar, þar sem hann mun leika með Halmia. Glæsilegur árangur hjá ísl. sundfólkinu Níu fslandsmet voru sett á Sundmóti Ármanns Afreksfólk islands i sundi hefur aldeilis ekki slakað neitt á eftir æfinga- törnina fyrir Olympiuleik- ana á sl. sumri. Það kom berlega i Ijós á sundmóti Ármanns sem haldið var í fyrrakvöld, að mikið hefur verið æft undanfarið, því hvorki meira né minna en níu islandsmet litu dagsins Ijós og var þó ekki keppt nema í tólf greinum. Axel Alfreðsson Ægi setti nýtt íslandsmet i 400 metra fjórsundi, 4.59.4, en gamla metið átti hann sjálfur. A-sveit Armanns setti nýtt met i 4x100 metra fjórsundi karla. Tim- inn varð 4.23.0,en eldra metið átti Armannssveitin einnig, 4.23.5. Þórunn Alfreðsdóttir vann hins vegar besta afrek mótsins...og fékk afreksbikarinn að launum. Hún setti nýtt íslandsmet i 200 metra fjórsundi kvenna, er hún synti á 2.34.3 minútum, en eldra metið, 2.35.6 mfnútur, átti hún sjálf En Þórunn afrekaði fleira. Hún setti nýtt met i 100 metra flug- sundi, er hún fékk timann 1.09.4 minútur, og átti hún sjálf eldra metið. Þriðja íslandsmet Þórunnar varð svo til er hún synti með félögum sinum i Ægi i 4x100 metra skriðsundi á timanum 4.32.9 sem er íslandsmet, en eldra metið átti sveit Ægis lika— 4.35.0. Sonja Heiðarsdóttir Ægi setti íslandsmet i 200 metra bringu- sundi. Timi hennar var 2.51.2,og gamla metið átti hún sjálf, 2.51.4 min. Ung og stórefnileg sundkona úr Armanni, Guðný Guðjónsdóttir, vakti mikla athygli á þessu móti. Hún setti i milliriðli nýtt telpna- met i 200 metra f jórsundi kvenna, 2.40.8 minútur og varð i ööru sæti á eftir Þórunni Alfreðsdóttur i aðalkeppninni. Guöný sigraði siðan i 50 m. bringusundi telpna á 30.6 sekúndum, og stakk hún þar m.a. Sonju Heiðarsdóttur aftur fyrir sig. Og Guðný sigraði einnig i 100 m. skriðsundi kvenna á timanum 1.07.3 minútum. Tveir ungir selfyssingar settu ný sveina- og drengjamet. Hugi Harðarson synti 400 m. fjórsund á 5.30.0 sem er nýtt sveinamet, og Þórunn Alfreðsdóttir setti þrjú Is- landsmet I sundhöllinni. Steinþór Guðjónsson synti 50 m. skriðsund á 26.3 sek., nýtt drengjamet. Eldra drengjametið átti Finnur Garðarsson frá árinu 1968, 26.6 sekúndur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.