Þjóðviljinn - 10.03.1977, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. marz 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis.
(Jtgefandi: Otgáfufélag ÞjóOviIjans. Otbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Auglýsingastjóri: Olfar Þormóðsson
Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Svavar Gestsson Slðumúla 6. Simi 81333
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaðaprent hf.
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann.
Engin eftirkaup
um mengunar-
varnir viðmálm-
blendiverk-
smiðjuna
Þegar frumvarp til laga um stað-
festingu á samningum um álverið i
Straumsvik var til umræðu á alþingi á sin-
um tima, bentu margir á þær hættur sem
gætu stafað af menguninni, bæði fyrir
starfsfólk i verksmiðjunni og ekki siður
fyrir allt umhverfi hennar. Einn þeirra
manna sem þarna gekk skeleggast fram
var Alfreð Gislason, læknir, sem þá var
þingmaður Alþýðubandalagsins. Benti
hann sérstaklega þó á þá hættu sem
starfsmönnum verksmiðjunnar gæti verið
búin af þvi að starfa i slikri verksmiðju.
Talsmenn álstefnunnar hunsuðu alger-
lega allar ábendingar og aðvaranir vis-
indamanna, Alfreðs Gislasonar sem ann-
arra. Þeir hæddu náttúrufræðinga sem
létu i sér heyra, þeir töluðu glaðklakka-
lega um lægðirnar sem „ryksugur háloft-
anna” sem myndu koma i veg fyrir alvar-
leg áhrif mengunar. Þessir mengunar-
leiðtogar viðreisnarflokkanna, Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins, hafa. nú
hinsvegar orðið i skjóli reynslunnar að
draga svigurmæli sin til baka. Meira að
segja Morgunblaðið, aðalmálgagn rikis-
stjórnar viðreisnarflokkanna, viðurkennir
afglöpin i orði i forystugreinum, og for-
maður Alþýðuflokksins hefur viðurkennt á
alþingi að þeir forráðamenn viðreisnar-
stjórnarinnar sem tóku trú á „ryksugur
háloftanna” hafi verið hafðir að ginn-
ingarfiflum.
Þessi reynsla manna hér á landi af ál-
verinu varð til þess árið 1972 að sett var
reglugerð um heilbrigðishætti i slikum
verksmiðjum sem gerði ráð fyrir þvi, að
heilbrigðiseftirlitið setti skilyrði fyrir
starfsleyfi slikra verksmiðja. Jafnframt
ætti heilbrigðiseftirlitið að fylgjast vand-
lega með mengun slikra fyrirtækja að þvi
er varðaði heilsu starfsmannanna.
Heilbrigðiseftirlit rikisins hefur siðan
fylgst rækilega með i álverinu i Straums-
vik og nýlega var lesin á alþingi skýrsla
eftirlitsins. Þar koma fram margar æði
hrikalegar staðreyndir um skaðleg áhrif
andrúmslofts verksmiðjunnar á heilsu
mannanna sem þar vinna. Það segir sina
sögu hins vegar um þann hroka sem alltaf
má vænta af forráðamönnum slikra
erlendra stórfyrirtækja, að forstjóri
álverksmiðjunnar, Ragnar Halldórsson,
kaus i sjónvarpsþætti að svara vísindaleg-
um vinnubrögðum heilbrigðiseftirlitsins
með pólitiskum skætingi. Verður ekki sagt
að hann hafi vaxið að virðingu með
framkomu sinni, en hún er engu að siður
lærdómsrik um það mengaða svartnætti
skilningsleysisins sem rikir i höfði þeirra
manna sem tekið hafa að sér að vera um-
boðsmenn útlendinga með þeim hætti sem
Ragnar Halldórsson hefur gert.
Reynslan af menguninni i Straumsvik,
reynslan af sinnuleysi ráðamanna þar,
reynslan af hroka Ragnars Halldórssonar
gagnvart visindalegum vinnubrögðum,
sýnir okkur, að það er lifsnauðsyn að
tryggja allan mengunarbúnað verksmiðja
fyrirfram. Þar verður áður en verksmiðj-
ur hefja starfsemi sina að ganga frá hnút-
unum þannig að ekkert fari á milli mála.
Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa i
huga þessa dagana þegar til athugunar er
hjá stjórnarvöldum hvort veita eigi
málmblendiverksmiðjunni á Grundar-
ganga starfsleyfi. Þegar heilbrigðiseftir-
litið útbjó forsendur þess leyfis skv. samn-
ingum við Union Carbide var gert ráð
fyrir 99% hreinsun á rykútblæstri og ekki
reiknað með neinni heimild til þess að
starfrækja verksmiðjuna ef hreinsibún-
aður bilaði eða skilaði ekki fullkomnum
árangri. Eftir að norska fyrirtækið Elkem
kom til sögunnar hafa viðhorfin breyst, '
þvi að það fyrirtæki hefur til þessa neitað
að ganga að sömu skilyrðum og Union
Carbide um mengunarvamirnar. Hefur
Elkem farið fram á að fá að starfrækja
verksmiðjuna án rykhreinsibúnaðar 4%
starfstimans eða um 14 daga á ári. Slikum
kröfum ber auðvitað skilyrðislaust að
hafna og yfirleitt að standa fast á full-
komnustu mengunarvörnum fyrirfram
svo þar verði ekki um nein eftirkaup að
ræða.
„Af þeim afglöpum verða menn að
læra”, sagði ritstjóri Timans i leiðara á
dögunum um reynsluna af álverinu. Nú
þessa dagana kemur i ljós hvort stjórnar-
völd hafa lært af afglöpunum þegar þau
fjalla um mengunarbúnað málmblendi-
verksmiðjunnar. — s.
Bændur snúa
vörn í sókn
I ritstjórnargrein nýútkomins
tölublaós Búnaöarblaösins
Freys fjallar Jónas Jónsson, rit-
stjóri, um bændafundina, sem
haldnir hafa veriö i tiu sýslum,
fyrst á vegum áhugasamtaka en
siöan á snærum búnaöarsam-
bandanna. Hann ræöir fyrst um
þá áhugaöldu sem risiö hefur
meöal bænda og tilgang fund-
anna:
Meö þessum fundum hefur
risiö áhugaalda á þvl, aö bænd-
ur láti meira til sin heyra I þjóö-
félaginu, og vegna þess hve
mikla athygli fundirnir hafa
vakiö hjá almenningi, jafnt i
þéttbýli sem meöal sveitafólks,
veröa þeir vonandi spor i þá átt,
aö bændum takist aö snúa vörn i
sókn i þeirri gjörningahrlö, sem
mögnuö hefur veriö gegn land-
búnaöinum af þekkingarlitlum
og skilningslausum en ósvifnum
öflum i þjóöfélaginu. Best er aö
spá þó ekki of miklu um þetta,
þó aö eitthvaö hafi rofaö til i
moldviörinu, er þaö kannski
bara stundarh.lé.
Þaö er ljóst af þvi, hve fund-
ir þessir hafa veriö mikiö sóttir
og staöiö lengi svo og ályktun-
um, sem frá þeim hafa komiö,
aö bændum, sem aö flestra dómi
eru stétta seinþreyttastir til
vandræöa, þykir nú svo komiö
kjörum sinum og aöbúö I þjóö-
félaginu, boriö saman viö aörar
stéttir, aö ekki veröi lengur viö
unaö.
Fundir þessir hafa veriö til
þess haldnir, aö bændur gætu
komiö á framfæri viö forystu-
menn sina I stéttar- og sölusam-
tökum svo og viö hina pólitisku
forystu i landbúnaöarmálum *
rikri óánægju yfir lélegri af-
komu og slæmum kjörum á
ýmsum sviöum.
Samið verði
beint við ríkið
Þá ræöir Jónas um þaö helsta
sem fram hefur komiö á fund-
unum og dregur þaö saman I
nokkra punkta:
1 fyrsta lagi hefur komiö
fram mikil óánægja meö lágar
útborganir viö innlegg afurö-
anna og langan drátt á greiöslu
eftirstööva afuröaverösins.
Þetta kemur nú þeim mun harö-
ar niöur á bændum og afuröa-
sölufélögum þeirra, sem verö-
bólgan i þjóöfélaginu er meiri
og vextir hærri. „Okurvextir”
eru nú lögbundnir á öllum
skuldum I þjóöfélaginu og slöan
lagöir á þær enn hærri refsi-
vextir, ef ekki er hægt aö standa
I skilum, allt magnar þetta
veröbólguna, gerir fjárþörf enn
meiri og bitnar hvaö mest á
bændum og afuröasölu- og viö-
skiptafélögum þeirra. Vaxta-
byröi þeirra bænda, sem standa
I framkvæmdum og skulda I
kaupfélaginu fyrir rekstrarvör-
ur og nauösynjar, hlýtur þvi aö
veröa nær óbærileg. Fyrir vikiö
hljóta kröfur um enn meiri af-
uröalán og þó einkum mikiö
hærri rekstrarlán aö vera hér
efst á blaöi.
I ööru lagi kemur þaö fram,
aö viö þessar veröbólgu- og
okurvaxtaaöstæöur ná bændur
ekki þeim tekjum, sem þeir eiga
rétt á, bæöi siöferöilega og lög-
um samkvæmt.
Störf kvenna I aveit eru
vanmetin — þau snúast ekki
bara um heföbundin innanhús-
störf....
Biliö á milli bænda og viö-
miöunarstéttanna, sem heföi
þurft aö þrengja og raunar brúa
alveg, hefur nú breikkaö, a.m.k.
tvö undanfarin ár. Þar er þvi
öfugþróun. Þetta beinir spjótun-
um aö verölagsgrundvellinum
og þvi „samningsformi”, sem
bændur veröa aö sæta. Krafan
um, aö samiö veröi viö rikiö i
staöinn fyrir óábyrgan, óskil-
greindan hulduaöila, svonefnd-
an neytendafulltrúa, hefur þvi
aftur veriö sett fram, a.m.k. á
mörgum fundanna.
1 þriöja lagi hefur veriö rætt
um ófullnægjandi stofnlán, hörö
lánakjör og annaö i sambandi
viö lánareglur Stofnlánadeildar
og annarra sjóöa, sem eiga aö
veita landbúnaöinum og þjón-
ustufyrirtækjum hans stofnfjár-
magn.
...heldur taka þer fullan þátt I
útivinnu enda hjúahald ai
mestu úr sögunni.
Gilda lands-
lög ekki um
konurí sveit?
í bréfi til Búnaöarblaösins
Freys ræöir Ruth Konráös-
dóttir á Flögu I Hörgárdal um
tómlæti bændasamtakanna um
málefni kvenna I sveitum. Hún
varpar fram mörgum spurning-
um, sem ekki er svaraö I Frey,
en bændasamtökin og þá ekki
sist Búnaöarþing, ættu aö taka
afstööu til. Hún segir:
„Þaö er nú meö hálfum huga,
sem ég skrifa i þennan þátt, þvi
mér hefur hálfpartinn skilist, aö
ykkur þætti minna um þaö vert
aö fá bréf frá kvenfólki. Ég er
þeirrar skoöunar, aö einmitt
tómlæti bændasamtakanna um
málefni kvenna i sveitum muni
ráöa miklu um þaö, hver staöa
landbúnaöarins er núna. Ef
ekkert veröur gert til þess, aö
konur I landbúnaöi veröi metnar
aö veröleikum, þá munu þær
tæplega haldast i þessari at-
vinnugrein, þegar til lengdar
lætur. t þessu sambandi langar
mig aö spyrja, hvers vegna eru
laun húsfreyju I verölagsgrund-
velli landbúnaöarins (1. sept.
’76) ekki reiknuö á sama kaupi
og laun bóndans? Eru þaö ekki
landslög, aö kynin eigi aö hafa
sama kaup fyrir sömu vinnu?
1 verölagsgrundvellinum er
ekki tilgreint, hvaöa kaup hús-
freyja hefur á timann, aðeins
reiknaö meö 600 st. i dagv., 100
st. i eftirv. og 100 st. I nætur-
vinnu og svo 329.939 kr. sem árs-
laun. Eftir hvaöa timakaupi er
reiknaö? Laun unglinga eru öll
reiknuö, sem dagvinna skilst
mér, 940 st. á 238.73 kr. á tim-
ann. (Eg hélt, að búiö væri aö
afnema aura úr öllu verölagi?)
Viö hvaö er þetta kaup miöaö?
Lægsta kaup, sem ég sé I taxta
„Einingar” á Akureyri fyrir 14
ára, er 300 kr. á timann fyrir
dagvinnu Mér finnst algjörlega
óraunhæft aö taka miö af bú-
reikningum til ákvöröunar um
vinnuframlag húsmæöra i land-
búnaöi. Væri ekki hægt aö senda
konunum sjálfum spurninga-
lista, þar sem gerö væri könnun
á þessu?
Ef búreikningar eru nauðsyn,
sem undirstaöa verölagsgrund-
vallarins, hvers vegna er þá
bændum ekki gert aö þegn-
skyldu aö færa þá eftir ein-
hverju skipulegu úrtaki? (Xd.
tiltekinn árafjölda). Jafnvel aö
búnaöarfélögin greiddu ómaks
laun. Eins og þetta er núna er
þaö allt of tilviljanakennt, aí
minu mati, til þess aö fá rétta
mynd til grundvallar.” —ekh
(