Þjóðviljinn - 04.03.1977, Qupperneq 5
Föstudagur 4. mars 1977 WÓÐVILJINN — SIÐA 5
ASKORENDA-
EINVÍGIN 1977
‘FIDE
GEIMS UIMASUMUS
Skákskýringar:
Helgi Olafsson
Umsjón:
Gunnar Steinn
Dramatískur endir eftir mikil átök á Loftleiðahóteli...
Spassky fórnadi skiptamun
og felldi Hort á tíma!
Sovétmaðurinn tefldi gullfallega undir lokin og
í lokastöðunni virtist hann með unnið tafl
(Auövitað ekki 8... Rxb4? 9.
Da4+ Rc6 10. d5 o. sfrv.)
9. Hbl-Re7
10. f3-exf3
11. Bxf3-0-0
12. 0-0-Kh8
13. b5-Reg8
14. Rf4-He8
15. Hb2-Rh6
16. Bg2-Rf7
17. Rfd5-Rxd5
18. Bxd5-Dd7
19. Bg2-Rg5
Eftir miklar sviptingar
og geysilega spennu undir
lokin tryggði Boris
Spassky sér þýðingar-
mikinn sigur í einvíginu
gegn Hort í gær. Þéttset-
inn salur áhorfenda stóð
á öndinni af spenningi er
síðustu leikirnir voru
leiknir undir miklu tíma-
hraki. Spassky fórnaði
skiptamun# Hort baúð
slíkt hið sama> en
sovétmaðurinn tefldi
djarft og leit ekki við til-
boðinu/ heldur barðist
áfram með skiptamun
undir. Spassky tefldi af
mikilli dirfsku en öryggi
undir lokin, Hort lenti í
vaxandi erfiðleikum og
féll á tima eftir 39 leiki...
að öllum líkindum með
tapað tafl. Sannarlega
æsandi skák á Loftleiða-
hótelinu í gærkvöldi, og
mátti greinilega finna að
áhorfendur fóru flestir
ánægðir heim eftir þenn-
an fyrsta sigur sovéska
stórmeistarans, — sigur
sem vafalaust á eftir að
reynast þýðingarmikill í
næstu umferðum.
Eiginkona Spasskys var
brosmild að viðureigninni lok-
inni og sama var að segja um
aðstoðarmanninn Smyslov, sem
á timabili var þó orðinn æði
þungbúinn til augnanna, enda
urðu skjólstæðingi hans á mis-
tök i 21. leik, sem áttu þó ekki
eftir að verða honum að falli
eins og flestir áttu von á. Hort
tefldi mjög hagstæðri stöðu
niður með ónákvæmni, en hann
tók ósigrinum með sæmd og
rétti Spassky umsvifalaust
höndina er klukkuvlsirinn féll.
Hann gat þó ekki dulið von-
brigði sin. Hort grúfði sig yfir
taflborðið, reif i hár sér og hristi
höfuðið margsinnis, vonsvikinn
eftir þetta tap, sem virtist svo
fjarlægt um tima.
Spassky komst langt á
reynslu sinni I gærkvöldi. Hann
lét sér ekki bregða þrátt fyrir
ógöngurnar i miðtaflinu, og er
upp var staðið var á honum
sami rólyndissvipurinn og
þegar hann barðist hvað mest við
yfirburði tékkans I miðtafli.
, Engin geðbrigði er hægt að sjá i
fari sovétmannsins, sem marg-
sinnis hefur áður gengið I gegn-
Var það stúlkan
fáklædda sem kom
Hort úr jafnvægi?
A.m.k. tafðist skákkappinn um
dýrmœtar sekúndur hennar vegna
Örfáar sekúndur réðu þvi að
Vlastimii Hort féll á tfma I gær
og tapaði þar með sinni fyrstu
skák i einviginu. Að visu átti
hann e.t.v. tapaða lokastöðu,
en óneitanlega er merkileg
saga á bak við þær sekúndur
sem Hort vantaði til þess að
leika siðasta leiknum sinum.
Mái er þannig vaxið, að til
þess að komast á salerni
ganga bæði Spassky og Hort i
gegnum bakherbergi til þess
að komast út úr keppnissaln-
um fram á salernið. 1 þvi her-
bergi mun hluti af starfsliði
Flugleiða hafa aðstöðu til að
skipta um föt o.fl., og einmitt
þegar Hort snaraðist ábúðar-
mikill inn i herbergið i gær-
kvöldi, stóð þar undur falleg
islensk stúika, fáklædd f meira
lagi. Hort lét sér ekki bregða
og strunsaði i gegnum her-
bergið, en stúlkunni var meira
bilt við og skellti hún hurðinni
fast á eftir honum, og setti I
lás.
Þegar Hort kom til baka var
hurðin læst. Hann bankaði
hæversklega, en þvi var ekki
svarað. Hort beið rólegur,
hann sá á sjónvarpsskermi að
Spassky var enn að hugsa... og
var raunar i vandræðum.
En smám saman ókyrrðist
tékkinn, og þegar hann sá að
Spassky var að leika knúði
hann fast á dyrnar. Allt kom
þó fyrir ckki. og það var ekki
fyrr en nærstaddir skárust i
leikinn að Hort komst i gegn-
um herbergið og inn i keppnis-
salinn.
Nokkrar sekúndur höfðu
þarna tapast, en það skipti
raunar engu máli, þvi skákin
var rétt að byrja. En óneitan-
lega er það kaldhæðnislegt að
tékkinn skyldisvo falla á tima
i þessari viðureign, eftir svo
óvænta atburði i bakherberg-
inu og fyrir utan hinar læstu
dyr þess.
Sagan er hér birt án ábyrgð-
ar, en þó höfð eftir nokkuð
áreiðanlegum heimildum.
um sömu átökin og sömu úrslit
og urðu i gærkvöldi.
En þetta var dramatiskur
endir, og vist er að þessi fyrsti
sigur I einviginu getur haft
veruleg áhrif á framvindu
næstu viðureigna. Hort þarf þó
ekki að láta sér bregða mikið.
Hann tefldi með svart i gær-
kvöldi og stýrði mönnum sinum
af öryggi þar til i lokin að tíma-
hrakið varð honum til trafala.
En hann hefur veitt Spassky
mikla mótstöðu og kemur flest-
um á óvart með öryggi sinu.
Fyrir fjölmarga áhorfendur
var gærkvöldið afar skemmti-
legt. Siðustu klukkustundina
var keppnissalurinn troðfullur
og ráðstefnusalurinn sömuleiðis
og á göngunum æddu margir
um i eirðarleysi, greinilega
búnir að halla sér um of á sveif
með öðrum hvorum keppandan-
um.
Hvltt: Boris Spassky
Svart: Vlastimil Hort
Enskur leikur.
1. c4-e5 4. Bg2-Bg7
2. Rc3-Rc6 5. e3-d6
3. g3-g6 6. Rge2-f5
(1 rauninni má segja aö svart-
ur tefli lokaða afbrigðið i Sikil-
eyjarvörn með skiptum litum. 1
áskorendakeppninni 1968 notað-
ist Spassky mikið viö þetta af-
brigöi með frábærum árangri I
einvígjunum við Geller og Lar-
sen. Þannig mætti segja að Hort
beiti vopnum andstæðingsins!)
7. d4
(öllu traustara er 7. d3)
7. ... e4 8. b4-Rf6
(Hvltur hefur hér öllu frjáls-
ara tafl og svartur á við nokkra
liðsskipunarörðugleika að
striða. Það framhald sem hann
velur er greinilega mjög
áhættusamt)
20. h4!?-Re6
21. g4?
I wrn §H i. Ww i W/ n ym.
up Ww. m ■ gp i
j§§ B % wm mk i
Æk. HP ili HP i 'W/
ggi A wm iH &
ÉB 0 mg
ém A. HJj
|||p mm m ■ 2 n
(Sú spurning skýtur upp koll-
inum hvort þessi leikur sé ekki
byggður á yfirsjón. Spasský
tekst að minnsta kosti ekki að
réttlæta þennan vafasama peðs-
leik I framhaldinu. Eftir þennan
leik setti aöstoðarmaðurinn
Smyslov upp mikinn þykkju-
svip).
21.. . fxg4
22. Dxg4-Rxd4!
Spassky virðist verða að
fara út I mjög óhagstætt enda-
tafl).
23. Dxd7
(Hvað annaö?)
23.. . Bxd7
24. exd4-Bxd4+ 27. Hf7-Bd4+
25. Hbf2-Bxc3 28. Kh2-Hf5
26. Bxb7-Hb8 29. Hxc7
(Djörf ákvörðun. Tafl-
mennska Spasskys I lokin ein-
kennist af þvl að hann leggur
allt á eitt spil).
29.. . He2+ 33. He7-a5
30. Kg3-Hxa2 34. bxa6-Hxa6
31. Bf4-Hd8 35. Bg5-Hb8
32. Bd5-h5 36. Hxf5!?
(Darraðardansinn hefst.
Spassky vílar það ekki fyrir sér
aö hræra upp I stööu Horts með
óvæntri og afar tvisýnni skipta-
munsfórn. Hort á nú aðeins
u.þ.b. eina minútu eftir og hefur
engan tima til að skoða
nákvæmlega þennan óvænta
leik andstæðingsins).
36.. . gxf5
37. Kf4-Hf8 38. Bh6-Hg8
(Allir I salnum héldu að Hort
gæti leikið 38... Be5+ En
Spassky vissi betur, þvi hann á
svarið 39. Kg5-Bf6+. 40.
Kg6!-Hg8+ 41. Bxg8-Bxe7. 42.
Be6!! o. sfrv.
39. Kxi5-Hgl 40. Bg5
Og Hort féll á tima. Drama-
itiskur endir.
j§jj U l m-': I
U§ mm iH pHi
I gp m wm ww, 1 mk 1
ÉSg 'mm éJ k ɧ i I
A m iH ff 1
Wk W mm wk wm fp
wm iip W 1
wm. mk gp W Wm áHs 1 i
Larsen þrjóskaðist viö
— og náði loks vinningi!
Bent Larsen sýndi
mikla hörku og enda-
taf Iskunnáttu þegar
hann knúöi fram vinning
yfir Portisch í þriðju
einvígisskák þeirra.
Skákin fór í bið í fyrra-
dag eftir 42 leiki og þótti
hún þá „steindautt" jafn-
tefli að mati flestra.
Larsen var hins vegar
ekki á sama máli. Hann
hafði einu peði meira en
andstæðingurinn og ætl-
aði sér að pressa fram
vinning á þvi, en fjórir
hrókar voru einnig á
borðinu.og þóttu tilraunir
danans vonlausar. —
Þetta er fræðilegt jafn-
tefli, sögðu menn jafnvel
í ráðstefnusal Hótel Loft-
leiða i gær.
En þegar leikirnir I biöskák-
inni tóku að berast á fjarritun-
um einn af öðrum hljóðnuöu þær
raddir og hægt en bitandi lagaði
Larsen stöðu sina uns hann sið-
an vann skákina á fallegum
lokaleikjum. En það kostaði
átök og tók sinn tima. Portisch
gafst ekki upp fyrr en i fulla
hnefana, og áður en yfir lauk
höfðu kapparnir leikið 86 leiki.
Larsen hefur þar með jafnað
stööuna. Hann tapaði fyrstu
skákinni og gerði jafntefli i
annarri viðureigninni. Með
þessum sigri I þriðju skák er
staðan i einviginu jöfn, 1 1/2
gegn 1 1/2.
Biðstaðan eftir 41. leik hvits
mp mm íllii =* WM. ■
■ w H wm
wM, wm
/K ■ W/
wk ..... »j § ■
//m Wm ÍÉil
W/ wk nm wÆ/. i
ifH m ' .' wÆ mM
41..Hg4
42. Hd8 + -Kh7 45. Ke2-Hg5
43. a3-Hgg5 46. Hh4 + -Kg8
44. Hd4-Hgf5+ 47. Hc4-Hcd5
(Svartur má aldrei fara i
hrókakaup. Með svarta kónginn
skorinn af yrði b-peðið fljótt upp
i borði).
48. Hf4-Hd6 58. Hfd3-Hb6
49. Hfe4-Hdg6 59. Hc8+-Kh7
50. Kf2-Hf6+ 60. Hc4-Hg5
51. Hf3-Hb6 61. Hh4+-Kg8
52. Ke2-Hgb5 62. Hd8+-Kf7
53. Hee3-Hd5 63. Hf4 + -Kg6
54. Hd3-Hh5 64. Hd3-Kh7
55. Ke3-He6+ 65. g4-Hgb5
56. Kd2-Hc6 66. Kc2-Kg6
57. Hc3-Hd6+ 67. Hfd4-Kg5
(Mikilvæg staða. Spurningin
er hvort ekki hefði verið betra'
fyrir Portisch að hafa hrókana
eftir 5-lfnunni. Það myndi
a.m.k. verða erfitt fyrir Larsen
að framkvæma áætlun sina um
að koma kvitum hrók til b5).
Framhald á 14. siðu
Sjá 6. síðu