Þjóðviljinn - 23.03.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.03.1977, Blaðsíða 8
8 SIDA — ÞJOÐVILJINW MtftvHmJagur 23. warg 1»77 TAGE ERLANDER, fyrrum forsætisráðherra Samstarf samstædra stjórnmálaflokka á Norðurlöndum er mikils virði og sjálfsagt i Norðurlandaráði Tage Erlander, sem var forsætisráðherra svía á árabilinu 1946-1969/ hefur nýlega gefið út þriðja bindi endurminn- inga sinna. Þar lýsir hann m.a. tilurð Norðurlanda- ráðs. Með hliðsjón af því, sem þar segir, hefur Anita Söderman, ritari upplýsingad- Norður- landaráðs lagt nokkrar spurningar fyrir Er- lander og Þjóðviljanum boðið að birta svörin. — Nor&urlandaráö var stofnað þegar áætlanir um nor- rænt tollabandalag og norrænt varnarbandalag höfbu fariö út um þúfur. Þegar ljóst var, aö Nordek yröi aldrei aö veruleika, var ráöherranefnd Noröur- landaráös stofnuö og samþykkt- ir geröar um samstarf á ýmsum sviöum. Eru þaö mistökin, sem eru hreyfiafl norrænnar sam- vinnu fremur en sá árangur, sem hún hefur haft I för meö sér. — Umleitanir um samstarf i varnar- og efnahagsmálum báru ekki tilætlaðan árangur, enda þótt sú skoðun væri al- menn, að hér væri um mjög mikilsverö mál aö ræða. Menn voru uggandi um, aö þessar ófarir myndu leiöa til svartsýni á norræna samvinnu. Þaö kynti hins vegar undir áhuga okkar á þvi aö finna einhvern vettvang sem hentaði fyrir norræna sam- vinnu. Við vildum gera aöra til- raun einmitt vegna þess, hversu mikilvæg þau mál voru, sem samstaöa náðist ekki um. Ráðið hefur flýtt fyrir — Heföu málefni þau, sem fengiö hafa úrlausn fyrir at- beina Norðurlandaráös, komist i höfn, ef ráösins heföi ekki notiö við? — Við getum til dæmis nefnt þaö, aö hugmynd um brú, er tengdi Sviþjóð og Danmörku, fékk hljómgrunn i Norðurlanda- ráöi og þess vegna tóku rikis- stjórnir landanna máliö til at- hugunar. 1 annan staö var okkur svium mjög umhugaö um af- nám vegabréfaskyldu á Norður- löndum. Þaö var okkur mjög mikils virði, aöhægt var aö gera þetta að veruleika fyrir til- stuölan Noröurlandaráðs. Sjálfur tók ég snemma aö beita mér fyrir friösamlegri nýtingu kjarnavopna, og þaö reyndist mér ómetanlegt að geta lagt fram hugmyndir minar þar aö lútandi I Noröurlandaráði og njóta þar stuönings. Hin ýmsu viöfangsefni heföu væntanlega fengið úrlausn án tilkomu Noröurlandaráös, en áreiöan- lega ekki eins fljótt og raun hefur orðiö á. Hvar sem er á Norðurlöndum koma fram athyglisveröar hug- myndir, sem alla varða, t.d. varöandi frelsi á vinnu- markaðnum. Það er heppilegt að geta finpússað þessar hug- myndir I samræmi við rikjandi sjónarmið á Noröurlöndum, og taka þannig mið af Norður- landaráöi, áöur en hug- myndirnar eru iagðar fram i til- löguformi. Þannig hefur Norðurlandaráö oröið eins kon- ar vettvangur fyrir sjórnmála- menn til að kanna þann hljóm- grunn, sem hugmyndir þeirra hafa. Umfram allt er athyglis- Tvímælalaust kýs ég norrænu leiðina vert aö heyra mat stjórnarand- stööunnar á hinum ýmsu viöfangsefnum. Þaö gerir Noröurlandaráöi aö sjálfsögöu erfitt um vik, að það er eins konar þing, er ekki hefur þann bakhjarl sem fjárhagsáætlun og fjármálastefna eru venjulegum þingum og geta haft bæöi já- kvæö og neikvæö áhrif á gang mála. Frjóar hugmyndir — ekki smámunir — Þú segir i nýjasta bindi endurminninga þinna, að Norðurlandaráö eigi aö vera vettvangur frjórra hugmynda, en ekki smámuna, en stjórn- málamenn hafi hins vegar ekki getaö haldiö þessu striki. Hvers vegna hafa rikisstjórnirnar eftirlátiö þingmönnum aö hafa legan áhuga. Ef viö stjórnmála- mennirnir sögöum eitthvaö af viti viö eitthvert tækifæri, voru skrifaöar um þaö stórar fréttir og miklar umræöur spunnust um málin. Blöðin voru mjög áhugasöm og blaöamenn komu hundruöum saman til að fylgjast meö þingum ráösins. Þegar blöðin skrifuðu um þaö, að norræn samvinna hefði ekki borið ávöxt, var þaö vegna þess, aö þau höföu oröiö fyrir vonbrigöum. En þótt ekki yröu opinberar umræöur um stærstu málin, var þaö mikils viröi aö hitta forustumenn i stjórnmála- lifi Noröurlanda og helstu blaöamenn. Jafnvel þótt ekki ein einasta ályktun heföi veriö samþykkt I Noröurlandaráöi, hefði samt veriö gagn af starf- semi þess, ávinningur af þvi aö kynnast hugsunarhætti fólks á öllum Norðurlöndum. in að fjalla um utanrikismál i Norðurlandaráði. Trúlega hafa aörir flokksleiötogar gefið svipaöar«ýsingar. En enda þótt viö höfum fariö aö lögum I hvi- vetna og ekki fjallaö um utan- rikismál, þá er þaö mikilsverö, pólitisk staöreynd, aö einmitt þegar viðsjárnar i heiminum, virðast ætla að skipta heiminum upp i tvær andstæður fylkingar, þá sitjum viö Noröurlandabúar á friöarstóli og fjöllum um enn nánara samstarf. Þetta hefur utanrikispólitisk áhrif, enda þótt viö segjum ekki eitt auka- tekið orö um utanrikismál. Ég er nokkuð efins um, aö viö mun- um láta utanrikismál til okkar taka i framtiöinni. Ég var i hópi þeirra sem bjuggu endanlega um hnútana árið 1953 og 1956. Af þeim sökum eru niöurstööurn- ar, sem þá fengust,mér nokkurt tilfinningamál. Frá fundi Noröurlandaráös. frumkvæðiö I Norðurlandaráöi? — Höfuökosturinn viö aö fela þingmönnum þátttöku i starfi ráösins var sá aö þannig haföi stjórnarandstaöan aöstööu til aö láta til sin taka. Þaö má ef til viil benda á dæmi, sem sýna aö þetta hafi verið mistök — ég vil ekki þræta fyrir þaö — en þetta vakti nú fyrir okkur. — Hverjar eru hugmyndirnar, sem stjórnmálamennirnir heföu átt aö koma fram með? — Ég æt þess getið i bókinni minni litlu, að sá timi, sem Norðurlandaráð hefur starfað, hefur einkennst af hraðri þróun á öllum sviðum, m.a. hafa orðið miklir fólksflutningar til borg- anna og miðstýring hefur aukist i öllum löndum. Ég hef þrásinnis lagt til, að viö eigum aö fjalla um, hvaö vöxtur borg- anna hefur i för meö sér fyrir æskuna. Afleiöingin er ekki aöeins afbrot unglinga og drykkjuskapur, heldur finnur unga fólkiö einnig hjá sér hvatn- ingu til að brjótast áfram og skapa sér nýja framtíö. Það hefði verið ánægjulegt aö ræöa þessi mál við fulltrúa æskufólks frá t.d. Finnlandi og Noregi, sem ef til vili hafa aðra reynslu en unga fólkiö frá stórborgum Sviþjóðar og Danmerkur. Fjölmiðlarnir hafa sýnt starf- semi Noröurlandaráðs feiknar- Dagur Norðurlanda Samstarf flokkanna — Stjórnmálaflokkar á Noröurlöndum hafa um nokk- urra ára skeið haft milliliöa- laust samstarf sin á milli. Hvers vegna hefur þaö tekiö þá tuttugu ár aö koma á sliku samstarfi? — Viö jafnaöarmenn á Noröurlöndum höfum um langt árabil haft samband bæöi innan verkalýðs- og stjórnmálaarms. Viö höfum gert okkur far um aö halda þessu sambandi jafnhliða starfinu innan Noröurlanda- ráös. Mér er þaö hulin ráögáta, hvers vegna hinir flokkarnir hafa ekki áttað sig á þvi, hversu mikilvægt þetta er. Það gleöur mig mjög aö þeir hafa nú byrjað slikt samstarf sin I milli. Þaö ber að færa Noröurlandaráði til tekna þann þátt sem þaö hefur átt I að flýta þeirri þróun. Utanrikismál i Norðurlandaráði — A siöustu þingum Norður- landaráðs hefur verið rætt um hlut utanrikis- og varnarmála á vettvangi þess. Hvaða augum litur þú nú á þann fyrirvara, sem finnar settu við inngöngu sina árið 1956, að þar skyldu ekki rædd utanrikismál? — Þetta var ekki einungis af- staða finna. Við vorum mjög ákveönir í þvi, að aðild okkar að Norðurlandaráði yrði ekki mis- skilin. Við lýstum þvi ótvirætt yfir, bæði Undén utanrikisráð- herra og ég, aö ekki væri ætlun- Ráðherranefndin til bóta — Rikisstjórnirnar starfa nú æ meira á vettvangi ráðherra- nefndar Norðurlandaráös. Hvernig hugsaði sænska stjórn- in sér þátt sinn I starfi Norður- landaráös, þegar þaö var stofn- aö? — Rikisstjórnirnar vildu fá tækifæri til þess aö leita sam- ráös viö stjórnarandstööuna, sem væntanlega yrði ekki eins bundin áflokksklafann og heima fyrir. Minn gamli andstæöingur, Bertil Ohlin, var oft frábær, þvi aö hann geröi sér grein fyrir þvi, aö á vettvangi Noröur- landaráös gæti hann ekki stuðlað að faili rikisstjórnarinn- ar. Þegar hann var laus við flokksviðjarnar, sýndi hann oft undraverða framkomu — það var ekki undravert að hann var prúðmenni, þvi aö þaö vissum viö fyrir, heldur var undraverð einlægni hans og vilji til að ræöa ýmsar hliðar viðfangsefnanna. Að minu mati er tilkoma ráö- herranefndarinnar til bóta. Hún tekur nú ákvarðanir og hrindir I framkvæmd málum, sem áður fyrr þurfti að ræða á fundum forsætisnefndar Norðurlanda- ráðs og siðan aftur i rikisstjórn- unum. Þróunin i þessum efnum hefur liklega orðið svipuð þvi og ég vonaðist til. — Hvers végna fengu ráðherrar ekki atkvæöisrétt I Norðurlandaráöi? — Þeir eiga ekki aö hafa at- kvæðisrétt. Þeir eru nógu at- kvæðamiklir hvort sem er. Áhrif EBE og norræna leiðin — Hvaöa áhrif hefur aðild Danmerkur að Efnahagsbanda- lagi Evrópu á norræna sam- vinnu? — Ég held að þau áhrif geti orðið góö. Þeir bjartsýnustu telja, að danir geti miðlaö upp- lýsingum til gagns fyrir báöa aöila. Þaö væri mjög ánægju- legt, ef sú gæti oröið raunin. — Er hægt aö gera ráð fyrir þvi, aö enn viötækari samvinna Noröurlanda sé framundan t.d. ný Nordek-áætlun, ef sambúðin innan EBE versnar enn? — Nei, ég hef ekki trú á þvi. Viö yrðum þá aö leita á ný miö, þvi aö þaö er enginn hægöar- leikur að endurvekja gamlar hugmyndir, sem hafa runniö út i sandinn, eins og t.d. hugmynd- ina um norrænt varnarbanda- lag. Þegar ljóst var að hún yrði ekki að veruleika, gerðust sum Norðurlöndin aðilar að Atlants- hafsbandalaginu. Þegar erfiöleika hefur orðiö vart innan Atlantshafsbandalagsins, hefur mátt sjá þaö i erlendum blööum, aö möguleikar væru á þvi að ræða stofnun norræns varnarbandalags á nýjan leik. Ég hef alltaf sagt, aö þegar mörkuö hafi verið ákveöin stefna, sé mjög erfitt aö hverfa frá henni og snúa sér aö mynd- un nýs bandalags. Þaö er reynsla mln af samninga- viöræöunum um norræna varnarbandalagiö og Atlants- hafsbandalagiö aö ekki muni auövelt vera að breyta ákvörðunum I svo mikilvægum málum, ekki sist þar sem þær voru teknar eftir mjög rækiieg- ar athuganir. Ef til mikilla erfiöleika kemur innan EBE og rikin gerast fráhverf áfram- haldandi samstarfi er ekki óhugsandi aö þau leiti nýrra leiöa til að þau einangrist ekki. í ljósi þess gætum við rætt um viðtækara samstarf norrænna þjóöa. En ég væri ekki hlynntur þvl, aö Norðurlandaþjóöir reyndu aö freista einhvers aöildarrikis EBE með þvi að stofna nýtt bandalag. Þannig á norræn samvinna ekki að vera. Slikt gæti aðeins komið til greina ef aðildarriki hefði ákveðið að segja skilið við bandalagið. — Innan EBE eru pólitiskar ákvarðanir teknar fyrst og siðan eru fundnar leiðir til aö hrinda þeim i framkvæmd. I norrænni samvinnu er þessu á annan veg háttaö, fyrst er reynt aö finna leiöir og ákvaröanir teknar samkvæmt þvi. Er nor- ræni hátturinn betri eöa verri? — Sem gamalreyndur þing- maður kýs ég norrænu leiöina tvimælalaust. Vitaskuld eru ýmsir annmarkar á þvi að undirbúa mál I smáatriðum, áður en ákvarðanir eru teknar en ákvarðanirnar veröa býggöar á traustari grunni meö þeim hætti. Þannig eru ákvarðanir teknar I sænskum stjórnmálum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.