Þjóðviljinn - 03.03.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 03.03.1977, Side 7
Fimmtudagur 3. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Hxers vegna eru forsendur fiskverösákvöröunar ekki birtar meö sama hætti og forsendur bú vöru verösins? Gestur Kristjánsson FISKVERÐ Eitt af mörgu, sem vekur eft- irvæntingu um áramót, er fisk- verðsákvörðun. Samkvæmt lög- um um verðlagsráð skal verðá- kvörðun lokið það timanlega, að hún liggi fyrir, er nýtt verðlags- timabil hefst. Þó sjósókn yfir- leitt sé svo háttað nú oröið, að heita megi að veiðitimabilið sé samfellt og vertiðarskipti varla eins afgerandi i dag og áður var, hlýtur þó vetrarvertiöin, þ.e. frá 1. jan.^11. mai, tvimælalaust að vera lang þýðingarmesta tima- bilið. Segja má, að þjóöarhagur standi og falli með þvi, hvernig til tekst með þorskveiðarnar, sem stundaðar eru þennan árs- tima, og ekki rýra gildi tima- bilsins loðnuveiðarnar, sem eru tiltölulega nýtilkomnar, i þeim mæli, sem þær eru stundaðar nú. Það ætti þvi að vera skil- yrðislaus krafa, að verðlagsráð gengi frá verðlagsákvöröun áð- ur en vetrarvertið hefst hverju sinni. og alls engar undantekn- ingar koma þar til greina. Þvi miður virðist, að þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli, þá hafi verðlagsráði haldist uppi átölu- laust, að virða lög og reglur að vettugi. Siðastliðin 10 ár hefur verðákvörðun aldrei legið fyrir 1. jan. En hafi menn reynt að koma á framfæri rökstuddum athugasemdum, og óskað sanngjarnra leiðréttinga á fiskverði, hafa svörin ætið verið á þann veg, að orð verð- lagsráðs væru lög, og þeim bæri að hlita. Það að verðákvörðun barst fyrir s.l. áramót, álitur maður að sé til að staðfesta, að engin regla sé án undantekn- inga. En hart er það, ef opin- berir aðilar ætla að gera heim- ildarlaus frávik að reglu, en láta löghlýðni heyra til undantekn- inga, en svo virðist um verð- lagsráð sjávarútvegsins. A sið- ustu mánuðum ársins 1976 mátti lesa i blöðum, að fiskverö á helstu mörkuðum okkar hefði stigið mikið frá siðustu verðá- kvörðun og væri með þvi hæsta ernokkurn tima hefði verið. Þvi var líka lýst i fjölmiölum, með landsfööurlegum tón, aö heldur horfði nú betur I efnahagsmál- unum ’slensku, sem annars virðast alltaf vera I mesta ólestri. Það er einkennileg þver- sögn, að rikið gerir þær kröfur til þegnanna, að þeir hafi sin efnahagsmál I lagi, en alltaf er veriö að birta fréttir af alls kon- ar vanköntum á fjárreiðum rikisins. Þvi undarlegra er þetta, að fjórða hvert ár og stundum oftar veljast menn á alþing ir.lend inga til að stjórna þessum málum. Maður skyldi ætla að til þess veldust hæfir menn, sem ræktu þær skyldur, sem þeim eru á herðar lagðar, og stjórnuðu þann veg, aö ekki væri alltaf allt á heljarþröminni I efnahags- málunum. Og ekki trúi ég þvi að fjármál einstakra þingmanna hafi á sér slika vankanta, sem rikisfjármálin. Þeir ættu þvi að lita sér nær um stjórnunarað- ferðir, og ofmeta ekki ráð allra fræðinganna. Brjóstvitið hefur dugað vel hér á landi, og ætli svo muni ekki reynast enn. Hag- vöxturinn getur verið góður, en frjáls þjóð i fullvalda riki tekur öllum hagvexti fram. Allt bygg- ist hér á fiski, og með þvi að birta fréttir um hátt verð á er- lendum mörkuðum, höfðu verið vaktar vonir um mjög verulega fiskverðshækkun. Nú verður þvi ekki á móti mælt að fiskverð hækkaði, en mun minna en vænsthafði verið. Hvað olli þvi? Það ætti verðlagsráð að geta upplýst, á þvi hvilir skylda um gagnasöfnun, og i þekn gögnum hlýtur að vera skýringin á hvers vegna fiskurinn hækkaöi ekki meira. Það ég man til hefur verðlagsráð aldrei birt þau gögn sem verðákvörðun hefur byggst á hverju sinni, þó að vssulega hljóti að vera forvitnilegt fyrir hinn almenna sjómann að vita á hvaöa forsendum honum er skammtað kaup. Skiljanlega hljóta margir þættir að spinnast inn i ákvörð- un um fiskverð, ég ætla aðeins að drepa hér á einn. Hvernig kemur flutningskostnaður á fiski, frá skipi á vinnslustað, inn i verðákvörðunina? Það vita allir að fiski er landað i Grinda- vik eða Sandgerði og siðan ekið inn fyrir Elliðaár, eða til og frá um Reykjanesskagann og aust- ur á Selfoss. Þetta vekur for- vitni hjá þeim sem þekkja ekki lengri aksturen 100-1500 m. Hef- ur verðlagsráð sjávarútvegsins enga upplýsingaskyldu? Verð- lagsráð landbúnaðarins tiundar upp á brot úr hundraðshluta alla þætti i búvöruverðinu. Hvers- vegna gildir ekki sama um fisk- veröið? Enn berast fréttir um hækkun á sjávarafurðum, og styttist i gerð nýrra verðá- kvarðana og kjarasamninga. Það er kominn timi til að girða sig i brókina. Suðureyri i febrúar 1977, Gestur Kristinsson r Stjórn Kvemréttindafélags Islands um frumvarp til laga um tekju- og eignaskatt: Dragið frumvarpið til baka Stjórn Kvenréttindafélags tslands og starfshópur félagsins um skattamál hefur i umræðu sinni um skattlagningu einstakl- inga og heimila ekki einskorðað sig við frumvarp þaö til laga um tekjuskatt og eignarskatt, er nú liggur fyrir Alþingi. Leitast hefur verið við að finna markmiö, er i samræmi við stefnu KRFl stuöli aö jafnri stööu karla og kvenna hér á landi. A grundvelli umræðna á almennum fundum félagsins, ályktana landsþinga KRFl undanfarna áratugi og nú fjöl- margra funda stjórnar og starfs hóps um skattamál, er stjórn KRFl einhuga um eftirfarandi at- riði: 1. St jórn KRFl er andvig núver- andi tilhögun á skattlagningu hjóna, þ.e. algerri samsköttun með helmingsfrádrætti á launatekjum giftrar konu. 2. Stjórn KRFl hafnar þeirri til- högun á skattlagningu hjóna, tekjuhelmingaskiptum, sem boöuö er i frumvarpi um tekju- skattog eignarskatt, er nú ligg- ur fyrir Alþingi. 3. Stjórn KRFl leggur til að tekin verði upp sérsköttun af sérafla- fé og komið á staðgreiðslu skatta. Miðað við núverandi þjóðfélagsaðstæöur telur stjórnin óhjákvæmilegt að taka tillit til þess þjóðfélagshóps, sem nær eingöngu hefur byggt efnahagsafkomu sina á vinnu- framlagi á heimilum, en ekki launatekjum eða beinum arði af rekstri. Sem timabilsbundið aölögunaratriði fyrir þennan hóp, álitur stjórn KRFl rétt að miða fyrst um sinn við hjú- skaparstöðu, þegar skattar eru lagðir á hjón/sambúöarfólk og millifæra ónýttan persónuaf- slátt. Persónuafsláttur verði hinn sami fyrir aila einstakl- inga án tillits til hjúskapar- stöðu. 4. Stjórn KRFl leggur til, aö frumvarpið i núverandi mynd verði dregið til baka og fram fari heildarathugun á þvi, hvernig skattlagningu einstakl- inga og fjölskyldna veröi best háttað, miðað við breyttar að- stæður i þjóðfélaginu. 5. Stjórn KRFl hefur kynnt sér umsögn þá um frumvarpið, er Félag einstæöra foreldra hefur sent fjárhags- og viöskipta- nefnd neðri deildar Alþingis, og lýsir eindregnum stuðningi við þau sjónarmið, er þar koma fram. 1 meðfylgjandi greinargerö koma fram nokkur þeírra sjónar- miða, er leiddu til ofangreindrar niðurstöðu stjórnar KRFl. Greinargerð: Samsköttun hjóna á rætur að rekja til vinnutilhögunar, þar sem karlinn afiaði tekna, en kon- an starfaði eingöngu innan veggja heimilisins.Með breyttum þjóðfélagsháttum hefur staða heimilisins breyst frá þvi að vera bæði framleiöslueining og neyslueining I þaö aö vera ein göngu neyslueining, þ.e.a.s. afla veröur rekstrarfjár til að standa straum af aðkeyptum nauðsynj- um. Samsköttunin hefur valdiö þvi,að gift kona, jafnvel þótt hún hafi eigin tekjur, hefur orðiö háð eiginmanni sinum. Skattalöggjöf hefur grundvallast á þjóöfélags- stöðu karlsins og gift kona nánast skoðast sem hluti eiginmannsins, en ekki sjálfstæður einstaklingur. Á undanförnum árum og ára- tugum hefur markvisst verið unnið aö þvi, að lagalegt jafnrétti kynjánna verði að raunveruleika. Lög um réttindi og skyldur hjóna frá 1923 byggja á, að jafnræöi sé með hjónum — skattalöggjöfin hefur hins vegar alla tiö veriö andstæð þeim grundvallarsjónar- miöum. Til áréttingar má benda á, að I kennslubók i sif jarétti eftir dr. Armann Snævarr, hæsta réttardómara, og kennd er I laga- deild Háskóla íslands, segir svo: ,,Að lokum skal á það bent, að önnur lög hafa verið svifasein að taka upp grunnhugtök hjúskapar- réttarlaganna eöa draga ályktan- ir af þeirri tilhögun, sem þar er mælt, sbr. t.d. skattalög, þar sem konan hefir lengstum verið skoð- uð sem hálfgildings appendix við bóndann”. Þau sjónarmiö, að jafnrétti karla og kvenna skuli vera samfélagsíegt markmið, endurspeglast I yfirlýsingum Sameinuðu þjóðanna, stefnu- skrám stjórnmálaflokka, sam- þykktum landsþinga launþega- samtaka og i lagasetningu á Alþingi. Að kynferði og hjú- skaparstaða ráði hverjir séu skattþegnar, eins og núgildandi skattalög kveöa á um, gengur augljóslega gegn framangreind- um sjónarmiðum. Samsköttun i nýju formi Helmingaskiptaregla við skatt- lagningu hjóna, sem boðuð er i frumvarpi þvi, sem nú liggur fyrir Alþingi, og túlkuð hefur ver- ið sem sérsköttun (m.a. vegna orðalags 5. gr. frv.), er i raun samsköttun i nýju formi. Hjónin skulu telja fram á sama fram- talseyðublaði, sbr. 87. gr., og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða tekjur af sératvinnu eöa séreign. Alagða skatta á hjón skal birta i einu lagi i skattskrá og til- kynningar allar nægir að senda öðru hjóna, sbr. 97. gr. Hjón bera áfram óskipta ábyrgö á greiðslu skatta, sem á þau eru lagöir. Innheimtumaður rikissjóðs getur gengiö að hvoru þeirra um sig til greiöslu á sköttum beggja, sbr. 108. gr. frv. Sú aöstaða tveggja einstakl- inga.aðtekjurannarshafi áhrif á skattlagningu hins, getur verkaö ýmist hvetjandi eða letjandi á at- vinnuþátttöku þeirra. Skattalög skulu vera hlutlaus að þessu leyti og ber að rjúfa þá skattalegu ein- ingu, sem hjón hafa verið fram til þessa. 1 kafla, sem ber heitiö „Meginstefnuatriði frumvarps- ins” kemur ótvirætt fram, að frv. feli I sér stýringu gagnvart vinnu- markaöinum, en þar segir svo i 2. tl.: „Almennt er þess að vænta, að hjón, þar sem eiginkonan starfar ekki utan heimilisins, mundu hafa ávinning af þessari breytingu” (undirstrika nir KRFl). Þegar boðuð var framlagning frumvarpsins, var þvi haldið fram, að „nú skyldu störf heima- vinnandi húsmæðra loksins met- in”, eða m.ö.o. heimilisstörf 'skyldu metin. Höfundar frum- varpsins skilgreim; ekki hugtökin „heimili” og „heimilisstörf”, en slik skilgreining hlýtur að vera óhjákvæmileg undirstaða raun- verulegs mats og markmiðsins með matinu. Starfsmat getur undir engum kringumstæðum átt heima i skattalöggjöf, hvorki mat á heimilisstörfum né öðrum störf- um. ^ Andhverfa rettlátrar skattheimtu Ef frumvarp þetta verður að lögum, er niður felld hin svo- nefnda 50% frádráttarregla, þe. að helmingur launatekna giftra kvenna skuli dreginn frá saman- lögðum tekjum hjóna áður en til skattlagningar kemur. Ákvæði þetta veldur misrétti milli laun- þega, og það striðir gegn grund- vallarreglu við lagasetningu hér á landi, aö hafa kynbundið ákvæði I lögum. 50% frádráttarreglan var lögfest til bráðabirgða árið l958.Vegna óréttlátra skattalaga var erfitt aö fá giftar konur til starfa utan heimila. Skattstiginn var þannig að skattar hjóna sem bæði unnu utan heimilis, urðu mun hærri en skattar fólks i óvigðri sambúö. 1 stað þess að leiðrétta skattalögin að þessu leyti, var farin 50% frádráttar- leiðin. Á þeim 19 árum, sem liðin eru, hafa orðið margvislegar breytingar á skattalögunum, þ.á m. á skattstiganum. Þær fáu konur, sem hafa háar tekjur, hagnast nú á þessari reglu. Það, sem átti aö horfa til réttlátari skattlagningar, hefur snúist I andhverfu sina. í seinni tið hefur þessi regla verið túlkuðþannig, aðhenni væri ætlað að koma til móts við kostn- að, er bæði hjónin afla tekna utan heimilis svo sem barnagæslu. Að einstaklingar skulihafa sem mest frelsi til að velja sér lifsstarf, eru flestir sammála um. En ef þetta valfrelsi á að verða fram- kvæmanlegt, verður að koma til móts við fólk á vissum timabil- um. I 64. og 65. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að i staö 50% frá- dráttarreglunnar komi „heimilis- afsláttur” og „barnabótaauki”. Heimilisafsláttur, eins og hann er boðaður i 64. gr. 1. tl., tekur ekki mið af verkefnum á heimili þeirra, er hans verða aðnjótandi. Samkvæmt frv. eru skilyrðin til að fá heimilisafslátt frá skatti þau að vera ihjúskap og að hjónin afli bæði tekna utan heimilis. Þetta eru nærfellt sömu skilyrði og eftir núgildandi lögum til að hljóta 50% frádrátt af launatekj- um. Virðist sem 50% frádráttar- reglan sé að hluta til endurborin i heimil’safslættinum. Ef 50% frádráttarreglan er óréttlát, er heimilisafslátturinn þaö einnig, þar eð hvort tveggja er án sýnilegs samhengis við raunverulegar aðstæður fólks., Raunverulegar barna- bætur Verkaskipting fullorðins fólks á' eigin heimili er samkomulags- atriði þess i milli og skal vera án utanaðkomandi ihlutunar. Tryggingalöggjöfin hefur þegar viöurkennt ýmis verkefni heimil- anna, svo sem i formi ellilifeyris, sjúkradagpeninga og örorkubóta. Umönnun og uppeldi barna er augljóslega meginverkefni á nú - timaheimilum. Raunverulegar barnabætur falli til þeirra, er börn annast. I sllkum barnabót- um er fólgið visst valfrelsi — fólk getur annaðhvort sjálft annast börnineða greitt öðrum fyrir það. Þessi tilhögun leysir af hólmi barnabótaaukann, sem boðaður er i 65. gr. frumvarpsins. Kerfisbreyting á skattlagningu, eins og boðuð er I frumvarpinu, krefst ýtarlegrar athugunar og margvislegrar viðmiðunar. Stjórn KRFl vill vekja athygli þingnefndarmanna á vinnubrögð- • Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.